Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐŒ), FTMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 27 sem stóðum að þessum þremur til- lögum séum í biðstöðu, og ég er í þeirri aðstöðu að ég þarf að fá botn í það sem fyrst hvort Ríkisútvarpið ætlar að gera eitthvað úr þessu því að þetta var upphaflega hugsað sem skáldsaga, þannig að ég þarf að taka ákvörðun um það hvort ég á að halda áfram með kvikmynda- handritið eða skrifa þetta sem skáldsögu." Takmarkið að vinna að eigin verkum Anna Heiður Oddsdóttir og Mic- hael Dean sendu þtjár tillögur að kvikmyndahandritum í undanrás Evróupkeppninnar en sú tillagan sem valin var til að senda í úrslita- keppni er Heimkoma, og fær hún þá umsögn dómnefndar að hér sé á ferð „skemmtileg blanda raunveru- legra atburða og ævintýralegs uppspuna, sem höfundum tekst þó að gera að heillegu verki“. Söguþráðurinn er spunninn í kringum heimflutning handritanna frá Danmörku og í umsögninni er hann sagður svo reyfarakenndur að hann sé á mörkum hins trúverðuga en eigi sér þó stoð í verkinu sjálfu. Anna Heiður og Michael fluttust hingað til lands fyrir ári ásamt lítilli dóttur sinni en hingað komu þau frá Kalifomíu þar sem þau voru við nám og störf. „Við kynntumst í Occidental Col- lege í Los Angeles en þangað fór ég upphaflega til að læra mann- fræði," segir Anna Heiður. „Eftir tveggja ára nám í þeim fræðum langaði mig til að hvíla mig aðeins á þeim og taka námskeið í kvik- myndagerð sem reyndist síðan svo skemmtileg að ég gat ekki slitið mig frá henni til að fara aftur í mann- fræði af fullum krafti. Mér hefur þó nýtzt mannfræðin því að ég lauk BA-prófi í gerð heimildamynda en síðan lá leiðin í UCLA þar sem ég lauk prófi í kvikmynda- og mynd- bandagerð." „Ég hef BA-próf í leikhúsfræðum og leikstjóm,“ segir Michael, „þann- ig að samanlagt má segja að við spönnum sæmilega vítt svið í sam- bandi við kvikmyndagerð." „Nú ert þú Bandaríkjamaður, Michael, hvemig leizt þér á að flytj- ast til íslands?" „Ég var búinn að koma hingað í heimsókn áður en við fluttumst hing- að og hafði sannarlega ekkert á móti því að setjast hér að, a.m.k. um skeið. Þar sem ég talaði ekki íslenzku við komuna hingað gerði ég ráð fyrir að það gæti reynzt erf- itt fyrir mig að fá vinnu þar sem ég gæti nýtt mér það sem ég kann, en fyrst í stað vann ég í tölvufyrir- tæki og síðan fékk ég starf í myndbandadeild Sjónvarpsins, en Anna Heiður fór að vinna á frétta- stofu Sjónvarpsins skömmu eftir heimkomuna." „Nú hafið þið bæði aflað ykkur menntunar til þess að vinna að gerð eigin hugverka. Stefnið þið að því að geta unnið að slíku eingöngu?" „Takmarkið er að geta unnið að eigin verkun en það er afar hæpið að maður geti lifað á því. Okkur nýtist kunnáttan líka vel í störfum okkar hjá Sjónvarpinu, emm ánægð í þeirri vinnu og viljum gjaman vera þar áfram en hins vegar er nauðsyn- legt að fá að vinna að sínum eigin verkum jafnframt," segir Anna Heiður. „Er ykkur það keppikefli að sjá sjálf um gerð Heimkomu ef Sjón- varpið lætur verða af því að kvikmynda þau verk sem bezt þóttu í undanrás Evrópukeppninnar?" „Við hefðum auðvitað mjög gam- an af að fá að gera það þar sem við höfum einmitt lært til þessara starfa, en það er of snemmt að spá hvað úr verður, enda var fyrst og fremst verið að leita að rithöfundum í þessari keppni en ekki leikstjórum eða kvikmyndagerðarfólki," segir Anna Heiður Oddsdóttir. Það fylgir því sérstök fj ölskyldustemmning að taka slátur Asamt bjartsýni og æðruleysi heíur slátur verið helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í baráttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega næringar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. Sláturfélag Suðurlands hefur nú opnað slátursölu í Skútuvogi 4. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til sláturgerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, haframjöl, rúsínur, saumagarn, nálar og frystipokar. I einu slátri eru: Sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og keppur, 1 kg. mör og 750 gr. blóð,ásamt 1.5 kg. af mjöli, sem gefur af sér 7—8 stóra sláturkeppi. A ódýrari fæðu er tæpast kostur. í kaupbæti færð þú svo ítarlegan leiðbeiningarpésa um sláturgerð. Slátursala © Skútuvogi 4 Sími 35106 Slátursalan er opin kl. 9—18 máundaga—föstudaga og kl. 9—12 á laugardögum. Allt til sláturgerðar á einum stað. GOTT FÚLK / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.