Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 61

Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 61 Norsku og íslensku krakkarnir allir saman í Hlíðarenda. Morgunbiaðið/BAR Norræn nemendaskipti Hér á landi var nýlega staddur hópur 11-12 ára gamalla nor- skra bama, sem var að endurgjalda heimsókn íslenskra bama nú fyrr í sumar til Noregs. Þessi „nemenda- skipti" hafa mælst mjög vel fyrir hjá bömunum og foreldmm þeirra, enda er hér um að ræða ódýra og árangursríka aðferð til að kynnast nágrannaþjóðum sínum. Upphafið að þessum ferðum er það að Anne Berit Mörch, norsku- kennari, og Lovísa Guðmundsdóttir, kynntust Kirsti Sölvberg, kennara í Spydeberg-skóla, úti í Noregi, og fengu þá þá hugmynd að skiptast á bekkjum. íslensku bömin, sem em 26 að tölu, og eiga það öll sam- eiginlegt að læra norsku í stað dönsku, heimsóttu síðan Spyde- berg, sem er 4.000 manna bær um 50 km fýrir sunnan Osló, dagana 3.-10. júní sl., og norski bekkurinn endurgalt heimsóknina dagana 15.-22. september. Norsku krakkamir ferðuðust töluvert um á meðan á heimsókn þeirra stóð; að sjálfsögðu var farið til Þingvalla, Gullfoss og Geysis, en auk þess var farið upp í Stíflis- dal í Kjós, þar sem m.a. var farið í réttir, og síðan á hestbak í Lax- nesi á leiðinni heim. Þá bauð Skógræktarfélag íslands bömunum í hádegismat, og síðan upp í Heið- mörk, þar sem gróðursett vom tré. Þar gistu þau síðan í skála átthaga- félags Norðmanna á íslandi að Thorgeirsstöðum. Bömin vom hér í fylgd með kenn- ara sínum, Kirsti Sölvberg, og rektor Spydebergs-skóla, Dag Brynhildsen. Enginn úr norska hópnum hafði áður komið til ís- lands, og kom þeim margt á óvart, sérstaklega þó Þingvellir. Þar höfðu norsku gestimir ímyndað sér að væm grasi grónir vellir, þar sem nú hefði myndast þéttbýliskjami, og hrifust þeir mjög af hinni fögm, óspilltu náttúm staðarins. Á mánu- daginn, daginn áður en norsku bömin héldu heim, var svo öllum hópnum boðið í kaffi í norska sendi- ráðið. Á laugardagskvöldið var haldið diskótek í gamla Valsheimilinu að Hlíðarenda, þar sem íslensku og norsku krakkamir skemmtu sér saman, og var þar glatt á hjalla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það var mikið stuð á diskótekinu í gamla Valsheimilinu. Morgunblaðið/BAR Heimsmethafinn Dick Clark fagnar ásamt Cyndi Lauper og Little Richard. i Heimsmet í Hollywood Maðurinn hér í miðið á mynd- inni heitir Dick Clark, en hann vann sér það til frægðar nú um daginn að komast í heimsmeta- bók Guinness fyrir það að stjóma þeim sjónvarpsþætti sem langlífast- ur hefur orðið í sögunni. Þátturinn, sem heitir í höfuðið á Dick, hefur gengið samfleytt í ameríska imba- kassanum í 39 ár, og var mikil gleði haldin í Hollywood í tilefni af þessu nýja heimsmeti. Þar mætti margt stórmenna til að hylla Dick, þ.á.m. þau Cyndi Lauper og Little Ric- hard, svo sem sjá má á myndinni. Enska, ítalska, danska, spænska fyrir byrjendur. Upplýsingar og innritun í síma 84236. RIGMOR. ÚTSALA Karlmannaföt kr. 4.975,- og 6.500,- Stakirjakkar kr. 3.975,- Terylenebuxur kr. 1.195,- og 1.395,- Gallabuxur kr. 745,- og 795,- Flauelsbuxur kr. 745,- Skyrtur, peysur, nærföto.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ Reykjavtk og nágrenni Árshátíðin verður í Skíðaskálanum í Hveradölum laugardag- inn 3. okt. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Miðasala íTösku- og hanskabúðinni, Skólavörðu- stíg, frá mánudaginum 28. sept. Skemmtinefndin. DJÚP SLÖKUN - BÆTT HEILSA Innhverf íhugun (Transcendental Meditation) er ein- föld slökunartækni sem getur bætt andlega og líkamlega heilsu þína og hjálpað þér til að fá meira út úr lífínu. Nýtt námskeið hefst í kvöld, fimmtu- dag, með kynningu sem allir eru vel- komnir á. Hún verður haldin í Garðastræti 17 (3. hæð), kl. 20.30. Sími 16662. íhugunartækni MAHARISHI MAHESH YCXjI VELDUR EKKI VONBRIGÐUM ÞEIR voru margir sem vildu sjá Michael Jackson mistakast eft- ir hinn ótrúlega árangurThrillerog slúðurkjaftæðið undanfarin ár. ÞEIR hafa orðið fyrir vonbrigðum, því BAD erekki bara frábær plata heldur í sérklassa og verður betri og betri og betri. ÞEIR hafa hlustaðá BAD, The wayyou make me fell, Speed Demon, Liberian girl, Just good friends, Another part of me, Man in the mirror, I just cant stop loving you, Dirty Diana, Smooth Criminal og ÞEIR eiga ekki orð. tkdnorhf AUSTURSTRÆTI, GLÆSIBÆ, RAUÐARÁRSTlG, STRANDGÖTU, póstkröfus.11620 og 28316 (símsvari).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.