Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Island — Frakkland á Evrópumótinu í brids: Sjöundi liðsmaðurinn dugði Frökkunum ekki til sigurs Morgunblaðið/GSH Guðlaugur og Örn spila við Perron (lengst til vinstri) og Chemla á Evrópumótinu í Brighton. Við hliðina á Chemla situr Herve Mouiel sem næstum var orðinn 7. liðsmaðurinn í landsliði Frakkanna. ___________Brids________________ Guðmundur Sv. Hermannsson ÍSLENSKA bridslandsliðið spilaði við það franska í 20. umferð Evr- ópumótsins í brids í Brighton. Þegar þessar þjóðir mættust voru - íslendingar í 3. sæti með 334 stig. Frakkar voru í 5. sæti með 326 stig. Fyrir mótið bjuggust flestir við sigri Frakka þar sem lið þeirra var skipað nær eintómum heims-, ólympíu- og Evrópumeisturum. Þeir höfðu þó ekki staðið sig neitt sérstaklega og einkum virtist aðalstjömunum, Poul Chemla og Michel Perron, vera mislagðar hendur. Byrjun Frakkanna gegn Islandi var ekki gæfuleg. Í lokaða salnum settust Philippe Soulet og Michel Abecassis á móti Aðalsteini Jörgensen og Ás- geiri Ásbjömssyni og byijuðu að gefa. Skyndilega stóð Abecassis upp, sagð- ist vera veikur og gekk út. Það varð mikið fjaðrafok í herbúðum Frakka sem von var, þar sem þriðja parið þeirra var ekki á spilastaðnum. Um tíma leit út fyrir að Frakkamir yrðu að bæta 7 liðsmanninum við því Herve Mouiel, þekktur franskur spilari sem var að horfa á mótið, var sestur á móti Soulet og lauk við að gefa spil- in. Á síðustu stundu tókst að flnna Philippe Cronier sem spilaði á móti Soulet fyrri hálfleikinn. I opna salnum sátu Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson á móti Chemla og Perron. Þar gekk heldur ekki alveg þrautalaust að hefja leikinn: sá frægi fyrirliði Frakkanna, Pierre Schemeil, settist við borðið þar sem hann gat séð á spilin beggja vegna skermsins. Hjalti Elíasson kallaði á keppnisstjóra og gerði athugasemd við þetta, sem Schemeil tók óstinnt upp og rauk út úr salnum eftir að hafa flutt heilmik- inn reiðilestur á frönsku. Sigurður fékk fyrsta impa leiksins fyrir yflrslag í fyrsta spilinu, Frakkar fengu síðan tvo impa í 3. spili en í 4. spili fékk Island 10 impa þegar Soulet fór 3 niður á hættunni í 4 hjört- um meðan Jón fékk 10 slagi í 4 laufum við hitt borðið. Næsta spil féll en í 6. spili er.duðu Jón og Sigurður fyrir slysni í 2 laufum á 5-1 samlegu og _ .fóru einn niður meðan þeir áttu 5-4 samlegu í hjarta. Frakkamir voru í 4 hjörtum við hitt borðið en spilið lá illa og auk þess doblaði Aðalsteinn. Soulet slapp þó 1 niður, en ísland græddi 3 impa. í 7. spili sýndu bæði lið góð tilþrif: S/Allir. Norður ♦ 3 ¥52 ♦ D876543 Vestur ♦ 432 Austur ♦ G109 i r 1111 ♦ K862 ¥ G9843 II ¥ K1076 ♦ 102 ♦ Á ♦ Á108 ♦ KJ9 Suður ♦ ÁD75 ¥ÁD ♦ KG8 ♦ D765 Chemla opnaði á 16-18 punkta grandi í opna salnum og Perron stökk í 3 lauf sem sýndi langan tígullit og veik spil. Chemla skaut á 3 grönd og þau voru óhnekkjandi eins og spilið lá. 600 til Frakka. Aðalsteinn og Ásgeir voru þó engir eftirbátar Frakkanna. Aðalsteinn opnaði á sterku laufl, Ásgeir afmel- daði með 1 tígli og austur stakk inn —jpaða. Aðalsteinn sagði 1 grand fijálst, vestur 2 spaða og Ásgeir 3 lauf. Þetta var yflrfærsla í 3 tígla og sýndi annaðhvort langan og veikan tígullit eða sterkari spil með tígullit. Aðalsteinn gat því einnig sagt 3 grönd með sæmilegu öryggi og spilið féll. í næstu Qórum spilum skiptust lið- in á 5 impum en þá fóru Jón og ~ Sigurður í ágætis 6 lauf. Trompið var ÁK103 á móti D654 og auk þess vantaði ás. Chemla doblaði lokasamn- inginn og þar sem hann átti G9872 í laufl hlaut slemman að fara niður. Hinsvegar mátti vinna 6 spaða á ÁKD75 á móti G10. Frakkamir létu sér nægja 4 grönd og fengu 12 slagi og 13 impa. Island fékk 5 impa til baka þegar Aðalsteinn og Ásgeir ýttu Frökkunum upp á 4. sagnstigið meðan Jón fékk að spila bútinn sinn á 3. sagnstigi. En strax í næsta spili fómaði Jón í 5 lauf, 300 niður, yflr 4 spöðum sem töpuðust við hitt borðið. 9 impar út. En pendúllinn sveiflaðist til baka í síðasta spili hálfleiksins: V/AV Norður ♦ 862 ¥Á6 ♦ ÁD98753 ♦ 2 Vestur Austur ♦ KG10943...... ♦ ÁD75 VK7 II ¥ G854 ♦ - ♦ 42 ♦ ÁD986 ♦ G54 Suður ♦ - ¥ D10932 ♦ KG106 ♦ K1073 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður JB Perron SSV Chemla 1 spaði 2 tí^lar 3 spaðar 5 tiglar 5 spaðar 6 tíglar pass pass 6 spaðar pass pass ðobl a. pass Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Cronier AA Soulet AJ 1 spaði 3 tiglar 3 spaðar 5 tiglar 6 spaðar pass pass 7 tíglar dobl a.pass Þegar horft er á sagnimar virðist spilið ekki vera hagstætt fyrir Island. 6 spaðar virðast dauðadæmdir og því óheppileg ákvörðun há Aðalsteini að fóma í 7 tígla í lokaða salnum. 7 tíglar fóru þó aðeins 2 niður, 300 ti! Frakka. Við hitt borðið doblaði Chemla 6 spaða og sagði með því að hann vissi í raun ekkert hvað hann ætti að gera. Perron lét doblið standa sem var í raun rétt ákvörðun. Eftir fyrstu tvo slagina hefur Perron þó ábyggilega dauðséð eftir að hafa ekki fómað í 7 tígla. Hann spilaði nefnilega út hjarta- ás og skipti síðan í lauftvist. Jón þáði þessar gjafir með þökkum: stakk upp laufagosanum í borði og tók kónginn með ás, tók síðan tvisvar tromp og svínaði laufaníunni. 1660 og 16 impar til íslands sem vann fyrri hálfleikinn 40-27. Guðlaugur Jóhannsson og Öm Arn- þórsson komu í opna salinn gegn Chemla og Perron í seinni hálfleik en Jón og Sigurður fluttu sig í lokaða salinn og spiluðu við Cronier og Mich- el Lebel. Frakkamir tóku 10 impa inn í fyrstu 6 spilunum í bútaspilum og bæði lið misstu þokkalega slemmu. í 7. spili hálfleiksins áttu Perron og Jón síðan þessi spil í suður. Allir vom á hættu og suður gaf: S.ÁD107 H.Á8 T.ÁD652 L. Á8 Sagnir byijuðu eins við bæði borð: Suður opnaði á 1 tígli, norður sagði 1 grand, suður 2 spaða og norður 3 grönd. 1 grand í kerfí Jóns og Sigurðar sýndi 6-9 punkta og Jón vissi af 8-9 punktum hjá Sigurði eftir að hann stökk í 3 grönd. En hann vissi einnig að Sigurður átti ekki 4-litar stuðning við tígul, taldi því óráðlegt að leita að slemmu og passaði. Chemla sagði hins vegar 4 grönd við hitt borðið og Perron, sem átti: S. 43 H. KD4 T. G97 L. KG543 stökk beint í 6 tígla. Spaðakóngur lá, tígulkóngurinn var stakur á undan AD og laufadrottningin var rétt svo slemman var óhnekkjandi og Frakkar fengu 13 impa. Næsta spil féll þegar bæði lið spil- uðu 6 tígla en síðan fengu Frakkamir 5 impa þegar Guðlaugur og Öm lögðu heldur mikið á spilin sín. í næsta spili doblaði Sigurður 5 tígla á hætt- unni með tvo ása og D876 í tígli auk þess sem Jón hafði lætt sér inn á sagnir eftir að hafa passað í upphafi. Sigurður fékk á ásana sína tvo en Lebel svínaði síðan tíguldrottningUnni af honum og vann spilið slétt, 750 og 4 impar til Frakka því Guðlaugur og Öm fengu 600 fyrir 3 grönd við hitt borðið. í næsta spili nældi Chemla sér síðan í impa fyrir yfírslag og Frakkamir höfðu þar með skorað 33 impa gegn engum í fyrstu 11 spilunum. En þá var komið að íslandi: V/NS Norður ♦ Á105 ¥ÁG2 ♦ Á964 ♦ Á54 Vestur Austur ♦ 632 ♦ G87 ¥86 II ¥ K9753 ♦ 8753 ♦ K102 ♦ KG97 ♦ 103 Suður ♦ KD94 ¥ D104 ♦ DG ♦ D862 Sigurður og Perron opnuðu báðir á 1 grandi og í opna salnum stökk Chemla beint í 3 grönd en Jón leitaði að spaðasamlegu áður en hann sagði 3 grönd. Hjarta kom út við bæði borð, Guðlaugur spilaði út þristinum, 3-5. hæsta, en Cronier fímmunni, 4. hæsta. Sigurður tók útspilið með tíunni og svínaði strax tíguldrottningu. Cronier tók á kóng og taldi sig greini- lega þurfa að grípa til örþrifaráða þegar hann skipti í spaðagosann. Sig- urður þakkaði fyrir sig og tók næstu 9 slagina. 630 til íslands. Spilið er raunar auðvelt viðureignar eftir að austur tekur á tígulkónginn því sagn- hafi getur athugað hvort tígultían fellur þriðja áður en hann fer í spað- ann. Við hitt borðið tók Perron hjarta- útspilið með drottningu og spilaði einnig tíguldrottningu en Guðlaugur í austur gaf án þess að blikka auga. Perron gat nú tekið 9 slagi með því að toppa spaðann en hann vildi ekki treysta á að spaðagosinn fé|li. I stað þess spilaði hann laufl á ás og laufl á drottninguna. Öm þakkaði fyrir sig með því að taka þijá lauf- slagi og Guðlaugur kastaði tveimur hjörtum. Öm skipti síðan í lítið hjarta og Perron stakk upp ás. Perron var viss um að Öm í vestur ætti tígulkóng og hann hefur senni- lega fengið það á tilflnninguna að Guðlaugur í austur ætti 4-lit í spaða fyrst hann henti fríhjörtunum. Þá átti austur skiptinguna 4-5-2-2 og Perron ákvað að spila upp á þann, að því er virtist, áhættulausa auka- möguleika að austur ætti tígultíuna aðra. Hann spilaði því litlum tígli á gosann og Guðlaugur þakkaði fyrir sig með því að stinga upp tígulkóng og taka hjartakónginn. 1 niður og 12 impar til íslands. Chemla lét það ós- part í ljósi að honum þætti lítið til úrspilstækni Perrons koma. Og í næsta spili komust Jón og Sigurður í 3 grönd á þessi spil: S. K10752 H.87 T.K10 L. A543 á móti: S. D6 H. KG9 T. Á98 L. KG962 Allir voru á hættu og Sigurður opnaði á 2 spöðum í norður, sem sýndi 7-10 punkta, 5+lit í spaða og 4+lit í láglit. Jón stökk beint í 3 grönd og fékk út lítinn tígul frá DG64 svo tían í blindum átti slaginn. Laufadrottri- ingin var síðan blönk í austur svo 9 slagir voru auðveldir viðfangs. Jón fékk raunar 10 slagi og 630. ■ Við hitt borðið passaði Perron í norður en þeir Chemla notuðu síðan hvorki meira né minna en 5 sagn- hringi til að komast í 3 lauf. Chemla fékk 11 slagi og 150 en ísland græddi 10 impa. Næstu tvö spil féllu en í síðasta spilinu fékk ísland 2 impa þegar Sig- urður fór einum minna niður en Perron í 3 gröndum. Frakkar unnu hálfleikinn samt 32-24 en ísland leik- inn 64-59 eða 16-14. Island Iækkaði um eitt sæti við þessi úrslit, var nú í 4. sæti með 350 stig. Israel var í 3. sæti með 350,5 stig, Bretland í 2. sæti með 359 og Svíþjóð í 1. sæti með 373 stig. Unnið að málningarvinnu við Gaulverjabæjarkirkju Gaulveijabæ. UNNIÐ hefur verið undanfarið að málningarvinnu við Gaul- verjabæjarkirkju. Það léttir verkið að veggir kirkjunnar voru fyrir nokkrum árum klæddir með litaðri stálklæðningu. Ein- ungis þarf því að mála turninn sem er járnklæddur svo og þakið. Þetta verk vinna að mestu þeir bræður Sigurður og Siggeir Páls- synir, bændur að Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Þeir hafa í gegnum árin skilað miklu starfi í þágu kirkjunnar sem og þeirra ætt- menn. Hefur kirkjan m.a. hlotið viðurkenningu fyrir snyrtilega um- gengni og kirkjugarð. Kirkjan var reist 1900 og var þá yfirsmiðurinn við verkið frá Baugs- stöðum. - Valdim. G. Sigurður Pálsson á Baugsstöðum að mála kirkjuturninn sem er ekki verk fyrir loft- hrædda. Sigurður og Siggeir Pálssynir að störfum við Gaulveijabæjar- kirkju. Morgunblaðið/Valdimar Guðjfinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.