Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 41 íbúar Mosfellsbæjar efna til fjöldagöngu og útifundar: Hvetja tíl aukinnar varúðar í umferðinni FÉLAGASAMTÖK í Mosfellsbæ og báðir skólar bæjarins efna á sunnudag til fjöldagöngu og úti- fundar í því skyni að hvetja vegfarendur til aukinnar varúð- ar í umferðinni. Lagt verður af stað klukkan 16 og ætla íbúarnir að loka Vesturlandsvegi um bæ- inn meðan á aðgerðunum stend- ur. Eru það tilmæli lögreglu til vegfarenda að þeir aki Ulfars- fellsveg og Hafravatnsveg um Alafoss milli klukkan 16.00 og 16.30. Gengið verður frá tveimur stöðum samtímis, annars vegar frá mótum Vesturlandsvegar og Hlíðartúns og hins vegar frá mótum Vesturlandsvegar og Þingvallaveg- ar. Gengið verður að Hlégarði þar sem haldinn verður stuttur útifund- ur. Þar verður lesin upp til sam- þykktar ályktun sem afhent verður samgönguráðherra eða þingmönn- um Reykjanesskjördæmis sem öllum hefur verið boðið að taka þátt í göngunni A fundi með undirbúningsnefnd kom fram að gífurlega mikil og hröð umferð er um Vesturlandsveg sem segja má að skipti Mosfellsbæ í tvennt. Allar verslanir og þjón- ustumiðstöðvar bæjarins liggja vestan vegarins en fjölmenn byggð er einnig austan hans og þurfa því íbúar, böm sem fullorðnir, að fara yfír þessa miklu umferðaræð til að sinna daglegum erindum. Einnig vilja Mosfellingar vekja athygli á miklum ökuhraða á Þingvallavegi í Mosfellsdal. Að sögn undirbúnings- nefndarinnar eru flestir Mosfelling- ar sammála um að úrbætur þoli enga bið og lýsa stuðningi við margítrekaðar tillögur bæjarstjóm- ar til viðkomandi yfírvalda um að þegar verði hafíst handa við að auka öryggi og bæta umferðar- menningu á þessum slóðum Þess má geta að þrjú banaslys hafa orðið í umferðinni í Mosfellsbæ síðustu tvo mánuði. Morgunblaðið/Börkur Undirbúningsnefnd göngunnar með Vesturlandsveginn í baksýn, talið frá vinstri: séra Birgir Asgeirsson, Ragnar Björnsson og Birg- ir Sveinsson Gatnamót Vesturlandsvegar og Þverholts. Ein af hugmyndum undir- búningsnefndarinnar er að þarna verði sett upp umferðarljós til að draga úr umferðarhraðanum. Starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar hafið: Morgunblaðið/RAX Frá blaðamannafundinum í gær. Kristbjörn Árnason, formaður FSH er fremst á myndinni. Ekki enn boðað til fundar í deilu FSH og vinnuveitenda: Tilboð FSH veld- ur ekki almennri launahækkun - segjatalsmennfélagsins EKKI hefur verið boðað til samningafundar hjá ríkissátta- semjara með Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði og viðsemj- endum þeirra eftir að upp úr viðræðum um fastlaunasamn- ing slitnaði aðfararnótt þriðju- dagsins. í gær boðaði félagið til blaðamannafundar, þar sem staða mála var skýrð og fullyrð- ingum Vinnuveitendasambands íslands um ástæður slita við- ræðnanna mótmælt. FSH hefur nú verið í verkfalli frá því á þriðjudaginn fyrir viku síðan, 15. september. Á fundinum kom fram að félag- ið hefði komið verulega til móts við tillögur VSÍ með gagntilboði sínu aðfaramótt þriðjudagsins, en vinnuveitendur ekki fengist til þess að ræða það, þar sem þeir slitu strax fundi. Tillaga FSH væri í fullu samræmi við niður- stöður könnunar Kjararannsókna- nefndar á launakjörum í greininni í mars síðastliðnum, en síðan þá hefði verið umtalsvert launaskrið. Samkvæmt könnuninni væru raunlaun í greininni frá 229 krón- um á klukkustund og 20% félags- manna væru með yfír 369 krónur á klukkustund. Tilboð FSH um launataxta endurspeglaði laun 60% félagsmanna, þannig að neðstu og efstu 20% raunlauna væru tekin burt. Væri þessi aðferð í fullu samræmi við tillögur VSÍ og myndi ekki valda almennri launahækkun hjá fyrirtækjum í greininni. Fullyrðingar VSÍ þar að lútandi væru því algerlega úr lausu lofti gripnar. Ennfremur kom fram á fundin- um að einungis 18 félagsmenn fengju greiddan tímamældan bón- us. Bónusgreiðslur í greininni væri því mestan part dulbúnar yfír- greiðslur og því ætti að taka tiilit til bónusgreiðslna við ákvörðun raunlauna. FSH hefði ekki farið fram á að bónuslaun færu inn í tímalaun, heldur einungis yfir- greiðslur. Bónus ætti síðan að semja um í fyrirtækjunum með aðild félagsins. Þá kom fram að VSÍ hefði ekki viljað fallast á gerð fastlauna- samnings nema gerður yrði kjarasamningur til ársloka 1988. Því hefði félagið sett fram kröfur varðandi kjarasamning næsta árs, sem ekki ættu erindi inn í fast- launasamning og talsmenn VSI blönduðu þessum tveimur ólíku hlutum saman._ Kristbjöm Ámason, formaður félagsins, sagði að félagið vildi færa taxtalaun að raunverulega greiddum launum, en VSÍ virtist ekki hafa áhuga á að gera fast- launasamning, þó margir arvinnu- rekendur í greininni væru fúsir til þess. „Þeir vilja búa til ónýta launataxta og yfírborga svo þá menn sem þeir vilja. Þessi aðferð hefur þjónað þeim vel á undanf- ömum ámm og verkalýðshreyf- ingin hefur þurft að búa við þetta,“ sagði Kristbjöm. Hann sagði að það væri vandi félagsins að VSÍ virtist óttast að gerð fastlauna- samnings hefði áhrif á samninga á næsta ári. Það hefði því gert þessa deilu að stórpólitísku máli, þó félagið vildi það eitt að laga launin innan fámennrar stéttar. Áhersla lögð á ný íslensk tón- verk og unga íslenska einleikara varpið og farið í heimsóknir á sjúkrahús og dvalarheimili í Reykjavík og nágrenni. Á nýju ári fer hljómsveitin í tónleikaferð um nærsveitir höfuðborgarinnar, m.a. til Akraness. Suðurland verð- ur heimsótt nokkru síðar. Síðustu áskriftartónleikar vetr- arins verða 12. maí en þann 19. maí leikur hljómsveitin á einleik- araprófstónleikum Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Að því loknu hefjast æfíngar fyrir Listahátíð, sem haldin verður næsta sumar. Dagskrá starfsársins er að venju fjölbreytt, enda reynir verk- efnavalsnefnd að velja eitthvað við hæfi allra. í vetur verður þó lögð nokkur áhersla á íslenska tónlist og íslenska einleikara. Flutt verða fimm ný íslensk tón- verk eftir fjóra höfunda og fjöldi ungra og efnilegra íslenskra tón- listarmanna munu flytja einleiks- verk með hljómsveitinni. Tónskáldin sem fá verk sín frum- flutt í vetur eru Mist Þorkels- dóttir, Áskell Másson, Hafliði Hallgrímsson og Jónas Tómasson. íslensku einleikaramir eru Guðni Franzson, Pétur Jónasson, Hall- dór Haraldsson, Gísli Magnússon, Anna Guðný Guðmundsóttir. Meðal frægra stórsöngvara, sem með hljómsveitinni syngja í vetur má nefna Paata Burchjuladze og Elisabet Söderström. Enginn að- alstjómandi er með hljómsveitinni í vetur, en gengið hefur verið frá ráðningu Finnans Petri Sakari fyrir starfs-árið 1988-89. STARFSÁR Sinfóniuhljómsveitar íslands er hafið og kynntu forsvarsmenn hljómsveitarinnar starfsáætlun sveitarinnar vetur- inn 1987-1988 á fundi s.l. þriðjudag. Sextán áskriftartónleikar verða haldnir á þessu starfsári og þrír utan áskriftar. Margt annað er á döfinni hjá hljómsveitinni að þessu sinni. Starfsár hljómsveitarinnar hófst í byijun september með tón- leikaferð til Grænlands, þar sem hljómsveitin lék við opnun Norr- ænu menningarmiðstöðvarinnar í Nuuk. Því næst lék hljómsveitin á tónleikum Ung Nordisk Musik hér á landi dagana 14.-18. sept- ember. Kynningarkvöld verður síðan haldið í kvöld, 24. septem- ber, og verður því sjónvarpað í ríkissjónvarpinu sunnudaginn 27. september. í októbermánuði hefjast áskriftartónleikar. Auk þeirra verður farið í tónleikaferð um Norðurland 5.-9. október og síðar í mánuðinum verður farið um Suðumes. í nóvember og desem- ber verða skólar heimsóttir, hljóðritanir gerðar fyrir Ríkisút- Morgunbladið/Bjami Forsvarsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar kynna vetrardagskrá hljómsveitarinnar, talið frá vinstri Gunnar Egilson, skrifstofustjóri, Sigurður Bjömsson, framkvæmdastjóri, Ólafur B. Thors formað- ur stjórnar og Rafn Jónsson kynningarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.