Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 55 fram blandaðir kórar, barna- og unglingakórar, kvennakórar, kar- lakórar, þjóðlagaflokkar, hljóð- færaleikarar og þjóðdansaflokkar. Sautján sjónvarps- og útvarps- stöðvar frá tíu löndum tóku hátíðina upp á tón- og myndsegul- bönd. Tónlistarhátiðin stóð yfir í fjóra daga og hófst föstudaginn 29. maí með „Degi æskunnar“. Þá komu fram æskulýðskórar, dansarar og hlóðfæraleikarar. Um kvöldið var svo hin eiginlega hátið sett með ávörpum, kórsöng, hljóð- færaslætti, danssýningum og þjóðlagatónlist. Meðal þeirra sem ávörp fluttu voru Helmut Kohl, ríkiskanslari, borgarstjórinn í Lim- borg, sýslumenn og ráðherrar, tónlistarfrömuðir og prestar. Sjálf keppnin fór fram á laugardag og sunnudag, 30. og 31. maí og voru þátttakendur í keppninni 83 kórar — alls um Qögur þúsund og fjögur hundruð manna, víðsvegar að úr heiminum. Kórunum var skipt niður í riðla eftir stærð, samsetningu og verk- efnum og voru riðlarnir alls átta. I fyrsta riðli voru t.d. blandaðir kórar sem sungu skyldulag ásamt þjóðlegu lagi og alþjóðlegu lagi að eigin vali. I öðrum riðli voru bland- aðir kórar án skyldulags. í þriðja riðli voru karlakórar er töldu a.m. k. fjörutíu manns, sungu skyldulag og þjóðlegt lag og alþjóðlegt lag að eigin vali. I þeim riðli voru Fóstbræður sem voru að þessu sinni 41 talsins. I fjórða riðli voru karlakórar án skyldulags og allt að 40 kórmönnum, í 5. kvennakór- ar með skyldulagi o.s.frv. Tónlistarhátíðin Harmonie Fes- tival ’87 fór fram eins og fyrr hefur verið sagt í Lindenholzhausen. Þar sem þetta er ekki nema þijú þús- und manna bæjarfélag þá er alls staðar stutt í sveitina. Nýleg skóla- hús og samkomuhús eða félags- heimili með ljómandi góðum konsertsölum eru í útjaðri bæjarins ásamt stórum útivistarsvæðum, umgirtum ökrum og skógum. Þama höfðu Limborgarar og íbúar Lindenholzhausen sett upp 5000 manna tjald fyrir kórakeppnina og annað 2000 manna veitingatjald. Einnig höfðu þeir sett upp útisvið í viðbót við þrjá tónleikasali og 14 æfingasali er fyrir voru á svæðinu. Auk alls þessa var svo fjöldinn allur af alls konar þjónustugjöld- um. Stöðugt fór eitthvað fram á öllum sviðunum samtímis og ekki bara á sviðunum heldur líka í að- liggjandi görðum, sérhönnuðum fyrir framkomu ýmiskonar. Og það var einmitt í einum slíkum garði að Karlakórinn Fóstbræður kom fyrst fram á þessari tónlistarhátíð á opnunardeginum. Allt var þetta umhverfi kjörið til að njóta lífsins og gleðjast í tónlistinni í góðu veðri. En góða veðrið var heima á íslandi. í Lind- enholzhausen og Limburg var bara hráslagakuldi, rok og rigning, sem annars staðar í Þýskalandi þessa dagana. Og þá hefði ekki síður verið skemmtilegt að láta leiða sig um gamla bæjarhlutann í Limburg og hlusta á spaugsama og marg- fróða leiðsögumenn hátíðarinnar segja sögu borgarinnar í obboðlítið hlýlegra veðri. Og enn versnaði kvefið hjá sumum og aðrir voru komnir með kvef sem ekki höfðu haft það fyrir. Mönnum var nú vart farið að lítast á blikuna — aðeins tveir dagar þar til kæmi að þeim í keppninni. — Einstaka mað- ur var meira að segja með háan hita. Að kvöldi opnunardagsins tóku svo Fóstbræður þátt í setn- ingu hátíðarinnar með söng. Laugardaginn 30. maí hófst kórakeppnin. En þar sem ekki kom að Fóstbræðrum fyrr en daginn eftir þá notuðu þeir daginn til að þiggja boð frá bænum Ransbach- Baumbach um að taka þáttí fjöl- þjóðlegum tónleikum sem áttu að fara fram þar í helsta samkomu- húsi bæjarins. Eftir tónleikana lét aðalgestgjafi Fóstbræðra þar á staðnum þau orð falla um Fóst- bræður að þeir væru tvímælalaust langbesti kór sem þar hefði komið inn í hús og sungið. Skal það ekki Fóstbræður á sviðinu í kórakeppni Harmonie Festival. um, svo þeir færu nú ekki að hnerra í miðju keppnislagi. En — eins og allir vita — þá eru Islend- ingar víkingar að ætt og uppruna og ganga óhaltir og djarfir að hveijum leik meðan báðir fætur eru jafnlangir og hlæja að kvefi og hitavellu þegar á hólminn kem- ur — enda, eins og áður hefur verið sagt frá í fjölmiðlum, hlutu Fóstbræður þriðju verðlaun í sínum riðli. En það var áberandi að aust- ur-evrópskir kórar voru í flest.um riðlunum í fyrstu sætunum. Svo mun einnig hafa verið í keppninni 1981. Þá voru Austur-Evrópu kar- lakórar í öllum verðlaunasætunum í karlakórariðlunum. En, eins og fyrr hefur verið minnst á, þá tókst Fóstbræðrum að kjúfa þessa aust- ur-evrópsku fylkingu og skáka sér í þriðja sætið. Fyrstu verðlaun hlaut búlgarsk- ur karlakór sem heitir Rodia-Chor Russe. Sá karlakór var hluti af gífurlega stórum blönduðum kór, sem líka heitir Rodia-Chor Russe og hreppti einnig fyrstu verðlaun í sínum riðli í þessari keppni. Það fór r.ú að fara um menn þegar í ljós kom að konurnar úr sama kór, kvennakórinn Rodia-Chor Russe hlaut svo fyrstu verðlaun í kvennakórariðlinum. Ekki síst þar sem kvennakórinn frá Riga, er varð í öðru sæti í sama riðli, hreif áheyrendur tvímælalaust meira. Sama má sannarlega segja um karlakórariðilinn. Tékkneski karla- kórinn Foerster Brno virtist hrífa áheyrendur langtum meira en búlgarski kórinn gerði sem haut fyrsta sætið. Því er heldur ekki að leyna að maður heyrði það á ýmsum erlendum tónlistarmönnum að þeir teldu Fóstbræður örugga í fyrsta eða annað sæti. En hvernig sem það var nú allt saman þá máttu Fóstbræður sann- arlega vel við una. Einkunnirnar sem voru gefnar voru frá 0 og upp í 20 og fengu Fóstbræður 19 og 20 í öllum greinum hjá öllum dóm- urunum nema í framsögn, en þar brá svo við að allir dómaramir gáfu þeim aðeins 18, sem má nú reyndar kallast býsna gott en dugði þó greinilega til að drag^ þá niður í þriðja sæti. En kóramir sem Fóst- bræður kepptu við vom flestir hverjii um helmingi stærri en Fóst- bræðrakórinn var að þessu sinni (eins og fyrr hefur verið sagt þá var aðeins 41 félagi með í förinni). Þýskur tengill Fóstbræðra Framhald á næstu síðu. dregið í efa, a.m.k. ef miðað er við þá aðra kóra sem sungu þarna í þetta sinn ásamt Fóstbræðmm. Sunnudaginn 31. maí rann svo upp stóra stundin. N ú skyldu Fóstbræður, misjafnlega illa eða vel á sig komnir vegna kvefs og hita, etja kappi við 82 aðra kóra og þar af 24 karlakóra víðs vegar að úr heiminum. Fram að þessu höfðu Fóstbræður sungið í spánýj- um Ijósbláum jakkafötum er klæddu þá ljómandi vel, en vom nokkuð skjóllítil í rysjungum að undanförnu. Nú var ætlunin að taka á honum stóra sínum og þá dugði ekkert minna en kjóll og hvítt enda hafa Fóstbræður ekki látið sjá sig í öðm á virðulegum tónleikum að því er undirritaðri er kunnugt. En blessaðir Fóstbræð- urnir — alltaf jafn vongóðir — vom nú ekki allir að hafa með sér frakka eða regnhlífar að hafa yfir sér meðan skotist var á milli bíls og keppnistjalds, enda virtist eitthvað vera að glaðna til þegar lagt var af stað frá Bad Ems. En á þessum þremur stundarfórðungum sem það tók að aka á milli Bad Ems og Lindenholzhausen gerði hreint og beint skýfall. Og ekki batnaði það þegar svo kom í ljós að rúturn- ar máttu nú ekki aka inn á mótssvæðið svo að kjólklæddir söngmennirnir, kvefaðir og mar- gofkældir, urðu að strekkjast gegn roki og ausandi rigningu nokkur hundruð metra til að komast í húsaskjól. Nú, einstaka maður var í frakka og nokkrir höfðu haft vit á að hafa með sér regnhlíf. Tóku nú vaskar Fóstbræðrakonur (því þær em alltaf alls staðar til staðar þar sem mennirnir þeirra þurfa á hjálp þeirra að halda) að selflytja regnhlífar milli kórmanna, ef bægja mætti einhveiju af öllu því vatnsflóði er himninum þóknaðist að steypa yfir kjólklædda Fóst- bræðurna frá blessuðum mönnun- KongaROOS KULDASKÓR STERKIR OG ÞÆGILEGIR Útsölustatfir Útilíf, Glæsibœ - Sportval, Kringlunni og Laugavegi 116 — Bikarinn, Skólavörðustíg — Sparta, Laugavegi 49 — Boltamaöurinn, Laugavegi 27 — Bragasport, Suöurlandsbraut 6 — Sportbúöin, Drafnarfelli og Laugavegi 97 — Skóverslun Helga, Eddufelli — Smóskór, Skólavörðustíg 6b — Sportbær, Rofabæ — Sportbúð Óskars, Keflavík — óðinn, Akranesi — Kaupfólag Borgfiröinga — Sportbær, Selfossi — KASK, Höfn — Krummafótur, Egilsstööum — Bókaverslun Þórarins Stefénssonar, Húsavík — Sporthúsiö, Akureyri — Skótískan, Akureyri — Tindastóll, Sauöár- króki — Skókompan, Ólafsvík — Sporthlaðan, (safirði — Einar Guðfinnsson, Bolungarvík — Verslunin óskaland, Blönduósi — Hókon Sófusson, Eskifirði — Axel Ó., Vestmannaeyjum. sportvöruþjónustan EIKJUVOGUR 29 -104 REYKJAVÍK - SÍMI 687084 Heildsala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.