Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987
31
Hömlur á erlenda lántöku: ,
Hvað er fjármögnimarleiga,
endurfjármögnun og kaupleiga?
unarleigu að ræða. Munurinn er
aðeins sá að vélin er ekki flutt
ný til landsins.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sendi Morgunblað-
inu yfirlýsingu þar sem fram
kemur að við 2-3 milljarðar króna
hafi verið teknir að láni erlendis
vegna kaupleigusamninga til
einkaaðila og um milljarði hafi
verið varið til bflakaupa.
Forráðamenn fjármögnunar-
fyrirtækjanna mótmæla þessari
fiillyrðingu ráðherrans harðlega
eins og fram kemur á öðrum stað
í blaðinu í dag. Benda þeir á að
ólöglegt sé að taka fé að láni er-
lendis til bflakaupa. Ráðherrann
sé í raun að væna flárfestingar-
sjóðina um ítrekuð lögbrot.
Hjá einu fjármögnunarfyrir-
tækjanna fengust þær upplýsing-
ar að um þriðjungur fjárins sem
lánað er með slíkum samningum
færi til kaupa á bifreiðum. Fjórð-
ungi er varið til kaupa á ýmsum
flutningatækjum, en tíunda hluta
til tölva og skrifstofubúnaðar.
KAUPLEIGA, fjármögnunarleiga og endurfjármögnun eru með-
al þeirra orða sem sést hafa í fréttum Morgunblaðsins að
undanförnu. Þau eru bókstafleg þýðing á erlendum hugtökum
og hafa ekki verið algeng í daglegu máli enda slík viðskipti ný
af nálinni hérlendis. Eins og greint hefur viðskiptaráðuneytið i
undirbúningi reglugerð sem þrengir heimild til lántöku erlend-
is. Mun það hefta viðskipti fyrirtækja í þessari grein að mati
kunnugra þar sem ekki sé nægt lánsfé til reiðu innanlands.
Forráðamenn fjárfestingasjóða telja að íslenskt atvinnulíf beri
skaða af slíkum höftum en stjómvöld að erlendu lánin séu skað-
valdurinn.
í byrjun síðasta árs opnuðu
stjómvöld dymar fyrir kaupieigu
og fjármögnunarleigu einkum
með skýrari reglum um söluskatt.
í upphafi sérhæfðu þrjú fyrirtæki
sig f þessari grein, Fjárfestingar-
félagið, Samvinnusjóður og Glitn-
ir. Þau eru nú fjögur, Féfang,
Lind, Lýsing og Glitnir sem er
umsvifamest.
Kaupleiga, fjármögnunarleiga
og endurfjármögnun em í raun
þijú orð um sama hlutinn. Fjár-
magnsleigur kaupa vélar og tæki
og leigja þau notendum gegn
reglulegri greiðslu.
Kaupleiga er bókstafleg þýðing
á enska hugtakinu „hire purc-
hase“. Um afborgunarviðskipti er
að ræða þar sem fjármagnsleigan
veitir fé til kaupa á tæki eða vél.
Að kaupleigutímanum liðnum get-
ur notandinn eignast hlutinn fyrir
brot af kaupverði hans.
Fjármögnunarleiga er sam-
bærileg við kaupleigu, munurinn
fellst einkum í eignarrétti. Við
kaupleigu verður hluturinn eign
lántaka. Fjármögnunarleiga felur
í sér að fyrirtæki kaupi vél, geri
leigusamning við notandann en
haldi fullum yfirráðum.
Endurfjármögnun er þýðing á
„sale and Iease-back“. Þessi við-
skipti hafa ekki náð teljandi
útbreiðslu hérlendis. Viðskipta-
ráðherra hyggst nú banna að lán
séu tekin erlendis til að fjármagna
þau.
Endurfjármögnun er gjaman
úrræði fyrirtækja sem lent hafa
í erfiðleikum með skammtímalán,
skuldabréf eða víxla, vegna véla-
kaupa. Fyrirtæki kaupir vélina og
getur leigt seljandanum hana aft-
ur. Hér er því í raun um fjármögn-
Y f irlýsing fjármögnunarfyrirtækjanna:
Ráðherra fer
meðrangtmál
Óheimilt að fjármagna bifreiða-
kaup með erlendum lánum
ÞAU fjármögnunarfyrirtæki sem starfa hér á landi sendu í gær frá
sér sameiginlega yfirlýsingu vegna greinargerðar fjármálaráðherra.
Undir yfirlýsinguna rita Féfang hf., Glitnir hf., Lind hf. og Lýsing hf.
UNDIRRITUÐ íjármögnunarfyrir-
tæki vilja taka fram að fullyrðing
flármálaráðherra í Morgunblaðinu
23. september um fjármögnun bif-
reiða með erlendu lánsfé á ekki við
rök að styðjast og er leitt til þess
að vita að rangar upplýsingar séu
lagðar til grundvallar ákvörðun
stjómvalda. Samkvæmt reglugerð-
um sem fyrirtækin starfa eftir er
óheimilt að fjármagna bifreiðar með
burðargetu undir 3 tonnum með er-
lendu fé. Slíkar bifreiðar em því
alfarið flármagnaðar með innlendu
fé. Þess ber einnig að geta að fyrir-
tælq'unum er aðeins heimilt að
flármagna tæki og búnað til atvinnu-
rekstrar en ekki til einstaklinga utan
atvinnurekstrar.
Fjármögnun bifreiða, þ.e. vömbif-
reiða, fólksflutningabifreiða, sendi-
bifreiða og annarra bifreiða til
atvinnurekstrar, nemur 20—25% af
verðmæti samninga hjá félögunum.
Fjármögnun þessara atvinnutækja
er því aðeins hluti af starfsemi fyrir-
tækjanna. Félögin eiga nú viðskipti
við allar atvinnugreinar. Stór fyrir-
tæki jaftit sem smá, opinber fyrirtæki
og sveitarfélög. Tækjabúnaður sem
félögin fjármagna er einnig fjöl-
breyttur, svo sem alls konar fram-
leiðslutæki, vélbúnaður, tölvubúnað-
ur, jarðvinnutæki, skipsbúnaður.
fslenskt atvinnulff á í harðri sam-
keppni við erlend fyrirtæki, bæði hér
á innanlandsmarkaði og eins á út-
flutningsmörkuðum. Hinir erlend
samkeppnisaðilar búa flestir við
frjálsari og fullkomnari fjármagns-
markað en íslensk fyrirtæki. Þessir
aðilar hafa því betra tækifæri til að
fjárfesta á hagkvæman hátt I tækni-
lega vel búnum atvinnutækjum og
er samkeppnisaðstaða fslensku fyrir-
tækjanna fyrir vikið verri.
Á sfðastliðnu ári var stigið skref
í frjálsræðisátt á hinum fslenska fjár-
magnsmarkaði. Vonast var til að
þetta væri aðeins fyrsta skrefið af
mörgum í þessa átt, þannig að innan
tíðar yrði íslenski fjármagnsmarkað-
urinn eitthvað í líkingu við fjár-
magnsmarkaði nágrannalandanna.
Samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs
myndi því batna.
Þegar Qármögnunarleiga með er-
lendu fé var leyfð á síðastliðnu ári
mátti búast við mikilli ásókn og örum
vexti fyrst í stað, því mikil ófullnægð
eftirspum eftir fjármagni til fjárfest-
ingar var til staðar í atvinnulífinu.
Þessari uppsöfnuðu eftirspum hefur
nú verið mætt og hefur komist á
meira jafnvægi eftir mitt þetta ár.
Endurgreiðslur vegna leigu fara
einnig að segja til sín með vaxandi
þunga og má gera ráð fyrir að jafn-
vægi komist á afborganir lána og
töku nýrra lána innan þriggja til fjög-
urra ára. Þörfín fyrir erlendar
lántökur vegna þessarar starfsemi
kemur því til með að minnka hröðum
skrefum.
Fjármögnunarfélögin harma að
stjómvöld hafí ekki gert sér grein
fyrir á hvem hátt þessi breyting
hefur áhrif á erlendar lántökur, en
telja að ekki sé við félögin að sakast
né atvinnulífíð þótt röng lánsfjárá-
ætlun hafi verið rétt. Hafa ber þó í
huga að þótt þessi mistök í láns-
fjáráætlun hafí átt sér stað er ekki
ástæða til að kippa að sér hendinni
og hverfa á vit hafta því eins og
áður er lýst fjara áhrifin á erlendar
lántökur fljótt út.
Vonast félögin því til að hinar
nýju reglur sem viðskiptaráðherra
hefur látið gera komi ekki til fram-
kvæmda. Slíkt yrði skref afturábak.
Gamli
góði
Knudsen
er enginn venjulegur karl, því hann býr tilþessi
líka dýrindis leÖursófasett á verði sem enginn get-
Tegund Dublin með Ijósri eða dökkri beykigrind
í svörtu leðri, millibrúnu eða Ijósbrúnu.
Allt settið:
Útborgun 12.290 (með Yisa og Euro)
aíborgun 400 til 5000 kr. á mán.
52.290.-
iiuviguii wu ui juuu ki» a íuau. H
húsgagnfrhöllin m
REYKJAVÍK