Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 49 MARKLEYSA © Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Markleysa. Bandarisk, 1985. Leikstjóri: Nicolas Roeg. Hand- rit: Terry Johnson eftir leikriti hans. Framleiðandi: Jeremy Thomas. Kvikmyndataka: Pet- er Hannan. Tónlist: Stanley Myers. Helstu hlutverk: Micha- el Emil, Gary Busey, Teresa Russell og Tony Curtis. Prófessorinn situr uppí rúmi á hótelherberginu sínu og fæst við flókna útreikninga. Úti á götu safnast æstur manngrúi saman að fylgjast með töku á kvikmynd. Flestir eru karlmenn og þeir góna græðgislega á stjömuna þegar hún kemur út í hvítum kjól með snjóhvítt hárið og stígur á loft- ræstigrind. Undir henni em tveir menn sem stjóma viftu og þeir blása upp undir stjömuna svo kjóllinn lyftist allur. „Hvað sástu?" spyr annar. „Ég sá guð,“ svarar hinn sem gónir upp um ristina. Manngrúinn stynur. í hópnum er þéttvaxinn beljaki og honum líst ekki á sýninguna. Seinna kemur í ljós að hann er homaboltaleikarinn frægi. Inná bar skammt frá situr þingmaður- inn bullandi sveittur og drekkur viskí. Skömmu seinna stígur ljós- hærða stjaman uppí limósínu og er ekið burt. Homaboltaleikarinn hleypur á eftir en missir af henni. Þingmaðurinn stendur upp með viskíflösku í vasanum og gengur út á götu. Homaboltaleikarinn fer inná barinn. Þingmaðurinn ætlar að hitta prófessorinn. Þau eiga öll eftir að hitta prófessorinn. Þetta glettilega upphaf á myndinni Insignifícance er for- smekkurinn að því sem koma skal og væntingamar góðu sem það vekur eiga sannarlega eftir að uppfyllast. Aðdáendur Nicolas Roegs geta glaðst á kvikmynda- hátíðinni því hún bíður uppá tvær myndir hans gerðar á síðustu ámm sem útséð var um að kæmu hingað í bíóin. Þær em Eureka og Insignifícance, sem hefur verið kölluð Markleysa á íslensku en gæti líka þýtt „ómerkilegt". Hún er sannarlega hvorki marklaus eða ómerkileg heldur flokkast hún hiklaust með betri myndum Ro- egs. Hættan hjá hinum sérstæða og myndræna stflista er alltaf sú að hann láti áhuga sinn á stfl og formi kaffæra efnið. Hér getur það ekki gerst. Leikgleði Roegs með myndavélina, eldklárar klipp- Úr mynd Nicolas Roegs, Markleysu. ingar og samsetningar sem tengjast velkunnri og skemmti- legri beitingu hans á n.k. skyggn- igáfu á fílmu (stórvel notuð í Don’t Look Now t.d.), henta draumkenndu og fullkomlega skálduðu efninu einstaklega vel. Atburðarásin á sér að mestu stað inná hótelherbergi' prófessorsins sem þessvegna gæti verið á ferð um einskonar tímagat þar sem hittast eftirlíkingar af fjórum frægustu persónum sjötta áratug- arins í Bandaríkjunum. Við þekkjum öll prófessorinn, stjöm- una, hornaboltaleikarann og þingmanninn. Þau haga sér öll eins og við þekkjum þau af mynd- um og úr goðsögnum. Snillingur- inn Albert Einstein „sem veit allt", blondínan Marilyn Monroe með rödd og útlit eins og trekkt dúkka, risavaxinn Joe DiMaggio, eigin- maður Monroe, með vit á við sex ára krakka og bullandi sveittur Joe McCarthy biðjandi prófessor- inn um „nöfn“ í kommúnistaveið- arnar. Tíminn gegnir veigamiklu hlut- verki í myndinni og tengist armageddonísku viðfangsefninu. Hún gerist nótt eina í mars árið 1954 en klukkan er stopp á 8:15 á meðan nóttin líður hjá. „Hvað er klukkan?" spyr Einstein Monroe. „Það er afstætt,“ segir hún með afsökunarsvip. 8:15 er tíminn sem kjamorkusprengjunni var varpað á Hiroshima og hann fylgir vísindamanninum hvert sem er. Smátt og smátt þrengist myndin um það andartak og lýkur í heimsendi og þó ekki. Kvikmynd- in getur leikið með hann. Við ekki. Leikaramir fjórir sem fara með hlutverk eftirlíkinganna af hinum sögufrægu persónum em hver öðrum betri og einstaklega trúir Roeg og myndinni hans sem og bráðvel gerðu handriti Terry Johnsons, byggðu á hans eigin leikriti. Þeir njóta þess að fara með hlutverkin hvert á sinn hátt og setja persónulegt mark sitt á þær. Michael Emil leikur prófess- orinn kíminn en sakbitinn, Gary Busey er einhver albesti auka- leikari sem hægt er að hugsa sér nú orðið og er gráthlægilegur sem eiginmaður er lifir í þeim stöðuga ótta að vera kokkálaður og mont- ar sig á því að vera í 13 gerðum af tyggigúmmíum sem bjóða uppá myndir af frægum homabolta- mönnum í kaupbæti. Maður er eiginlega alveg hættur að sjá Tony Curtis a tjaldinu en héma er hann glettinn og illskeyttur í hlutverki þingmannsins. Teresa Russell ber kannski af þeim í hlut- verki stjömunnar. Hún er stund- um fullhefðbundin í túlkuninni á hinni bamalegu Monroe en þeim mun skemmtilegri og kröftugri þegar hún fær að sleppa þeim ham. Hún er að verða ómissanleg í myndir mannsins síns. Markleysa er byggð á leikriti og sviðsmyndin og sviðssetningin markast mjög af því. Það em fá- einar senur teknar utan hótel- herbergisins. Hugmyndin að setja þessar persónur saman, þar sem Monroe talar við Einstein um Afstæðiskenninguna, McCarthy reynir að veiða upp úr honum upplýsingar um kommúnista og DiMaggio verður afbrýðisamur út í Einstein, er frábær. Listfengi Roegs hæfír henni vel og er með eindæmum, myndin hans er að- gengileg, kannski vegna kímninn- ar í handritinu og kannski af því hún segir frá kunnum persónum. Allt um það. Þegar verið er að tala um athyglisverðustu myndir á hátíðinni, og það er eins og þær séu alltaf að verða fleiri og fleiri. má ekki gleyma Markleysu. Austurland: Rafmagnsverkstæöi Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði I Vestmannaeyjar: Geisli, Vestmannaeyjum | Suðurnes: Rafiðn, Keflavík - Vestfirðir: Póllinn, ísafirði 1 Norðvesturland: Rafmagnsverkstæði Kf. — Sauðárkróki Jtf RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000 Litir: Svart/brúnt. St. 36-41. Kr. 1.690.- Litir: Svart, brúnt. St. 36-41. Kr. 1.590.- Litir: Svart, brúnt. St. 36-41. Kr. 1.590.- Litir: Svart. St. 36-41. Kr. 1.690.- Litir: Svart. St. 36-41. Litir: Svart. St. 36-41. Kr. 1.690.- Kr. 1.490.- Barnaskór Litir: Rautt, blátt. St. 27-35. Kr. 1.190.- Einnig mikið úrval af fatnaði fyrir smáfólk, ungt fólk og fullorðið fólk. Dæmi: Fyrir 12 ára: Buxur kr. 1.098.- Peysa kr. 988.- Pólóbuxur kr. 798.- Frottesokkar 3 pör kr, 195.-Úlpa kr. 1.995.- Góðar vörurágóðu verði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.