Morgunblaðið - 24.09.1987, Side 22

Morgunblaðið - 24.09.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 DRAUMUR SEM EKKIHEFUR RÆST eftir Guðríði Ólafsdóttur Við sem erum hreyfihömluð dreymir stóra drauma um það, að sem flest okkar komist sjáifbjarga og hindrunarlaust um nánasta umhverfi. A vorin vöknum við Islendingar svo vel að hluti okkar þolir ekki gróandann, og þá eru framin alls- kyns mistök, m.a. er húsnæði byggt sem samræmist ekki þeim reglugerðum sem settar hafa ver- ið í skammdeginu. Er þar skemmst að minnast fjaðrafoks almennings og umræðu er varð út af fréttum íjölmiðla um skýrslu sem gefín var út af Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins um burðarþol fáeinna bygginga í Reykjavík, um annað var vart talað í langan tíma. Or- ugglega hafði sú umræða jákvæð- ar afleiðingar, hvað svo sem segja má um hvernig að málum var staðið í upphafí. Ég er viss um ef þeir fjölmiðlar sem nú eru í landinu tækju upp málstað hreyfíhamlaðra og um- hverfismál þeirra um nokkum tíma myndi mikið áorkast. Það er ill reynsla að þurfa sí og æ að úthugsa hveija einustu ferð af daglegum dvaíarstað og óttast sífellt að rekast á hindrun sem er okkur óyfírstíganleg án aðstoðar, og draumurinn um hindrunarlítið þjóðfélag verður að martröð. Villi verkfræðingnr hefur smíðað brú úr tannstönglum Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar siðan byggingarlög tóku gildi 1978 og reglugerð þar um ári síðar, sem m.a. hefur að geyma ákvæði um aðgang fatlaðra að öllu húsnæði landsmanna öðru en því sem einstaklingar byggja til einkaafnota. Á þessum árum hafa risið byggingar sem ekki sam- ræmast ákvæðum í byggingar- reglugerð, bæði hvað varðar aðgengi fyrir alla og fleiri þætti í framkvæmdum. Ég hef komið á skemmtistað sem var teiknaður og byggður eftir 1979, en sat þurft að fara inn um sama inngang og aðdrætt- ir hússins fara fram um ogJ)á um leið úrgangur fer út um. Ég hef fengið tækifæri til að skoða glæsi- lega byggingu sem ætluð er almenningi, ásamt leiðsögumanni, sem reyndi að sýna mér hvemig hægt er að afskræma þá glæsi- legu byggingu með því að gera hana aðgengilega fötluðum. En ég staðhæfí að ekkert þarf að afskræma ef allt er tekið með í reikninginn frá upphafi, og ættu að Vera hæg heimatökin þegar nýtt húsnæði rís. Tröppulyftur og allskyns tól á að setja upp í eldra húsnæði sem verið er að gera aðgengilegt, hús- næði sem byggt er fyrir 1979, öðru ekki. Nýlegt húsnæði á nefnilega að vera byggt samkvæmt þeirri reglugerð sem nú er í gildi og því óþarfí að bjarga málum með margskonar hjálpartækjum. Tilfinning mín er sú, að einhver gloppa hljóti að felast í námi eða þjálfun þeirra aðila, sem vinna að byggingar- og skipulagsmálum. Oft kemur upp í huga minn saga sem ég heyrði eitt sinn um prófteikningu af eldhúsi fyrir hreyfíhamlaða. Var henni í engu ábótavant nema því, að dyraumb- únaður gerði ekki ráð fyrir því að manneskja í hjólastól kæmist þar um. Viðkomandi hefur tiúlega fallið á prófinu. Hvað skyldu margir byggingar- nefndarmenn falla ef þeir ættu að taka próf í ákvæðum bygging- arreglugerðar? Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Erfitt er að fínna hinn eina sanna sökudólg og ber hver af sér sem spurður er. » * Guðríður Ólafsdóttir „Það er ill reynsla að þurfa sí og æ að út- hugsa hverja einustu ferð af dagiegum dval- arstað og óttast sífellt að rekast á hindrun sem er okkur óyfirstíganieg án aðstoðar.“ Það er ekki eins og þeir mis- tæku menn, sem teikna og byggja svona húsnæði og gera umhverfið óaðgengilegt, séu einir um ábyrgðina, yfír þeim eru nefnilega ýmsir aðilar, allt upp í æðstu stjómsýslustofnanir og þar á með- al eru byggingarnefndir sveitarfé- laganna sem eiga að sjá til þess að svona nokkuð komi ekki fyrir. Byggingarnefndir eiga að sjá um að ákvæðum byggingarreglu- gerðar sé framfylgt. V elmegunartollurinn Því miður hefur slysum farið fjölgandi á undanfömum árum samhliða aukinni velmegun og ört vaxandi bifreiðaeign landsmanna, og er nú svo komið að tugur manna liggur á sjúkrahúsi á ári hveiju með þverlömun (mænan í sundur), afleiðing hiffeiðaslyss, svo ekki séu nú talin upp önnur sköddun á líkama, sem heftir fólk um langan eða skamman tíma. Ofan á ósköpin fannst stjórnvöld- um sl. vetur harla gott ráð að lækka tolla af bifreiðum og sögðu launþegum að þarna fengju þeir dágóða kjarabót, og hefur bif- reiðaeign landsmanna aukist jafnt og þétt um 1% á mánuði síðan, en ráðamenn verða einnig að sjá utn gráu hlið þeirra aðgerða sem gripið er til, launþegum til hags- bóta, m.a. með því að fólk sem hefur hlotið tjón á líkama sínum fái mannsæmandi aðbúnað er það útskrifast frá sjúkrastofnun, þar á meðal val um búsetu, atvinnu eða nám og umfram allt að kom- ast um og njóta öryggis. Fáir sem komast til nokkurs aldurs standa í báðar fætur lífið út og því þarf að gera ráð fyrir að komast um ef eitthvað hendir. Einn daginn getur hver sem er þurft að ferðast um þjóðfélagið á fjórum hjólum. Höfundur er fulltrúi hjá Sjálfs- björg, félagi fatlaðra íReykjavík og nágrenni. Þessir fjórir afoxarar, selen, E og Cvítamín og /3-karótín (for- veri A vítamíns) eyða óæskileg- um sindurefnum í fæðu og sígarettureyk og eru álitin góð krabbameinsvörn. Margir nær- ingarfræðingar telja þetta heppilegustu bætiefnasam- setningu á markaðinum í dag. Gerið verðsamanburð. jmS TÓRÓ HF S/öumúla 32. 108 Reykjavík. o 686964 X-Jöfóar til ll fólks í öllum starfsgreinum! Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: PÁFINN OG ÞRUMAN Ég veit, að það er erfitt að fylgjast með ferðapáfanum mikla, þegar hann þýtur um heiminn, blessaður, og prédikar fyrir háa sem lága. Samt hafið þið ef til vill veitt því athygli, að hann er nýlega búinn að vera á ferðalagi um Bandaríkin. Nú heimsótti hann suður- og vest- urríkin, og kom svo við, á leiðinni heim, í Detroit. Heimsóknin hófst í Miami, en þar tók Reagan forseti á móti honum og átti með honum fund. Þessi óþreytandi guðsmaður hélt einnig fundi með forystumönn- um gyðinga hérna í henni Ameríku, og einnig hitti hann hóp af prestum sinnar eigin kirkju hér. Þeir báru upp ýmis viðkvæm mál og kvartanir, m.a. var rætt um það, hvers vegna ekki ætti að leyfa konum vinna prestsverkin. Um kvöldið ók páf- inn um götur Miami og var honum vel fagnað. Seinni dág heimsóknarinnar fór fram páfamessa undir berum himni. Á opnu svæði vestan til í borginni var búið að útbúa risa útikirkju með upphækkuðum alt- ar-hól, fagurlega skreyttum blómum, fánum og feiknar stóru krossmarki. Sætum hafði verið komið fyrir handa 15.000 manns, en svo var öðrum messu- gestum ætlað að koma sér fyrir á völlunum allt í kring. Máttu þeir koma með eigin stóla eða bara flatmaga í grasinu. Þegar allt kom til alls, voru þama mættir um 250.000 manns. Undirbúningur var feiki mik- ill, eins og við var að búast. Um 6.000 öryggisvörðum og þjón- ustufólki var falið að halda uppi reglu og sjá um, að allt færi vel fram. Aðbúnaður var þama fyrir ijölmiðlafólk, og einnig var fíill- komið hljómburðarkerfí um allt svæðið. Reistir voru líka risastór- ir sjónvarpsskermar fyrir þá, sem of langt voru í burtu til að geta séð páfann með berum aug- um. Ræðismönnum erlendra ríkja var boðið í messu þessa, og ákvað sögumaður ykkar, að það myndi ekki vera dónalegt fyrir fulltrúa mesta ferðalands heims að heilsa ekki upp á ferðapáfann sjálfan. Sökum þess, hve búist var við mörgu fólki, var gestum uppálagt að vera komnir á stað- inn og sestir klukkan átta, en messan sjálf átti ekki að hefjast fyrr en klukkan tíu fyrir hádegi. Grasbalafólkið byrjaði að tínast á staðinn kvöldið áður og stóð sá straumur alla nóttina, því all- ir vildu komast sem næst altar- inu. Fyrir okkur dugði ekki minna en að leggja af stað klukk- an sex, aka svo í klukkutíma, en svo var næstum annar tími sem fór í að ganga frá bíla- stæði, fara tvisvar í gegnum öryggishlið, þar sem allur hand- farangur var skoðaður, eins og maður væri að leggja upp í flug- ferð, og svo loks komumst við í sætin. Meðan beðið var eftir páfa, var messugestum skemmt með hljóðfæraslætti, söng og ræðu- haldi. Veður var allheitt, um 35 stig og 80% rakastig. Fólki hafði verið ráðlagt að hafa með sér vatn eða svaladrykki til að slökkva þorstann. Mikið bar á Kúbönum, sem veifuðu gamla fánanum sínum, og fannst sum- um Ameríkönum dónalegt, að þeir skyldu ekki nota fána lands- ins, sem tók við þeim, þá er þeir flúðu Kastró. Annars voru þama fulltrúar allra mögulegra trúarbragða og fluttu þeir stuttar ræður. Margir kirkjukórar sameinuðust um messusönginn og einnig var til staðar stórt orgel og 50 manna hljómsveit. Var því framkölluð þama fögur tónlist. Þegar nær dró komutíma páfa, magnaðist eftin'æntingin, og var sem loftið væri þrungið mikilli spennu. Þeir, sem litu öðru hvoru upp á himinhvolfið, eigandi ef til vill von á því að sjá engla flögra þar um, tóku fljótlega eftir illúðlegum, svört- um skýjum, sem sigla tóku um í engta stað. Sögumaður hugsaði með sér, að páfínn hlyti að eiga það góð ítök í efri byggð, að útilokað væri, að það myndi rigna á þessa mikilfenglegu úti- messu. Veðurstofan hafði heldur ekki minnst á þann möguleika. Svo kom hann, blessað ljúf- mennið, og voru lúðrar þeyttir og bumbur slegnar, en lýðurinn hrópaði hallelúja og viva papa af fullum krafti. Jóhannesi Páli páfa nr. 3 var ekið inn á svæðið í páfajeppanum. Farartækið er eins konar jeppi með skotheldu glerhúsi. Þar inn í stóð svo páf- inn í sínum drifhvítu klæðum og með honum var kardínáli í svört- um kjól, svo enginn gæti ruglast á því hver var hver. Oku þeir félagar um messusvæðið í rúman hálftíma brosandi og veifandi. Gekk svo páfínn upp á altaris- hólinn ásamt sínu fríða föru- neyti. Myndaðar voru fánaborgir og gerður mikill tónlistargnýr og söngur. Stóðu allir messu- gestir og fór sérkennilegur andi samstöðu, hátíðleika og einskon- ar gleði um mannfjöldann. Nærvera þessa manns frá Pól- landi kom á kreik furðulegum bylgjum, og var ekki laust við, að fiðringur kæmi í bijóstið og kökkur í hálsinn. Á meðan þessi fjórðungur milljónar manna var dáleiddur 'af Jóhannesi Páli, læddist eitt af svörtu skýjunum aftan að samkundunni. Þegar páfínn byij- aði að lesa bænina, sló niður eldingu skammt frá og mikill þrumugnýr yfírgnæfði næstum bænalesturinn. Hikaði hann og leit upp til himins með áhyggju- og vonbrigðissvip. Skömmu seinna kom fyrsta skúrin. Rigningin magnaðist þegar leið á messuna, og var fólk varað við að standa of nálægt sjón- varps- og hátalaratumunum vegna eldingahættu. Þrátt fyrir allt þetta var stemmningin feikn- arlega góð. Það var eins og regnið virkaði sem jafnaðar- og sameiningartákn á gestina. Allir urðu jafn húðblautir, m.a.as. páfinn; dýrar hárgreiðslur hjöðn- uðu niður, andlitsfarði lak í stríðum straumum, tískuföt jafnt sem ódýr klæðnaður límdist við fólkið og allir skór fylltust af vatni. Páfínn gerði örlítið að gamni sínu í ræðunni. Hann sagði, að það gleddi sig að heimsækja sól- arríkið Flórídal En mest var hann samt alvarlegur og brýndi fyrir flokknum að iðka ást, ástundun og holla lífshætti. Þegar hann byijaði að vara söfnuðinn við freistingum, syndugu lífemi, lauslæti, kynvillu og öðra slíku, jókst rigningin enn og eldingum sló niður nær og nær. Loks sló einni niður í sjónvarpstum og var mildi að sjónvarpstökumað- urinn skyldi ekki slasast alvar- lega. Var þá messunni aflýst, en páfínn hvarf inn í nærliggjandi hús og lauk athöfninni. Þrátt fyrir þennan óvænta endi á páfamessunni, vora lang- flestir sammála um það, að athöfnin hefði verið áhrifamikil, og ef til vill enn áhrifameiri vegna þátttöku veðurguðanna. Allir vora kátir að komast heim til sín og í þurr föt. Höfundur er ræðismaður ís- lands í Suður-FIórída og framkvæmdastjórihjá fisksölu- fyrirtæki í Miami.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.