Morgunblaðið - 28.10.1987, Side 17

Morgunblaðið - 28.10.1987, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVHUJDAGUR 28. OKTÓBER 1987 17 Síldarsöltun lokið á Eskifirði EddfirðL SÍLDAKSÖLTUN er nú lokið á Eskifirði á þeim tunnum, sem búið var að úthluta á söltunar- stöðvar vegna sölusamninga við kaupendur i Sviþjóð og Finn- landi. Saltað var á fimm stöðvum, en ein söltunarstöð, Eljan hf., hefur enga sUd saltað, en þar, eins og víðar, mun nú beðið þess að samningar takist við Rússa. Loðnuverksmiðjan hefur þegar tekið við um 300 tonnum af sfld til bræðslu, og má búast við að meira magn fari þar í vinnslu eftir að saltað hefur verið upp í sölusamn- inga. Þá hafa um 200 tonn verið flökuð og heilfryst hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar hf. og mun sú vinnsla halda áfram af fullum krafti, þó söltun sé yfirstaðin í bili. Um 7.400 tunnur hafa verið salt- aðar á vertíðinni og skipast þær þannig á söitunarstöðvar að Frið- þjófur hf. er búinn að salta um 3.000 tunnur, Þór hf. um 700 tunn- ur, Askja hf. um 800 tunnur, Söltunarstöðin Auðbjörg um 1.600 tunnur og Sæberg hf. um 1.300 tunnur. Ingólfur Akranes: Hörpuútgáfan með 18 bækur áþessu ári Akranesi. HÖRPUÚTGÁFAN hf. á Akra- nesi mun á næstu vikum gefa út fimmtán bækur og hefur þá alls gefið út átján bækur á þessu ári. Af íslenzkum bókum má nefna viðtalsbók Hjartar Gíslasonar blaðamanns við fimm landsþekkta skipstjóra og aflakónga. Bókin neftiist „Aflakóngar og athafna- menn“. Önnur bók heitir „Lífsreynsla", frásagnir tíu einstaklinga af eftir- minnilegri og sérstæðri reynslu. Tvær bókanna flokkast undir sagnfræði. „Skóla í 100 ár“, sögu skólahalds á Akranesi 1880-1980. 130 ijósmyndir prýða bókina. Höf- undur hennar er Stefán Hjálmars- son sagnfræðingur. Hin bókin er „Saga Olafsvíkur", fyrra bindi eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson sagn- fræðing. Þá verður gefin út minningarbók um hjónin dr. Eirík Albertsson og Sigríði Bjömsdóttir. Bókin nefnist „Ar og dagur í víngarði drottins". Fastur liður hjá Hörpuútgáfunni ár hvert er útgáfa ljóðabókar og að þessu sinni er það bókin „Á hljóðum stundum" eftir Óskar Þórðarson frá Haga. - JG ALVIS FYRIR STJORNENDURI 12.11. INNRITUNTIL 10.NÓV. SIMI: 621066 ALVÍS BÓKHALDSKERFIÐ ER SIGLINGATÆKI FYRIRTÆKISINS. ÞAÐ SÝNIR STÖÐU HVERS REKSTRAR- ÞÁTTAR, STEFNU HANSOG HRAÐA. En stjórnendur þurfa aö kunna á það, jafnt og önnur stjórntæki rekstursins. EFNI: Kennd notkun fyrirsþurna, uþþgjöra, áætlana, skýrslu- gerðar og arðsemiútreikningar rekstrarþátta. LEIÐBEINANDI: Björgvin B. Schram. TÍMI OG STAÐUR: 12. og 13. nóv. kl. 13:30-17:30 að Ánanaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM S.F.Í. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Orðsnilld, framhald 2.-4. nóv., Einkatölvur 2.-5. nóv. ___________og Alvfs vörukerfi 2.-5. nóv._ Stjórnunarfélag íslands A TÖLVUSKOU Æ == I Ánanaustum 15 ■ Sími: 6210 66 Ráðstefna Vöku: Dagvistarmál VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands heldur ráðstefnu í Hugvísindahúsi Há- skólans, Odda, stofu 101, fimmtudaginn 29. október kl. 20.15. Viðfangsefni ráðstefnunn- ar er dagvistun í Reykjavík, nýjar leiðir og hvernig skuli bregðast við vanda stúdenta í dagvistarmálum. Benedikt Bogason, formaður Vöku setur ráðstefnuna. Fjögur framsögu- erindi verða flutt á ráðstefnunni. Davíð Oddsson borgarstjóri fjallar um dagvistun á vegum Reykjavíkur- borgar og stöðu þeirra mála hjá borginni. Eiríkur Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta ræðir um dagvistun á veg- um Félagsstofnunar, nú og áður fyrr og hvemig Félagsstofnun geti hugs- anlega tekið þátt í nýjum leiðum í dagvistun bama. Freyja Kristjáns- dóttir forstöðumaður bamaheimilis- ins Óss, kynnir rekstur foreldrarek- ins bamaheimilis og hvetjir kostir og gallar fylgja sKkum rekstri. Síðasta erindið á ráðstefnunni flytur Valborg Snævarr, fóstra og laga- nemi, sem situr í Háskólaráði fyrir hönd Vöku. Valborg fjallar um nýjar leiðir í dagvistarmálum stúdenta og stofnun áhugahóps um rekstur bamaheimilis fyrir stúdenta og starfsfólk Háskóla íslands. Að lokn- um framsöguerindum verða umræð- ur og fyrirspumir. Fundarstjóri á ráðstefnunni verður Lilja Stefáns- dóttir, formaður Félags hjúkruna- rfræðinema við Háskóla íslands. Á fundinum mun ganga undir- skriftarlisti, þar sem stúdentar og aðrir áhugasamir geta skráð sig í áhugahóp um stofnun foreldrarekins bamaheimilis fyrir stúdenta og starfsfólk Háskólans. í fréttatilkynn- ingu frá Vöku eru stúdentar með böm hjá dagmæðrum og sem ekki komast að hjá dagheimilum borgar- innar kvattir til þess að mæta og taka þátt í stofnun hópsins, þar sem hér sé um að ræða raunhæfa lausn fyrir fjölda stúdenta. Verðfrá kr.: 399.900,- Argerð 1988 komin til landsins Bílar til afgreiöslu strax Nýbýlavegi 2 • Sími 42600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.