Morgunblaðið - 28.10.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 28.10.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 37 Álftaneskórinn syngnr við skólasetningxma. Bessastaðahreppur: Tónlistarskólinn settur í fyrsta sinn NÝSTOFNAÐUR TónlistarskóU Bessastaðahrepps var settur í fyrsta sinn sunnudaginn 20. september siðastUðinn. Áður var útibú frá TónUstarskóla Garða- bæjar í hreppnum en nemendur þóttu orðnir það margir að grundvöllur væri fyrir sjálfstæð- an skóla. Við skólasetninguna bauð Jytte Frímannsson formaður skólanefnd- ar gesti velkomna, Erla Siguijóns- dóttir varaoddviti rakti þróun tónlistarkennslu i Bessastaða- hreppi, og Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir skólastjóri Tónlistarskólans skýrði _frá .æntanlegri starfsemi hans. íslenski blásarakvintettinn ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara fluttu kafla úr kvintett eftir Mozart og Álftanes- kórinn söng nokkur lög undir stjórn John Speight. í skóianum verður auk almenns hljóðfæranáms boðið upp á for- skóla fyrir yngstu nemenduma, allt niður í flögurra ára aldur, og bamakór verður starfræktur. Þá verður öldungadeild við skólann og þar gefst fullorðnum Álftnesingum kostur á að læra á hljóðfæri eða að kynnast hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar með tónfræðinámi. Alls hafa um 70 nemendur skráð sig í Tónlistarskólann, eða tæp tíu prósent íbúa hreppsins. Við skólann eru starfandi sjö kennarar. Ný verslun í Skipholti VERSLUNIN Leisir hóf starf- myndbandstækjum og sjónvörpum semi sina að Skipholti 21 í auk smærri rafmagnstækja og Reykjavík nýlega. áhalda. Verslunin hefur ýmis vöm- Leisir sérhæfir sig í hverskonar merki á boðstólum en leggur hljómtækjum, útvarpsviðtækjum, sérstaka áherslu á J.V.C. tæki. Eigandi verslunarinnar, Magnús Sveinþórsson, i Leisi. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands söng af sveitinni. VILTU HVÍLA ÞIG OG HRESSA UPPÁ LÍKAMA OG SÁL. Selfoss: Góð stemmning á tón- leikum Sinfóníunnar Selfoui. SELFOSSBÚAR fjölmenntu á tónleika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í íþróttahúsinu á Selfossi á föstudagskvöld. Greinilegt var að fólki þótti mikið til þess koma að kór Fjölbrautaskóla Suður- lands söng með hljómsveitinni. Tónleikamir tókust mjög vel og var ekki annað að heyra en áhorf- endur væm mjög ánægðir. Kór fjötbrautaskólans var mjög vel tekið og hann klappaður upp en kórinn söng tvö lög með hljómsveitinni, Fangakórinn úr ópemnni Nabucco og Sígaunakórinn úr II Trovatore eftir Verdi. Einleikari með hljómsveitinni var óskar Ingólfsson á klarinett og stjómandi var Páll P. Pálsson. Mjög góð stemmning var í íþróttahúsinu og næsta víst að Sinfóníuhljóm- sveitin hefur öðlast nýjan sess í hugum margra. Fólk kunni greini- lega vel að meta þá nýbreytni að fá skólakór til að syngja með á tónleikum og víst er að það stækk- aði áheyrendahópinn. í lok tónleik- anna var stjómanda hljómsveitar- innar, Páli P. Pálssyni, og Jóni Inga Sigurmundssyni stjómanda kórs- ins, afhentur blómvöndur frá bæjarstjóm Selfoss. — Sig. Jóns. Tónleikanur tókust uyög vel og var ekki annað að sjá en áhorfend- ur væru ánægðir. íagrenni uiel Arkar eru víöa mjög skemmtilegar gönguleiöir og fagurt landslag. Nú bjóðum við á HÓTEL ÖRK fimm daga hressingardvöl, frá sunnudegi til föstudags. Á HÓTEL ÖRK getur þú horfið frá annríki hversdagsins, slakað á og komið nýr og betri maður til starfa á eftir. Við bjóðum upp á læknisskoðun, sjúkraþjálfun, leikfimi, nudd, ljós, leirböð og margt fleira. Á Hótel Örk er ywil Íjpífc ein besta aðstaða til hvíldar og hressingar á landinu. Þú lætur stjana við þig í fimm heila daga og ert eins og nýsleginn túskildingur á eftir, tilbúinn í hvað sem er. Verð frá kr. 12.250,- (miðað við tveggja manna herbergi) Pantanir og uppl. í síma 99-4700 Breiöumörk Hverageröi innifaliö í veröi Morgunverður og Leirböö og víxlböö hódegisverður Leikfiml, Ljós, Sund Lœknisskoöun og heitir pottar , Þolmœling Snyrtimeöferö Sjú’kraþjólfun Nudd Souna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.