Morgunblaðið - 28.10.1987, Side 41

Morgunblaðið - 28.10.1987, Side 41
stóð hennar trausti og góði eigin- maður, sem vart vék frá sjúkrabeði hennar síðustu mánuðina. Margar góðar stundir höfum við átt með þeim hjónum, ýmist á heim- ili þeirra eða okkar við hátíðleg tækifæri í fjölskyldunni. Kærust er mér minning frá sum- arbústað okkar systranna við Álftavatn. Það var yndisfagurt sumarkvöld. Við kveiktum lítinn eld í skóganjóðri við lækinn okkar og sungum okkar fallegu íslensku lög í bláfjallageimi. Við rifluðum oft upp þetta fagra kvöld og áformuðum fleiri slík. í öruggri vissu um endurfundi í landi ódauðleikans munum við leita upp fagran stað við litla lind, sem bugð- ast og hjalar við slitna steina. Er við kveðjumst um stundarsak- ir er þakklætið efst í huga okkar. Megi algóður Guð styrlq'a og hugga eiginmann, bömin og bróður Betzyar svo og ástvini alla í þeirra miklu sorg. Þá lífið oss réttir þunga þraut, svo þolað ei fáum meira. Hve dásama margur huggun hlaut, ef hvislað var þá í eyra. Sem talaði hann, er enn oss ann, Hans orð er oss ljúft að heyra: „Eg veiti yður hvild, sem þrautum þjást, og þér skuluð til min leita. Mín bregðast ei kunna orð né ást, sem öllum ég náði heita." Svo talaði hann, er enn oss ann, sem enn er oss hjálp að veita. (Sálmur — Halldór Benediktsson.) Friður sé með henni. Guð blessi Betzy. Sigrún Óskarsdóttir Guð gaf og Guð tók. Nú hefur hann tekið Betzý frá okkur. Hún er dáin. í blóma lífsins, þegar hún var hamingjusöm og lífíð virtist leika við hana er hún hrifsuð frá okkur til annars heims, sem við þekkjum ekki. Við efumst. Er eitthvað réttlæti til? Við spyijum okkur aftur og aftur, hvers vegna Betzý? En eina svarið er bergmál spuminganna. Við verðum að trúa því að hún hafí verið kölluð til einhverra mik- illa starfa í betri heimi en okkar er. Betzý var dóttir hjónanna Randý- ar Þórarinsdóttur og Elíasar Krist- jánssonar, sem nú em bæði látin. Það er huggun okkar að við vitum að Betzý mun fá blíðar móttökur hjá foreldrum sínum. Við Betzý kynntumst þegar við vomm böm að aldri við leik á Sölv- hólsgötunni. Heimsmynd okkar var ekki stór í þá daga, hún náði frá Sölvhól upp á Lándargötu. Svo urð- um við eldri, heimurinn stækkaði í augum okkar og alvara lífsins tók við. Betzý var ung að árum þegar hún kynntist fyrrverandi eigin- manni sínum og fíuttist með honum úr landi ásamt bömum sínum tveim, Innsogssett úr sjálfvirku í handvirkt SKEIFUNNI SA. SÍMI: 91-8 47 88 Vatnslásar Mjög hagstœtt verö! MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 41 Randý og Elíasi. Þar skildu leiðir okkar um tíma. Eftir heimkomuna urðu miklar breytingar á högum Betzýar, en hún lét ekki bugast. Hún hóf nú störf í Útvegsbankanum og bjó bömum sínum fallegt heimiii. Þann 5. desember 1981 giftist Betzý eftirlifandi eiginmanni sínum, Haraldi Emi Haraldssyni, og eignuðust þau eina dóttur sam- an, Guðbjörgu Kristínu, sem nú er aðeins 4 ára. Betzý gleymdi ékki gömlu vin- konunni og vom þær ófáar ferðimar sem hún kom til mín á Landspítal- ann til að stytta mér stundimar. Jafnvel eftir að sá hörmulegi sjúk- dómur, sem síðar tók hana frá okkur, heijaði á hana var hugur hennar alltaf hjá þeim sem áttu við erfiðleika að stríða. Betzý vil ég þakka innilega fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þó hún sé farin yfír móðuna miklu, geymum við minningamar um hana í hjörtum okkar. Brosið hennar fallega sem hún gaf mér fáeinum dögum fyrir andlát sitt mun ég ætíð varðveita. Blessuð sé minning hennar. Elsku Halli, Randý, Elías, Guð- björg, Þorgeir og fjölskylda, ykkur vottum við okkar dýpstu samúð og vonum að allt hið góða í heiminurn muni styrkja ykkur um alla framtíð. „Sorgin er grima gieðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gieðinnar, var oft full af tárum. Þegar þú ert sorgmasddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gieði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þórlaug Einarsdóttir og fjölskylda DA6SINS í OAG , GfS! G& Gufugleypir, gerð E 601, með eða án kolasíu. Litir: brúnn, rauður, grænn Utborgun kr. 3.000,- Þurrkari. Gerð TT 307. Sérstakt verð. jrka& t0ek\um i trátoaer3 Takroa1 magn a* á ^pessu Útborgun kr. 6.000, Útborgun kr. 6.000,- TATUNG SJÓNVARPSTÆKIN ERU FRAMLEIDD í ENGLANDI í EINNI FULLKOMNUSTU VERKSMIÐJU EVRÓPU. KYNNTU ÞÉR TATUNG-TÆKIN. FRÁBÆR VERÐ: 20"—22" fjarstýrð - 22" stereo - 26" monitor. Frystiskápur, FS 120, 120 lítra. Frystiskápur, FF 311, 258 lítra. Litir: grænn. Kr. 34.990.- stgr TOSHIBA ^■■■^Mi^M^kr. "T B i™WWf stgr. Stereo myndsegulband. Gerð v-85. Stórglæsilegt tæki með Dolby-HQ. Fjarstýrt. Útborgun kr. 10.000. ndum Eldhúsvaskar í fjölbreyttu úrvali ýtbor9un CP 651. Með skolskál og bakka, myndamót

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.