Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Stss2» ITá/f milljón áburðarpoka Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi ef nú búin að framleiða tæpan helming þess áburðar sem búist er við að seljist næsta vor. Áætluð saia er 50—52 þúsund tonn og búið er að framleiða 24 þúsund tonn. Áburðurinn er geymdur úti á athafnasvæði Áburðarverksmiðjunnar og lætur nærri að þar séu nú geymdir hálf milljón áburðarpoka. Fasteignamat ríkisins: Ibuðir hafa hækkað mest I verði á Akureyri ÍBÚÐIR á Akureyri eru nú í hærra verði en íbúðir á Suður- nesjum vegna hækkunar á þessu ári, en undanfarin misseri hefur íbúðaverð á Suðurnesjum verið hærra en á Akureyri. Verð á íbúðum á Akureyri hefur hækk- að meira en bæði á íbúðum í Reykjavík og á Suðumesjum eða um 35,9% frá fyrra ári. A Suður- nesjum hefur það hækkað um 11,0% og i Reykjavík um 31,9%. Þetta kemur meðal annars fram í nýútkomnu fréttabréfi Fasteigna- mats ríkisins, þar sem greint er frá könnun á þróun íbúðarverðs fyrri hluta þessa árs frá sama tíma í fyrra. Þar kemur ennfremur fram að fyrir mitt sumar var verð á íbúð- um á Akureyri komið í 80% af verði íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Út- borgun er einnig mest á Akureyri eða 79,1% að meðaltali, samanborið VEÐUR / >5°' ' / / DAG kl. 12.00: / / ' ' ' ' Heimild: Veðurstofa islands f (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR I DAG, 27.11.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Á Grænlandshafi er 994 mb lægð, sem hreyfist lítið, og um 1200 km suð-suö-vestur í hafi er 1010 mb vaxandi lægð sem hreyfist norð-norð-austur. Hiti breytist lítið. SPÁ: í dag verður sunnan- og suð-austanátt á landinu — allhvöss við suður- og suð-austurströndina en hægari í öðrum iandshlutum. Úrkomulítið verður á Norðurlandi en annars staðar verður rigning. Hiti 3—5 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAGUR: Sunnan- og suð-vestanátt með skúrum víða um land, síst norð-austanlands, en líklega verður norð-austanátt með slyddú eða snjókgmu á Vestfjörðum. SUNNUDAGUR: Útlit er fyrir suð-vestan- og vestanátt meö slyddu- éljum um landið vestanvert en þurru og björtu veðri á Norð-austur- og Austurlandi. Hiti 0—5 stig báða dagana. TAKN: Heiðskírt a Léttskýjað Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * / * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrennitigur Þrumuveður xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akursyn 4 alskýjað Reykjavík 4 akúr Bergen 1 lóttskýjað Helsinki +5 súld ian Mayen +B snjókoma Kaupmannah. 4 aúld Narssarsauaq +5 skýjað Nuuk +6 úrkoma Osló 0 snjókoma Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 6 skúr Algarve 16 heiðskfrt Amsterdam 6 rlgnlng Aþena 19 skýjað Barcelona 9 mlstur Berifn 7 léttskýjað Chlcago 3 alskýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 4 skýjað Glasgow 1 reykur Hamborg 5 rigning Las Palmas 2 skýjað London 7 rignlngogaúld Los Angeles 10 heiðskírt Lúxemborg 0 þokumóða Madrld 8 lóttskýjað Malaga 16 lóttskýjað Mallorca 12 rlgnlng Montreal +3 snjókoma NewYork 12 þokumóða Paris ð rigning Róm 12 þokumóða Vfn 8 skýjað Washington 10 mistur Winnlpeg +2 þokumóða Valencia 16 léttskýjað við 70,3% á Suðumesjum og 76,9% í Reykjavík. Söluverð fermetra á Akureyri var 24.745 krónur, á Suð- umesjum 23.455 og í Reykjavík 34.112. Verðhækkanir á íbúðum á Suður- nesjum hafa verið í samræmi við almennar verðhækkanir, en á Akur- eyri langt umfram almenna hækkun verðlags. Kjöt umfram fullvirðisrétt: Hæstiréttur synj- ar Jóni áSkarfs- hóli um kjötið HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt úrskurði héraðsdóms í máli Jóns Jóns- sonar, bónda á Skarfshóli, sem krafðist þess að fá til baka það kjöt sem lagt var inn í sláturhús og var umfram fullvirðisrétt hans. Jón vann rnálið í undirrétti, en Hæstiréttur telur að réttarfarsskilyrði bresti fyrir innsetningargerð. Þann 24. júlí sl. kvað Jón ísberg, sýslumaður, upp þann úrskurð í hér- aðsdómi Húnaþings, að Jóni bónda væri heimilt að taka út kjöt umfram fullvirðisrétt, sem hann lagði inn í Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Alls var um 330 kíló af kindakjöti að ræða. Úrskurðurinn byggðist á því, að ákvörðun land- búnaðarráðuneytisins um fullvirðis- rétt var ekki kunngerð sláturleyfis- höfum fyrr en í lok sláturtíðar í fyrra, eða 20. október 1986. Hins vegar var ekki tekin efnisafstaða til þess hvort það væri löglegt eða ólög- legt að taka út kjötið, eða hvort það bryti í bága við samning Stéttarsam- bands bænda og landbúnaðarráðu- neytisins. Landbúnaðarráðuneytið áfrýjaði úrskurðinum og á miðvikudag féll dómur í Hæstarétti. í niðurstöðu réttarins segir að málið liggi óljóst fyrir og vafi sé um skýringu á samn- ingi landbúnaðarráðuneytisins og Stéttarsambands bænda um magn mjólkur og sauðfjárafurða frá 28. ágúst 1985. Réttur Jóns bónda Jóns- sonar til kjöt þess, sem um sé deilt í málinu, sé því ekki glöggur. Hæsti- réttur kemst því að þeirri niðurstöðu að réttarfarsskilyrði bresti fyrir inn- setningargerð í málinu og beri því að synja um framgang hennar. Máls- kostnaður, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, var felldur niður. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason, Guðrún Er- lendsdóttir, Hrafn Bragason og Magnús Þ. Torfason. Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins; Kosningu í Byggðastofn- un frestað KOSNING fulltrúa þingflokks Sjálf- stæðisflokksins í stjóm Byggðastofn- unar var frestað í gær vegna þess að forföll voru á mætingu þingmanna á fundinn, en ákveðið er að kosning- in fari fram nk. mánudag. Steinn Steinarr Davíð Stefánsson Steinn og Davíð á frímerlqum á næsta ári FYRSTU frímerkin á árinu 1988 koma væntanlega út í fe- brúar. Verða það tvö frimerki í flokknum „Merkir íslending- ar“ og sýna þau myndir af skáldunum Davíð Stefánssyni og Steini Steinarr. Evrópufrímerki í tveimur verð- gildum koma út í maí og verða þau að þessu sinni helguð nútíma flutninga- og samskiptatækni. Tvö blómafrímerki ogtvö fuglafrí- merki koma út á árinu. í tilefni Ólympíuleikanna 5 Seo- ul á hausti komanda verður gefíð út frímerki með myndefni úr handknattleik. Þá hefur verið ákveðið að gefa út frímerki með tileinkun um „Heilbrigði fyrir alla“ en það eru einkunnarorð Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar 1988. Smáörk (blokk) kemur út á Degi frímerkisins. Jólafrímerki í tveim- ur verðgildum teiknar Kjartan Guðjónsson að þessu sinni. Auk þess er í undirbúningi að gefa út í hefti frímerki með landvættun- um, með breyttu verðgildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.