Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Sprungnir hjólbarðar Fokkervélar Flugleiða á Egilsstaðaflug- velli í fyrradag. Skipt um hjólbarða á Fokker ÞEGÁR Fokkervél Flugleiða var að lenda á Egilsstaðaflug- velli kl. 17.43 í fyrradag sprakk á báðum hjólum vélarinnar vinstra megin. Viðgerðamenn fóru með ný dekk austur í fyrradag og vélinni var flogið aftur til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Vélin var óskemmd að öðru leyti og aldrei stafaði nein hætta af þessu óhappi, að sögn Þórs Sigurbjömssonar flug- stjóra vélarinnar. Hópuppsagnir hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur ÁTTA rafmagnseftirlitsmenn af tólf hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur hafa sagt störfum sínum lausum, með þriggja mánaða upp- sagnarfresti, frá og með 1. desember. Astæða uppsagnanna er að starfsmennirnir vilja segja sig úr starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og ganga í félag íslenskra rafvirkja innan Rafiðnaðarsambandsins. Eftirlits- mennimir sögðu sig skriflega úr starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar í vor, en félagið tók úrsögnina ekki gilda. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen, rafmagnsstjóra Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hafa störf eftirlits- mannanna verið talin þess eðlis að Reykjavíkurborg hefur viljað halda þeim sem opinberum starfsmönnum. „Um er að ræða tvo hópa, annnars vegar mælauppsetningamenn, og hins vegar efírlitsmenn með raflögn- um.“ Rafmagnsstjóri sagði muninn á kjörum opinberra starfsmanna og félaga í Rafiðnaðarsambandi íslands vera meiri hjá yngri starfsmönnum, og því væri erfitt að fá unga menn til þessarra starfa. Af níu stöðum eftirlitsmanna með raflögnum eru nú fímm mannaðar, og aðspurður um áhrif uppsagnanna, kæmu þær til framkvæmda, sagði Aðalsteinn það ljóst að Rafveitan yrði í talsverðum erfíðleikum. „Um- ræður um uppsagnimar eru á viðkvæmu stigi og ég vonast til að lausn á þessu máli fínnist á næstu dögum.“ sagði rafmagnsstjóri. Viljum vera í okkar fagfélagi „Við erum fyrst og fremst raf- V estur-Bar ðastrandarsýsla: Bændur hafa ekki feng- ið greitt fyrir afurðirnar SAUÐFJARBÆNDUR í Araar- firði og Tálknafirði, sem fengu fé sínu slátrað hjá Sláturfélagi Vestur-Barðstrendinga á Pat- reksfirði í haust, eftir að slátur- húsi þeirra á Bíldudal var lokað, hafa enn ekki fengið greiðslur fyrir innlagðar afurðir. Sam- kvæmt búvörulögum eiga bændur að fá framgreiðslu í síðasta lagi tíu dögum eftir inn- leggsdág, en slátrun á fé Ara- firðinga lauk 5. nóvember og hefðu allir bændur samkvæmt því átt að hafa fengið frum- greiðslu 15. nóvember. Sauðfjárbændur á þessu svæði óskuðu eftir því við Framleiðsluráð landbúnaðarins að það útvegaði þeim slátrun þegar í óefni var kom- ið eftir deilur á milli bænda og yfirdýralæknis um starfrækslu slát- urhússins á Bfldudal sem endaði með því að bændur fengu ekki að slátra í sláturhúsi sínu. Framleiðslu- ráð vísaði þeim á sláturhúsið á Patreksfírði og lögðu þeir fé sitt # M m ^ A A AA 4^ í S? tD \ *t+ lll^EÍÍÉÍÍBl'' X A .viljir þú sameina a x ® fr á A <0 CP ¥ & V þar inn. Sigurður Guðmundsson bóndi í Otradal sagði í samtali við Morgun- blaðið að frumgreiðsla afurðanna, sem venjulega væri 50—55% af inn- leggi, hefði ekki borist og engin svör fengjust hjá forráðamönnum sláturhússins um hvenær það gæti orðið. Sláturfélag Vestur-Barð- strendinga hefði ekki einu sinni greitt gjaldfallin rekstrarlán sem Sláturfélag Amfírðinga tók í Landsbankanum á Bíldudal til að greiða bændum upp í væntanlegt innlegg. Þessi lán, samtals um 4 milljónir kr., hefðu fallið á Sláturfé- lag Amfírðinga. Taldi Sigurður að verðmæti kjötinnleggsins væri ná- lægt 20 milljónum kr. og ætti Sláturfélagið á Patreksfirði því að vera búið að standa skil á 10 millj- ónum kr. Gat Sigurður þess að á síðasta ári hefði Sláturfélag Amfírðinga á Bfldudal slátrað fé flestra aðstand- enda sláturhússins á Patreksfirði, að ósk Framleiðsluráðs. Þá hefði slátrun lokið 2.-3. nóvember og allir innleggjendur fengið fmm- greiðsluna 12. nóvember. virkjar og viljum vera í okkar fagfélagi." sagði Ægir Einarsson verkstjóri mælastöðvar, einn af þeim átta sem sagt hafa upp störfum. „Við teljum okkur eiga litla samleið með félögum í starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, svo sem fóstrum, baðvörðum, slökkviliðsmönnum og skrifstofumönnum, við teljum eðli- legra að menn sem þekkja inn á okkar störf semji við Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir okkar hönd.“ Ægir sagði ennfremur að aðrir rafvirkjar innan stofnunarinnar væru félagar í Rafíðnaðarsambandinu, og hefðu þeir gengið í það við svipaðar aðstæður fyrir um tuttugu árum. Einnig væri stór hluti eftirlitsmanna hjá Rafmagnsveitum ríkisins í Raf- iðnaðarsambandinu. „Þetta er samskonar mál og símvirkjar, sem nú kallast rafeindavirkjar, hjá Pósti og Síma áttu í fyrir nokkrum árum, en sem kunnugt er gekk stór hluti þeirra Rafíðnaðarmannasambandið. Þeir sem ekki segja upp nú eru allir með langan starfsaldur og eru jafn- vel að hætta störfum á næstu árum.“ sagði Ægir Einarsson. Ákvörðun borgaryf ir- valda en ekki starfs- mannaf élagsins Haraldur Hannesson, formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar sagði það alfarið í höndum borgaryfírvalda eftir hvaða kjara- samningum fólk væri ráðið til borgarstofnana. Þeir sem ráðnir væru eftir kjarasamningum borgar- starfsmanna væru í starfsmanna- félaginu, samkvæmt ákvörðun borgarráðs. „Við höldum engum nauðugum í félaginu, ákvörðunin er borgarinnar en ekki okkar." sagði Haraldur. „Hins vegar komum við ekki auga á það hvemig borginni verður hægara að greiða mönnum hærra kaup þó að þeir skipti um stéttarfélag. Til skemmri tíma munu þeir ef til vill fá hærri laun í krónutölu, en síðan verður að athuga lífeyrissjóðsrétt- indi, orlof og greiðslur í veikindum, sem hefur verið metið til fjár. Þetta er spegilmynd af þeirri þróun sem hefur átt sér stað og því sem er að gerast í ASÍ og Verkamannasam- bandinu um þessar mundir, stærri félögin eru að splundrast í smærri eiginhagsmunahópa. Menn virðast ekki gera sér grein fyrir að það eru félagsheildimar sem skipta máli þeg- ar til stórræðanna kemur. sagði Haraldur Hannesson. •AUSTURSTRÆTI 14* S42345' Bókaútgáfan Vaka-Helgafell: Rúmlega þrjátíu bækur gefnar út fyrir jólin BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helga- fell gefur út tæplega 40 nýjar bækur á þessu ári, þar af rúm- lega þrjátíu nú fyrir jólin. Að sögn Ólafs Ragnarssonar for- stjóra útgáfunnar er lögð mikil áhersla á fjölbreytni; skáldverk, endurminningar, handbók um veðrið, matreiðslubækur og smásagnasafn eru meðal þess sem Vaka-Helgafell gefur út á þessu hausti. Frumsamdar íslenskar bækur eru um helmingur jólabókanna, og taldi ólafur þar viðamesta og giæsilegasta bókina „Landið, sag- an og sögumar" eftir hinn þekkta sjónvarpsmann og rithöfund Magn- ús Magnússon. „Þessari bók er ætlað að opna heim sögunnar á nýstárlegan hátt,“ sagði Ólafúr, „hún fléttar saman sögulegum fróðleik, efni íslenskra sagna og upplýsingum um íslenska sögu- staði." Tæplega tvö hundruð litmyndir, kort og teikningar eru í bókinni. Einnig nefndi Ólafur Ragnars- son bókina „Vandratað í veröld- inni“ eftir Franziscu Gunnarsdótt- ur, sonardóttur Gunnars Gunnarssonar skálds. Hún segir í bókinni frá dvöl sinni í æsku hjá Gunnari afa sínum og Franziscu ömmu sinni, á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Af þýddum bókum nefndi Ólafur „Dal hestanna“ eftir Jean Auel, sjálfstætt framhald bókarinnar „Þjóð bjamarins mikla", sem út kom í fyrra. Einnig gefur Vaka- Helgafell út margar bama- og unglingabækur, meðal annars eftir Ármann Kr. Einarsson, Guðmund Ólafsson og Kristínu Steinsdóttur, smásagnasafn eftir Svövu Jakobs- dóttur og nýja bók eftir Halldór Laxness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.