Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Við erum miklu betri á tónleikum Viðtal við Peter Kingsbery úr Cock Robin Bandaríska hljómsveitin Cock Robin er væntanleg til íslands á laug- ardag, og heldur hljómsveitin tónleika hór f Reiðhöllinni f Vfðidal á sunnudag. Cock Robln þyklr ein efnilegasta popphljómsveit sem frá Bandarfkjunum hefur komið í seinni tfð, en hljómsveitina skipa þau Peter Kingsbery, sem leikur á hljómborð og syngur, og Anna LaCazlo, sem leikur einnig á hljómborð og syngur. Peter Kingsbery semur öll lög og texta og útsetur, en hann stofnaði hljóm- sveitina með Önnu. Þau hafa fengið til liðs við sig hina og þessa tónlistarmenn, eftir því sem við á, og með í för þeirra hingað verður hljómsveit sem fylgt hefur þeim ó Evrópuför sem lýkur með tónleikunum hér á landi. Blaðamaður náði tali af Peter í síma að loknum tónleikum í Strasbourg í Frakklandi, en þar lék hljómsveitin fyrir fullu húsi á miðvikudagskvöld. Hvernig hefur Evrópuferðin gengið? Ég get talað um hana núna, þar sem henni er eiginlega lokið. Það hefur gengið betur en við þorðum að vona. Það er greini- legt að fólk þekkir síðustu plötu okkar og það hefur verið mjög góð aðsókn. Fyrsta Evrópuferðin okkar var eins og kynningarferð, en nú er greinilegt að við erum orðin vel kynnt af tónlist okkar. Þið eruð þá vel búin undir Íslandsförina. Já, við hlökkum mikið til að koma tilfslands. Við höfum hagað málum þannig fyrir að við komum til fslands einum degi fyrr en en við hefðum eðlilega gert, til þess að fá að litast um á landinu, enda er okkur sagt að það sé ógleym- anlegt. Mér hefur einnig sagt að íslenskir áheyrendur séu mjög góðir. Snúum okkur að hljómsveit- inni Cock Robin. Nú er hljóm- sveftin nokkuð öðruvfsi en flestar aðrar bandarfskar hljóm- sveitir, hvað er það sem gerir ykkur öðruvísi? Það kemur margt til og líklega er helsta ástæðan fyrir því sú að við erum ekki á neinni ákveðinni línu tónlistarlega; við leikum ekki rokkabilly, við leikum ekki breska rokktónlist. f tónlistinni eru áhrif úr mínu tónlistarlega uppeldi; það er bandarísk sveitatónlist í henni og klassísk tóniist meðal annars. Sjálfsagt er best að lýsa tónlistinni sem blöndu af öllu því sem mér þykir skemmtilegt. Hefur þá hið klassíska tónlist- arnám þitt áhrif þar á? Að vissu leyti, já, og þá sér- staklega hvað varðar útsetningar mínar. Þær eru mjög einfaldar og ég reyni að hafa þær stílhrein- ar. Sá hljómur sem einkennir Cock Robin er einfaldur í sjálfum sér og það er vegna þess að ég forðast allar yfirdrifnar útsetning- ar. Það gefur líka létt yfirbragð að raddirnar eru einfaldar en ekki margralaga ( upptöku. Hvernig gengur að koma þeim hljóm til skila á tónleikum? Það gengur vel og í raun tekst það miklu betur á tónleikum en á plötu. Við höfum ekki gert nema tvær plötur fram að þessu og okkur finnst sem við höfum kom- ist nálægt því sem vildum ná fram á plötunum, en ekki alveg. Það kemur hinsvegar á tónleikum. Á sviði má segja að hljómsveitin sé miklu rokkaðri, tónlistin verður harðari. Hvað með framlag Önnu? Hún hefur unnið með mér frá upphafi, í gegnum þykkt og þunnt og hún er einskonar gæðaeftirlit. Ég skrifa allt og útset en hún hefur lokaorðið; segir ef henni finnst eitthvað mega betur fara. Við eigum okkur afar ólíkan uppruna, en samt tekst okkur að vinna vel saman Að vísu semur okkur ekki alltaf sem best, en samstarfið hefur alltaf verið skemmtileg. Hvað með meðleikarana? Við höfum verið mjög heppin. Á síðustu stundu gátu þeir hljóð- færaleikarar sem unnu með okkur plötuna ekki farið með okk- ur í tónleikaförina svo ég þurfti að finna mér nýja hljóðfæraleik- ara með stuttum fyrirvara. Við þurftum meðal annars að aflýsa tónleikum á Spáni vegna þess, en það hefur allt gengið ótrúlega vel og hljómsveitin er orðin mjög góð eins og hún er, þó kynni okkar hafi borið brátt að. Nú snúast flestir textarnir um samskipti fólks og samskipta- örðugleika. Ertu haldinn þrá- hyggju? Þú mátt kalla það þráhyggju þegar fólk og samskipti þess er annars vegar, en það eru margir sem misskilja textana. Til dæmis eru margir sem halda að textinn Just Around the Corner snúist um ástarævintýri. Textinn er í raun byggður á grein sem ég las í Rolling Stone. í greininni var sagt frá ungum meðlimi bófa- flokks í Kaliforníu sem var skotinn til bana; sagt frá ævi hans og samskiptum hans við foreldra hans. Eg er að reyna að segja frá því hvernig hann hélt alltaf að það væri allt betra einhverstaðar annarsstaðar og ég reyni að sýna sjónarmið sextán ára stráks. Lag- ið snýst um það að vera sáttur við það sem þú hefur í hendi þér í stað þess að halda alltaf að það sé allt betra hinu meginn við fjallið. Eru íslandstónleikarnir síðustu tónleikar ykkar í þessari Evrópuför? Já og að þeim loknum verður haldin mikil veisla. Er þá hvíld framundan? Ég vildi að svo væri, en ég verð að fara að vinna að næstu plötu sem byrjað verður að taka upp í apríl/maí. Ég er með nokkur lög í pokahorninu en mér finnst sem það vanti sex til sjö lög til viðbótar til að platan verði góð. Ég þarf einnig að fara að leggja grunninn að því að fá að taka upp næstu plötu í Evrópu og mig grunar að það verði stapp. Það má þó segja að eftir að hafa ver- ið í eins langri tónleikaferð og þeirri sem nú er að Ijúka þá er það hvfld að semja lög. Kanntu betur við þig í Evrópu ar tónlistin er annars vegar? g á erfitt með að gera mig heimakominn í Evrópu, enda tala ég ekkert mál reiprennandi nema ensku. Þó finnst mér sem ég sé frjálsari í Evrópu en í Bandaríkjun- um. í Bandaríkjunum mætum við litlum skilningi, þar er alltaf ein- hver sem er að segja þér hvað þú átt að gera og hvað ekki. Hér í Evrópu segja menn aftur á móti, þetta er gott hjá þér, gerðu það sem þig langar. Það er erfitt að vera tónlistarmaður í Banda- ríkjunum, þér er sniðinn svo þröngur stakkur. Plötufyrirtækin eru einnig alltaf að reyna að fá þig til að gera hitt og þetta sem fellur ekki að þvíu sem þú ert að gera, eða því sem þig langar til að gera. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að segja íslenskum áheyrendum? Varið ykkur, Cock Robin er á leiðinni. Texti: Árni Matthíasson Dansstuölð •rfÁrtúnl Hljómsveitin DANSSPORIÐ ásamt söngvurunum Örnu Þorsteins og Grétari VEITINGAHÚS Vagnhöfða 11, Reykjavík. Simi 685090. Skála fell JOHN WILSON OG BOBBY HARRISON SPILA jiyJlhll Aðgangseyrir 200 kr. Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- *ÍGASABLANGA, * DISCOTHEOUE Qpið í kvöld til kl. 03 ðD pioivieeR SJÓNVÖRP ísku verki og Digital sýn- ingu. SfilUlirilmcg)lUlIi, uJ)(§)irDS®®ini VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 Félagsvist kl. 9.00 Gömlu dansarnir kl. 10.30 Hljomsveitin I itflur ★ Miáasala opnar kl. 8.30 Tk Góó kvöld verðla un A’ Stuá og stemmning á Gúttógleái S.G.T. ____________________ Templarahöllin Eiriksgötu 5 - Simi 20010 Staáur allra sem vilja skemmta sér án áfengis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.