Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
22. tbl. 76. árg.
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
Prentsmiðja Morgunbláðsins
Austur-Þýskaland:
Ofrægingarherferð
gegn V-Þjóðverjum
Austur-Berlfn, Reuter.
ÓVENJU neikvæðar greinar um Vestur-Þýskaland birtust i gœr á
forsíðum austur-þýskra dagblaða. Vestrænir stjómarerindrekar
kváðust telja að Austur-Þjóðveijar viidu með þessu svara gagnrým
vestur-þýskra ráðamanna vegna vaxandi hörku I garð andófsmanna
í Austur-Þýskalandi.
Heimildarmenn Æeuters-frétta-
stofunnar sögðu að svo neikvæðar
fréttir hefðu ekki birst í austur-
þýskum blöðum frá því Erich
Honecker, leiðtogi austur-þýska
kommúnistaflokksins, kom í opin-
bera heimsókn til Vestur-Þýska-
lands í september á síðasta ári. I
gær bárust einnig fréttir um að
landamæraverðir hefðu skotið á tvo
menn sem flúðu yfír Berlínarmúrinn
í gær en talið hafði verið að stjóm-
völd hefðu ákveðið að láta af slíkum
árásum. Vestur-Þjóðverjar for-
dæmdu þegar í stað árásina.
Talsmaður vestur-þýska Græn-
ingjaflokksins skýrði frá því að
austur-þýskir landamæraverðir
hefðu neitað tveimur þingmönnum
flokksins, sem hugðust ná tali af
andófsmönnum, um leyfi til að fara
yfír landamærin.
Undanfama tíu daga hafa stjóm-
völd í Austur-Þýskalandi látið til
skarar skríða gegn andófsmönnum
og vom um 200 manns handteknir
í fjöldagöngu í Austur-Berlín í
síðustu viku. Flestum þeirra hefur
verið sleppt úr haldi en á þriðjudag
bámst fréttir um að sjö andófsmenn
til viðbótar hefðu verið handteknir.
Talið er að tíu andófsmenn séu nú
í haldi og eiga fímm þeirra yfír
höfði sér ákæm um landráð. Réttar-
höld í máli einsþeirra hófust í gær.
Ráðamenn í Vestur-Þýskalandi
hafa gagnrýnt framferði stjóm-
valda í Austur-Berlín harðlega og
sögðu stjómarerindrekar að for-
síðufréttir austur-þýskra dagblaða
mætti rekja til þessa. Neues
Deutschland, málgagn austur-
þýska kommúnistaflokksins, birti
frétt þess efnis að rúmlega 65.000
Vestur-Þjóðveijum hefði verið neit-
að um leyfí til að ferðast úr landi
á síðasta ári. Á sömu síðu gat einn-
ig að líta frétt um að 450 manns
hefðu látist sökum ofneyslu eitur-
lyfla í Vestur-Þýskalandi og fylgdi
fréttinni mynd af eiturþræl og önn-
ur af látnum fíkniefnaneytanda.
Reuter
Róstur voru víða á herteknu svæðunum í ísrael í gær. Myndin sýnir
unga Palestinumenn grýta ísraelska hermenn í Anata-flóttamanna-
búðunum skammt fyrir utan Jerúsalem.
Brottvísun fimm Palestínumanna frá ísrael frestað:
Ráðamenn hafa áhyggjur
af harkalegum víðbrögðum
Tel Aviv, Waahington, Jerúsalem, New York.
STJÓRNVÖLD f ísrael hafa ákveðið að fresta þvi að vísa fimm
Palestínumönnum úr landi af ótta við að brottrekstur þeirra geti
leitt til frekari óeirða auk þess sem ráðamenn eru uggandi um við-
brögð á alþjóðavettvangi. Var þetta haft eftir ónefndum heimildar-
mönnum innan fsraelsku öryggislögregiunnar i gær. Þá skýrðu
yfirvöld frá þvf að 129 Palestinumenn hefðu verið hnepptir i varð-
hald án þess að réttað hefði verið i málum þeirra.
Ráðamenn í ísrael komu saman
til fundar í gær og var ákveðið að
fresta því að vísa fímm Palestínu-
monnum, sem sakaðir eru um að
hafa hvatt til mótmæla á herteknu
svæðunum, úr iandi. Talsmaður
Reuter
Mannræningjar enn að íLíbanon
Vopnaðir menn rændu Vestur-Þjóðveija, Ralph Schray að nafni,
f Beirút í Libanon f gær. Talið er að ránið tengist réttarhöldum
sem fram fara í Dilsseldorf i Vestur-Þýskalandi yfir Abbas Ali
Hamadei, sem er sakaður um að hafa rænt tveimur Vestur-Þjóð-
veijum í Libanon á sfðasta ári. Myndin sýnir eiginkonu Ralphs
Schray ásamt foreldrum sfnum er hún hafði fengið fréttir af ráninu.
Sjá einnig „Elsti Hamadei-bróðirinji. . . “ 6 bls. 28.
utanríkisráðuneytisins. vildi hvorki
játa né neita því að ákvörðun þessi
hefði verið tekin af ótta við harka-
leg viðbrögð á alþjóðavettvangi.
Embættismaður innan hersins sagði
að skipun um brottrekstur mann-
anna gæti komið hvenær sem er
en talið er að þeir verði tæpast
gerðir brottrækir í þessari viku.
Skýrt var frá því í gær að 129
Palestínumönnum væri haldið
föngnum án úrskurðar dómstóla en
samkvæmt umdeildum lögum í
ísrael má halda mönnum í varð-
haldi í allt að sex mánuði án þess
að þeir hafí verið kærðir fyrir af-
brot. Talsmaður ísraelshers sagði
að auk þeirra dveldust 1.753 Pal-
estínumenn innan fangelsismúra og
hefðu sérstakir herdómstólar dæmt
577 þeirra til fangelsisvistar.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, átti í gær viðræður
við Hosni Mubarak Egyptalands-
forseta, sem kynnt hefur tillögur
um leiðir til að binda enda á átök
á hemumdu svæðunum. Síðar átti
Shultz fund með tveimur fulltrúum
hófsamra Palestínumanna og
hvöttu þeir til að þess að komið
yrði á fót alþjóðlegum friðargæslu-
sveitum á hemámssvæðunum til að
koma ( veg fyrir frekari ofbeldis-
verk ísraelskra hermanna. Þykja
þessir fundir sýna að Bandaríkja-
menn hyggist beita sér frekar en
áður fyrir þvl að friðsamleg lausn
fínnist á deilumálum hinna stríðandi
fylkinga.
Sjá ennfremur „Bindið enda
á . . . á bls. 26.
Bandaríkin:
Kennedy
dómari í
hæstarétti
Washington, Reuter.
Dómsmálanefnd öldungadeild-
ar Bandaríkjaþings samþykkti í
gær að mæla með Anthony
Kennedy til embættis hæstarétt-
ardómara.
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti útnefndi Kennedy til starfans
og lögðu nefndarmenn blessun sína
yfír þá ákvörðun forsetans með
fjórtán atkvæðum gegn engu. Öld-
ungadeildin þarf að staðfesta
þennan úrskurð og er búist við að
það gerist á næstu dögum.
Bandaríkin:
Hagvöxt-
ur mikill
New York, Reuter.
VERÐBRÉF hækkuðu í gær í
kauphöllinni í Wall Street í New
York eftir að birtar voru hagtöl-
ur síðasta ársfjórðungs ársins
1987. Hagvöxtur var 4,2% á tíma-
bilinu en búist hafði verið við að
hann yrði ekki meiri en 3'/2-4%.
Nýju hagtölumar þylga benda til
að efnahagslífið í Bandaríkjunum
hafi staðið verðbréfahmnið í októ-
ber óvenju vel af sér. Athygli vakti
einnig að eftirspum eftir heimilis-
tækjum og öðram slíkum vamingi
jókst um 6,7% á síðustu þremur
mánuðum ársins og þykir það bera
allt öðra en kreppuhljóði vitni. Doll-
arinn lækkaði í gær nokkuð
gagnvart vestur-þýsku marki og
japönsku jeni.
Heilbrígðisþjónusta á Grænlandi:
Landstjómin neitar að
taka við rekstrinum
Nuuk, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENSKA landstjórnin mun ekki taka við rekstri heil-
brigðiskerfisins árið 1989 eins og áætlað hafði verið. Deilur eru
koinnar upp milli grænlenskra ráðamanna og ríkisstjórnar Dan-
merkur um fjárveitingar Dana til þessa málaflokks og hefur
Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjómarinnar,
gert heyrinkunnugt að Grænlendingar hafi ákveðið að fresta
því um fimm ár að yfirtaka reksturinn.
Grænlenska landstjómin fer nú
með flesta viðamestu málaflokka
landsmanna og hafði náðst um
það samkomulag við Dani að
Grænlendingar myndu sjálfír ann-
ast rekstur heilbrigðiskerfisins frá
og með næstu áramótum. Danir
hafa boðist til að greiða land-
stjóminni 530 milljónir danskra
króna (rúma þijá milljarða ísl.
kr.) til rekstursins. í fjárlögum
dönsku ríkisstjómarinnar fyrir
þetta ár er gert ráð fyrir að þeirri
upphæð verði varið í þessu skyni.
Jonathan Motzfeldt hefur kraf-
ist þess á fundum sem hann hefur
átt með Poul Schliiter, forsætis-
ráðherra Danmerkur, að Danir
hækki upphæðina um 90 milljónir
danskra króna. Segir Motzfeldt
að byggja þurfi heilbrigðiskerfíð
upp, sjúkrahús séu í niðumíðslu
og tækjabúnaður bæði lítill og
lélegur. Þá hefur Motzfeldt bent
á að lækna og hjúkranarfólk vanti
til starfa á Grænlandi og segir
hann ástæðuna vera þá að Danir
séu ekki reiðubúnir til að greiða
þessu fólki nógu há laun.