Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNPLAÐIÐ, FQOÍTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
Neytendasamtökin:
Birta heildsöluverð á
eggjum og kjúklingum
Innflutningnr verði leyfður, ef framleiðsíustjórnun verður ekki afnumin
Neytendsamtökin hafa lýst
reglugerð landbúnaðarráðherra
um endurgreiðslu á sérstöku fóð-
urgjaldi vegna afurða alifugla og
svína, ólöglega. Segja þau fram-
leiðslustjórnun leiða til óeðlilegr-
ar hækkunar á eggjum og
kjúklingum. Munu þau birta það
sem þau telja eðlilegt verð á þess-
um vörum og hvetja jafnframt
kaupmenn tíl að kaupa ekkí egg
og kjúklinga á því verði sem nú
er. Verði framleiðslustjórnunin
ekki aflögð krefjast þau þess að
innflutningur á umræddum vör-
um verði leyfður. Þá taka
samtókin undir þau tílmæli Verð-
lagsstofnunar að bakarar lækki
þegar verð á brauði. Einnig segja
þau að með þvi að veita samtökun-
um einungis 15% hækkun á
fjárframlögum, lami stjórnvöld
neytendastarf f landinu um leið
og aðgerðir þeirra krefjist virk-
ara neytendastarfs en nokkru
sinni.
„Landbúnaðarráðherra lofaði árið
1986 að koma ekki framleiðslu-
stíórnun á og því eru vinnubrögð
hans nú hrein vanvirðing við aðila
¦vinnumarkaðarins,'' sagði Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna á fundi sem samtökin
efndu til.í gær.
Sagði hann að með þessari reglu-
gerð væri í raun og veru búið að
koma á kvótakerfi. Með því að end-
urgreiða 75/80 af sérstöku fóður-
gjaldi til eggja- og kjúklingafram-
leiðanda, sé nýjum aðilum gert
ókleift að hefja framleiðslu. Þeir fái
ekki endurgreiðslu fóðurgjalds og
þannig sé komið í veg fyrir eðlilega
endurnýjun í greinunum. Þá sé for-
senda frjálsrar verðlagningar á
umræddum vörum í heildsöíu úr sög-
unni með þessum aðgerðum. Hefði
landbúnaðarráðherra átt að sjá til
þess að verðlagning þessara afurða
væri ákvörðuð af verðlagsnefnd bú-
vara jafnhliða setningu reglugerðar-
innar.
Reglugerðin gerí svinabændum
einnig kleift að grípa til svipaðra
aðgerða og í kjölfarið gætu fylgt
fleiri framleiðendur.
Til að berjast gegn þessu hafa
Neytendasamtökin kannað hvað sé
sanngjarnt heildsöluverð á eggjum
og kjúklingum. Er niðurstaðan sú
að heildsöluverð eggja eigi að vera
123 krónur í stað 160 og verð á
kjúklingum ekki hærra en 162 kr.
í 325 kr.
Jónas Bjarnason formaður land-
búnaðarnefndar Neytendasamta-
kanna sagði þau hafa rætt við
einstaka kaupmenn og hefðu þeir
lýst yfir stuðningi við pessar aðgerð-
ir. Neytendasamtökin væntu kröft-
ugs stuðnings kaupmanna og
launþegasamtaka.
Morgunblaðið/Bjarni
Formaður Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson og Jónas
Bjarnason, formaður landbúnaðarnefndar samtakanna, skýra frá
aðgerðum Neytendasamtakanna verði framleiðslustjórnun á afurðum
alifugla og svína ekki afnumin.
Verslunardeild SÍS
verður endurskipulögð
Ólafur Friðriksson ráðinn framkvæmdastjóri
ÓLAFUR Friðriksson kaupfé-
lagsstjóri á Sauðárkróki hefur
verið ráðinn framkvæmdasijóri
Ríkissjónvarp:
Borgaraflokkur hunzaður
- segir Albert Guðmundsson
ALBERT Guðmundsson formaður
Borgaraflokksins hefur sent út-
varpsstjóra Ríkisútvarpsins bréf
þar sem fréttastofa sjónvarps er
gagnrýnd fyrir að „hunza Borg-
araflokkinn og reyna að halda
honum f rá allri opinberri umræðu
um þjóðmál á vegum sjónvarps-
ins." Er umræðuþáttur um skatta-
og kjaramál sem haldinn var í
Múlakaffi á þriðjudagskvðld og
sendur út beint nefndur sem dæmi
um þetta.
Á þes8um fundi sátu fyrir svörum
tveir fulltrúar stjðrnarflokkanna og
tveir frá stjórnarandstöðunni, og
voru þeir síðastnefndu frá Alþýðu-
bandalagi og Kvennalista. „Hér er
um augljósa mismunun að ræða, þar
sem Borgaraflokkurinn er annar
stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á
þingi. Þar fyrir utan hefur flokkurinn
sett fram athyglisverðar hugmyndir
f söluskattsmálum, sem hefði verið
eðlilegt að fá ræddar," segir f bréfi
Borgaraflokksins til Markúsar Arnar
Antonssonar útvarpsstjóra.
„Fyrir hönd Borgaraflokksins
mótmæli ég þessari vfsvitandi tilraun
til þess að gera Borgaraflokknum
og málstað hans lágt undir höfði og
þannig reyna að hafa áhrif á frjálsa
skoðanamyndum almennings. Þetta
athæfi veikir mjög tiltrú manna á
Ríkisútvarpinu og stöðu þess sem
hlutlauss miðils allra landsmanna.
Það er ef til vill skoðun forráða-
manna Rfkisútvarpsins, að hlutverk
þess sé aðallega að treysta stððu
rfkisstjórnarflokkanna og viðhalda
ríkjandi stíórnmálaskipan f landinu.
Ef svo er háttað málum, er tíma-
bært að taka innheimtu afnotagjalda
Ríkisútvarpsins af öllum landsmönn-
um til endurskoðunar. Eðlilegt hlýtur
að teljast, að einungis þeir, sem
Rfkisútvarpið telur hlutverk sitt að
þjóna, greiði afnotagjald þess," segir
ennfremur f bréfi formanns Borgara-
flokksins.
verslunardeildar SÍS frá og með
1. mars næstkomandi. Hann tek-
ur við af Hjalta Pálssyni sem lét
af störfum um áramót. Jafn-
framt hefur stjórn SÍS ákveðið
að hefjast þegar handa við end-
urskipulagningu samvinnuversl-
unarinnar í landinu samkvæmt
tillögum sérstakst starfshóps
sem starfað hefur að undirbún-
ingí endurskipulagningunnar
undanfarna mánuði.
Stíórn SÍS leggur til að sam-
bandsfélögin stofni með sér sérs-
takt hagsmunafélag, landssamtök
um samstarf og samvinnu á sviði
verslunar. f fréttatilkynningu segir
að tilgangur félagsins verði að
koma á skipulögðu samstarfi á sviði
smásöluverslunar með það fyrir
augum að samtakamáttur á lands-
vísu verði nýttur sem grundvöllur
fyrir samkeppnishæfa og arðbæra
samvinnuverslun. Gerður verði
samningur milli Sambandsins og
þessa nýja hagsmunafélags um að
endurskipulögð verslunardeild SÍS
annist þá sameiginlegu þjónustu er
smásöluverslun félaganna er nauð-
synleg. Þá muni stjórn SÍS beita
sér fyrir þvf að skipulag og verka-
skipting innan Sambandsins verði
með þeim hætti áð rekstur hennar
og fyrrnefnt samstarf megi sem
best tryggja bætta samkeppnis-
stöðu og árangur í verslunarrekstri
sambandsfélaganna.
Nýráðinn framkvæmdastjóri
verslunardeildarinnar, Ólafur Frið-
riksson, er 34 ára, fæddur á
Kópaskeri 5. júní 1953. Hann lauk
Samvinnuskðlaprófi árið 1974 og
var sama ár ráðinn kaupfélagsstíóri
Kaupfélags Langnesinga á Þórs-
höfn. Árið 1976 varð hann kaup-
félagsstíóri hjá Kaupfélagi
Norður-Þingeyinga á Kópaskeri og
árið 1982 tók hann við starfi kaup-
félagsstíóra Kaupfélags Skagfirð-
inga á Sauðárkróki.
Ólafur er kvæntur Freyju
Tryggvadóttur og eiga þau tvö
börn.
Snorri Egilsson verður áfram
aðstoðarframkvæmdastjóri versl-
unardeildarinnar.
Forsætisráðherra um Vestfjarðarsamningana:
Mega ekki verða almennt f ordæmi
ÞORSTEINN Pálsson, forsætís-
ráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, mættí sfðastlið-
inn mánudag á fund hjá
málfundafélaginu Óðni og
Verkalýðsráði Sjálfstæðia-
flokksins f Reykjavík. Forsætis-
ráðherra ræddi á fundinum
stöðu efnahags- og kjaramála.
Taldi hann að ef fram færi sem
horfði værí ástæða til bjartsýni,
við værum ekki að ganga tíl
móts við kollsteypu. Vissulega
væru blikur á loftí en nýjustu
tölur bentu tíl þess að ríkis-
stjórnin væri að ná tökum á
verðbólgunni. Þeir samningar
sem gerðir hefðu verið á Vest-
fjörðum mættu ekki ganga yfir
alla linu. Það myndi blása á
glæður verðbólgimnar.
Forsætisráðherra sagði síðustu
kosningar hafa verið áfall fyrir
þjóðarbúið f heild sinni þar sem
ekki hefði verið hægt að mynda
nema þriggja flokka rfkisstjórn að
þeim loknum. Það hefði verið mat
Sjálfstæðisflokksins að þegar f
upphafi þyrfti að gera aðgerðir til
að slá á þenslu f þjóðfélaginu.
í september sl. hefðum svo kom-
tð 'nýjar tðlur er sýndu aðra og
mun dekkri mynd en menn hefðu
áður gert sér grein fyrir. Forsætis-
ráðherra sagði að hann hefði ekki
talið óhætt að fara inn f 1988 með
halla á rfkissjóði og hefði hann þvf
gert að tillögu sinni að fjárlaga-
frumvarpið yrði tekið upp að nýju
og þvf breytt þannig að jöfnuðúr
næðist.
Um þetta hefði verið fullt sam-
komulag rnilli stiórnarflokkanna
ásamt samkomulagi um ráðstafan-
ir í peningamálum til að halda uppi
innlendum sparnaði og skipulags-
breytingum á tekjuöflunarkerfi
ríkisins.
Forsætisráðherra sagði stjórnar-
andstöðuna stundum halda þvf
fram að rfkisstíórnin væri veik.
Engin rfkisstjórn hefði þó náð fram
jafn stórum málum á jafn skömm-
um tfma og þessi rfkisstjórn. Veik
ríkisstjórn gerði slíkt ekki.
Næst vék ráðherrann að aðgerð-
um ríkisstíórnarinnar og gagnrýndi
menn fyrir rangtúlkun á áhrifum
þeirra. Forseti ASÍ hefði til að
mynda borið saman hækkun lág-
markslauna og matvæla og fengið
þá niðurstöðu að matargjöld hefðu
hækkað umfram lágmarkslaun.
Forsætisráðherra sagði að jafhvel
þótt miðað væri við lágmarkslaun
væri niðurstaðan sú að þau, ásamt
hækkun barnabóta f staðgreiðslu-
kerfinu, hefðu hækkað meira en
Morgunblaðið/Sverrir
Þorsteinn Pálsson, f orsætisráðherra, á fundi Óðins og Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
matvælakostnaður. Það væri auð-
velt að sýna fram á að hliðarráð-
stafanirnar hefðu gagnast.
Eftir að hafa rekið þróun efna-
hagsmála síðustu mánuði sagði
forsætisráðherra að stjórnvöld
væru nú að ná tökum á verðbðlg-
unni. Þó að verðbólgutölur nú
sýndu að einhver afturkippur hefði
orðið þá sýndu dæmin að hægt
væri að snúa slíkri þróun við. Þetta
sæjist best á nýjustu vfsitölu bygg-
ingakostnaðar sem ekki bara
hækkaði minna en venjulega heldur
lækkaði núna.
Ef fram færi sem horfði taldi
forsætÍ8ráðherra ástæðu til bjart-
sýni, við værum ekki að ganga til
móts við kollsteypu niður á við.
En ef við ætluðum okkur að ná
niður verðbólgunni þyrftu aðrir að
sýna þolinmæði svo hinir lægst-
launuðu gætu fengið einhverjar
hækkanir. Við núverandi aðstæður
myndu laun ekki hækka að meðal-
taii. Þorsteinn sagði að honum
skyldist að verulegur áhugi væri á
þvf að leysa mál á þeim grund-
velli. Samningarnir á Vestfjörðum
mættu ekki verða almennt for-
dæmi. Þetta væru Bamningar fyrir
fiskvinnslufólk og það myndi blása
á giæður verðbölgunnar ef þeir
færu yfir alla línuna. Lág laun
væru þö f fleiri stéttum en f fisk-
vinnslun n i og þyrfti einnig að gæta
hagsmuna þess fólks.