Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 27 Reuter Forsetar íslands og Bandaríkjanna hittust i Hvita húsinu í Washington á þriðjudag. Var þetta í þriðja sinn sem Vigdís Finnbogadóttir og Ronald Reagan hittust til viðræðna um samskipti þjóð- anna. Fór vel á með þeim eins og þessi mynd ber með sér. George Bush þvær af sér „aula“stimpilinn: Bush lendir saman við Dan Rather í beinni útsendingu NÍU mínútna rimma i beinni út- sendingu milli þeirra George Bush, varaforseta Banda- ríkjanna, og Dans Rathers, aðalfréttamanns CBS-sjónvarps- stöðvarinnar, síðastliðinn mánudag, virðist ætla að auka likur Bush á þvi að verða út- nefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Þúsundir áhorfenda hringdu að þættinum loknum til sjónvarpsstöðvarinnar og kvörtuðu yfir vinnubrögðum Rathers en hann spurði varafor- setann margra áleitna spurninga um aðild hans að vopnasölunni til írans. Bush er talinn hafa varist fimlega og eru repúblikan- ar ánægðir með frammistöðu hans. Á undan viðtalinu var sýnd fréttaskýring þar sem ýjað var að því að Bush hefði átt meiri aðild að vopnasölumálinu en hann hefur hingað til viljað halda fram. Þess- ari framsetningu mótmælti varafor- setinn og sagði að honum hefði verið tjáð af CBS að þátturinn ætti að vera liður í almennri kynningu á öllum frambjóðendunum. í stað þess væri einblínt á eitt mál sem þegar hefði hlotið mjög ítarlega umflöllun í fjölmiðlum. Bush sagði í þættinum að hann hefði þegar svarað öllum spurning- um varðandi vopnasölumálið nema hvað hefði farið á milli hans og Reagans Bandaríkjaforseta. Það myndi hann ekki gefa upp. Ef þetta viðtal ætti að vera dæmi um kynningu á frambjóðanda fyrir kosningar þá hefði hann aðra skoð- un á því hvemig ætti að standa að slíkum málum. „Ég vil að það sé heiðarlega staðið að þessu og kom hingað í þeirri trú að ég ætti að tjá mig um hugmyndir mínar varðandi menntakerfið og hvemig ná megi niður fjárlagahallanum," sagði Bush. Réðst á Rather Hann réðst síðar í viðtalinu að Rather og minnti hann á það atvik er hann labbaði út úr upptökusal í beinni útsendingu til þess að mót- mæla því að íþróttafrétt hafði verið skotið inn í þátt hans. „Það er ekki réttlátt að dæma feril minn út frá George Bush Dan Rather einhverri uppsuðu um vopnasölu- málið,“ sagði Bush. „Hvemig litist þér á ef ég legði mat á fréttamanns- feril þinn út frá þessum sjö mínút- um sem þú hvarfst úr þættinum?" Undir lok viðtalsins skoraði Dan Rather á Bush að halda blaða- mannafund til að svara öllum spumingum um vopnasölumálið. Þegar Bush ætlaði að svara með því að lýsa hinum fjölmörgu blaða- mannaftindum sem hann hefði haldið nýlega greip Rather fram í:„Ég skil það þá sem svo að svarið sé nei“, og lauk þættinum. Þegar Rather mætti til vinnu á þriðrjudaginn sátu fréttamenn fyrir honum en hann vísaði allri gagn- rýni á bug. „Starf mitt er spyrja afdráttarlausra spuminga og að reyna að fá hreinskilin svör. Ég er alveg sáttur við það.“ Hann hélt því einnig fram að varaforsetanum hefði verið fullkunnugt um hvað ætti að vera til umræðu í þættinum. Viðtalið við Bush var aðalfrétta- efni þriðrjudagsins í Bandaríkjunum og var það sýnt aftur og aftur í sjónvarpsstöðum um öll Bandaríkin auk þess sem hægrisinnaður fjöl- miðlahópur, Accuracy in Media, (Nákvæmni í fjölmiðlun) krafðist uppsagnar Rathers. Talið er að um 100 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð einvígi þeirra Rathers og Bush. Bush sigurvegari Flestir stjómmálaskýrendur túlka þáttinn Bush í hag og telja að hann ætti að verða varaforsetan- um til framdráttar í forvali repú- blikana. William Schneider, sem er óháður stjómmálaskýrandi, sagði repúblikana hafa séð varaforsetann sinn „taka í lurginn" á aðal sjón- varpsfréttamanni landsins og „dáðst að því.“ Það hefur háð Bush töluvert í kosningabaráttunni að hann hefur áunnið sér nokkurs kon- ar „aula“stimpil. Varaforsetinn héfur verið gagnrýndur fyrir að skorta hugrekki og hugmynda- fræðilegan grunn. Sú harka sem hann sýndi gegn Rather ætti að má þann stimpil af honum. Augu manna beinast nú að fyrstu forkosningu bæði demókrata og repúblikana sem fer fram í Iowa 8. febrúar nk. Robert Dole, leiðtogi Repúblikanaflokksins f öldunga- deildinni, er þar með smá forskot á George Bush, samkvæmt skoð- anakönnunum. Sú athygli sem Bush hefur fengið vegna viðtalsins við Rather gæti þó snúið því dæmi við. Sigur í Iowa myndi stórauka vinn- ingslíkur varaforsetans í New Hampshire átta dögum síðar en sig- ur í þessum tveimur litlu fylkjum er talinn mjög mikilvægur fyrir frambjóðendur til að ná sem mestri athygli fjölmiðla og fjárstuðningi fyrir síðari forkosningar. CD PIONEER Bragðlaukamír biðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.