Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 Tískuverslun in HiCCAr Cl M D I R Þ A K I M U Elðistorgí 15 — Simi 61 10 16 Útsala IVIikil verðlækkun Opið frá kl. 10.00-18.30 virka daga, kl. 10.00-16.00 laugardaga. BÆTIÐ HEILSUNA MEÐ INNHVERFRIÍHUGUN Rannsókn, sem nýlega birtist í hinu virta lækna- timaritrvPsychosomatic Medicine", sýndi að þeir, sem iökuðu ihugunartækni Maharishi, Innhverfa íhugun (Transcendental Meditation), ieituðu 44% sjaldnar til læknis en aðrir og voru 53% sjaldnar lagð- ir inn á sjúkrahús. Munurinn var enn meiri hjá þeim sem voru eldri en 40 ára. Þeir leituðu 74% sjaldnar til læknis og lögðust 69% sjaldnar inn á sjúkrahús. Almenn kynning á tækninni verður haldin í Norr- æna húsinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. íslenska íhugunarfélagið, sfmi 16662. Antik Rýmingarsala Allt á að seljast. Húsgögn, speglar, lampar, málverk, postulín, kristall, nýr sængur- fatnaður, gjafavörur. Antikmunir, Grettisgötu 16, sími 24544. Opiðfrá kl. 12-18virka daga. Laugardaga frá kl. 12-16. HVERNIG Á AÐ MÚRA Á STEINULL? Þú færð svarið ásamt ótal upplýsingum varðandi einangrun hjá ráðgjafa Steinullarverksmiðjunnar í síma 83617 frá kl. 9-11. STEINULiARVERKSMIDJAN HF Selma Guðmundsdóttir á æfingu með Sinfóníuh|jómsveit íslands ásamt Páli P. Pálssyni hljómsveit- arstjóra. Tónleikar í Logalandi og Mos- fellsbæ með þátttöku heimamanna Selma Guðmundsdóttir leikur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni eftir Rafn Jónsson í kvöld klukkan hálf níu heldur Sinfóníuhljómsveit íslands tón- leika í Logalandi í Borgarfirði ásamt þremur kórum úr Borgar- fírði, samtals um 70 manns, og Selmu Guðmundsdóttur, píanó- leikara, sem leikur einleik í fyrsta skipti með Sinfóníuhljómsveitinni. Stjómandi verður Páll P. Pálsson. Tónleikamir verða endurteknir í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ á laug- ardag klukkan þijú, ásamt karla- kómum Stefni, sem í em um 60 manns. Það er því óhætt að segja að um 130 manns „depúteri" með Sinfóníuhljómsveitinni í þessari viku! í Logalandi syngja Kirkju- kórar Reykholts og Hvanneyrar og Kveldúlfskórinn í Borgamesi með hljómsveitinni. Á efnis- skránni em Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi, Finlandia eftir Sibelius, Píanókonsert eftir Khatsjaturian og að lokum Sin- fónía nr. 41, Júpíter, eftir Mozart. í Mosfellsbæ verður efnisskráin eins, nema í stað Fangakórsins verður flutt verkið Þér landnemar eftir Sigurð Þórðarson. Selma Guðmundsdóttir hélt fyrstu einleikstónleika sína hjá Tónlistarfélaginu fyrir áratug að hún lauk einleikaraprófí frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Hún hóf píanónámið á ísafírði og eftir próf í Tónlistarskólanum hélt hún til framhaldsnáms til Þýskalands og Austurríkis árin 1973—1976. 1977 flutti hún til Svíþjóðar og bjó í Stokkhólmi til ársins 1983. Þar hélt hún einstaka tónleika og vann sem meðleikari í Tónlistar- skóla sænska útvarpsins. Frá þvi hún kom heim, hefur hún haldið tónleika víða um land og verið meðleikari eða undirleikari í söng- deild Tónlistarskólans í Reykjavík. Nú hefur Selma lagt vinnuna við skólann á hilluna í bili að minnsta kosti og snúið sér að tón- leikahaldi. Ég spurði hana um það: „Ég fékk boð um að spila á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þrándheimi í Noregi í apríl nk., þar sem Finninn Ralf Sjöblum mun stjóma. Ég var beðin um að velja píanókonsert eftir tuttug- ustu aldar tónskáld, helst rúss- neskt. Þar með var valið nokkuð takmarkað, en ég ákvað að taka til við Píanókonsert Khatsjatur- ians, sem frumfluttur var 1936, eftir að hafa einnig hlustað á Prokofíeff og Sjostakovitsj. Ég hef ekki spilað mikið svona tónlist áður en Khatsjaturían höfðaði til mín. Þetta er mjög glæsilegur konsert, sem varð strax vinsæll þegar hann var frumfluttur. Þetta er mikil fíngraleikfími, bæði fyrir einleikarann og hljómsveitina." Selma lék tvisvar einleik með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík undir stjóm Bjöms Ól- afssonar, en síðan hefur hún haldið einleikstónleika og einnig leikið undir hjá söngvurum og spilað með strengjaleikumm. Ég spurði hana því um vinnuna með Sinfóníuhljómsveitinni: „Það er stórkostleg reynsla fyr- ir mig að vinna með Sinfóníu- hljómsveitinni. Þótt ég hafí hvorki haft reynslu af hljómsveitinni, né áður unnið með Páli P. Pálssyni, stjómandanum, hefur þetta geng- ið mjög vel. Þetta er í raun tvíþætt \ reynsla, því við höfum um leið og við höfúm æft, tekið konsertinn upp fyrir Ríkisútvarpið. Mér fínnst það mjög krefjandi að vinna svona að upptökum um leið og verkið er æft.“ „En hvemig fínnst þér að eiga svo að spila úti á landi?" „Ég hef ferðast dálftið um landið og haldið þar tónleika og fínnst það mjög skemmtilegt. Mörg byggðarlög em vel sett til hljómleikahalds, t.d. em til ágætis flyglar víða um land. í fyrra hélt ég tónleika í Logalandi, þar sem við leikum í kvöld, ásamt Lauf- eyju Sigurðardóttur, fíðluleikara, og það var mjög skemmtilegt. Borgfírðingar em miklir tónlistar- menn og ég hlakka til að hlusta á kórana þeirra syngja með Sin- fóníuhljómsveitinni. Borgfírðing- ar standa vel að sínu tónlistar- starfí. Ég er viss um að í Borgarfírði em til fleiri flyglar ef miðað er við mannfjölda en ann- ars staðar á landinu! Hins vegar er rennt dálítið blint í sjóinn er varðar hljómburð. Víða um land em félagsheimili með ágætis hljómburð fyrir minni háttar tón- leika, en þau hús sem sinfóníutón- leikamir verða haldnir í, em ekki byggð með tilliti til jafn stórra tónleika. En aðalatriðið er, að Sin- fóníuhljómsveitin og aðrir tónlist- armenn úr Reykjavík fari annað veifíð úr bænum og haldi tónleika fyrir aðra landsmenn," sagði Selma Guðmundsdóttir, píanóleik- ari, að lokum. Höfundur er blaðafulltrúi Sin- fóniuhfjámsveitarinnar. Morgunblaöið/Jón G. Gunnarsson Hesthúsin sem hornfirskir hestamenn eru að koma upp. Samkomuhú- sið Stekkhóll sést fjær. Höfn: Hornfirskir hestamenn byggja Höfn, Hornafirði. HORNFIRSKIR hestamenn hafa á undangengnum árum verið að koma sér upp góðri aðstöðu í landi Fomustekkja. Þar er risinn góður skeiðvðUur og myndarlegt samkomuhús hafa þeir reist þar. í nágrenninu em þijú myndarleg hesthús, sem munu hýsa um 100 hesta. Og þessa dagana er fjórða hesthúsið að rísa á þessum slóðum. Það er fímm einstaklingar sem era að byggja yfír 35 hesta sína. Það em hestamenn af Höfn og úr Nesj- um sem hafa aðstöðu þama. í félagi hestamanna, Homfirðingi, munu vera um 100 félagar og er áætlaður fjöldi hesta þeirra vart undir þús- undinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.