Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
~5r**
Norðfjörður;
Loðnufrysting í
norskum skípum
Neskaupstað.
TÍU NORSK loðnuveiðiskip hafa
legið hér inn á firðinum undan-
farna daga og áhafnir þeirra
unnið að loðnufrystingu um borð.
í hinni miklu aflahrotu hjá loðnu-
veiðiflotanum sem staðið hefur
undanfarið hefur talsvert borið á
því að norsk loðnuveiðiskip hafi leit-
að hér inn á fjörðinn bæði til að
liggja af sér veður og einnig hafa
þau legið hér dögum saman á slétt-
um firðinum á meðan áhafnir þeirra
hafa unnið að því að frysta loðnu
um borð sem síðan er seld til fiskeld-
isstöðva í Noregi. Þá hafa þeir af
og til landað smáslöttum í bræðslu.
Mikil loðna hefur borist á land hér
frá áramótum eða um 13.500 tonn
en á sama tíma í fyrra hafði nán-
ast engin loðna borist hingað vegna
verkfalla á fiskiskipaflotanum.
— Ágúst
Frá Höfn. Sindrabær er húsið fremst til vinstri.
Höfn:
150 lítrar af bruggi
undir sviði Sindrabæjar
Moi^unblaðið/AgÚBt Blöndal
Norska skipið 0stbas landaði loðnu á Neskaupstað.
KÚTUR með 150 litrum af
bruggi i gerjun fannst í félags-
heimilinu Sindrabæ á Höfn í
Hornaf irði um miðjan mánuðinn.
Kúturinn, eða tunnan, var falin
undir sviði hússius og var skons-
an hituð upp með rafmagni á
kostnað sveitarf élagsins.
Þetta kemur fram í frétt blaðsins
Eystrahorns, sem gefið er út á
Höfn. Þar segir að hópur, sem var
að æfa skemmtiatriði fyrir þorra-
blót Hafnarbúa, hafi rekist á
bruggið. Fyrir tilviljun hafi hlera á
sviðinu verið lyft og þá hafi dýrðin
blasað við. Bruggklefinn hafi
greinilega verið fóðraður í þessum
tilgangi og til hliðar við tunnuna,
sem var geysistór (olítunna er 200
lítrar), hafi verið rafmagnsofn með
opnu elementi, þannig að bruggar-
inn hafi greinilega haft lag á því
að láta sveitarfélagið greiða hita-
kostnaðinn.
Frétt Eystrahorns var borin und-
ir lögregluna á Höfn og kom fram
að lögreglan frétti fyrst af brugginu
þegar blaðið kom út. Þá fékkst stað-
fest að málið væri nú upplýst, en
aðrar upplýsingar voru ekki veittar.
VIÐ HLUSTUM
ÁÞIG!
>\
KASKÓ heldur forystu sinni á sviði óbundinna
sparifjárreikninga og býður einn mesta sveigjan-
leika í verðtryggðum sparnaði sem völ er á.
Við hlustum á allar ábendingar sem koma að
gagni, þess vegna er KASKÓ-reikningurinn eins
og sniðinn fyrir þig.
KASKÓ-öryggislykill sparifjáreigenda
VCRZIUNARBANKINN
k