Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 ~5r** Norðfjörður; Loðnufrysting í norskum skípum Neskaupstað. TÍU NORSK loðnuveiðiskip hafa legið hér inn á firðinum undan- farna daga og áhafnir þeirra unnið að loðnufrystingu um borð. í hinni miklu aflahrotu hjá loðnu- veiðiflotanum sem staðið hefur undanfarið hefur talsvert borið á því að norsk loðnuveiðiskip hafi leit- að hér inn á fjörðinn bæði til að liggja af sér veður og einnig hafa þau legið hér dögum saman á slétt- um firðinum á meðan áhafnir þeirra hafa unnið að því að frysta loðnu um borð sem síðan er seld til fiskeld- isstöðva í Noregi. Þá hafa þeir af og til landað smáslöttum í bræðslu. Mikil loðna hefur borist á land hér frá áramótum eða um 13.500 tonn en á sama tíma í fyrra hafði nán- ast engin loðna borist hingað vegna verkfalla á fiskiskipaflotanum. — Ágúst Frá Höfn. Sindrabær er húsið fremst til vinstri. Höfn: 150 lítrar af bruggi undir sviði Sindrabæjar Moi^unblaðið/AgÚBt Blöndal Norska skipið 0stbas landaði loðnu á Neskaupstað. KÚTUR með 150 litrum af bruggi i gerjun fannst í félags- heimilinu Sindrabæ á Höfn í Hornaf irði um miðjan mánuðinn. Kúturinn, eða tunnan, var falin undir sviði hússius og var skons- an hituð upp með rafmagni á kostnað sveitarf élagsins. Þetta kemur fram í frétt blaðsins Eystrahorns, sem gefið er út á Höfn. Þar segir að hópur, sem var að æfa skemmtiatriði fyrir þorra- blót Hafnarbúa, hafi rekist á bruggið. Fyrir tilviljun hafi hlera á sviðinu verið lyft og þá hafi dýrðin blasað við. Bruggklefinn hafi greinilega verið fóðraður í þessum tilgangi og til hliðar við tunnuna, sem var geysistór (olítunna er 200 lítrar), hafi verið rafmagnsofn með opnu elementi, þannig að bruggar- inn hafi greinilega haft lag á því að láta sveitarfélagið greiða hita- kostnaðinn. Frétt Eystrahorns var borin und- ir lögregluna á Höfn og kom fram að lögreglan frétti fyrst af brugginu þegar blaðið kom út. Þá fékkst stað- fest að málið væri nú upplýst, en aðrar upplýsingar voru ekki veittar. VIÐ HLUSTUM ÁÞIG! >\ KASKÓ heldur forystu sinni á sviði óbundinna sparifjárreikninga og býður einn mesta sveigjan- leika í verðtryggðum sparnaði sem völ er á. Við hlustum á allar ábendingar sem koma að gagni, þess vegna er KASKÓ-reikningurinn eins og sniðinn fyrir þig. KASKÓ-öryggislykill sparifjáreigenda VCRZIUNARBANKINN k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.