Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 57 KORFUKNATTLEIKUR / STJÖRNULEIKUR KKÍ OG SÍ Morgunbla6i6/Einar falur Teitur treður Toltur Öriygsson sigraði í troðkeppninni. Hér innsiglar hann sigurinn með glæsilegum tilþrifum. Te'rtur Örlygsson og Hreinn Þorkels- sonsigruðuí sýningargreinunum 4 MARGUR er knár þótt hann só smár. Þaö sannaðist í gær í troðkeppninnl som fram fór í leikhléi í Stjömuleik KKÍ og SÍ. Teitur Örlygsson skaut þar öðru og stœrri mönnum ref fyrlr rass og sigraðl. Það voru átta keppendur í troð- keppninni og fjórir þeirra komust í úrelit. Það voru Teitur, Guðmundur Bragason, Jón Kr. Gtslason og Ivar Webster. Teitur n&ði svo bestum arangri 1 úrelita- keppninni, hlaut 39 stig og vann sér inn 15.000 kr. Guðmundur Bragason hafnaði í 2. sæti með 36 Sannkallaður „Stjömuleikur - Pálmar Sigurðsson valinn maður leiksins tl stig og Ivar Webster í 3. sæti með 28 stig. Jón Kr. Gíslason gerði ógilt. Hreinn Þorkelsson sigraði f þriggja stiga keppninni eftir einvtgi við Val Ingimundareon. Þar voru það fimm sem komust í úrslit. Auk Hreins og Vals voru það Teitur örlygsson, Jón.kr. Gíslason og Guðjón Skúla- son. Eftir fyrstu tilraun voru þeir jafnir Hreinn og Valur, báðir hittu úr 8 skotum af 15. í úrelitaviður- eigninni sigraði Hreinn, hitti úr 5 skotum, en Valur úr aðeins þremur. Hreinn fékk því sömu upphæð og Teitur, 15.000 kr., en Pálmar Sig- urðsson vann sér inn 20.000 kr. fyrir að vera kjörinn maður leiksins. „LANDIÐ" með Pálmar Sig- urðsson ífararbroddi sigraði Suðurnes, 81:79, íStjörnuleik KKÍ og SÍ. Stórskemmtilegur leikur þar sem allt það besta {körf uknattleik f ékk að njóta sín. Bœði liðin lóku mjög vel og Pálmar Sigurðsson var kjör- inn maður leiksins í leikslok. Leikuirnn byrjaði af krafti og fyrstu mínúturnar gekk boltinn þvert yfir völlinn með ótrúiegum hraða. Leikurinn róaðist svo aðeins en var engu að síður mjög skemmtilegur á að horfa. Landið byrjaði vel og skor- aði fjögur fyrstu stigin, en Suðurnesjamenh náðu yfirhöndinni fljótlega. Leikurinn var síðan jafn allt þar til um miðjan fyrri hálfleik, en þá komst Landið yfír að nýju og leiddi allt til leiksloka. í hálfleik var stað- an 46:42, Landinu í vil. Munurinn var svo heldur meiri í síðari hálfleik og varð mestur 14 stig, 74:60. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var munurinn tíu stig, 79:69. Suðurnesjamenn náðu þó að klóra í bakkann Valur Ingi- mundarson og Hreinn Þorkelsson minnkuðu muninn í tvö stig með LogiB. Eiðsson skrifar. Morgunblaðio/Einar Falur Hreinn Þorkelsson lék vel með Suðurnesjaúrvalinu, en gerði betur í þriggja stiga keppninni og sigraði. tveimur þriggja stiga körfum á lok- amínútunni. Ef að allir leikir væru eins og þessi þá þyrftu körfuknattleiksmenn ekki að hafa áhyggjur af lítilli aðsókn Leikurinn var hraður, opinn og mjög skemmtilegur. Greinilegt var að leikmenn tóku leikinn hæfilega alvarlega og reyndu ýmislegt sem ekki sést í venjulegum leikjum. Pálmar Sigurðsson átti frábæran leik. Hann skoraði 16 stig og stal boltanum sex sinnum og átti þrjár stoðsendingar. ívar Webster lék einnig vel og hirti 17 fráköst. Jó- hannes Kristbjörnsson, Birgir Mikaelsson, Leifur Gústafsson og Tómas Holton stóðu sig einnig vel. Valur Ingimundarson átti mjög góðan leik og stóð upp úr liði Suður- nesja. Hann skoraði 25 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur. Guðmundur Bragason, Jón Kr. Gíslason og Teit- ur Örlygsson áttu einnig góðan leik. Helgi Rafnsson stóð sig vel í vörn- inni. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Jóns- son og Sigurður Valgeirsson og stóðu sig ágætlega. Stig Landsins: Jóhannes Kristbjörnsson 17, Pálmar Sigurðsson 16, Tómas Holton 12, Léifur Gústafsson 10, ívar Webster 10, Birgir Mikaelsson 9 og Torfi Magnússon 7. Stig Suðurnesja: Valur Ingimundarson 25, Teitur Örlygsson 12, Guðmundur Bragason 11, Hreinn Þorkelsson 9, J6n Kr. Gislason 8, Helgi Rafhsson 8, Isak Tðmasson 4 og Guðjón Skúlason 2. t r T S A L A LAUQAVEGI61 - 8ÍMI214 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.