Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
Fyrstu 66 árin var safnið í Alþingishúsinu sem þá var nýbyggt.
Ljósmynd/Þjóðminjasafn fslands
Eðli listasafna er
að stækka við sig
Ágrip af sögu
Listasafns
íslands
NYOGglæsileg
h úsakynni Listasafns
íslands á Fríkirkjuvegi 7
verða tekin í notkun
næstkomandi laugardag,
30. janúar. Saifnið heldur
upp á 104 ára afmæli sitt
síðar á þessu ári og þvi
er ekki úr vegi að rifja
upp helstu viðburði í
langri sögu og minnast
aðeins þeirra mörgu sem
- hafa unnið ómetanlegt
starf í þágu þess.
Listasafn íslands var stofnað í
Kaupmannahöfn í október 1884 og
var aðalfrumkvöðull að stofnun
þess Björn Bjarnarson, aðstoðar-
maður fógeta, sem síðar varð
alþingismaður og sýslumaður í
Dalasýslu. Ekki er vitað með vissu
hverjir voru meðstofjiendur hans
en talið er að meðal þeirra hafi
verið Edwald J. Johiísen, læknir frá
Húsavík. /
Björn ritsýrði ag gaf út mánaðar-
ritið Heimdall árið 1884. í júlíhefti
ritsins hvat^i hann til stofnunar
olíumyndasafns þar sem fólk gæti
notið myndlistar. Sagði þar m.a.:
„Söfnin eru ekki aðeins til skemmt-
unar, heldur einnig nauðsynleg og
alveg ómissandi ef vísindi og fagrar
listir eiga að blómgast..."
Bjorn lét ekki sitja við orðin tóm
og safnaði um 40 olíumálverkum
eftir danska listamenn auk nokk-
urra verka eftir norska, sænska og
austurríska málara. Þau urðu að
hluta til stofn safnsins en að auki
bárust því meðal annars fjögur verk
frá Kristjáni konungi IX og Friðriki
krónprinsi; 12 grafísk verk og ein
höggmynd eftir Norðmanninn Olav
Olavson Glosimodt.
Árið 1887 fólu forsetar Alþingis
umsjónarmanni sínum, Jónasi Jóns-
syni, að gera skrá yfir verk Lista-
safnsins og teljast þau verk, sem
þar eru upp talin, stofn safnsins.
Einungis eitt íslenskt verk var þar
á meðal, andlitsmynd Sigurðar Guð-
mundssonar af Birni Gunnlaugs-
syni. Á þeim tíma var íslensk
samtímalist vart til og er það skýr-
ingin á fæð fslenskra verka á fyrstu
árum safnsins.
Listasafninu var fljótlega komið
fyrir í hinu nýbyggða Alþingishúsi
við Austurvöll og bættist því fjöldi
gjafa á sínum fyrstu árum. Helgi
Sigurðsson (1815-1888) prestur á
Melum ánafnaði safninu rúmlega
40 málverk og teikningar eftir sjálf-
an sig. Árið 1889 sendi Thorvald-
sensafnið í Kaupmannahöfn safninu
66 grafísk verk gerð eftir högg-
myndum Bertels Thorvaldsens, þar
af átta eftir hann sjálfan, og árið
1895 barst safninu stærsta gjöfin
til þessa, 28 olíu- og vatnslitamynd-
ir úr dánarbúi Edvalds J. Johnsen
sem hann safnaði í Danmörku.
Um aldamótin fóru íslenskir
listamenn að koma meira og meira
fram í sviðsljósið og barst fyrsta
íslenska höggmyndin árið 1902.
Var það mynd Einars Jónssonar,
Útlagar.
Verk voru ekki keypt til safnsins
fyrr en árið 1915 að fimm myndir
eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S.
Kjarval og Þórarin B. Þorláksson
voru keyptar fyrir fé frá ríkinu.
Illufi Þjóðminjasafns
Allt fram til ársins 1915 var
Listasafn íslands sjálfstæð stofnun
en þá fól Alþingi Matthíasi Þórðar-
syni, þjóðminjaverði, umsjón allra
málverka í eigu Alþingis eða ríkis.
Og samkvæmt tillögu þjóðminja-
varðar var í janúar 1916 ákveðið að:
„Listasafn íslands, hér undir telst
málverkasafn landsins og önnur
listaverk sem landið á, skal vera •
undir umsjón þjóðmenjavarðar og
vera ein deild af Þjóðmenjasafninu.
ÖIl listaverk, sem landið síðar kann
að eignast, skulu jafnóðum lögð til
listasafhsins, sem deilist í tvær
undirdeildir, málverkasafn oghögg-
myndasafn."
Þá var enginn starfsmaður til að
Ljósmynd/Listasafn fslands
Björn Bjarnarson, stofnandi
Listasafnsins.
skrásetja þær myndir sem safninu
bárust eða þær sem fyrir voru en
Íær voru orðnar á þriðja hundrað.
árslok 1915 hóf Matthías að skrá
safnið sem hafði síðast verið skráð
28 árum áður, káð 1887. Skrá hans
birtist árið 1920 og þar skiptir hann
safninu ekki í tvær deildir eins og
lög kváðu á, heldur þrjár; Málverka-
safn, Höggmyndasafn og Ljós-
mynda- og prentmyndasafn. Fjórðu
deildinni bætti hann svo við árið
1918, Listiðnaðarsafni, og er ekki
vitað til þess að hann hafi haft leyfi
stjórnvalda til þessa. í Ljósmynda-
og prentmyndasafn skráði hann
meðal annars 13 grafísk verk úr
stofngjöf safnsins.
í upphafi 20. aldar var hafm
bygging Safnahússins við Hverfis-
götu og skyldi það rúma öll söfn
landsins; Landsbókasafn, Þjóð-
skjalasafn og F'orngripasafn, auk
Listasafnsins. Árið 1909 var bygg-
ingin fullgerð en þá kom í ljós að
ekki var rúm fyrir Listasafnið og
var það því áfram í Alþingishúsinu.
Listasafn ríkisins
Árið 1928 samþykkti Alþingi lög
um Menntamálaráð og Menningar-
sjóð og var aðalfrumkvöðull þeirra
Jónas Jónsson frá Hriflu, þáverandi
dóms- og kirkjumálaráðherra.
í lögunum um Menntamálaráð
segir að hlutverk þess sé að kaupa
listaverk fyrir það fé sem til þess
sé veitt á fjárlögum og að hafa
yfirumsjón með listaverkasafni
landsins og undirbúa byggingu
listasafns. Tekjustofn Menningar-
sjóðs skyldi vera allar tekjur af
seldu áfengi sem væri flutt ólöglega
til landsins og skyldi hluta þeirra
varið til kaupa á listaverkum.
Með hinum nýju lögum var Lista-
safnið sett undir beina stjórn
Menntamálaráðs og hlaut þar með
nokkurt sjálfstæði að nýju. Nafni
þess var breytt í Listasafn ríkisins
en Matthíasi Þórðarsyni eftir sem
áður falin umsjón þess og hélt hann
því starfi allt til ársins 1950.
Hin nýja skipan mála hafði þó
engin áhrif á húsnæðismál safnsins
sem voru í miklum ólestri. Mikið
af verkum safnsins var í geymslu
í Arnarhvoli, en töluverður hluti
þeirra var þó áfram til sýnis í Al-
þingishúsinu. Þá voru fáein verk-
anna til sýnis í Safnahúsinu við
Hverfisgötu meðan Þjóðminjasafnið
var þar til húsa.
Sá háttur hafði komist á, að lána
verk úr safninu og jók Menntamála-
ráð þau útlán til mikilla muna.
Voru verkin send í skóla og aðrár
ríkisstofnanir og er ekki trútt um
að sum þeirra hafi lent á einkaheim-
ilum. Vegna þessa reyndist Matt-
híasi oft erfitt að fylgjast með því
hvaða listaverk Menntamálaráð
keypti, því sum þeirra voru send
jafnharðan í útlán og fékk hann
þau aldrei í hendur til skráningar.
Fyrir kom að verk voru greidd en
aldrei afhent safninu og einnig
heimilaði Menntamálaráð að gefa
tvö stór verk úr safninu. Enn hefur
Listasafninu ekki tekist að inn-
heimta öll þau verk er voru lánuð
út á þessum árum.
Því hefur verið um kennt að
Menntamálaráð hafi verið pólitískt
skipað og sumir sem í því hafi ráð-
ið hafi borið takmarkað skynbragð
á myndlist. Á því voru þó undan-
tekningar og má þar nefna þaú
Ingiþjörgu H. Bjarnason, alþingis-
Listasafn íslands fékk inni i nýbyggingu Þjóðminjasafns íslands 1950.
Ljósmynd/I>jóðminjasafn fslands