Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 5 Morgunblaöið/Ámi Sœberg Álfrún Gunnlaugsdóttir prófess- or. Skipuð pró- fessor í al- mennri bók- menntafræði ÁLFRÚN Gunnlaugsdóttir hefur verið skipuð prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla ís- lands frá 1. janúar síðastliðnum. Hún er fyrsti prófessorinn í þess- ari grein og jafnframt fyrsta konan sem skipuð er prófessor við heimspekideild Háskólans. Álfrún er fædd í Reykjavík árið 1938. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958. Frá 1959-1970 lagði hún stund á rómönsk mál og bókmennt- ir við háskóla á Spáni og í Sviss og lauk doktorsprófí frá Óháða háskólanum í Barcelona á Spáni árið 1970. Ári síðar var hún skipuð lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla íslands og dósent árið 1977. Doktorsritgerð Álfrúnar, sem bar heitið Tristán en el Norte, var gefín út hjá Stofnun Áma Magnússonar árið 1978. Þijár skáldsögur hafa komið út eftir Álfrúnu. Þær eru Af manna völdum, sem kom út 1982, Þel árið 1984 og Hringsól árið 1987. Með amfeta- mín frá Amsterdam MAÐUR um þrítugt var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli á mánudag og fannst amfetamín í fórum hans. Á þriðjudag var hann úrskurðaður í 7 daga gæsluvarðhald. Maðurinn var að koma ásamt konu sinni frá Amsterdam. Þau voru bæði handtekin og flutt til Reykjavíkur, en konunni var sleppt síðar um daginn. Hjá fíkniefnadeild lögreglunnar fengust ekki upplýs- ingar um hversu mikið amfetamín fannst í fórum mannsins. Hann hefur komið nokkrum sinnum við sögu deildarinnar áður. Vatnsskarð: Klæðning með lægsta tilboð KLÆÐNING hf átti lægsta tilboð í lagningu Norðurlandsvegar um Vatnsskarð. Tilboð fyrirtækisins var 16,9 milþ'ónir kr., sem er 88,5% af kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar, en hún hljóðar upp á 19,1 milþ'ón. Næst lægsta tilboð var frá Foss- verki sf., 17,8 milljónir kr., en önnur tilboð, 7 talsins, voru yfir kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar, það hæsta 30 milljónir. Umræddur vegar kafli er 4,1 km að lengd og á verktakinn að skila honum af sér fyrir 15. október í hahst. Úthlutun úr Kvikmyndasjóði 1988 lokið: Sex aðilar hlutu styrk til leikinna kvikmynda AÐALÚTHLUTUN úr Kvik- myndasjóði 1988 er lokið og var alls úthlutað tæpum 52,7 milljón- um króna. Kvikmyndafélagið „Nýtt lif “ hlaut hæsta styrk til leik- inna kvikmynda , 13 milþ'ónir króna, vegna gerðar kvikmyndar- innar „Magnús". Ágúst Guðmunds- son hlaut 10 miljjónir fyrir „Hamarinn og krossinn", Bíó hf. 10 miHjónir fyrir „Meffí“, FILM hlaut 4 milljónir fyrir „í skugga hrafnsins", Frost Film 3 milljónir fyrir „Foxtrot“ og Lárus Ymir Oskarsson 1 milljón fyrir „Bila- verkstæði Badda". Til heimildamynda ‘fékk Jón Her- mannsson 5 milljónir fyrir myndina „Hin römmu regindjúp", Páll Steingrímsson 2,5 milljónir fyrir „ís- lensk tónlist", Bjöm Rúriksson 1 milljón fyrir „Jarðsýn" og Magnús Magnússon 800 þúsund krónur fyrir „íslenskir sjófuglar". Styrkir til handritagerðar námu 2.390.000 krónum. Þá hlutu: Elísabet Jökulsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, María Kristjánsdóttir, Spaugstofan, Skafti Guðmundsson, Viðar Víkings- son, Viktor Ingólfsson og Vilborg Halldórsdóttir. í úthlutunamefnd Kvikmyndasjóðs 1988 eiga sæti: Knútur Hallsson ráðuneytisStjóri, formaður, Birgir Sigurðsson rithöfundur og Þorvaldur Helgason rithöfundur. Tryggðu sparifé þínu háa vexfli á einfaldan og öruggan hátt með spariskírteinum ríkis- sjóðs og ríkisvíxlum Verðtryggð spariskírteini Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs bjóðast nú í þremur flokkum og eru vextir á þeim allt að 8,5%. Söfnunarskírteini bera 8,5% vexti í 2 ár eða 3 ár og hefðbundin spariskírteini með 6 ára binditíma og allt að 10 ára lánstíma bera 7,2% vexti. Að binditíma liðnum eru hefðbundnu spariskírteinin innleysanleg af þinni hálfu og er ríkissjóði einnig heirn- ilt að segja þeim upp. Segi hv.orugur skírt- einunum upp bera þau áfram7,2% ársvexti út lánstímann, sem getur lengst orðið 10 ár. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna: um innlausnardag hvenær sem er næstu 6 mánuði eftir gjalddaga. Endurgreiðslan er miðuð við gengi þess dags. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna: Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi 1-SDR 3 ár 8,3% 11.jan. — 10. júlí ’91 l-ECU 3 ár 8,3% 11.jan. — 10. júlí ’91 Flokkur Lánstimi Ávöxtun Gjalddagi l.fl. D 2 ár 8,5% 1. feb '90 l.fl. D 3 ár 8,5% l.feb. '91 l.fl. A 6/10 ár 7,2% 1. feb ’94-’98 Íú hefur ríkissjóður hafið sölu á ríkis- víxlum til fyrirtækja og einstaklinga. Helsti kostur ríkisvíxla er sá, að á sama tíma og skammtímafjármunir eru varð- veittir á öruggan hátt bera þeir nú 33,1% forvexti á ári. Það jafngildir 41,3% eftirá greiddum vöxtum á ári miðað við 90 daga lánstíma í senn. Ríkisvíxlar: Gengistryggð Lánstimi dagar Forvextir’ Samsvarandi efitirá greiddir vextir Kaupverð 500.000 kr. víxils 45 33,1% 40,2% 479.312 kr. 60 33,1% 40,6% 472.417 kr. 75 33,1% 40,9% 465.521 kr. 90 33,1% 41,3% 458.625 kr. Íý gengistryggð spariskírteini ríkis- sjóðs eru bundin traustum erlendum gjaldmiðlum, sem verja fé þitt fyrir geng- issveiflum. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs eru annars vegar bundin SDR (sérstökum dráttarréttindum) og hins vegar ECU (evrópskunt reikningseiningum), sem eru samsett úr algengustu gjaldmiðlunum í alþjóðaviðskiptum. Binditíminn er 3 ár og í lok hans færðu greiddan höfuðstól miðað við gengi á innlausnardegi auk vaxtanna, sem eru 8,3% • Hægt er að velja • 15.1.1988 Ríkisvíxlar bjóðast nú í 45 til 90 daga. Þú getur valið um gjalddaga innan þeirra marka. Lágmarks nafnverð þeirra er 500.000 kr., en getur verið hvaða fjárhæð sem er umfram það. (Kaupverð 500.000 kr. víxils miðað við 90 daga lánstíma er kr. 458.625.) Eftirá greiddir vextir 40,9% 40,6% 40,2% 41,3% Samsetning SDR (Hlutföll (% ) m.v. gcngi 21/12 ’87). Samsetning ECU (Hlutföll (% ) m.v. gcngi 21/12 ’87 ). Fr. frankar 13,4 Æ Pund 19,2 45 dagar 60 dagar 75 dagar 90 dagar Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðla- banka fslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svö og spariskírteinin, í síma-91- 699863, greiða með C-gíróseðli og fá 18'7 víxlana og spariskírteinin síðan send í RIKfSSJÓÐUR ÍSLANDS Pund i2,7 ábyrgðarpósti. .... i .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.