Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
Könnun á lestri tímarita:
Fundarmenn voru hvattir til
þátttöku í nefndarstarfinu
— segir Vilhjálmur Egilsson
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá Vil-
hjálmi Egilssyni framkvæmda-
stjóra VÍ vegna ummæla Herdísar
Þorgeirsdóttur i Morgunmblað-
inu í gær um lesendakönnun
Verzlunarráðsins:
„Herdís fullyrðir að ekki hafi ver-
ið óskað eftir þátttakendum í starfs-
nefnd.
í frásögn Morgunblaðsins, hinn
5. júní 1987, af fundi sem haldinn
var 4. júní segir svo í inngangi:
„Ákveðið hefur verið að kalla
saman starfsnefnd til þess að und-
irbúa lesendakannanir hjá blöðum
og tímaritum, sem framkvæmdar
verði samhliða upplagseftirliti Versl-
unarráðs íslands. Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri þess, kynnti
þessa ákvörðun á morgunfundi
Verslunarráðsins í gær þar sem
rætt var um auglýsingar og dreif-
ingu fjölmiðla."
I niðurlagi frásagnarinnar segir
svo:
„í lok fundarins gat Vilhjálmur
Egilsson þess að næsta skrefið hjá
VI væri að væri að kalla saman
starfsnefnd til þess að fara í þetta
mál og kanna hvemig framkvæmd
verði á lesendakönnun og væri við
það miðað að nefndin skilaði niður-
stöðum í sumar. Hvatti hann
viðstadda til þess að taka þátt í
þessu nefndarstarfi."
(Leturbr. VE.)
Nokkrir aðilar gáfu sig fram til
þess að starfa í nefndinni og var
orðið við flestum þeim óskum. Herdís
Þorgeirsdóttir bar ekki fram neina
ósk um að taka þátt í nefndarstarf-
inu. Herdísi Þorgeirsdóttur var ekki
sent sérstakt boðsbréf um þátttöku
frekar en öðrum útgefendum.
Starf nefndarinnar var aldrei
leyndarmál og heldur ekki hveijir
sátu í henni en við val á nefndar-
mönnum var reynt að gæta jafnræð-
is milli þriggja aðila, útgefenda,
auglýsenda og auglýsendastofa.
Lesendakönnun, sem er jafn viða-
mikil og sú sem Verslunarráðið
gekkst fýrir, kostar peninga. Þess
vegna var ekki raunhæft fjárhags-
lega að gera könnunina nema að
góð samstaða væri um þau efnisat-
riði sem kanna ætti milli allra
hagsmunaaðila. Hönnun könnunar-
innar og spumingamar sjálfar komu
frá Félagsvísindastofnun og vom
algjörlega byggðar á faglegum sjón-
armiðum.
Herdís Þorgeirsdóttir kom með
nokkrar ábendingar um efnisatriði
sem henni þóttu gagnleg og vom
sjónarmið hennar kynnt og rædd.
Herdís leitaðist því við að hafa áhrif
á störf nefndarinnar þótt hún sæti
ekki í henni.
Sú ákvörðun var tekin í nefndinni
eftir að búið var að setja upp spum-
ingamar, að tímasetningin skyldi
vera í höndum Félagsvísindastofn-
unar Háskóla íslands í samráði við
framkvæmdastjóra VÍ. Eftir að þessi
ákvörðun var tekin sendi Verslunar-
ráðið útgefendum, auglýsingastof-
um og auglýsendum bréf þar sem
þeim var boðin þátttaka eða áskrift
að könnuninni. I bréfinu kom fram
að könnunin væri fyrirhuguð „á
næstunni" án frekari tímaskilgrein-
inga. Allir aðilar höfðu því jafn litla
vitneskju um tímasetningu.
Félagsvísindastofnun tók síðan end-
anlega ákvörðun um dagsetningu.
Gagnrýni Herdísar er því byggð
á rangfærslum og því vægast sagt
léttvæg."
Morgunblaðið/Sverrir
Brot úr sýningu Nemendafélags
Verslunarskólans á söngleiknum
„Hot Night“ á Hótel íslandi.
35
V erslunarskólinn:
„Heit nótt“
á nemenda-
mótinu
Nemendamót Verslunarskóla
íslands verður haldið í dag,
fimmtudag, kl. 14 á Hótel ís-
landi. Sýndur verður söngleikur-
inn „Hot Night“- Heit nótt,
leikstjóri er Kolbrún Halldórs-
dóttir. Onnur sýning verður
laugardaginn 30. janúar, einnig
kl. 14.
„Hot Night" er byggður á söng-
leiknum „Farne" - A framabraut,
sem sýndur var í kvikmyndahúsum
fyrir nokkrum árum og hefur einn-
ig verið uppistaða framhaldsþátta
í sjónvarpi með sama nafni.
Nemendamótsnefnd hefur einnig
látið gera myndband með lagi úr
söngleiknum og verður það frum-
sýnt í „íslenska listanum" á Stöð 2
á laugardag. Lagið heitir „Is It
Okay If I Call You Mine?“ og er
sungið af Hafsteini Hafsteinssyni.
Höfundar myndbandsins eru Rafn
Rafnsson frá Saga Film, Rúnar
Hreinsson frá Hinu íslenska Kvik-
myndafélagi og Júlíus Kemp frá
Verslunarskólanum.
ISLENSKA OPERAN
Frumsýning 19. febrúar 1988
DON GIOVANNI
eftir
WOLFGANG AMADEUS MOZART
Hljómsveitarstjóri
ANTHONY HOSE
Leikstjóri
ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR
Leikmynd og búningar
UNA COLLINS
Miðasala hefst 29. janúar. Opið frá kl. 1500 - 1900. Simi 11475
nim
jiniJiíi