Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 35
Könnun á lestri tímarita:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
35
Fundarmenn voru hvattír tíl
þátttöku í nefndarstarfinu
— segir Vilhjálmur Egilsson
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá Vil-
hjálmi Eg-ilssyni framkvæmda-
stjóra VÍ vegna ummæla Herdísar
Þorgeirsdóttur í Morgunmblað-
inu í gær um lesendakönnun
Verzlunarráðsins:
„Herdís fullyrðir að ekki hafi ver-
ið óskað eftir þátttakendum í starfs-
nefnd.
í frásögn Morgunblaðsins, hinn
5. júní 1987, af fundi sem haldinn
var 4. júní segir svo í inngangi:
„Ákveðið hefur verið að kalla
saman starfsnefnd til þess að und-
irbúa lesendakannanir hjá blöðum
og tímaritum, sem framkvæmdar
verði samhliða upplagseftirliti Versl-
unarráðs íslands. Viihjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri þess, kynnti
þessa ákvörðun á morgunfundi
Verslunarráðsins í gær þar sem
rætt var um auglýsingar og dreif-
ingu fjölmiðla."
I niðurlagi frásagnarinnar segir
svo:
„í lok fundarins gat Vilhjálmur
Egilsson þess að næsta skrefið hjá
VI væri að væri að kalla saman
starfsnefnd til þess að fara í þetta
mál og kanna hvernig framkvæmd
verði á lesendakönnun og væri við
það miðað að nefndin skilaði niður-
stöðum í sumar. Hvatti hann
viðstadda til þess að taka þátt í
þessu nefndarstarfi."
(Leturbr. VE.)
Nokkrir aðilar gáfu sig fram til
þess að starfa í nefndinni og var
orðið við flestum þeim óskum. Herdís
Þorgeirsdóttir bar ekki fram neina
6sk um að taka þátt í nefndarstarf-
inu. Herdísi Þorgeirsdóttur var ekki
sent sérstakt boðsbréf um þátttöku
frekar en öðrum útgefendum.
Starf nefndarinnar var aldrei
leyndarmál og heldur ekki hverjir
sátu í henni en við val á nefndar-
mönnum var reynt að gæta jafnræð-
is milli þriggja aðila, útgefenda,
auglýsenda og auglýsendastofa.
Lesendakönnun, sem er jafn viða-
mikil og sú sem Verslunarráðið
gekkst fyrir, kostar peninga. Þess
vegna var ekki raunhæft fjárhags-
lega að gera könnunina nema að
góð samstaða væri um þau efnisat-
riði sem kanna ætti milli allra
hagsmunaaðila. Hönnun könnunar-
innar og spurningarnar sjálfar komu
frá Pélagsvísindastofnun og voru
algjörlega byggðar á faglegum sjón-
armiðum.
Herdís Þorgeirsdóttir kom með
nokkrar ábendingar um efnisatriði
sem henni þóttu gagnleg og voru
sjónarmið hennar kynnt og rædd.
Herdís leitaðist því við að hafa áhrif
á störf nefndarinnar þótt hún sæti
ekki í henni.
. Sú ákvörðun var tekin í nefndinni
eftir að búið var að setja upp spurn-
ingarnar, að tímasetningin skyldi
vera í höndum Félagsvísindastofn-
unar Háskóla íslands í samráði við
framkvæmdastjóra VÍ. Eftir að þessi
ákvörðun var tekin sendi Verslunar-
ráðið útgefendum, auglýsingastof-
um og auglýsendum bréf þar sem
þeim var boðin þátttaka eða áskrift
að könnuninni. I bréfinu kom fram
að könnunin væri fyrirhuguð „á
næstunni" án frekari tímaskilgrein-
inga. Allir aðilar höfðu því jafn litla
vitneskju um tímasetningu.
Félagsvísindastofnun tók síðan end-
anlega ákvörðun um dagsetningu.
Gagnrýni Herdísar er því byggð
á rangfærslum og því vægast sagt
léttvæg."
Morgunblaðið/Sverrir
Brot úr sýningu Nemendafélags
Verslunarskólans á söngieiknum
„Hot Night" á Hótei íslandi.
Verslunarskólinn:
„Heit nótt"
á nemenda-
mótinu
Nemendamót Verslunarskóla
íslands verður haldið í dag,
fimmtudag, kl. 14 á Hótel Is-
landi. Sýndur verður söngleikur-
inn „Hot Night"- Heit nótt,
leikstjóri' er Kolbrun Halldórs-
dóttir. Onnur sýning verður
laugardaginn 30. janúar, einnig
ki. 14.
„Hot Night" er byggður á söng:-.
leiknum „Fame" - A framabraut,
sem sýndur var í kvikmyndahúsum
fyrir nokkrum árum og hefur einn-
ig verið uppistaða framhaldsþátta
í sjónvarpi með sama nafni.
Nemeridamótsnefnd hefur einnig
látið gera myndband með lagi úr
söngleiknum og verður það frum-
sýnt í „íslenska listanum" á Stöð 2
á laugardag. Lagið heitir „Is It
Okay If I Call You Mine?" og er
sungið af Hafsteini Hafsteinssyni.
Höfundar myndbandsins eru Rafn
Rafnsson frá Saga Film, Rúnar
Hreinsson frá Hinu íslenska Kvik-
myndafélagi og Júlíus Kemp frá
Verslunarskólanum.
ISLENSKA OPERAN
Frumsýning 19. febrúar 1988
DONGIOVANNI
diifejiEÉ
^=i
1— -l'--=l
\-^- I ->=I
ŒB
AíT
m
ffííVpT
r l'ombr*,
¦ut.tro,
• fr riiv^i
T|f.>f)-firfȒ)!
eftir
WOLFGANG AMADEUS MOZART
Hljómsveitarstjóri
ANTHONY HOSE
Leikstjóri
ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR
Leikmynd og búningar
UNACOLLINS -
Miðasala hefst 29. janúar. Opiö frá kl. 1500 - 1900. Sími 11475
iryiun hlfi hii'iiuitniritisvfii^ 6r.' unruv,-;,.