Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1988
47
urhöfh vann Richard á skrifstofu
frænda síns, Aðalsteins Pálssonar,
útgerðarmanns. Oft varð því vinnu-
dagurinn æði langur á þessum
árum.
Richard hafði alla tíð mikinn
áhuga fyrir útgerð fiskiskipa. Fram
á síðasta dag fylgdist hann með
aflabrögðum og verðlagi á fisk-
mörkuðum bæði hér heima og
erlendis. Hann var líka gjörkunnug-
ur öllum hlutum, sem að útgerð
gömlu síðutogaranna lutu, bæði
heitum þeirra og hlutverki. Ég
undraðist oft þekkingu hans á hin-
um margbreytilegu hlutum, sem
voru um borð í gömlu togurunum.
Eitt sinn varð ég áheyrandi að því,
er maður, sem var að taka við stjórn
bæjarútgerðar, hringdi í hann. Nýi
framkvæmdastjórinn var að leita
sér upplýsinga um hina margvís-
legu hluti, sem útgérðina varðaði.
Fyrirspyrjandinn kom ekki að tóm-
um kofum, heldur fékk skýr og
greinargóð svör við öllum spurning-
um sínum.
Ungur að árum hafði Richard
gengið í skátahreyfinguna heima á
Isafirði. Hann var ávallt skáti og
svo lengi sem hann gat var hann í
blóðgjafasveitinni og var hann oft
kvaddur út til að gefa sjúkum blóð.
Ég átti í mörg ár sæti í Styrktar-
sjóði Starfsmannafélags Reykjavfk-
urborgar með Richard. Þegar hann
tók við stjórn sjóðsins var sjóðurinn
févana og til lítils nýtur. Richard
endurskipulagði hann frá grunni og
fékk stjórn félagsins til að veita í
hann meira fé. Þá ávaxtaði hann
sjóðinn með skuídabréfasölu til fé-
lagsmanna og lagði fasteignaveð
til tryggingar bréfunum. Nú er
þessi sjóður stolt félagsins og hefur
orðið þess megnugur að veita fé-
lagsmönnum hjálp, þegar vanda
hefur borið að höndum. Richard
átti einnig lengi sæti í stjórn
Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.
Þar sem annars staðar lagði hann
gjörva hönd að verki. Eins og allir
vita er starf Rauða krossins að
hjálpar- og líknarstörfum æði um-
fangsmikið. Eitt starfssvið samtak-
anná átti þó hug Richards öðrum
fremur að því er mér fannst. Það
var uppbygging og aðhlynning að
starfi fyrir aldrað fólk og lasburða
á dagvistunarstofnunum, sem
Rauði krossinn hefur átt drjúgan
þátt í að koma upp í borginni. Öll
þessi störf vann Richard án asa og
hávaða og veitti það honum mikla
ánægju, að geta þannig orðið öðrum
að liði.
Richard kvæntist hinn 11. ágúst
1951 Dóru Sigurjónsdóttur, hinni
mætustu konu, sem stóð sem klett-
ur við hlið manns síns í þau nærfellt
37 ár, sem þeim auðnaðist í hjóna-
bandinu. Frá því Richard varð fyrir
því áfalli, sem nú hefur bundið enda
á líf hans, vék hans góða kona vart
frá honum. Kærleikur þeirra hvors
til annars var svo einlægur og fals-
laus, að unun var að vera vitni að.
Þeim hjónum varð ekki barna auðið.
Með áræði og dugnaði reistu þau
hjón sér hið myndarlegasta hús á
Laugarásvegi 44, þar sem heimili
þeirra hefur verið í tvo áratugi.
Heimilið er án íburðar og óhófs, en
smekkvísi og hlýleiki mætir öllum,
sem þangað koma. Heimilið var
Richard hið helgasta vé og hvergi
naut hann sfn betur en inni á sínu
kæra heimili. Richard lærði ungur
að tefla. í mörg ár komu kunningj-
ar hans saman og þreyttu með sér
skákíþróttina. Richard fylgdist með
ungu skákmönnunum okkar af
miklum áhuga og gladdist innilega
við hvern þann sigur, sem þeir
unnu, ekki síst er þeir unnu sigur
á stórmeisturunum.
Á Droplaugarstöðum, heimili tyr-
ir sjúka og aldraða, dvelur Asa
móðir Richards í hárri elli. AUa tíð
hafði hann daglegt samband við
hana og veitti henni alla þá aðstoð
sem hann gat.
Eg og fjölskylda mín vottum
Dóru, móður hans og öllum ættingj-
um okkar dýpstu samúð. Að loknu
dagsverki hér á jörðu lætur hann
eftir sig margar og góðar minning-
ar um tryggan vin, sem ekki munu
gleymast.
Sverrir Axelsson
í dag verður kvaddur hinstu
kveðju Richard Theodórs skrifstofu-
stjóri, en hann andaðist í Borg-
arspítalanum þann 19. janúar
síðastliðinn. Richard var fæddur á
Borðeyri við Hrútafjörð þann 22.
apríl 1920. Foreldrar hans voru Ása
Guðmundsdóttir Pálssonar beykis á
ísafirði og Hinrik Thepdórs Ólafs-
sonar Pálssonar, dómkirkjuprests í
Reykjavík. Hinrik Theodórs var
verslunarstjóri hjá Riis yerslun á
Borðeyri, en fluttist til ísafjarðar
þegar Richard var 10 ára gamall
og fékk starf við Landsbankann
þar. Richard lauk gagnfræðaprófi
á ísafirði en innritaðist í þriðja bekk
Verzlunarskólans í Reykjavík
haustið 1936 og útskrifaðist þaðan
18 ára gamall, vorið 1938. Að loknu
námi fór hann að vinna hjá toll-
stjóra, en árið 1941 hóf hann störf
hjá Hafnarskrifstofunni í Reykjavík
og varð þar skrifstofustjóri og starf-
aði þar þangað til 1983 að hann lét
af störfum sakir heilsubrests.
Enda þótt við Richard værum
báðir uppaldir við Isafjarðardjúp
kynntumst við fyrst hér í Reykjavík,
ég þá í menntaskóla en hann nýfar-
inn að vinna á Hafnarskrifstofunni.
Það fór strax vel á með okkur og
með árunum tengdumst við sterk-
um vináttuböndum. Richard yar
ræðinn og skemmtilegur og hreif
mann með framkomu sinni. Hann
var uppörvandi, hress og bjartsýnn
og fullur af áhuga fyrir hinu dag-
lega lífi samborgaranna. Hann
hafði ákveðnar skoðanir í stjórn-
málum, en var víðsýnn og tók mark
á skoðnnum annarra. Richard var
gamansamur, hafði auga fyrir
skoplegum hliðum mannlegs lífs,
ekki síst stjórnmálanna og var því
sérlega gaman að heyra hann ræða
þau viðhorf. Það sem einkenndi
hann þó einna mest var góðvild,
nærgætni og hjálpsemi sem hann
átti nóg af fyrir samferðarmenn
sína. Eftir að faðir hans dó 1939
var hann fyrirvinna heimilisins og
var sérlega umhyggjusamur við
móður sína, sem lifir hann 98 ára
gömul. Starfi sínu á hafnarskrif-
stofunni sinnti hann af mikilli
samviskusemi og var með hugann
við það meðan heilsan entist. Ric-
hard hafði mikinn áhuga á málara-
list og fylgdist vel með nýjum
straumum í þeirri listgrein, en hann
og Þorvaldur Skúlason listmálari
voru systkinasynir og vel til vina.
Þann 11. ágúst 1951 kvæntist
Richard eftirlifandi konu sinni,
Dóru Sigurjónsdóttur, Jónssonar
verslunarstjóra hjá verslun Geirs
Zoega í Reykjavík. Hjónaband
þeirra varð ástrikt, enda voru þau
einstaklega samhent í öllum grein-
um.
Richard fékk alvarlegan hjarta-
sjúkdóm á ferðalagi úti í London í
maí 1983. Hann varð að hætta
störfum á Hafnarskrifstofunni og
náði sér aldrei eftir þetta. Eiginkona
hans hefur sýnt mikið þrek og
dugnað við umönnun og hjúkrun á
þessum erfiðu árum. Richards er
sárt saknað af vinum sinum en við
trúum því að ekki sé öllu lokið þótt
dauðinn knýi dyra.
Kæra Dóra, ég bið góðan guð
að gefa þér og ykkur systrum styrk
í þungbærri sorg.
Tryggvi Þorsteinsson
Minning:
Guðrún Þorbjörg
Bjarnadóttír
Eftir að fréttir um andlát Gunnu
ömmu barst mér til Álaborgar, hafa
minningarnar hver af annarri kom-
ið upp í huga mér.
Ég var á öðru ári þegar Herdís
amma lést og var þá ömmu titillinn
fluttur yfir á Gunnu ömmu sem var
elst af systrum sínum. Þetta nýja
en jafnframt óvænta hlutverk þótti
henni vænt um og er ég henni ætíð
þakklát fyrir það. Henni varð oft á
orði að þótt sér hefði aldrei orðið
barna auðið, hefði hún þó átt barna-
börn og barnabarnabarn.
Gunna amma var sérlega dugleg
og vel gefin kona. Hún hafði mikinn
áhuga á ættfræði og minnist ég
margra skemmtilegra frásagna er
tengdust forfeðrum og formæðrum
okkar.
Veturinn 1977 fengum við
Herdís systir betra tækifæri en
nokkru sinni fyrr, til að kynnast
Gunnu ömmu og Eðvarði. Þá bauðst
hún til að dvelja hjá okkur systrum,
meðann foreldrar okkar voru er-
lendis. Þann tíma nutum við
frábærrar matseldar Gunnu ömmu
og áttum saman yndislegar stundir.
Gunna amma bar ætíð velferð
systkina sinna og fjölskyldna þeirra
sér fyrir brjósti. Hennar heimili var
okkur öllum opið. í mínum huga
var Gunna amma á vissan hátt
höfuð ættarinnar, þar sem hún var
elst systkina sinna og ætíð reiðubú-
in til að rétta hjálparhönnd þar sem
þess var þörf, en jafnframt hljóm-
aði innilegur hlátur hennar á
gleðistundum.
Ég mun ætíð varðveita þær
minningar sem ég á um Gunnu
ömmu og vil kveðja hana með versi
úr sálmi, sem heni var kær.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
afskorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
lif mannlegt endar skjótt
. (H. Pétursson)
Systkinum vil ég votta samúð
mína.
Auður Rafnsdóttir
•.hrrþ'v;
Mig langar með nokkrum orðum
að kveðja hjartkæra föðursystur og
vinkonu, Guðrúnu Þ. Bjarnadóttur.
En hún lést á heimili sínu að
Stigahlíð 28 í Reykjavík, þann 17.
janúar sl.
Guðrún fæddist á ísafirði 10.
maí 1917. Hún var elsta barn afa
míns, Bjarna Péturssonar, og næst-
elsta barn ömmu minnar, Herdísar
Jóhannesdóttur, en hún eignaðist
son, Guðmund Falk Guðmundsson,
áður en hún giftist afa.
Systkinin urðu 12 og fyrir þeim
öllum var Guðrún stóra systir og
vinur sem þau leituðu til í raun, því
hún varð snemma stoð og stytta
ömmu við uppeldi barnanna.
Hún Gunna frænka var mikil
mannkostakona, mjög vel gerð og
ættrækin mjög. Hafsjór af fróðleik
var hún, ðtrúlega vel lesin og vel
að sér í sögu landsins og minnug
á staði og staðhætti. Hún var list-
unnandi mikill og hafði gaman af
lestri góðra bóka. Svo og mikla
ánægju af því að fara á listasýning-
ar og söfn. Gunna var náttúrubarn
og hafði skoðað og kynnst landi
sínu á ótal ferðum sínum um það.
Á yngri árum var hún mikil hesta-
kona og átti gullfallegan og traust-
an hest sem Stjarni hét í mörg ár.
Þegar hann dó gerði hún eins og
góðum hesteiganda sæmir, jarðaði
hann og lét beisli hans, múlinn og
vinsælan ferðafleyg fylgja með í
þakklæti fyrir margar og ómældar
ánægjustundir. Hún hafði yndi af
skíðaferðum og allskonar útiveru.
Gunna var mikil tilfinningakona,
hjartahlý og umvafði systkini sín
og systkinabörn ástúð og hlýju og
voru þau sem hennar börn, en hún
eignaðist ekki börn sjálf. Og eftir
því sem eldri þau urðu, því meira
var hún fyrir þau. Hún lét mig
undirritaða alla tíð verða vara við,
að nafnið mitt, væru sínir foreldrar
og var henni mjög annt um það og
mig. Hún var ákveðin og hlý, en
jafnframt gat hún verið skapmikil
og langrækin, væri henni misboðið
og eða þætti einhverjum gert rangt
til. Hún var höfðingi heim að sækja,
mikil húsmóðir, og var henni mjög
annt um að búa vel að gestum. Hún
var mikill ísfirðingur í sér alla tíð
og tók hún okkur með opnum örm-
um er við komum í bæinn frá
ísafirði eða „að heiman" eins og
hún sagði. Alltaf beið okkar upp-
búið rúm, og rétt að mér húslykli
og bíllykli og sagt að vera eins og
heima hjá mér, og það var maður
alltaf. Slíkt var ómetanlegt og
ógleymanlegt. En bróðir hennar og
einn besti vinur, faðir minn, missti
eiginkonu sina og son með stuttu
millibili úr erfiðum og banvænum
sjúkdómi, þá komu best (ljós mann-
kostir hennar, tryggð og vinátta.
Þá vorum við í lengri tíma í
Reykjavfk og dvöldum á heimili
hennar. Hún stóð svo sannarlega
bak við okkur á erfiðum tfmum.
Slíkt verður seint fullþakkað. Svona
var hún traustur vinur vina sinna.
Gunna missti sambýlismann sinn,
Eðvarð Sigurðsson verkalýðsfor-
ingja, 1984 og var þá skarð fyrir
skildi. Þau höfðu búið saman f 12
hamingju- og innihaldsrfk ár. Hún
fann í honum góðan mann, traustan
vin og lífsförunaut. Það var alveg
sérstakt samband þeirra í milli og
frábært að sjá ástúðina, tillitssem-
ina og virðinguna, sem að þau
auðsýndu hvort öðru. Þau sögðu
að þau hefðu hist mörgum árum
of seint.
' Gunna var lærður meinatæknir
og hafði unnið hjá Krabbameins-
félagi íslands f 30 ár, fyrst sem
meinatæknir og nú seinni árin með
skráningu sjúkdómstilfella. Það
hafa myndast mikil og góð tengsl
milli starfsfólksins þar og var það
henni eins konar önnur fjölskylda.
Húh lagði allan sinn metnað f starf-
ið og var að auki hörkudugleg og
samviskusöm.
Minningarnar eru margar og
góðar, og minnist ég þess er Gunna
kom keyrandi vestur á firði alein
sumarið eftir að Eðvarð dó. Kom
hún keyrandi til okkar, en við vorum
að mála vestur f Mjólkárvirkjun í
Arnarfirði. Hún var bara að fram-
kvæma það sem þau höfðu áður
ákveðið. Fórum við saman ásamt
föður mínum og syni í ferðalag um
Barðaströnd, út á Látrabjarg og
vestur firðina heim á ísafjörð. Þar
dvaldi hún hjá okkur f 10 daga,
voru það yndislegir dagar, fullir af
sól, sumri og hlýju og ísafjarðar-
logninu góða á poilinum. Við fórum
í göngu- og skoðunarferðir um
bæinn_ okkar, sem var henni svo
kær. Ég hafði þá á tilfinningunni
að þetta væri nokkurs konar
kveðjustund í hljóði, við minninguna
um foreldrana, æskuna, lífið, fólkið
og allt í „faðmi fjalla blárra".
Gunna var ekki vel hress til heils-
unnar síðasta ár og var farin að
tala um að draga sig í hlé frá vinnu,
en fullan vinnudag hafði hún unnið
fram á sfðasta dag eða þar til kall-
ið kom.
Nú kveð ég kæra frænku og
þakka fyrir að eiga ljúfar minning-
ar um góða og gegna konu,
„ísfirska valkyrju" eins og góður
forn vinur hennar sagði og bið góð-
an Guð að vera með henni á
ókomnum stigum. Systkinum henn-
ar votta ég mína dýpstu samúð.
Bjarndis Friðriksdóttir
fíóður samstarfsmaður og vinur
er látinn.
Guðrún Þorbjörg Bjarnadóttir
starfaði hjá Krabbameinsfélagi ís-
Iands í yfir 30 ár og vár starfsvett-
vangur hennar við Krabbameins-
skrána sfðan 1964. Samvinna okkar
hófst fyrir 16 árum og hefur alla
tíð verið með slíkum ágætum, að
aldrei hafa neinir hnökrar komið
þar á. Guðrún var tveggja maki við
vinnu. Samviskusemi, vinnugleði og
áhugi á starfinu einkenndu öll
vinnubrögð hennar. Alúðin sem hún
lágði við starfið var alltaf augljós.
Hún gladdist innilega, þegar vel
gekk, eða einhverjum áfanga hafði
verið náð, en ef eitthvað hafði farið
úrskeiðis, eða nauðsyn var á leið-
réttingum eð'a endurbótum, gekk
hún -tvíefld til þess verks. Guðrún
var mjög vel greind og bæði fróð
og minnug, enda nýttust henni þeir
eiginleikar í störfum sfnum. Með
öðrum störfum vann hún að ætt-
fræði, var orðin mjög fær og fróð
um hana. Hún hafði ákveðið að
helga sig ættfræðinni í enn rfkara
mæli, þegar hún léti af störfum
sínum, en það hafði hún hugsað sér
að gera eftir eitt til tvö ár. Hún
var mjög vel að sér í fslenskum
bókmenntum og þekking hennar á
íslensku máli var með ágætum. Hún
talaði fallegt og kjarnyrt mál og
var vel ritfær, þó ekki sé mér kunn-
ugt um að hún hafi lagt það mikið
fyrir sig, og vel hagmælt mun hún
hafa verið. Hún ferðaðist mikið um
landið og var einkar vel að sér um
staði og staðhætti. Áhuginn beind-
ist þannig sérlega að landinu og
þjóðinni, sögunni og málinu. Guð-
rún var geðrfk kona og trölltryggur
vinur vina sinna. Þeim mun meiri
var sorg hennar, þegar henni fannst
vinur bregðast trausti hennar, og
hún gat verið orðhvöss, ef því var
að skipta.
Margir munu sakna Guðrúnar.
Okkur sem mest unnum með henni
sfðustu árin er efst f huga þakk-
læti, þakklæti til þessa stórbrotna
persónuleika, sem einkenndist af
heiðarleika, höfðingsskap, sterkum-
gáfum, réttlæti, tryggð við vini jag
alúð við störf.
Hraf n Tulinius
t
Jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar,
JÓIMU GUÐRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR,
Haf nargötu 63,
Koflavík,
sem andaðist 21. janúar sl., fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudag-
inn 29. janúar kl. 14.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu, er bent á Sjúkrahúsið í Keflavík.
Guðni Guðloifsson,
Marteinn Guðnason,
Birna og Thómas Fabian
og böm.