Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
Minning:
*
Amý Sigurðardóttir
Litlu-Hildisey
Fædd 1. janúar 1889
Dáin 23. janúar 1988
í dag verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju Árný Sigurðardóttir
fyrrum húsfreyja að Litlu-Hildisey
í Austur-Landeyjum. Þar er gengin
góð kona, langri og sómaríkri ævi
er lokið.
Árný var fædd í Hildisey 1. jan-
úar 1889, dóttir hjónanna Sigurðar
Guðmundssonar og Steinunnar
ísleifsdóttur, sem þar bjuggu. Upp-
vaxtarár hennar munu hafa verið
svipuð því sem almennt var á þeim
tíma. Skólaganga lítil, mikil vinna
og auraráð af skomum skammti.
Árið 1914, þann 9. maí, giftist
Ámý Gissuri Gíslasyni frá Seljavöll-
um, Austur-Eyjaijöllum, miklum
mannkostamanni. Þau hófu búskap
í Selshjáleigu í Austur-Landeyjum
en fluttu að Litlu-Hildisey árið 1916
og bjuggu þar til ársins 1957 er
þau fluttu til Reykjavíkur. Fyrst
bjuggu þau á Nýlendugötu 21 í
sambýli við Guðbjörgu systur
Amýjar, sem þá var orðin ekkja og
síðan í Bólstaðarhlíð 62 hjá Óskari
syni sínum og konu hans, Hólm-
finði, sem Ámý mat mjög mikils.
Gissur lést 1964 en Ámý átti þar
heimili þar til á síðasta ári, að hún,
þrotin að kröftum, fékk sjúkrahús-
vist í Sunnuhlíð í Kópavogi og lést
þar sl. laugardag á hundraðasta
aldursári.
Þeim Ámýju og Gissuri búnaðist
vel í Hildisey. Þau vom ekki lík,
en góðvildin og greiðasemin var
þeim sameiginleg dg þess nutu
margir. Þau eignuðust fímm böm:
Sigurð, Ástu. Svein, sem er látinn,
Óskar og Magnús. Á heimili þeirra
dvöldust mæður beggja og létust
þar í hárri elli. Á sumrin dvöldust
þar böm vina og skyldmenna bæði
úr Reykjavík og Vestmannaeyjum
og þar var oft gestkvæmt. Á heimil-
inu var líka Fríða, sem vann því
af alúð og trúmennsku. Heimili sínu
stjómaði Ámý á þann veg að allt
gerðist eins og af sjálfu sér og
komst vel af við alla.
Við systkinin ólumst upp í næsta
nágrenni við Hildisey og mynd
Amýjar er því samofín bemsku-
minningum okkar. Virðuleg, glað-
leg og hlý, en einörð og föst fyrir.
Maður hafði það á tilfínningunni
að hún gæti ekki brugðist. Milli
heimila okkar var mikil samvinna
og vinátta, sem aldrei bar skugga
á. T.d. má nefna að faðir minn og
Gissur keyptu saman fyrstu sláttu-
vélina sína og fluttu mjólkina til
skipti í veg fyrir mjólkurbílinn áður
en farið var að sælqa hana heim á
hvem bæ. Milli Ámýjar og móður
minnar átti sér líka stað verkaskipt-
ing ef svo stóð á og ég held að þar
hafí hvor um sig fundið það á sér
ef hina vanhagaði um eitthvað, sem
hægt var úr að bæta. Við bömin
lékum okkur líka saman og margan
góðan bitann og sopann fengum
við hjá Ámýju og vettlingana þurrk-
aða umtölulaust. Fyrir allt þetta er
nú ljúft og skylt að þakka svo og
þessa órofa tryggð og umhyggju
sem hún alla ævi sýndi okkur. Ríki-
dæmi var ekki fyrir að fara í
sveitinni okkar á þeim tíma og flest-
ir höfðu nóg með sig, en á síðari
ámm hefur það lokist upp fyrir mér
hvað margt af þessu fólki var fé-
lagslega þroskað.
Ámý naut þess að háfa góða
heilsu, andlega og líkamlega fram
á síðustu ár. 95 ára skrifaði hún
mér síðasta bréfíð. Hugurinn var
þá enn skýr og höndin styrk. Marg-
ur,~ sem notið hefur lengri skóla-
göngu, mætti vera stoltur af þeim
stíl og frágangi. Gegnum það skín
sú mikla trúarvissa, sem hún átti
alltaf og glögg yfírsýn. Þar þakkar
hún almættinu fyrir að gefa sér
þrek til að geta aðstoðað veikan son
sinn svo kona hans getið stundað
vinnu.
Það fór ekki hjá því á þessum
langa æviferli að hún þyrfti að
reyna ýmislegt mótdrægt, en ein-
mitt þá kom hinn mikli styrkur
hennar og hæfíleikinn til að sjá
björtu hliðamar skýrast í ljós. Aldr-
ei heyrði ég hana kvarta né heldur
hallmæla nokkurri manneskju.
Ég votta ættingjum hennar sam-
úð mína og kveð hana með þökk
og virðingu. Guð blessi minningu
hennar.
Ásta Jónsdóttir
Svava Hjálmars-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 16. ágúst 1929
Dáín 16. janúar 1988
Miðvikudaginn 27. janúar var
til moldar borin Svava Hjálmars-
dóttir, Unufelli 25 í Reykjavík.
Svava fæddist í Vestmannaeyjum
16. ágúst 1929 og ólst þar upp
hjá foreldrum sínum Guðbjörgu
Helgadóttur og Hjálmari Jónssyni.
Svava giftist Alfons Björgvinssyni,
einnig frá Vestmannaeyjum, hin-
um besta dreng og 'eignaðist með
honum þrjú mannvænleg böm,
Ágúst, Sigurbjörgu og Unnstein.
Árið 1979 missti hún mann sinn,
langt fyrir aldur fram af afleiðing-
um kransæðastíflu. Þau hjónin
leigðu hjá okkur á Boðaslóð 25 í
Vestmannaeyjum í nokkur ár á 6.
áratugnum og höfðum við hjónin
aldrei haft betra sambýlisfólk um
ævina, enda héldust náin tengsl
og vinátta milli fjölskyldnanna alla
tíð síðan, þrátt fyrir margbreytta
dvalarstaði.
Við fluttum upp í Reykholt í
Biskupstungum og Svava og Alli
á Hellu og nágrenni Hellu þar sem
hann starfaði við vélsmíði. Síðan
fluttu þau Svava og Alli til
Reykjavíkur, en við aftur til Vest-
mannaeyja, en aldrei rofnaði okkar
nána samband, fyrr en dauðinn
skar á sambandið. Okkur er mikill
vinamissir að þeim hjónum, fyrst
Alla og svo núna líka Svövu, en
hinn illræmdi sjúkdómur, krabba-
meinið, þreif hana frá okkur,
aðeins 58 ára gamla.
Það er óhætt að fullyrða, að
allir sem Svövu þekktu sakna
hennar, glaðlyndis hennar og
frískleika, en því meir sem fólk
þekkti hana því sárari er söknuður-
inn.
Sárast allra sakna bömin henn-
ar að sjálfsögðu, því hun var þeim
ekki aðeins góð móðir heldur vinur
og félagi.
Við vottum þeim innilega samúð
okkar og biðjum forsjónina að
greiða götu þeirra áfram til gæfu
og göfugs mannlífs.
Gunnlaug og Þórarinn
Magnússon
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir
Þorramat
í Hagkaup
Kringlunni í dag
Kofareykt hangikjöt
og hrútspunga.
Sviðasultu ,blóðmör
og bringukolla.
Lundabagga,
lifrarpylsu og
svínasultu.
Harðfisk, hákarl,
hval og svið.
k
Að ógleymdum
okkar vinsælu
Þorrabökkum
bæði súrum og ósúrum
Seljum núna
sérlega ódýrt dilkakjöt
í heilum og hálfum skrokkum
Dilkakjöt II 298 -kr/kg
Reykjavík Akureyri Njarðvík Dilkakjöt I 321-kr/kg
HAGKAUP