Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐE), FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
25% AFSLÁTTUR
á skinnhúfum og hönskum
á dömur og herra
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19 & KRINGLUNNI
X Sendw i Póstkröfu - slmar 16277 og 17910 .y
RANNSÓKNARÁD RlKiSINS
Rannsóknasjóður
Rannsóknaráð ríkisins
auglýsir styrki til rannsókna
og tilrauna árið 1988
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320.
Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur:
• Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki.
• Styrkfé á árinu 1988 skal einkum verja til verkefna á nýjum og
álitlegum tæknisviðum.
Sérstök áhersla skal lögð á:
- efnistækni
- fiskeldi
- upplýsinga- og tölvutækni
- líf- og lífefnatækni
- nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu
- matvælatækni
- framleiðni- og gæðaaukandi tækni
• Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á:
- líklegri gagnsemi verkefnis
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar
- atvinnugreina
- möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi
- hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda
- líkindum á árangri
• Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefhi sem svo háttar um að:
- samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur
þáttur í framkvæmd verkefnisins
- fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum
- líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í
atvinnulrfi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að
langframa uppbyggingu á fæmi á tilteknum sviðum.
Eftirlit með lækna-
reikningnm —
réttmæt læknaJaun
Ný lexía um þróun heilbrigðiskerfisins
eftir Hörð Bergmann
Þegar þetta er skrifað lítur út
fyrir að fróðlegar fréttir og umræð-
ur í sjónvarpinu síðustu vikur um
nokkur grundvallaratriði í rekstri
heilbrigðiskerfisins ætli að verða
heldur endasleppar eins og oft ger-
ist í íslenskri þjóðmálaumræðu. Ég
á hér við frásagnir af átökum um
rétt og möguleika Tryggingastofn-
unar til að kanna hvað er á bak
við reikninga hjá læknum og pæl-
ingar um hversu miklir íjármunir
væru þar í húfi. Ég tel mörg fróð-
leg vandamál og sjónarmið í þessu
máli órædd og ætla að reifa nokkur
þeirra í þessari grein.
Þeim sem fylgdust með umfjöll-
uninni í sjónvarpinu varð a.m.k.
eftirfarandi ljóst:
1. Einhveijir læknar hafa á liðnu
ári sent Tryggingastofnun
reikninga fyrir verk sem þeir
unnu ekki.
2. Landlæknir og yfirlæknir
Heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ
eru á móti því að fulltrúar
Tryggingastofnunarinnar fái að
kanna hvað er á bak við ein-
hveija reikninga sem þaðan hafa
borist til stofnunarinnar með
þeim hætti sem hún vill gera
það. Þeir skírskota til lagaá-
kvæða um þagnarskyldu lækna.
3. Ríkisendurskoðandi sagði í sjón-
varpsviðtali 17.1. að laun sér-
fræðinga í hópi lækna væru á
bilinu 300/400 þúsund á mánuði
og upp í 900 þúsund krónur.
Daginn eftir sagði yfirlæknirinn
í Arbæ að heimilis- og heilsu-
gæslulæknar hefðu mun minna.
Þann 20.1. sagði Hallur Halls-
son, fréttamaður, svo frá ítar-
legri úttekt sinni á þessari hlið
málsins þar sem fram kom m.a.
að níu af hveijum tíu sérfræð-
ingum væru í föstum stöðum hjá
ríkinu. Reikningar þeirra fyrir
önnur verk, unnin á einkastofu
sinni, hefðu á síðasta ári numið
rúmlega 165.000,- krónum að
meðaltali á mánuði. Fréttamað-
urinn minnti í lokin á fríðindi
lækna en gerði ekki sérstaka
jrrein fyrir þeim.
I framhaldi af þessu virðist mér
brýnast að taka tvennt til umræðu:
Hvemig hægt er að bæta eftirlit
Tryggingastofnunar og hvemig'
hægt er að færa samninga stofnun-
arinnar nær því að þjóna hagsmun-
um almennings. Þetta þarf að taka
til rækilegrar athugunar vegna þess
að auðlindir samfélagsins eru tak-
markaðar og þess er ekki að vænta
að pólitískur meirihluti verði fyrir
því meðal þjóðarinnar og jafnframt
á Alþingi að veita meira fé til heil-
. brigðisþjónustunnar en nú er gert.
Sé málið skoðað í þessu samhetígi
er ljóst að eftir því sem ein starfs-
stétt í kerfinu fær meira fá hinar
minna. Einnig er ljóst að eftir því
sem meira er greitt af fölsuðum
reikningum þeim mun minna er
eftir til að glíma við hin raunveru-
legu heilbrigðisvandamál. En
raunar vekur þetta mál upp afar
margar spumingar um áherslur og
æskilegar breytingar.
Dregið í happ-
drætti KSH
DREGIÐ var {happdrætti Kristi-
legrar skólahreyfingar 25.
janúar sl.
Dregið var í þúsund miða happ-
drætti KSH hjá yfirborgardómara
og kom vinningurinn, Daihatsu
Cuore bifreið, á miða nr. 893.
Vinningsnúmerið er birt án
ábyrgðar.
Eftirlitið
Við vitum að eftirlit opinberra
stofnana og starfsmanna þeirra
með því að farið sé að lögum og
hagsmuna heildarinnar gætt verður
eðli máisins samkvæmt alltaf veikt.
Eigi að gera það sterkt verður það
svo dýrt að vafi fer að leika á því
hvort það getur talist þjóðhagslega
hagkvæmt. Almennt aðhald og
innra eftirlit, eða það sem einfald-
lega er kallað gott siðferði eða
ábyrgðartilfinning, er æskilegast.
Séu í gildi lagaákvæði sem hindra
það litla eftirlit sem Trj'gginga-
stofnun getur haft á hendi með því
að reikningar frá læknum séu rétt-
ir ber að afnema þau hið fyrsta.
Ég sé enga ástæðu til þess að lækn-
irinn, sem skráir sjúkraskýrslu,
hafi einn rétt til að sjá hana. Alla
vega býst ég ekki við að margir
hafi eitthvað við það að athuga að
fulltrúar Tiyggingastofnunar komi
þar nálægt með þeim hætti sem
þurfa þykir þegar þeir eru að reyna
að gegna skyldum sínum.
Raunar er það svo að þetta eftir-
lit hefur að líkindum afar lítil áhrif
á markvissa nýtingu fjármagns í
heilbrigðiskerfínu. Hún er meira
háð siðferðisstyrk og ábyrgðartil-
finningu læknastéttarinnar. A hana
verður að treysta þótt mörgum finn-
ist oft vera nokkur asi á sérfræðingi
sem þeir neyðast til að fara til.
Alltaf fækki mínútunum sem þeir.
fá fyrir hvem 500 kall frá sjálfum
sér og mun hærri upphæð sem
Tryggingastofnun greiðir á móti í
flestum tilvikum. En þetta er nú
bara persónuleg reynsla sem ekki
hefur verið sett í ramma fræðilegr-
ar könnunar enda virðist sem fyrr
segir ekki auðvelt fyrir alla að gera
athuganir á því sem enn leyfist að
kalla viðkvæm mál innan heilbrigði-
skerfisins.
Hér er því miður ekki tóm til að
ræða kerfisbreytingar, sem gætu
skilað almenningi betri nýtingu
fjármunanna sem hann leggur til
heilbrigðiskerfisins. Hér á ég t.d.
við að afnema einkarétt lækna til
að vinna ýmis einföld verk sem
hjúkrunarfræðingar gætu annast
og fara með hefðbundnar þulur yfir
fólki sem kemur í blóðþrýstings-
rannsókn og því um líkt. Ódýrari
leið getur verið jafngóð.
Svo litið sé í aðra átt innan kerf-
isins er auðvitað afar brýnt að fara
að lækka núgildandi heimild lyfsala
til 68% smásöluálagningar. Þetta
er fráleit og úrelt heimild í verslun
með jafn hraða og örugga umsetn-
ingu og er í apótekum. Vonandi fær
Jón Baldvin bráðum tíma til að
framkvæma slíkan spamað á einum
stærsta útgjaidaliðnum hjá sér og
létta um ieið þungum byrðum af
alþýðu. Mér skilst að Guðmundur
Bjamason, heilbrigðisráðherra, hafí
iíka áhuga á að láta peningana hjá
ráðuneyti sínu koma að sem mestu
gagni.
Eina breytingu er hægt að fram-
kvæma þegar í stað. Heilbrigðis-
ráðuneytið gæti nú þegar gert
óheimilt að láta sjúklinga undirrita
óútfyllta reikninga eins og tíðkast
hjá sérfræðingum og þar sem sjúkl-
ingar fara í rannsóknir. Er kannski
enginn áhugi á því að auka kostnað-
arvitund þeirra sem nota kerfið?
Snúum okkur næst að því að at-
huga hvemig samninganefnd
Tryggingastofnunar hefur bmgðist
í því hlutverki að gæta hagsmuna
heildarinnar síðast þegar hún var
að semja um taxta fyrir sérfræð-
ingaverk. Það mál skýrist þegar
litið er á upplýsingamar sem ég
rakti í upphafi.
Laun og fjármagnsnýting
Við skulum alveg gleyma reikn-
ingum fyrir sérfræðiverk upp á 900