Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 25 Friðrik Sophusson: Sala veiðileyfa er líf s- nauðsyn fyrir iðnaðinn FRIÐRIK Sophusson, iðnaðarráðherra, segir að það sé bráð nauðsyn fyrir íslenskan útflutningsiðnað að starfsskilyrði sjávarútvegs og iðnaðar verði jöf nuð, þar sem sjávarútveginum hafi verið hyglað á kostnað nýsköpunar í iðnaði. Friðrik segir að besta leiðin til þess að jafna aðstöðu þessara útflutningsgreina sé að selja veiðileyfi á miðunum umhverfis landið, og mikilvægt sé að taka sem fyrst á því máli. Það sé hins vegar alveg ljóst að meirihluti þingflokks sjálfstœð- ismanna sé á móti slfku, og að alltof margir þingmenn séu bundnir um of af hagsmunum sjávarútvegsins. Þetta kom fram á fundi Heún- dallar, FUS, um iðnaðarmál, sem haldinn var á veitingahúsinu Lækjarbrekku á mánudagskvöld. Friðrik sagði að gengi krónunnar hefði ævinlega verið skráð eftir hagsmunum sjávarútvegsins. Ef illa fískaðist eða verðfall yrði á mörkuð- um, væri reynt að lagfæra það með gengistilfærslum, og þá ætti iðnað- urinn meiri möguleika. „En um leið og vel gengur í sjávarútvegi er iðn- aðurinn drepinn niður," sagði Friðrik. „Ég er sannfærður um að ef við tökum ekki á sveiflunum í sjávarút- vegi, þá eigum við enga möguleika í iðnaði," sagði iðnaðarráðherra. „Það er skylda allra hugsandi manna að reyna að jafna starfsskil- yrði sjávarútvegs og iðnaðar, og til þess að minnka sveiflurnar í sjávar- útvegi er besta leiðin að selja veiðileyfi. Sjávarútvegurinn þarf ekki að borga krónu fyrir hráefhið úr sjónum, en það er eign íslensku þjóðarinnar, sem hægt væri að selja. Við erum í raun að styrkja sterkustu útflutningsgreinina, en tökum gjald af hinni, þar sem ný- græðlingarnir eru, og þetta er öruggasta ráðið til þess að standa í stað. Sem dæmi má nefna að iðn- aðurinn þarf að standa undir helmingi af rekstrarkostnaði Iðn- tæknistofnunar, en Hafrannsókna- stofnun fær nánast ekkert frá sjávarútveginum." Iðnaðarráðherra sagði að það yrði ljósara með hverjum deginum að það gæti ekki gengið. að gefa veiðileyfí með þeim hætti, sem gert hefði verið. „Þingmenn" Sjálfstæðis- flokksins mega hins vegar sumir hverjir ekki heyra á það minnst að selja fískinn í sjónum," sagði Frið- rik, „en þetta eru sömu menn og fara í laxveiði og kaupa þar veiði- leyfí eins og ekkert sé. Það eru úrelt byggða- og afturhaldssjónar- mið að halda uppteknum hætti." fitulaus, sykurlaus Staðgreiðslukerfi skatta: Mikið spurt vegna fyr- irfram reiknaðra launa ÞEGAR staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp um siðustu áramót voru settar reglur um að þeir sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi áætli sér fyrirfram reiknað endurgjald, þ.e. reiknuð laun, af starfseminni og sendi skattstjóra. Áður var endurgjaldið ákvarðað eftír á. Ríkisskattstjóri sendi áðurnefnd- um framteljendum skýringar og viðmiðunarreglur varðandi áætlað endurgjald ásamt eyðublaði. Á eyðublaðið var prentað nafn við- komandi og hvað hann var með í reiknuð laun árið 1987 vegna ársins 1986. Garðar Valdimarsson ríkisskatt- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að útfrá þessum gögnum væri einfalt að fylla út hver áætluð laun væru fyrir árið 1988. Síðan ætti að skila eyðublaðinu til skatt- stjóra, jafnvel þó framtéljandinn hafi ekki verið með sjálfstæðan at- vinnurekstur á árinu. Ætti þá að gera grein fyrir að starfseminni væri hætt með því að merkja í við- komandi reit á eyðublaðinu. Skilafrestur á eyðublöðunum rann út á mánudag. Skattstjóri fer sfðan yfír þau og athugar hvort það er útfyllt í samræmi við viðmiðunar- reglurnar. Ef svo er reiknar viðkom- andi skattinn út miðað við viðmiðunarlaunin og greiðir hann mánaðarlega. Garðar Valdimarsson sagði að þrátt fyrir að þessar reglur hefðu legið fyrir frá upphafí og verið rækilega kynntar hafí mikið verið spurst fyrir um þær. M/s SkaftafeU. Skaftaf ell selt til Hong Kong SKAFTAFELL, frystiskip skipa- deildar Sambandsins, hefur verið selt til Hong Kong. Skipið hefur verið afhent nýjum eigendum og fer frá Reykjavík einhvern næstu daga. Það hefur hlotið nafnið Shun Sang no 8 og siglir undir Panama-f ána. Verkefni þess verður að flytja freðfisk frá Suðaustur Asíu til Jap- an. Skaftafell, sem hefur 1.740 tonna burðargetu, var byggt í Vest- ur-Þýskalandi og afhent skipadeild SÍS í september 1971. Það var sér- hannað til þess tíma freðfískflutn- inga og annaðst lengst af þá flutninga til Bandaríkjanna. Sala fiskafurða SH jókst um 7% 94% aukning á sölu til Japan á síðasta ári Útflutningur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á sfðasta ári nam 10,5 inilljörðuin króna, sem er 7% aukning frá fyrra ári. Sam- tals f Iutti SH um 92.000 tonn utan þá, en það er um 1% minna en árið áður. í dollurum talið varð verðmætið samtals 278 milljónir á mótí 240 árið áður. Aukning f dollurum er þvf 16%. Framleiðsla í fyrra varð 95.497 tonn á móti 82.121 árið áður og er aukningin því 16,3%. Árið í fyrra varð því þriðja.mesta framíeiðsluár SH. Aðeins árin 1979 og 1980 var framleitt meira. Nokkur breyting varð á útflutningi milli markaðs- svæða, sem meðal annars réðst af gengisþróun. Sala til Bandaríkjanna dróst saman um 5.000 tonn eða 14%, á sölusvæði skrifstofu SH í Grimsby varð samdráttur 2.100 tonn eða 9,7%, á sölusvæði skrifstofunnar í Hamborg varð aukning um 550 tonn eða 5,5%, sala til Rússlands dróst saman um 4.800 tonn eða 38% og sala til Japan jókst um 11.000 tonn eða 94%. í fyrra fóru 31.100 tonn til Banda- ríkjanna, sem var 33,8% heildarinnar f magni talið en 47,2% í verðmætum. Tæplega fjórðungur útflutningsins fór til Japan og var það um 15% af heildar verðmætum. Bretlandseyjar eru í þriðja sæti með 13,2% verðmæt- anna. Önnur helztu viðskiptalöndin voru Rússland, Frakkland, Vestur- Þýzkaland og Danmörk. 1*ÍX»*0-Í28m£- ^H '#,¥ 1 f TI^ '"•f icöarB""" 1 TliI^Í k ^¦^m"rT*TTTrTf»TrTirT~BTmwí-T-iiiafiiriff-irtrati-ririi« i > -n Tn •iffiirn ifmími >ifinuwii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.