Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
31
iðí
giuium
Forsetaefni og kjörmannaefni.
Harri Holkeri forsetaefni
finnskra hægri manna hefur
eins og keppinautar hans orðið
að kalla til liðs við sig fjölda
af alþekktum mönnum úr
þjóðlífinu. Meðal þeirra sem
hyggjast verða kjörmenn Hol-
keris er Lasse Virén hlaupari
og margfaldur sigurvegari á
Ólympíuleikunum fyrr á árum.
menn Holkeris höfum ekki einu
sinni íhugað hverjum við ættum að
greiða atkvæði við þær aðstæður.
Við teljum víst að það verði Koiv-
isto og Holkeri sem standi eftir í
lokasennunni. og þá er spuming
um að safna kjörmönnum annarra
flokka bak við þessa tvo," segir
Kajaste og bætir við að allt geti
geret á kjörmannafundi.
Á árinu 1982 er Koivisto var
kosinn fyrst gengu alþýðubanda-
lagsmenn beint til stuðnings við
Koivisto, en það nægði honum til
þess að fá meirihluta. Að mati
Kajaste eru línur ekki jafn skýrar
í ár. Það em engir aðrir en kjör-
menn Koivistos sem hafa lýst yfir
stuðningi við hann hingað til. Mark-
mið hægri manna nú er að koma
Holkeri í annað sæti og reyna svo
að sannfæra hina flokkana um að
kjósa hann en'ekki Koivisto.
En það eru ekki bara hægri
menn sem hafa slíka áætlun.
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur-
inn, Miðflokkurinn, býður fram
formann sinn, Paavo Váyrynen,
fyrrum utanríkisráðherra. Váyryn-
en er næstum jafn vinsæll og
Holkeri, og hann hefur reynt að
sýna að í raun sé enginn munur á
Koivisto og Holkeri. Aðalstjómar-
flokkamir styðja annaðhvort Koi-
visto eða Holkeri, jafnaðarmenn
styðja forsetann og hægri menn
forsætisráðherrann. Ef það yrði
Váyrynen sem stæði á móti Koiv-
isto þegar lokaslagurinn hefst, þá
er viðkvæm spuming hvort hægri
menn eigi frekar að styðja vinstri
menn — Koivisto — sem mun
tryggja áfram stjómarþátttöku
Hægri flokksins eða V ayrynen sem
vill beijast fyrir borgaralegum sjón-
armiðum en hefur ekki gefið neinar
yfirlýsingar um ömgga stjómar-
þátttöku Hægri flokksins.
Kimmo Kajaste getur ekki neitað
því, að kjörmenn Hægri flokksins
kynnu að styðja Koivisto ef til átaka
kæmi milli hans og Váyrynens. En
hann lýsir þó ekki stuðningi við
Koivisto sem hefur margsinnis lýst
því yfir að honum finnist ekki þörf
á lausnarbeiðni ríkisstjómarinnar
að kosningum loknum. Það þýðir
hinsvegar að hægri menn halda í
forsætisráðherraembættið ef þeir
fá ekki forsetaembættið. Og saga
Finnlands sýnir að mestar líkur séu
á því að forsætisráðherrann verði
kosinn forseti, þegar um forseta-
skipti er að ræða. Sem dæmi má
nefna þá Kekkonen fyrmrn forseta
og Koivisto. Kimmo Kajaste bætir
enn við, að ríkisstjómin sé ömgg í
sessi hvort heldur Koivisto eða
Holkeri verði kjörinn.
Það sem getur ráðið úrslitum á
kjörmannafundi er afstaða kjör-
manna hinna tveggja vinstri for-
setaefna. Moskvutrúir kommúnist-
ar og alþýðubandalagsmenn bjóða
fram hvor sinn mann. Engum finnst
líklegt að um þá verði tekist á í
lokasennunni, en þeirra kjörmenn
geta veitt Koivisto eða ef tii vill
Váyrynen nokkur atkvæði — þeirra
stuðningur er innan við 20% sam-
tals og getur ráðið úrslitum.
Harrí Holkeri forsætisráðherra og frú Liisa Holkeri heilsa stuðnings-
mönnum á framboðsfundi í Borgá. Aldrei fyrr hefur verið jafn
fjölmennt á framboðsfundum og f ár.
Frá aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna á Holiday Inn. Morgunbiaðið/Svemr
Aðalfundur FÍS:
Stofnuð verði Bannsókn-
arstofnun verslunarinnar
AÐALFUNDUR Félags íslenskra
stórkaupmanna var haldinn á
Holiday Inn sfðastliðinn mánu-
dag. Ekki urðu neinar breytingar
á sljórn félagsins en Haraldur
Haraldsson var á sfðasta aðal-
fundi kosinn formaður til
tveggja ára. Meðal ályktana sem
samþykktar voru á fundinum
má nefna ályktun um undirbún-
ingskönnun á stofnun sérstakrar
Rannsóknarstofnunar verslunar-
innar. Rannsóknarstofnun þessi
myndi sinna ýmsum rannsóknar-
verkefnum en einnig sinna
vísindalegum verðkönnunum
bæði innanlands og utan.
í ályktun aðalfundar FÍS er með-
al annars vikið að peninga og
verðlagsmálum. Þar segir m.a. að
nauðsynlegt sé að festa í lög að
verðmyndun verði undantekningar-
laust ftjáls. Verðbólga og háir
vextir hafi áhrif til hækkunar vöru-
verðs. Vextir af rekstrarfé verslun-
arinnar séu nú um 50% á ári og
því stór kostnaðarliður í rekstri
verslunarfyrirtækj a.
Annað stórt hagsmunamál neyt-
enda til lækkunar vöruverðs, sé að
lög um afnám bankastimplunar nái
fram að ganga og að vilji Alþingis
í þeim efnum verði virtur. Lækkun
fjármagnskostnaðar sem af þessu
hlytist myndi lækka vöruverð til
neytenda.
Fundurinn bendir einnig á að
stórhækkaðar gjaldskrár opinberra
fyrirtækja, m.a. Pósts og síma,
hafí áhrif til hækkunar rekstar-
kostnaðar. Eru því opinber fyrir-
tæki hvatt til hófs í hækkunum á
þjónustu sinni.
Í kaflanum um tollamál segir að
útflutningstekna íslendinga sé að
mestu aflað í dollurum en ráðstafað
í innflutning á vörum og þjónustu
frá löndum með mun dýrari gjald-
miðil. Þessu mætti breyta og um
leið minnka viðskiptahallann með
lækkun tolltaxta á innflutning frá
löndum utan EFTA og EB.
Aðalfundurinn harmar að áætlun
ijármálaráðuneytisins um afnám
aðflutningsgjalda á fersku og frystu
grænmeti hafi ekki náð fram að
ganga við umfjöllun Alþingis um
breytingar á tollalögum. Einnig
mótmælir félagið harðlega túlkun
yfirvalda og misnotkun valds við
skilgreiningu á iðnaðarvöru og
landbúnaðarvöru. Gott dæmi væri
úrskurður landbúnaðarráðherra að
fryst grænmeti teldist nýtt og
ferskt, þrátt fyrir að geymsluþol
frystra matvæla væri á bilinu 12-18
mánuðir. Augljóst væri að frosin
og unnin matvæli væru iðnaðarvara
og því ekki innan verksviðs land-
búnaðarráðuneytisins.
Aðalfundur FÍS samþykkti einn-
ig áskorun til ú'ármálaráðherra um
að leggja nú þegar fram á Alþingi
breytingu á lögum um söluskatt
þannig að gjalddagi söluskatts verði
20 dögum eftir uppgjör söluskatts-
mánaðar og að eindagi verði 3.
hvers mánaðar þar í frá.
Lög þessi myndu væntanlega
brúa bilið til þess tíma er virðis-
aukaskattur yrði tekinn upp á
íslandi og myndi auðvelda greið-
endum skil á réttum tíma. Nægði
að benda á að í sumum greinum
verslunar væri um eða yfir 50%
allrar vöru gTeidd með greiðslukort-
um.
Einnig voru samþykktar tillögur
um að skipa þriggja menn nefnd
til að skoða möguleikann á hugsan-
legu útboði félagsmanna á flutn-
ingsgjöldum á helstu hafnir Evrópu
í ljósi síhækkandi flutningskostnað-
ar og góðs árangur ÁTVR af slíku
útboði, og um að í samstarfi og
samráði við öll hagsmunasamtök í
verslun svo og hið opinbera verði
hafín undirbúningskönnun á stofn-
un sérstakrar rannsóknarstofnunar
verslunarinnar. Rannsóknarstofnun
þessi skyldi sinna ýmsum rannsókn-
arverkefnum s.s. um myndun verðs
á vöru og þjónustu. Rannsaka áhrif
gengisbreytinga, flutningskostnað-
ar, vaxta, verðs opinberrar þjón-
ustu, stjómvaldsaðgerða o.fl. á
kostnað og verð verslunarfyrir->
tækja. Samhliða þess háttar
rannsóknarverkefnum myndi stofn-
unin sinna vísindalegum verðkönn-
unum bæði innanlands og utan.
Reykjavík:
Um 208 milljónir til um-
hverfis- og útivistarmála
í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1988 er
gert ráð fyrir um 113 miiyónum
króna til umhverfis- og útivistar-
mála sem er þriðjungs hækkun
frá áætlun siðasta árs. Auk þess
er veitt 95 milþ’ónum króna til
garðyrkjudeildar borgarinnar.
„Við emm að reyna að taka á í
útivistarmálum á þessu kjörtímabili
og hyggjumst setja þau á oddinn,"
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri.
Gert er ráð fyrir að 25,3 millj. verði
varið til nýrra leikvalla og endur-
bóta á eldri völlum. Til leikvallarins
við Hringbraut er veitt 1,4 millj.,
sem verður varið til að ljúka við
endumýjun á vellinum. Til hverfis-
vallar við Geithamra í Grafarvogi
er veitt 3 millj., til leikvallar við
Hamraberg í Grafarvogi verður
veitt um 850.000 krónum og til
leiksvæðis við Reykjafold verður
varið 1,4 millj.
Til leikvallar við Þingás í Árbæj-
arhverfi verður varið 1,5 millj. og
1 millj. til leiksvæðisins við Klappar-
ás. Til endurbyggingar á leiksvæði
við Ásenda verður varið 2 millj. og
til leikvallar við Birtingakvísl 1
millj.
„Þá má nefna sérstak átak sem
efnt var til í tilefni 200 ára af-
mælis borgarinnar árið 1986, að
endumýja leiktæki á leikvöllunum.
í fyrra var varið 6 milljónum tii
þessa liðar en nú er veitt 7,5 milljón-
um til nýrra leiktækja," sagði
Davíð. Hafist verður handa við nýj-
an leikvöll við Skeljagranda og veitt
til þess 2 millj. og við Sílakvísl verð-
ur einnig gerður leikvöllur og til
hans veitt 1,8 millj.
„Gert er ráð fyrir um 37 milljón-
um til ýmissa ræktunarverkefna og
má nefna að 2 milljónum verður
varið,til ræktunar miðsvæðis í Sel-
ásnum þar sem hafíst var handa á
síðasta sumri," sagði Davíð. Til
gróðrarstöðvarinnar í Laugardal
verður varið 1,5 millj., til endurbóta
á Amarhól 4 millj. og til frágangs
á tjamarbakkanum við Fríkirkjuveg
2,5 millj.
„Unnið verður áfram að áætlun
um að fullgera útivistarsvæðið í
Laugardal en það er eitt af kosn-
ingaloforðunum og verður varið 30
milljónum til þess á árinu," sagði
Davíð. Til tjaldsvæðisins í Laugar-
dal verður veitt 20 millj. Þar verður—
komið upp nýrri bækistöð með
þvottaaðstöðu, sem væntanlega
verður tilbúin í sumar.
Til garðyrkjudeildar borgarinnar
verður varið 95 millj. og er áætlað
að 50 millj. þar af fari í rekstur
deildaririnar. Til skrúðgarða verður
veitt 36 millj., 7 millj. til Grasa-
garðsins í Laugardal og 2 millj. til
almenningsgaðsins í Laugardal.