Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 Fótaaðgeröarstofa Guðrúnar Laugavegi 91,2. hæð. Tímapantanir í síma 14192. Guðrún Ruth, fótasérfræðingur. RAFMOTORAR HÉÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER FISKI- OG SLÓGDÆLUR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER OPUS Fj árhagsbókhald Fjölbreytt námskeið er hentar þeim, sem eru að byrja að nota ÓPUS- kerfið eða vilja kynnast ÓPUS-hugbÚnaðÍllUm. Leiðbeinandi DAGSKRA ♦Úppsetning bókhaldslykils * Skráning færslna í fjárhagsbókhald * Áramót- Lokun tímabila- Áætlanir * Lausn verkefna * Umræður og fyrirspumir Signður Hauksdóttir TÍMI: 1. og 2. febrúar kl. 09.-12 Innritun og nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Að bregða reipi um Tjömina eftir Einar Örn Stefánsson Þeir sem komnir eru til vits og ára muna eflaust eftir Útvarpi Matt- hildi, þar sem skopast var að mönnum og málefnum og stungíð á kýlum með nístandi háði og list- fengi. Eitt sinn var varpað fram þeirri bráðsnjöllu hugmynd þar á bæ, að setja stffelsi í Tjömina og láta hana stirðna í föstu formi. Að því búnu yrði brugðið reipi um Tjömina og hún dregin upp í Arbæ, þar sem hún yrði að sjálfsögðu varðveitt um aldur og ævi. A þessum ámm, um og upp úr 1970, þótti ráðamönnum einhlítt að skutla upp í Árbæ hveiju því húsi eða mannvirki, sem átti sér merka sögu að baki og ekki taldist forsvar- anlegt að rífa, en stóð í vegi fyrir framkvæmdagleði og fögmm bygg- ingum nútíma borgarskipulags. Rökrétt framhald þessarar stefnu hlaut því að vera flutningur Tjarnar- innar sjálfrar í Árbæ, ásamt því húsamsli sem henni fylgdi. Einn þremenninganna, sem stjómuðu Matthildi sællar minning- ar á sínum tíma, gegnir nú vanda- samri virðingarstöðu sem borgar- stjóri Reykjavíkur og oddviti meirihlutans í borgarsfjóm. Hann hyggst nú láta til skarar skríða gegn tvíhöfða þurs; meirihluta borgarbúa og Tjöminni, perlu Reykjavíkur. Davíð Oddsson leggur nú ótrauður í herför sem kann að reynast honum dýrkeypt, — að reisa ráðhússkríms- lið í Tjöminni, hvað sem það kostar. Um ráðhúsið var ekki kosið Ráðhús í Tjöminni var ekki á stefnuskrá borgarstjómarmeirihlut- ans í síðustu kosningum. Borgarbú- um hefur aldrei gefist kostur á að láta í ljós álit sitt á ráðhúsinu, það var ekki kosningamál og það var heldur ekki kynnt fyrir almenningi lögum samkvæmt. En lög og reglur skipta víst engu máli í þessu sam- bandi, ef marka má orð borgarstjóra í fjölmiðlum um tréð sem höggvið var við Tjamargötu 11 og eins það sem hann lét hafa, eftir sér um stað- festingu félagsmálaráðherra á skipulagi miðbæjarins. Slíkt væri aðeins formsatriði og tefði ekki framgang málsins á nokkum hátt. Þá veit maður það, — ákvarðanir ráðherra í ríkisstjóminni, æðsta stjómvalds ríkisins, em aukaatriði og marklausar. „Ég pant ráða," seg- ir borgarstjóri, eins og litlu bömin í sandkassanum. Ekki rekur mig minni til að aðrir borgarfulltrúar méirihlutans hafi séð ástæðu til að ljúka sundur munni um ráðhúsmálið, ellegar skrifa um það staf á blað, til að rökstyðja skoð- un sína á nauðsyn ráðhúsbyggingar í Tjöminni. Ámi Sigfússon mun reyndar hafa vikið að því í langri grein um allt annað mál, að staðið skyldi við loforðið um ráðhús. Gall- inn er bara sá, að því var aldrei lofað. Það hefur kannski gleymst í kosningabaráttunni? Eða verið vand- lega falið, — líklega ekki talið vænlegt til vinnings. En stórmann- legt getur það ekki talist að koma svona aftan að kjósendum. Ráðhús- bygging í Tjöminni var ekki á dagskrá í síðustu borgarstjómar- kosningum, en er nú dregið fram í dagsljósið á miðju kjörtímabili. V4ji borgarbúa er afdráttarlaus Vilji borgarbúa í málinu hefur komið skýrt fram. Tvær skoðana- kannanir í nóvember sýndu um og yfir 60 prósenta andstöðu við ráð- húsbygginguna í Tjöminni. Þriðja könnunin var gerð á vegum Skáíss fyrir skömmu og niðurstaðan er svip- uð og í hinum fyrri: Aðeins 34,1 prósent Reykvíkinga em fylgjandi byggingu ráðhúss við Tjömina. Minnihluti fylgjenda hússins er skýr og ótvíræður, — einn af hveijum þremur borgarbúum styður hug- myndina um Tjamhýsið. Hvers vegna í ósköpunum vill Davíð Oddsson borgarstjóri ekki taka mark á skoðunum borgarbúa í þessu máli? Á ekki góður stjómandi Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Wanda Landowska leikur á harpsikord Pabbi hélt mikið upp á sígilda tónlist. En fyrir hann og samtíma- menn hans var ekki auðvelt að finna tækifæri til þess að r\jóta þessarar fögm listar. Tónleikahald var af mjög skomum skammti og íslenzkar hljómsveitir þeirra ára áttu í erfíðleikum með að stijúka strengina samtaka og varð útkom- an ekkert lík því, sem gerðist í útlöndum hjá alvöm sinfóníuhljóm- sveitum. Reyndar var útvarpað góðri tón- list frá Útvarp Reykjavík, en samt var það heldur af skomum skammti, því reynt var að gera sem flestum til hæfis og var því oftast farinn millivegurinn. Bar mikið á óperettumúsík, fslenzkri tónlist og ýmsu léttara efni. Mikið var einnig leikið af undarlegri tónlist enda lá Rfkisútvarpið undir þeim gmn að reyna að leika allar plötur jafn mikið til að slíta þeim jafnt, hvort sem á þeim var góð tónlist eða vond. Ekki bætti það úrvalið, að sagt var, að danska útvarpið hefði gefið Mörlöndum slangur af plöt- um, sem þeir sjálfir gátu ekki notað. Einnig vom þeir, sem völdu tón- list fyrir íslandsmenn, stundum sakaðir um það að ota fram sínum uppáhaldstónsmíðum eða lista- mönnum. Þannig þótti það með eindæmum, að Paul Hindemidt skyldi vera betur þekktur á íslandi en f heimalandi sfnu, Þýzkalandi. Hvert landsbam vissi líka hver Wanda Landowska var, því hún lék á harpsikordið sitt næstum upp á hvem dag í útvarpinu. Þeir, sem ólust upp við það, hafa flestir reynt að fonðast þetta eðla hljóðfæri sfðan. Pabbi átti grammófón sem fram- kallaði þá tónlist, sem hann naut einna best. Sjálft apparatið hafði hann erft eftir afa. Þetta var trekktur His Masters’s Voice-fónn, sem pabbi hafði látið setja í nýjan tónarm og var hann tengdur við Marconi-útvarpið, sem var með stærri og betri hátalara. Þetta þóttu fínar græjur í eina tíð. Svo þurfti náttúrulega að kom- ast yfir góðar plötur, en það var bæði erfitt og rándýrt. Þá var um að ræða 78 snúninga eingöngu og voru plötumar mjög brothættar, en stór tónverk all fyrirferðarmik- il. Nfunda sinfónía Beethovens var þannig á fimm plötum. Framleið- endumir í útlöndum reiknuðu með því, að allir ættu sjálfskiftandi fóna, sem spilað gætu einar 10 plötur í röð. Þess vegna var hlið númer tvö á næstu plötu og númer þijú á þeirri þriðju o.s.frv., frekar en hægt væri að snúa hverri plötu við og spila tónverkið þannig f réttri röð. Að trekkja fóninn var einfalt mál, en að sjá um að verkið væri spilað í réttri röð útheimti ná- kvæmni, en mestur vandinn var að sjá um, að trénálin væri vel ydd og gæfi góðan tón. Ekki kom til greina að nota jámnálar þeirra tíma, því tónninn út þeim var léleg- ur, svokallað blikkdósarhljóð, og þar að auki eyðilögðu þær plötum- ar. Hjá pabba kom ekkert annað til greina en að nota trénálar. Gallinn við trénálamar var auð- vitað sá, að þær þurfti að ydda eftir hveija plötu, annars gáfu þær loðinn og lélegan tón. Sérstök sand- pappírsskffa var sett á plötuspilar- ann, en nálin var sett í þar til gerðan haldara, sem á var hjól og snerist með skífunni. Svona var nálin ydduð og hugsaði ég oft með lotningu til mannsins, sem fundið hafði upp þetta stórmerka tæki. Einu sinni var bærinn trénála- laus og áttu tónlistarunnendur þá um sárt að binda. Einhver snilling- urinn fann þá uþp á því að nota kaktusnálar f staðinn. Stóri kaktus- inn hennar mömmu var orðinn nær sköllóttur, þegar hin langþráða sending af trénálum barst í Hljóð- færahúsið. Eins og að ofan greinir var það allmikið fyrirtæki að spiia svo sem eina sinfónfu á grammófóninn hans pabba. Honum þótti þvf gott að fá einhvem okkar strákanna til að sjá um verkið, svo hann gæti sjálfur setið í uppáhaldsstólnum sínum og notið tónlistarinnar. Hann vann oft á kvöldin og átti því frí á eftirmiðdögum. Þá fannst honum bezt að fremja tónlistina, því þá var hægt að stilla Marconi- tækið á fullt og ná sem mestum hávaða út úr grtejunum. Gott var að velja dag, þegar sem fæstir voru heima, sérlega þegar kven- fólkið var að heiman, því eins og alkunna er virðist hátt stillt tónlist ekki falla því kyni eins vel í geð og karlfólkinu. Margan eftirmiðdaginn sá ég um tónleikana fyrir pabba. Ég stjóm- aði ýimsum frægustu hljómsveitum heims og léku þær verk eftir Beet- hoven, Grieg, Dvorak, Tchaikov- sky, Liszt og marga fleiri. Ég gekkst upp í þessu mikilvæga starfí og naut sjálfur tónlistarinnar milli þess sem ég trekkti, yddaði nálar og sneri plötum. Áheyrendaflöldinn var alltaf sá sami: Bara pabbi, sitj- andi f stólnum sfnum, reykjandi Dunhill-pfpuna sfna, alltaf með bollann sinn af svörtu, köldu kaffi. Oftast sat hann með augun aftur, njótandi hvers tóns til hins ítrasta. Öll tónverkin, sem pabbi átti, urðu líka mín uppáhaldsverk. Nú spila ég þau af segulbandi eða geislaspilara án nokkurs tilstands, en ég er ekki viss um það, að ég pjóti þeirra nokkuð betur núna, heldur en við pabbi gerðum forðum daga. Það staðfestir líka lögmálið: Því meiri fyrirhöfn, þess meiri ánægja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.