Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 U A hstiðnaðarsýningu íNew York Vigdís Finnbogadóttír forseti íslands opnaði í gær norræna listiðnaðarsýningu í American Craft Museum í New York. Á sýningunni eru kynntír 35 norrœnir listamenn, fimm frá hverju landi og verður hún sett upp á tveimur öðrum stöðum í Bandaríkjunum. Á myndinni stendur Vigdís við glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð. Vestfirðir: Þrjú félög sam- þykktu samninga „ÉG ER ánægður með að menn skuli hafa samþykkt þessa samninga því að reynslan á eftir að gera fleiri ánægða en þá sem greiddu atkvæði með þeim nú," sagði Pétur Sigurðsson, formaður verkalýðs- félagsins Baldurs á ísafirði og forseti Alþýðusambands Vestfjarða, eftir að samningarnir höfðu verið samþykktir þar vestra í gær- kvöldi. Atkvæði féllu þannig að 46 greiddu atkvæði með samningun- um, 25 voru á móti og 13 sátu hjá. Verkalýðsfélagið Baldur er fjölmennasta verkalýðsfélagið á Vestfjörðum, með um 500 félags- menn. Á fundi verkalýðsfélagsins Vörn á Bfldudal í gærkvöldi voru samn- ingarnir einnig samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta, en 35 greiddu atkvæði með þeim en 3 voni á móti. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Bíldudal var fundurinn einn sá fjölmennasti sem þar hefur verið haldinn um árabil og var gott hljóð í mönnum að hon- um loknum. í fyrrakvöld voru samningarnir samþykktir einróma á félagsfundi i verkalýðsfélaginu Súganda á Suð- ureyri. Hafnarfjörður: Síma lögreglu lok- að vegna skulda Spariskírteini ríkissjóðs: Innlausn 835 míllj- ónir umfram sölu Kominn tími til að bæta sölukerf ið, segir fjármálaráðherra RÍKISSJÓÐUR hefur innleyst spariskírteini rikissjóðs það sem af er janúarmánuði fyrir 1.135 miíljónir kr., en selt ný spariskfr- teini fyrir 300 milljónir kr. Vegna innlausnar umfram sölu hafa því runnið 835 mílljónir úr ríkissjóði þessa daga. Þessar tölur miðast við stöðuna í fyrradag og sagði Jón Baldvin Harinibalsson fjármálaráðherra að þær segðu ekki alla söguna því reynslan sýndi að mest væri selt af spariskírteinum siðustu daga hvers mánaðar. Innleysanfeg spari- skírteini í janúar eru alls 2.519 milljónir kr., oger það 44% af öllum þeim spariskírteinum sem laus eru á þessu ári. Er því mikilvægt fyrir ríkíssjóð að ný skfrteini seljist vel í þessum mánuði. ffiQt&mnHm'&ifo Aðspurður um ástæðu dræmrar sölu sagði fjármálaráðherra að til dæmis hefði töf á afgreiðslu láns- fjárlaga valdið því að fyrstu inn- lausnardagana hefði ekki verið heimild til að bjóða skírteinin í réttu formi. Hann sagði að ekki stæði til að breyta kjörum spariskírteinanna, þau væru besti kosturinn fyrir ein- staklinga þegar tekið hefði .verið tillit til öryggis og skattfrelsis bréf- anna. Af þessu tilefni sagði hann að það mætti til sanns vegar færa að kominn væri tími til að bæta sölukerfi spariskírteina rikissjóðs. Salan væri nú aðallega falin keppi- nautum rfkissjóðs á þessutn markaði, verðbréfasölum og bönk- um. ILLA gekk að ná sambandi við lögregluna í Hafnarfirði i gær, enda var simanum lokað vegna ógreiddra reikninga. Eina núm- erið, sem var áfram opið, var neyðarslminn, 51166, og var gífurlegt álag á þær fjórar linur, sem tengdar eru númerínu. í gærmorgun komst lögreglan að því að allir símar voru lokaðir, fyrir utan neyðarsfmann. Þetta kom sér skiljanlega afar illa og má nefna sem dæmi, að rannsóknarlögreglan leitaði að konu frá Seltjamarnesi, en þurfti að fylgjast með gangi mála um annan síma en sinn eigin. Rannsóknarlögreglumaður sagði að slfkt ástand hefði aldrei skapast þá tugi ára sem hann hefði starfað í lögreglunni. Oft tók það fólk langan tíma að ná sambandi við neyðarsfm- ann vegna álags og höfðu lögreglu- menn þungar áhyggjur af því að almenningur næði ekki strax sam- bandi við lögregluna í neyðartilvik- um. Morgunblaðið reyndi að ná sam- bandi við Má Pétursson, bæjarfóg- eta í Hafnarfirði, í gær til að fá skýringu á því hvers vegna reikn- ingar embættisins hefðu ekki verið greiddir. Ekki náðist í fógetann, því beinn sími á skrifstofu hans og heimasfmi voru lokaðir. Lýst eftir eldri konu LÖGBEGLAN lýsir eftir eldri konu frá Seltjarnar- nesi, en sfðast spurðist tíl hennar síðdegis á sunnudag. Konan, Guðrfður Kristins- dóttir, er 81 árs gömul og til heimilis að Ráðagerði á Sel- tjarnamesi. Hún býr þar ein, en sfðast er vitað um hana heima síðdegis á sunnudag. Talið er að hún sé klædd f grænleita kápu og með hatt. Hún er um 160 cm á hæð, grönn, létt á fæti og kvik í hreyfingum. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir hennar eru beðnir um að láta lögregiuna vita. I gær leituðu björgunarsveit- ir konunnar á Seltjarnarnesi og hðfðu sporhund sér til fullting- is. Leit verður haldið áfram. . í dag Mikilvægast er að lokið verði við kjarasamninga - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Jtoerganblabit) VmSOFTIAIvTNNULÍF Vaxandiáliu/pcvrópskra úlframleiðenda á álveriltér „RÍKISSTJÓRNIN ætlar að fylgja eftir þeirrí stefnu sem hún hefur fylgt f þeim tílgangi að ná niður verðbólgu. Lítið annað er hægt að segja núna," sagði Þorsteinn Pálsson forsætísráðherra í gær þegar hann var spurður um hugsanlegar ráðstafanir f efnahagsniálum. Á vegum ríkissrjórnarinnar er unnið að undirbúningi efnahagsað- gerða, meðal annars til að styrkja stöðu fiskvinnslunnar og einnig er verið að endurskoða fjárfestingaráform á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Jóns Baldvins Hanníbalssonar fjármálaráðherra. ¦~ itwnstiUrMiLsvix iun ^'~£~*z ~?£~t~ij: =H?r^í 1% heimsframleukJu BLAÐ B Þorsteinn sagði að samningar í einum lándshluta gæfu ekki tilefni til sérstakra ákvarðana, þegar hánh var inntur eftir aðgerðum f kjölfar Vestfjarðasamninganna. „Églítsvo á að það sé mikilvægast núna að aðilar vinnumaikaðarins ljúkhgerð nýrra kjarasamninga. Samningar hafa nú verið lausir frá áramótum og það leiðir alltaf til ákveðinnar óvissu. Það er hlutverk samnings- aðila að eyða þeirri óvissu," sagði Þorsteinn þegar hann var spurður hvort ákvarðanir um efnahagsað- gerðir biðu niðurstöðu_ almennra kjarasamninga. „Risavaxin fjárfest- ingaráform útgerðar" Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði, þegar álits hans var leitað: „Af hálfu ríkis- stjórnarinnar er unnið að undirbún- ingi aðgerða til að styrkja stöðu fiskvinnslunnar f landinu og til þess að draga úr þenslu í framkvæmd- um, sérstaklega suðvestanlands, með því að endurskoða og fresta stórframkvæmdum sem eru fjár- magnaðar með lánsfé. Nær þetta til framkvæmda hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, og í einkageiranum. Sérstaklega er til- efni til að skoða risavaxin fjárfest- ingaráform útgerðarinnar, sem felast í innflutningi nýrra fiskiskipa og umfangsmiklum breytingum er- lendis því þar liggur meginhlutinn af þeim hrollvekjuupphæðum sem búist er við f viðskiptahalla á þessu ári. f ljósi samdráttar í afla vegna breytinga á kvótakerfi er augljóst tilefni til að stemma stigu við þess- um áformum útgerðarinnar, sem flest byggjast á lántökuheimildum úr tíð fyrri ríkisstjórnar." . „ Ekki hægt að halda óbreyttum kaupmættí" Halldór Asgrfmsson sjávarút- vegsráðherra sagði að efnahagsráð- stafanir væru til umfjöllunar í ríkisstjórninni. Hann sagðist ekki vita hvenær niðurstaða fengist, en það þyrfti að verða sem fyrst, klukkan gengi. „Það virðist ganga illa hjá ýmsum aðilum að átta sig á stöðunni. Þrátt fyrir að þjóðar- tekjurnar séu að dragast saman halda sumir að það sé auðvelt mál að halda óbreyttum kaupmætti. Það er einfaldlega ekki hægt," sagði Halldór. Hann sagði einnig að sjáv- arútvegsfyrirtækin - þyldu ekki langvarandi hallarekstur en óvissan væri þó enn verri. Þau gætu aðlag- að sig að erfiðum aðstæðum ef hægt væri að komast að einhverri ákveðinni niðurstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.