Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Júlíus Sigur-
jónssontók
handknattleiks-
mynd ársins 1987
Fékk ferð með landsliðinu til Japan í verðlaun
Júlíus Siguijónsson, ljósmyndari
á Morgunblaðinu, tók hand-
knattleiksmynd ársins 1987. 13
myndir frá fímm ljósmyndurum
bárust í samkeppnina, sem HSÍ og
Flugieiðir stóðu fyrir, og var mynd
Júlíusar af Þorgils Óttari Mathies-
en, fyrirliða landsliðsins, í leik gegn
Spánveijum í Prilep á Júgóslavíu-
mótinu í fyrrasumar valin sú besta.
Þorgrímur Þráinsson, formaður
dómnefndar, sagði á blaðamanna-
fundi HSÍ og Flugleiða í gær er
hann tilkynnti valið, að verðlauna-
myndin væri táknræn fyrir hand-
knattleikinn, dæmigerð baráttu-
mynd, þar sem knötturinn væri sem
verðlaunagripur í miðjum látunum.
Auk Þorgríms voru Friðþjófur
Helgason og Hannes Þ. Sigurðsson
í dómnefndinni.
Landsliðið f handknattleik fer í sína
fyrstu keppnisferð til Japan í byijun
maí og fékk Júlíus farseðil með lið-
inu í verðlaun. Á myndinni hér að
ofan afhendir Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, Júlíusi farseðil-
inn, en ferðin verður 3. - 10. maí.
Morgunblaoið/Einar Falur Ingölfsson
Slgurður Halgoson, forstjón Flugleiða, og Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, undirrita samstarfssamninginn. Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, og
Bogi Ágústsson, blaðafulltrúi Flugleiða, fylgjast með.
I\lýr samstarfssamningur
undirrítaður við Flugleiðir
- Gildir til 31. maí 1989 og er metinn á 20 milljónir króna
í GÆR var undirritaður nýr
samstarfssamningur milli
Handknattleikssambands ís-
lands og Flugleiða, sem gildir
til 31. maí 1989. Flugleiðir
hafa um árabil verið aðal-
stuðningsaðili HSÍ og er
þessi nýi samningur, sem er
sá mesti innan íþróttahreyf-
ingarinnar, metinn á 20 millj-
ónir króna.
Sem kunnugt er hefur íslenska
landsliðið í handknattleik
verið á ferð og flugi undanfarin
ár, öðlast mikla reynslu og er í
hópi bestu landsliða heims. „Liðið
væri ekki svo sterkt sem raun ber
vitni án stuðnings Flugleiða. Sam-
an fljúgum við hátt og höldum
öruggrí stefnu áfram. Nú gildir
ekki lengur að keyra yfír mótheij-
ana í fyrri hálfíeik og bnakka
yfír þá í seinni, heldur fljúgum
við jrtfír þá,“ sagði Jón Hjaltalín
Magnússon, við undirritun nýja
samningsins.
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, sagði við sama tækifæri að
meta mætti styrk félagsins til HSÍ
síðan á Ólympíuleikunum 1984 á
50 milljónir króna, en árangur
landsliðsins væri einnig góð kynn-
ing fyrir Flugleiðir óg nefndi
Sigurður í því sambandi auglýs-
ingu fyrirtækisins á búningum
liðsins.
Samningurinn
Samningurinn felur í sér að efla
handknattleiksíþróttina á íslandi
og kynna þjónustu og starfsemi
Flugleiða. Meðal atriða má nefna
að:
■Flugleiðir verða með samstarfs-
samningi þessum aðalstuðnings-
fyrirtæki HSÍ vegna undirbúnings
og þátttöku í Ólympíuleikunum í
Seoul 1988.
■Flugleiðir aðstoða HSÍ og taka
þátt í kostnaði við umsókn HSÍ
um heimsmeistarakeppnina 1994
og gerð kynningarefnis vegna
umsóknarinnar til alþjóða hand-
knattleikssambandsins.
■Flugleiðir aðstoða HSÍ vegna
landsleikjasamskipta við erlendar
þióðir.
■Flugleiðir aðstoða HSÍ við að
kjmna og halda árlegt Flugleiða-
mót í handknattleik með þátttöku
tveggja eða fleiri erlendra liða auk
íslenska landsliðsins.
■Flugleiðir styrkja sex landa
keppnina, sem verður haldin í
Reykjavík og á Akurejri 19. - 26.
ágúst.
■Flugleiðir aðstoða við dreifíngu
kynningarefnis um árlegan hand-
knattleiksskóla.
■Flugleiðir veita verðlaun í ljós-
myndasamkeppni HSÍ, norska
handknattleikssambandsiris og
World Handball Magazimim
handknattleiksmynd ársins 1988.
■Flugleiðir gefa öllum landsliðs-
mönnum sérstaka búninga til að
vera í á ferðalögum.
JXHR
FOLK
■ JÓN Hjaltalín Magnússon,
formaður HSÍ, ogKjartan Stein-
bach, stjómarmaður, fara til Prag
í Tékkoslóvakíu í dag, þar sem full-
trúar handknattleikssambanda í
Evrópu funda um stofnun Evrópu-
sambands og Evrópukeppni lands-
liða. Gunnar Kjartansson,
gjaldkeri HSÍ, verður einnig á fund-
inum, en hann kemur til Prag frá
Finnlandi. Þetta er í fyrsta sinn,
sem fulltrúar allra handknattleiks-
sambanda í Vestur- og Austur-
Evrópu hittast á sameiginlegum
fundi.
■ STEINGRÍMUR Hermanns-
son, utanríkisráðherra, sem er á
ferð í Afríku, sendi skeyti á undan
sér til ríkisstjómar Tansaníu, þar
sem hann óskaði eftir fundi með
formanni handknattleikssambands
Tansaníu í sambandi við umsókn
HSÍ um HM 1994 á íslandi. Ut-
anríkisráðherra mun heimsækja sjö
Afríkuþjóðir í ferðinni og nota tæki-
færið til að ræða umsókn HSÍ um
HM.
■ / tilefni Ólympíuleikanna í
Seoul lét framkvæmdanefnd þeirra
útbúa sérstaka mynd með merkjum
allra íþróttagreina, sem keppt verð-
ur í. 2000 eintök voru framleidd
og tókst Jóni Hjaltalín að verða
sér úti um eintak númer 74. Að
lokinni undirritun samstarfssamn-
ingsins við Flugleiðir í gær, færði
Jón Flugleiðum myndina að gjöf
og tók Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða, við henni fyrir
hönd fyrirtækisins og sagði að
henni yrði komið fyrir á góðum stað
í fyrirtækinu. : í, m .