Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞYSKALAND Forseti Essen segir Jóhann Inga ekki hafa verið rekinn: „Ég sem forseti hlýt að grípa til aðgerða þegar illa gengur - sagði Klaus Schorn ísamtali við Morgunblaðið ígær 11 KLAUS Schorn, forseti vest- ur-þýska handknattleiksfél- agsins Tusem Essen, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki Ifta svo á að Jóhann Ingi Gunnarsson hafi verið rekinn frá félaginu. Jóhann Ingi hætti störfum hjá Tusem á mánudaginn, eins og kom fram í Morgunblaðinu á þriðjudag. Schorn svaraði í gær nokkrum spurningum blaðamanns símleiðis og fer samtalið hér á eftir: Hver voru tíldrög þess að Jó- hann Ingi Gunnarsson yfirgaf félagið? „Við réðum Jóhann sem þjálfara fyrir félag með 3.000 félagsmenn og ekki einungis sem þjálfara fyrstu deildar liðsins. Þessu vilja menn gleyma. Við buðum honum að halda áfram sem þjálfari fé- lagsins með annað starfsvið en áður og sömu launakjör en því hafnaði hann. Jóhanni var boðið þetta vegna þess að hann hafði ekki nógu góð tök á liðinu." Samt urðuð þið meistarar í fyrra? „Það breytir því ekki að núna gengur illa." En má ekki kenna um meiðslum meðal leikmanna á þessu keppnistímabili? „Handbolti er starf nú á dögum og því miður lítið annað. í starfi verður maður að sjá til þess að vel gangi. En rétt er að illa hefur gengið að halda liðinu saman, ég nefni sem dæmi að Alfreð Gísla- son var fjarverandi 140 daga á síðasta ári." En hvenær var fyrst hugleitt að reka Jóhann? „Hann var alls ekki rekinn þó Jóhann líti svo á málið. Hann heldur launum sínum og íbúð og bíl og síma og guð má vita hvað. Við báðum hann að halda áfram störfum hjá félaginu og það var gert skriflega. Ég sem forseti fé- lagsins hlýt að grípa til minna ráðstafana þegar illa gengur. Og fjölmiðlar í Vestur-Þýskalandi hafa sýnt þessari ákvörðun fullan skilning. Jóhann hafnaði okkar tilboði og hafði áður gefið í skyn að hann hygðist taka að sér önn- uf verkefni í Svíþjóðeða á íslandi. Við vorum sammála um að hann myndi hætta hjá félaginu í vor. Og skiljanlegt var að hann skyldi ekki sætta sig við að vera ekki lengur þjálfari fyrstu deildar liðs. Og hann er afbragðsþjálfari þegar hann einbeitir sér að verkefninu." Hvernig var samkomulag Jó- hanns og leikmanna? „Leikmenn voru ekki nógu án- ægðir með Jóhann en ég bendi á að þeir voru heldur ekki sáttir við Petre Ivanescu á sínum tíma, en hann var hér þjálfarí á undan Jóhanni. Við getum ekki tekið svo mikið mark á óskum þeirra." Nú yfirgefur Alfreð Gislason félagið í vor. Hvernig hyggst félagið fylla i hans skarð? Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson Jóhann Ingl Gunnarsson og Klaus Schorn á meðan allt lék í lyndi — þegar Tusem Essen varð vestur- þýskur meistara á síðastliðnu vori. „Alfreð og Jóhann eru báðir verð- ugir fulltrúar íslenska handbolta- skólans. Og ég var sá sem náði í Alfreð. Hann er einstök persóna, heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst á ferli mínum og hefur verið ómissandi fyrir andann í lið- inu. Við höfum ekki reynt að finna annan íslending í staðinn og það væri líka sjálfsagt erfítt vegna þátttöku ykkar í ólympíuleikun- um," sagði Klaus Schorn. KORFUBOLTI Pétur skoraði tolf stig Spurs tapaði gegn Dallas Mavericks PÉTUR Guðmundsson átti góð- an leik með San Antonio Spurs í fyrrakvöld er liðið mœtti Dall-' as Mavericks í NBA deildinni bandarísku. Pétur var inni á í rúmar 20 mínútur, skoraði tólf stig og tók fimm f ráköst. Dallas sigraði t leiknum, 128:111. Pétur hefur náð að festa sig í sessi að nýju og hann mun að öllum líkindum byrja inni á í næsta leik, gegn Cleveland. Einn lykil- manna San Antonio-liðsins, David Greenwood, sem hefur verið í byrj- unarliðinu, er meiddur og mun líklega ekki leika með næsta vikurn- ar. Líklegt er að Pétur taki sæti hans í liðinu og byrji gegn Cleve- land. „Ég vonast til að verða í byrjunar- liðinu gegn Cleveland, enda gekk mér ágætlega í síðasta leik," sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. „Við lékum ekki vel gegn Dallas og áttum ekki möguleika, þrátt fyr- ir að tölurnar gefi ekki rétta mynd af leiknum. En við mætum Cleve- land í kvöld og ættum að getað sigrað þá. Við höfum misst marga leikmenn vegna meiðsla, nú síðast annan framherja okkar, Greenwood. Hann er meiddur í hásinum og mér þykir ólfklegt að hann verði meira með í vetur. Hann hefur verið í byrjunar- liðinu og það er því laust pláss. Okkur hefur gengið ágætlega og erum í 8. sæti eins og er. Það nægir okkur í úrslit, en við þurfum þó að komast ofar. Fyrirkomulagið er þannig að liðið í 8. sæti mætir liðinu í 1. sæti í riðlinum. Það er Lakers og kannski ekki besti kost- urinn ef við ætlum okkur að komast áfram í úrslitum. Utah er í 7. sæti og okkur vantar lítið til að ná þeim, en næstu lið eru töluvert fyrir ofan okkur. Það er þó engin ástæða til að örvænta, keppnistímabilið er ekki einu sinni hálfnað." BADMINTON / B-ÞJOÐIR k H l II í-.,'l i % § Islenskl hópurlnn fór keppti I Cardiff. Prá vinstri: Jóhann Kjartanson, þjálf- ari, Njáll Eysteinsson, Hafdís Böðvarsdóttir, Jón Ziemsen, Óli B. Ziemsen, Birna Petersen, Berta Finnbogadóttir, Sigríður Geirsdóttir, Karl Viðarsson og Sigríð- ur M. Jónsdóttir, fararstjóri. ísland í 7. sæti í EM unglingaliða ÍSLAND varð í 7. sæti af 13 þjóðum í Evrópukeppni ungl- ingalandsliða b-þjóða sem f ram f ór í Cardiff í Wales 21. til 24. þessa mánaðar. Iriðlakeppninni vann íslenska sveitin Frakka 4:3 en tapaði fyr- ir Norðmönnum 2:5. Síðan var spilað um 5.-8. sæti þar sem íslensku unglingarnir sigruðu Ung- verja 4:3, töpuðu fyrir Finnum 2:5 og einnig fyrir Wales 2:5. Að sögn Jóhanns Kjartanssonar, þjálfara liðsins, er hann mjög ánægður með árangurinn miðað við hve liðið er ungt. Sagði hann baráttu og sigur- vilja hafa einkennt leiki íslensku keppendanna. Njáll Eysteinsson og Óli B. Ziemsen vöktu mikla athygli á mótinu fyrir mjög góða frammistöðu og stóðu sig best íslensku keppendanna. Þá má geta þess að með í för var Frímann Ferdinandsson, sem dæmdi fyrir íslands hönd, og var þetta í fyrsta skipti sem Island sendir dómara á alþjóðlegt mót fyr- ir utan Norðurlandamót. íftísmR FOLK ¦ GEIRLAUG B. Geirlaugs- dóttir hefur hafið störf á skrifstofu Frjálsíþróttasambands íslands. Geirlaug er fyrrum spretthlaupari úr Armanni. Verður hún í fullu starfi fram á haust og mun fyrst of fremst sinna bréfaskriftum og annari ritvinnsla. ¦ ÓSKAR Helgason, leikmaður 1. deildarliðs FH f handknattleik, getur ekki Ieikið með FH-liðinu gegn ÍR á sunnudaginn. Hann meiddist á baki í leik gegn Þ6r á Akureyri. Óskar verður frá keppni í hálfan mánuð. Óskar Armanns- son meiddist einnig á Akureyri. Hann fékk högg á hné. Tveir leik- menn FH voru fyrir á sjúkralista. Þeir Valgurður Valgarðsson og Hálfdán Þórðarson. ¦ DERBY hefur áhuga á að kaupa Imre Varadi, sem er á sölu- lista hjá Man. City. Varadi var áður leikmaður með Newcastle, Sheff. Wed., Sheff. Utd. og Ever- ton. ¦ BRUCE Grobbelaar, mark- vörður Liverpool, lék með varaliði félagsins gegn Derby á þriðjudags- kvöldið. Kenny Dalglish sá Grobbelaar, sem meiddist á fæti á æfingu fyrir stuttu, eiga góðan leik, þegar Liverpool vann sigur, 3:0. Það verður ekki ljóst fyrr en á sunnudaginn hvort að Grobbelaar verji mark Liverpool í bikarleikn- um gegn Aston Villa, eða hvort að Michael Hooper, sem hefur tím\ m M 1 w'- ^V €1^ V «*~>~~~—*- **»*' - H Gelrlaug B. Qelrlaugsdóttir og Hafsteinn Óskarsson, framkvæmda- stjóri FRÍ. haldið marktnu hreinu í síðustu fjór- um leikjum, verji markið. I RA Y Clemence, annar gamal- kunnur markvörður, var einnig í sviðsljósinu á þriðjudagskvöldið. Clemence, sem hefúr ekki getað leikið með Tottenham frá því í október, vegna meiðsla, lék með varaliðinu gegn Chelsea. Totten- ham vann sigur, 4:3. Clemence fékk á zig tvö klaufamörk. Terry Venebles, framkvæmdastjóri fé- lagsins, var á meðal áhorfenda. Þegar hann var spurður um hvort að Clemence væri tilbúinn til að leika bikarleikinn gegn Port Vale, sagði hann: „Þið verðið að tala við Ray." Þegar blaðamenn spurðu kappann, hvort hann væri tilbúinn í slaginn, sagði hann: „Þið sáuð hvað gerðist í leiknum." Clemence var fljótur að láta sig hverfa eftir leikinn - að sjálfsögðu vonsvikinn. Hann stóðst ekki prófíð fyrir bikar- leikinn. FIMLEIKAR Landslið valið eft- ir nokkura ára hlé FIMLEIKASAMBAND íslands hefur valið landsliðshóp í fim- leikum sem skipaður er sex piltum og 6 stúlkum. Ekki hefur verið landslið í fimleik- um síðustu árin. Landsliðshópinn skipa: F]jóla Ólafsdóttir, Hlín Bjarnadótt- ir, Hanna Lóa Friðjónsdóttir, Lára Hrafnkelsdóttir, Eva Úlla Hilm- arsdóttir, Linda St. Pétursdóttír, Guðjón Guðmundsson, Axel Bragason, Jóhannes Niels Sig- urðsson, Þorvarður Goi Valdim- arsson, Kristján Stefánsson og Björn Magnús Pétursson. Verkefni landsliðsins eru margvís- leg, bæði hér á landi og erlendis, og hafa sameiginlegar æfingar þegar hafist. Næsta stóra verk- efni hjá FSÍ er þátttaka í norður- landamótinu sem fram fer í Finnlandi. Islonska landsliðið í fímleikum ásamt stjórnarmönnum FSÍ ogþjálfurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.