Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 51 Stórhuginn Richard Branson (til hægri á myndinni) vill fá að gefa út dægurtónlist í Sovétríkjunum. Þessi mynd var hins vegar tekin í júli á síðasta ári, en þá gerði hann tilraun til að fljúga yfir Atlantshafið í loftbelg. Það mistókst. GLASNOST Leitað að sovéskum stjörnum Breski milljónamæringurinn Richard Branson, eigandi Virgin-hljómplötuútgáfunnar, hélt til Moskvu sl. sunnudag. Markmiðin með þessari ferð segir Branson vera að reyna að selja Sovétmönnum vestræna dægurtónlist og að leita uppi hæfíleikaríka sovéska lista- menn til að koma á framfæri á vesturlöndum. „Ef við fáum leyfi til að gefa út tónlistarverk hjá þeim reikna ég með að þeir vilji að eitthvað komi á móti, t.d. að við tökum að okkur að gefa út sovéska tónlist, bæði sígilda og dægurtónlist, í Bretlandi. Bresk rokktónlist er mjög vinsæl í Sovétríkjunum, - það sem komist hefur í gegn hefúr hlotið góðan hljómgrunn," sagði Branson. Virgin-fyrirtækið hefur þanist út undir stjóm Bransons og starfar nú m.a. sem ferðaskrifstofa og flug- félag. Hefur fyrirtækið efnt til hópferða til Sovétríkjanna og segist Branson vilja auka þau viðskipti. „Núna er rétti tíminn til að hefjast handa. Glasnost-stefnan gefur möguleika á auknum og opnari samskiptum," segir Branson, „tón- list og ferðalög eru mikilvægur liður f að koma þeim á.“ Hluti hópsins sem vann hálfa milljón, eða 12.000 á mann. Morgunblaðið/Bjami. w~m HAPPAÞRENNA Hér sitjum við og sköfum! Meinatæknar á Borgarspítalan- um duttu í lukkupottinn margfræga í sl. desembermánuði. Á rannsóknardeild Borgarspítalans hefur starfsfólkið þann sið að að borga 300 krónur á mánuði í sam- eiginlegan sjóð og kaupa happa- drættismiða fyrir andvirðið. Þannig hefur starfsfólkið spilað í Happa- drætti Háskólans f tíu ár, en árangurinn var fremur slakur, - spilamennskan stóð undir sér í eitt ár af tíu. Seint á sfðasta ári var svo ákveðið að söðla um og kaupa happaþrennur frá Háskólanum í stað þess að endumýja happa- drættismiðana. Alls eru það um 40 manns sem leggja saman í púkkið og fyrir peningana fást 222 miðar. Svo er sest niður og skafið og skaf- ið, en það tekur hópinn um hálfa klukkustund að skafa af öllum mið- unum. í desembermánuði komu svo loksins laun erfíðisins. Hópurinn vann rúmar 500.000 krónur, sem samsvarar tæpum 12.000 krónum á manninn. MYNDBONDI STÓRSÓKN! Mikil aukning hefur verið á útleigu myndbanda að undan- förnu. Það er einkum tvennt sem veldur: Fólk er almennt að gera sér grein fyrir þeim þægindum sem fylgja því að velja sér stað, stund og tíma sem hentar til þess að horfa á góða mynd og einnig hefur framboð af nýjum og góðum myndum verið sérlega mikið og gott og á eftir að fara batnandi. í dag líta þrjár ólíkar myndir dagsins Ijós. Þær eiga það þó sameiginlegt að vera allar afburða góðar, hver í sínum flokki. Þær eiga allar eftir að skipa sér í fylkingarbrjóst í stórsókn myndbanda. P0LICE ACADEMYIV: Enn bregöa Steve Gutt- enberg, Bubba Smith, Bobcat Goldwaith og félagar þeirra úr Lög- regluskólanum á leik með ærslum og brelli- brögöum. Pottþétt skemmtun fyrir alla þá sem trúa aö bros lengi lífiö. REVKJAVIK: Svæði I PROJECTX: Matthew Broderick (War Games, Ferrris Bueiler's Day off og Ladyhawk) fer á kostum í þessari stórgóöu og æsispennandi mynd. Project X fjallar um samband hans viö simp- ansann Virgil, sem óvænt Ijóstrar upp mikil- vægu hernaðarleyndar- máli og sameiginlegan ásetning þeirra viö aö stööva hættulegar til- raunir. TURTLEDIARY: Glenda Jackson (Touch of class, Music Lovers) og Ben Kingsley (Ghandi) sýna stórleik í þessari hrífandi og minnisstæöu mynd. Ein af þessum gæöa mynd- um sem þú verður aö sjá sjálfs þíns vegna. Eyddu kvöldstund í aö horfa á þessa mynd, þú munt ekki sjá eftir því. Heimamynd - Langholtsvegi, Aöalvideóleigan - Klapparstig, Grensásvideó - Grensásvegi, Donald söluturn - Hrísateigi, Videómeistarinn - Seljabraut, Myndbandaleigan Suöurverl - Stigahlíö, Videósel - Leirubakka, Myndberg sf. - Suöurlandsbraut, Neskjör - Ægissíöu, Stjörnuvideó - Ægissíöu, Snævars videó - Höföatúni, Söluturninn - Háteigsvegi, Veidóval - Laugavegi, Videóspólan - Holtsgötu, Viedóleigan - Langholtsvegi, Videóhöllin - Lágmúla/ Austurbergi, Videósýn - Arnarbakka,.Videógæöi - Kleppsvegi. á úrvals myndbandaleigum Kœru vinir og vandamenn! Hjartans kveÖjur og þakkir til allra, sem sýndu mér vináttu á 90 ára afmœli mínu, 18. janúar. Viktoria Kolfinna Ketilsdóttir. Þakka af heilum hug vinsemd og elskulegheit, mér sýnd, á 75 ára afmœli mínu. LiftÖ heil. Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins, Túngötu 31, Reykjavik. u 1 L1 r RA G 1 ji 0 ISS Ekkert venjulegt bílabón heldur glerhörd lakkbrynja! VEIST ÞÚ MUNINN? ^ ULTRA GLOSS er eini bón- gljáínn, fáanlegur á íslenskum bensinsölum, sem þolir þvott með tjörueyði. Þar með rætlst draumur bónara, um að glans og glæsilegt útlit geti enst mánuð- um saman. Útsölustaðin stöövarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.