Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
51
Stórhuginn Richard Branson (til hægri á myndinni) vill fá að gefa út dægurtónlist í Sovétríkjunum.
Þessi mynd var hins vegar tekin í júli á síðasta ári, en þá gerði hann tilraun til að fljúga yfir Atlantshafið
í loftbelg. Það mistókst.
GLASNOST
Leitað að
sovéskum stjörnum
Breski milljónamæringurinn
Richard Branson, eigandi
Virgin-hljómplötuútgáfunnar, hélt
til Moskvu sl. sunnudag. Markmiðin
með þessari ferð segir Branson vera
að reyna að selja Sovétmönnum
vestræna dægurtónlist og að leita
uppi hæfíleikaríka sovéska lista-
menn til að koma á framfæri á
vesturlöndum.
„Ef við fáum leyfi til að gefa út
tónlistarverk hjá þeim reikna ég
með að þeir vilji að eitthvað komi
á móti, t.d. að við tökum að okkur
að gefa út sovéska tónlist, bæði
sígilda og dægurtónlist, í Bretlandi.
Bresk rokktónlist er mjög vinsæl í
Sovétríkjunum, - það sem komist
hefur í gegn hefúr hlotið góðan
hljómgrunn," sagði Branson.
Virgin-fyrirtækið hefur þanist út
undir stjóm Bransons og starfar
nú m.a. sem ferðaskrifstofa og flug-
félag. Hefur fyrirtækið efnt til
hópferða til Sovétríkjanna og segist
Branson vilja auka þau viðskipti.
„Núna er rétti tíminn til að hefjast
handa. Glasnost-stefnan gefur
möguleika á auknum og opnari
samskiptum," segir Branson, „tón-
list og ferðalög eru mikilvægur liður
f að koma þeim á.“
Hluti hópsins sem vann hálfa milljón, eða 12.000 á mann.
Morgunblaðið/Bjami.
w~m
HAPPAÞRENNA
Hér sitjum við og sköfum!
Meinatæknar á Borgarspítalan-
um duttu í lukkupottinn
margfræga í sl. desembermánuði.
Á rannsóknardeild Borgarspítalans
hefur starfsfólkið þann sið að að
borga 300 krónur á mánuði í sam-
eiginlegan sjóð og kaupa happa-
drættismiða fyrir andvirðið. Þannig
hefur starfsfólkið spilað í Happa-
drætti Háskólans f tíu ár, en
árangurinn var fremur slakur, -
spilamennskan stóð undir sér í eitt
ár af tíu. Seint á sfðasta ári var svo
ákveðið að söðla um og kaupa
happaþrennur frá Háskólanum í
stað þess að endumýja happa-
drættismiðana. Alls eru það um 40
manns sem leggja saman í púkkið
og fyrir peningana fást 222 miðar.
Svo er sest niður og skafið og skaf-
ið, en það tekur hópinn um hálfa
klukkustund að skafa af öllum mið-
unum. í desembermánuði komu svo
loksins laun erfíðisins. Hópurinn
vann rúmar 500.000 krónur, sem
samsvarar tæpum 12.000 krónum
á manninn.
MYNDBONDI
STÓRSÓKN!
Mikil aukning hefur verið á útleigu myndbanda að undan-
förnu. Það er einkum tvennt sem veldur: Fólk er almennt
að gera sér grein fyrir þeim þægindum sem fylgja því að
velja sér stað, stund og tíma sem hentar til þess að horfa
á góða mynd og einnig hefur framboð af nýjum og góðum
myndum verið sérlega mikið og gott og á eftir að fara
batnandi.
í dag líta þrjár ólíkar myndir dagsins Ijós. Þær eiga það
þó sameiginlegt að vera allar afburða góðar, hver í sínum
flokki. Þær eiga allar eftir að skipa sér í fylkingarbrjóst í
stórsókn myndbanda.
P0LICE ACADEMYIV:
Enn bregöa Steve Gutt-
enberg, Bubba Smith,
Bobcat Goldwaith og
félagar þeirra úr Lög-
regluskólanum á leik
með ærslum og brelli-
brögöum. Pottþétt
skemmtun fyrir alla þá
sem trúa aö bros lengi
lífiö.
REVKJAVIK: Svæði I
PROJECTX:
Matthew Broderick
(War Games, Ferrris
Bueiler's Day off og
Ladyhawk) fer á kostum
í þessari stórgóöu og
æsispennandi mynd.
Project X fjallar um
samband hans viö simp-
ansann Virgil, sem
óvænt Ijóstrar upp mikil-
vægu hernaðarleyndar-
máli og sameiginlegan
ásetning þeirra viö aö
stööva hættulegar til-
raunir.
TURTLEDIARY:
Glenda Jackson (Touch
of class, Music Lovers)
og Ben Kingsley
(Ghandi) sýna stórleik í
þessari hrífandi og
minnisstæöu mynd. Ein
af þessum gæöa mynd-
um sem þú verður aö
sjá sjálfs þíns vegna.
Eyddu kvöldstund í aö
horfa á þessa mynd, þú
munt ekki sjá eftir því.
Heimamynd - Langholtsvegi, Aöalvideóleigan - Klapparstig, Grensásvideó - Grensásvegi,
Donald söluturn - Hrísateigi, Videómeistarinn - Seljabraut, Myndbandaleigan Suöurverl -
Stigahlíö, Videósel - Leirubakka, Myndberg sf. - Suöurlandsbraut, Neskjör - Ægissíöu,
Stjörnuvideó - Ægissíöu, Snævars videó - Höföatúni, Söluturninn - Háteigsvegi, Veidóval
- Laugavegi, Videóspólan - Holtsgötu, Viedóleigan - Langholtsvegi, Videóhöllin - Lágmúla/
Austurbergi, Videósýn - Arnarbakka,.Videógæöi - Kleppsvegi.
á úrvals myndbandaleigum
Kœru vinir og vandamenn! Hjartans kveÖjur
og þakkir til allra, sem sýndu mér vináttu á
90 ára afmœli mínu, 18. janúar.
Viktoria Kolfinna Ketilsdóttir.
Þakka af heilum hug vinsemd og elskulegheit,
mér sýnd, á 75 ára afmœli mínu. LiftÖ heil.
Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins,
Túngötu 31, Reykjavik.
u 1 L1 r RA
G 1 ji 0 ISS
Ekkert venjulegt bílabón heldur glerhörd lakkbrynja!
VEIST
ÞÚ
MUNINN? ^
ULTRA GLOSS er eini bón-
gljáínn, fáanlegur á íslenskum
bensinsölum, sem þolir þvott
með tjörueyði. Þar með rætlst
draumur bónara, um að glans og
glæsilegt útlit geti enst mánuð-
um saman.
Útsölustaðin
stöövarnar.