Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 Alþjóðleg ráðstefna um alnæmi; Alnæmisfræðsla verði skylda í grunnskólum — segir landlæknir sem situr ráðstefnuna í Lundún- um ásamt heilbrigðisráðherra og ráðuneytisstj óra HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR og alnæmissérfræðingar frá 152 löndum taka þátt í ráðstefnu í Lundúnum þar sem reynt er að leita leiða tii að uppfrsÉða fólk um hættuna af sjúkdómnum alnæmi til að hefta frekari útbreiðslu hans. Fyrir Islands hönd sitja ráðstefnuna Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Ólafur Ólafsson landlæknir. alnæmis. Hins vegar væri vonarg- lætu að fínna á Norðurlöndum en þar hefur tíðni alnæmistilfella ekki tvöfaldast á ári hveiju eins og áður hefði verið gert ráð fyrir. Heilbrigðisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti á þriðjudag og lýsti því sem hefur verið gert hér á landi í alnæmis-fræðslu. Um það sem fram hefur komið á ráðstefn- unni sagði Ólafur Ólafsson land- læknir í samtali við Morgunblaðið að ástand í Afríkulöndum gæfí ekki tilefni til bjartsýni um að takast mætti að hefta útbreiðslu Sagði Olafur að fram hefði komið á ráðstefnunni að samtök homma brigðust vel við fræðslu en hið sama væri ekki að segja um fíkni- efnaneytendur, erfítt hefði reynst að ná til þeirra. Á ráðstefnunni hefur Ólafur reifað hugmyndir um að gera al- næmisfræðslu að skyldunámsefni í grunnskólum. Sagði hann að þessi hugmynd hefði hlotið góðar undirtektir margra ráðstefnu- gesta og að þessi hugmynd hefði þegar komið til tals hjá yfírvöldum i Frakklandi og ísrael. Aðspurður sagði landlæknir að íslendingar væru á svipuðu stigi og önnur lönd í Norður-Evrópu hvað varð- aði fræðslu um alnæmi. Þó sagði hann að fræðsla á vinnustöðum væri virkari hér en annars staðar. VEÐURHORFUR f DAG, 28.1.88 YFIRUT ( 8»r: Við Vestfirði er minnkandi 1.005 mb smélægð en hæðarhryggur fyrir austan land þokást austur. um 700 km suöur af Hvarfi er 956 mb djúp og víöáttumikil lægð ó hreyfingu norðaust- ur. Veður fer hlýnandi. SPÁ: Suðaustan kaldi eða stinningskaldi viðast hvar á landinu. Léttskýjað sums staðar norðaustanlands, annars skýjað og snjó- koma eða slydda víða sunnan- og vestanlands. Á Austfjörðum var 0—5 gráðu frost, annars yfirleitt 1—3ja stiga hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG og LAUGARDAG: Austlæg átt og sæmi- lega hlýtt. Þurrt um norðvestanvert landið en annars skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 4 stig. TÁKN: Heiðskírt a •B m Léttskýjað Hálfskyjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * f * f * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■| 0 Hrtastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V B — Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur |~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ial. tfma Akurayrl Raykjavlk httl 0 2 ve&ur •kýjaft alydda Bargan 0 léttskýjað Helsinkl +7 Mttakýjað Jan Mayen +11 Mtttkýjað Kaupmannah. vantar Niritiretuiq +8 úrkoma Nuuk +11 •lakýjað Oaló 1 alydda Stokkhólmur +1 anjókoma Þórahöfn +1 alskýjað Algarve 16 •lakýjað Amatardam 7 lóttakýjað Aþena 16 léttakýjað Barcalona 16 þokumóða Barlín 5 rignlng Chicago +21 halðsklrt Fanayjar 6 þoka Frankfurt 8 hélfakýjað Qlasgow 3 raykur Hamborg . 8 hétfakýjað Las Palmaa 22 akýjað London 8 mlatur LoaAngelas 18 altkýjað Lúxamborg 3 þoka Madrfd 12 súld Malaga vantar Mallorca 18 þokumóða Montreal +20 léttakýjað NawYork +7 helðsklrt Parls 9 akýjað Róm 16 alakýjað Vfn 11 skýjað Waahlngton +9 iéttskýjað Wlnnipag +18 snjókoma Valancla 20 •kýj^ Guðrún Ásmundsdóttir og bamabarn Kaj Munks, Arendse Lund, við verðlaunaafhendinguna í Frelsissafninu í Kaupmannahöfn í gær. Úthlutun úr miimingarsjóði Kaj Munks: Verkið var mesta ævintýri lífs míns - segir Guðrún Asmundsdóttir um leikrit sitt um Kaj Munk Kaupmannahttfn. ÚTHLUTUN úr minningarsjóði Kaj Munks fór fram í Frelsissafn- inu í Kaupmannahöfn í gær. Verðlaunin hlaut að þessu sinni leikkonan, rithöfundurinn og leikstjórinn Guðrún Ásmunds- dóttir, fyrir gerð verksins um Kaj Munk, sem „Leikhúsið i kirkj- unni“ hóf sýningar á 4. janúar 1987, á dánardegi skáldprestsins. Leikhópurinn sýndi verkið einnig hér i Kaupmannahöfn, i Málmey og Vederaö, f sóknarkirkju Kaj Munks, í júní i sumar. Formaður sjóðsins Bent Koch flutti áVarp við afhendinguna og sagði hann meðal annars að mark- mið sjóðsins væri að styrkja stofnanir og einstaklinga er vinna að málefn- um f anda Kaj Munks, og hefðu margar hugmyndir komið upp varð- andi verðlaunahafa að þessu sinni. Fljótlega hefði þó orðið samstaða um að veita Guðrúnu Ásmundsdóttur verðlaunin. Kvað Bent Koch það vera i fyllsta samræmi við áhugamál og anda Kaj Munks að veita ungum Norðurlandabúa þessi verðlaun. Lýsti formaðurinn að lokum gleði sinni yfir þvi að slíkur áhugi á hinum miklisvirta og þekkta Dana skyldi einnig rfkja utan Danmerkur og þá sérstaklega á íslandi, en Bent Koch er mikill Islandsvinur. Bamabam Kaj Munks, biaðamað- urinn Arendse LÍmd, flutti ávarp og sagði meðal annars að framlag Guð- rúnar til skilnings á starfi Kaj Munks væri einstakt og hefði henni tekist að sýna samhengið á milli prestsins, leikhúsmannsins, skáldsins, frelsis- hetjunnar og manneskjunnar Kaj Munk með því að færa leikhúsið inn ( kirkjuna. Þvi næst afhenti Bent Koch Guð- 33,2 stiga frost var í mars 1962 RANGHERMT var í frétt Morgunblaðsins sfðastliðinn þriðjudag að frostið sem mældist á Möðrudal aðfara- nótt laugardagins sl. væri mesta frost sem mælst hefði á landinu i 70 ár. Þessi frétt var byggð á upplýsingum frá Veðurstofunni, sem i gær leiðrétti þær, þar sem 38,2 stiga frost hefði mælzt í Möðrudal hinn 15. mars árið 1962. Frostið f Möðrudal að- faranótt laugardagsins mældist hins vegar 32,5 stig. Mesta frost sem mælst hefur hér á landi er 37,9 stig. Það var frostaveturinn 1918 á Grimstöðum á Fjöllum. rúnu Ásmundsdóttur verðlaunin við lófatak viðstaddra. Guðrún sagði meðal annars í ávarpi sínu að verkið um Kaj Munk hefði verið mesta ævintýri lífs síns. Guðrún lýsti undir- búningi að sýningu verksins og í anda skáldprestsins þakkaði hún guði handleiðsluna. Eftir lokaorð Guðrúnar um nálægð Kaj Munks var andrúmsloftið mettað gleði og sam- eiginlegri hrifningu viðstaddra. Við íslendingamir vorum stolt af Guð- rúnu Ásmundsdóttur. M.Á.G. Háskóla- fyrirlestur um Rimbaud PRÓFESSOR Michel Decaudin flytur almeunan fyrirlestur um skáldið Rimbaud f Háskóla ís- lands, Lögbergi, stofu 101, f dag, fimmtudag, klukkan 17.15. Michel Decaudin er fæddur 1919 og er doktor í bókmenntum. Hann hefur kennt við háskólana í Lille, Gand, Toulouse, Paris-Nanterre og hefur síðan 1972 verið prófessor við Nýja-Sorbonne ' háskólann. Hann hefur unnið mikið að bók- menntagreiningu og gefið út Qölda rita. Hann er heiðursdoktor við Gand- háskóla og hefur víðar verið heiðr- aður. Ákærtí kókaínmáli OPINBERT mál var í gær höfðað á hendur brasilfskum karlmanni, en f fórum hans fundust 450 grömm af kókafni f október. Dóms f máli mannsins er að vænta á næstu dögum. Maðurinn og eiginkona hans voru handtekin á gistiheimili í Hvera- gerði þann 17. október. Þá fann lögreglan um 450 grömm af kók- aíni og -um 780 þúsund krónur í fórum þeirra. Síðar var eiginkon- unni sleppt og hefur hún ekki verið ákærð fyrir neina aðild að málinu. Lögreglan sendi málið til ríkissak- sóknara þann 23. nóvember og í gær var ákveðið að höfða opinbert mál á hendur manninum. Hann var á sínum tíma úrskurðaður í gæslu- varðhald, sem rennur út á sunnu- dagskvöld og verður reynt að flýta afgreiðslu málsins eftir mætti. Dóms er því að vænta á næstu dögum. Mál þetta er stæreta kók- afnmál sem komið hefur upp hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.