Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
59
HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞÝSKALAND
Verður Kristján Arason að fara frá Gummersbach?
yyÉg er með tilboð
frá Atletico Madrid og
Tecca í bakhöndinni“
Gummersbach fær ekki að fresta sex leikjum á meðan Kristján Arason
leikur með íslenska landsliðinu á OL í Seoul
„ÞÁTTTAKA íslenska lands-
liðsins í Olympíuleikunum í
Seoul er orðið stórt vandamál
hér hjá Gummersbach. Félagið
leikur sex leiki í 1. deildar-
keppninni á meðan Ojympíu-
leikarnir standa yfir. Osk
Gummersbach að fá þessum
leikjum frestað hefur verið
hafnað. Ég ferfljótlega með
æfingaplan íslenska landsliðs-
ins á fund með stjóm
Gummersbach og þá mun
koma í Ijós hvernig stjórnar-
menn ætla að leysa þetta
vandamál," sagði Kristján Ara-
son, landsliðsmaður íhand-
knattleik íviðtal við Morgun-
blaðið í gær.
Stjómarmenn Gummersbaeh
vita að ég met íslenska lands-
liðið það mikið, að ég ætla mér að
fara með þvf til Seoul. Spumingin
er hvort þeir segja við mig, þegar
ég tilkynni þeim að ég sé ákveðinn
að fara til Seoul, að þeir verði að
fá annan útlending í staðinn fyrir
mig. Ég vona að þetta mál leysist
farsæliega, því ég vona að ég verði
áfram hér hjá Gummersbach. En
ég er með tvö tilboð frá Spáni í
bakhöndinni - frá Atletico Madrid
og Tecca; tveimur af toppliðum
Spánar. Ef ég verð ekki áfram hjá
Gummersbach, þá fer ég til Spánar
eða kem heirn," sagði Kristján.
Vantar vinstrihandarskyttu
Forráðamenn Gummersbach hafa
sagt að þeir séu með ýmislegt á
pijónunum í sambandi við að leysa
vandamálin sem skapast við það
að Kristján fari til Seoul. Þeir hafa
bent á að að Gummersbach hafí
staðið frammi fyrir sama vandamál-
inu þegar Hameln vildi ekki láta
hann lausan á sfnum tfma. Þá leysti
danski landsliðsmaðurinn Erik-Vaje
Rasmussen vandann, en hann var
þá á förum frá félaginu til Dan-
merkur. Framlengdi dvöl sína þá
hjá Gummersbach á meðan Kristján
var í fjötrum Hameln, sem vildi fá
mikla peningaupphæð fyrir hann.
Ef Kristján fer til Seoul, þá vantar
Gummersbach illilega vinstrihand-
arskyttu til að taka við hlutverki
hans á meðan, í þeim sex leikjum
sem félagið leikur í deildinni. „Það
er vel skiljanlegt að þeir hjá Gumm-
ersbach séu ekki yfír sig hrifnir.
Ég get ekki leikið með félaginu 25%
af 1. deildarkeppninni. Eini mögu-
leikinn er, að Gummersbach fái
lánaða vinstrihandarskyttu á meðan
ég er í Seoul," sagði Kristján
Vorft örugglega einmana
Hvað segir Kristján um það að
hann er að horfa á eftir flestum
fslensku leikmönnum frá Þýska-
landi heim á leið? „Það er mjög
leiðinlegt að strákamir eru að fara
heim. Ég hef reglulega samband
við þá einu sinni í viku og verð
örugglega einmana þegar þeir eru
famir. Það var alltaf visst tilhlökk-
unarefni þegar ég átti að leika með
Gummersbach gegn þeirra Iiðum.“
Verður Gummersbach V-Þýska-
landsmeistari?
„Það kemur ekkert annað til greina
hjá okkur. Gummersbach þekkir
fátt annað en fyrsta sæti. Ef við
náum að leggja Massenheim á úti-
velli um næstu helgi og svo Essen
heima, þá stöndum við með pálm-
ann í höndunum," sagði Kristján.
Kristjin Arason sést hér skora S landsleik gegn Dönum.
ENGLAND
Everton
kafsigldi
Sheffield
Wednesday
- Sharp með þrennu
EVERTON lék snilldarlega
gegn Sheffield Wednesday
á Hillsborough í bikar-
keppninni í gærkvöldi, vann
5:0 að viðstöddum 38.953
áhorfendum og voru öll
mörkin skoruð í fyrri hálf-
leik.
FráBob
Hennessy
ÍEnglandi
Þetta var fjórði leikur lið-
anna, en hinum lauk öllum
með 1:1 jafntefli. Graeme Sharp
skoraði þrennu (5., 40. og 44.
mín.), en Adrian
Heath (19.) og
Ian Snodin (45.)
gerðu sitt mark-
ið hvor. Lawrie
Madden, miðvörður Sheffield
Wed., lék ekki með vegna
meiðsla og tókst Mark Cham-
berlain ekki að fylla skarð hans.
Everton leikur gegn Middles-
borough í flórðu umferð á
laugardaginn.
HANDBOLTI
Fram, Valur
ogFylkirí -
8-liða úrslit
Þrír leikir fóru fram í 16 liða
úrslitum bikarkeppni HSÍ í
jafærkvöldi. Fram vann IR 25:20 og
skoruðu þrír Framarar 19 af mörk-
um liðsins. Hannes Leifsson var
markahæstur með átta mörk og þar
af fjögur úr vítaköstum, Birgir Sig-
urðsson skoraði sex mörk og Atli
Hilmarsson fímm mörk. Hjá ÍR var
Ólafur Gylfason atkvæðamestur
með sjö mörk, öll úr vítaköstum,
en Bjami Bessason skoraði sex
mörk.
Þá vann Valur Reyni 34:23 í Sand-
gerði og Fylkir vann Þrótt 25:16.
KNATTSPYRNA
„Erum hérá „eyðieyju“
fyrir utan Ussabon“
- segir Lárus Guðmundsson. Stormur hefur hamlað
æfingar Kaiserslautern í Portugal
„VEÐURGUÐIRNIR eru ekki
með okkur hér í Portugal.
Stormur og rigning hef ur sett
allt æfingaplan úr böndum.
Hætt hefur verift við þrjá æf-
ingaleiki sem vift áttum aft leika
hór,“ sagði Lárus Guðmunds-
son, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, sem er nú í æfingabúð-
um með Kaiserslautern í
Portugal.
Við erum hér á sumardvalarstað
- eyju, sem er rétt fyrir utan’
Lissabon. Við komum hingað með
feiju og tók siglingin 25 mín. Á
þessum árstíma er eyjan hálfgerð
„eyðieyja". Hótelið sem við búum á
var opnað sérstaklega fyrir okkur.
Það er ekki það skemmtilegasta
sem atvinnuknattspymumenn gera
- er að vera í tíu daga æfingabúð-
Lárus Quftmundsson
um, þar sem boðið er upp á hlaup
og aftur hlaup, daginn út og inn.
Við höfum ekkert getað æft með
knött hér, þar sem knattspymuvöll-
urinn sem við höfum til afnota, er
á floti," sagði Láms.
Láms er samningsbundinn Kaist-
erslautem til 1989. Verður hann
út þann tíma hjá félaginu? „Nei,
ég er ákveðinn að fara frá Kaisters-
lautem eftir þetta keppnistímabil.
Ég hef leikið í Vestur-Þýskalandi í
flögur ár og hefur það verið mikill
skóli fyrir mig. Ég hef áhuga að
reyna eitthvað nýtt - leika knatt-
spymu í öðm landi," sagði Láms
Guðmundsson, sem hefur verið at-
vinnuknattspymumaður í sjö ár,
með Waterschei í Belgíu og Uerd-
ingen og Kaiserslautem í V-Þýska-
landi. Hann ætlar sér að vera úti í
eitt til tvö ár áður en hann kemur
aftur heim.
KNATTSPYRNA / 1.DEILD
Antony Kari til
liðs við KA
Antony Karl Gregoiy, sóknar-
leikmaðurinn efnilegi hjá
íslandsmeistumm Vals f knatt-
spymu, ákvað í gær að ganga til
liðs við KA á Akureyri. Antony
Karl mun þvf taka stöðu Tryggva
Gunnarssonar, sem fór frá KA til
Vals.
Antony Karl er sjöundi leikmaður-
inn sem yfírgefur herbúðir
Valsmanna fá sl. keppnistímabili.
Guðmundur Hreiðarsson hefur
gengið til liðs við Víking, Njáll
Éiðsson hefur tekið að sér þjálfun
3. deildarliðs Einheija á Vopna-
fírði, Ólafur Jóhannsson er farinn
til FH, þar sem hann verður leik-
maður og þjálfari og Hafþór
Sveinjónsson gekk til liðs við Víði
í Garði.
Þá hafa landsliðsmennimir Guðni
Bergsson og Sævar Jónsson farið
f viking til útlanda. Guðni til 1860
Munchen í V-Þýskalandi og Sæv-
ar til Solothum f Sviss. Ovíst er
hvort þeir koma aftur heim í sum-
ar.
Valsmenn hafa fengið tvo nýja
Antony Karl Qregory
leikmenn. Tryggva Gunnarsson
og Jón .Gunnar Bergs, sem lék
með Selfyssihgum sl. sumar.