Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 39 Sigríður G. Örnólfs dóttir — Akranesi Fædd 18. ágúst 1907 Dáin 21. janúar 1988 Alltaf er það svo, þegar náinn ættingi eða vinur fellur frá, að minningar leita á hugann. Svo var einnig er ég frétti lát móðursystur minnar, Sigríðar Ömólfsdóttur. Þótt sorg og söknuður séu ávallt hin fyrstu viðbrögð hjá aðstandend- um, vita allir að oft er dauðinn kærkomin hvíld fyrir viðkomandi persónu. Þannig var komið með Siggu frænku, sem þrotin var að líkamskröftum, minni og heym svo skert að hún tók það orðið nærri sér, þótt lítið bæri á. Sigríður Guðmunda hét hún fullu nafni, fjórða bam hjónanna Margr- étar Guðnadóttur og Ömólfs Jóhannessonar á Suðureyri við Súg- andafjörð, en þau komu 13 bömum sínum til fullorðinsára og em nú systkinin 5 sem eftir lifa. Sigga frænka giftist árið 1929 æskuvini sínum, Olafi Jónssyni vél- stjóra og bjuggu þau fyrstu búskaparár sín á Suðureyri. Síðar fluttu þau til Akraness og bjuggu lengst af á Vesturgötu 94 þar í bæ. Sigga og Óli eignuðust 5 böm: Amór f. 1929, Kristján f. 1930, Emu Grétu f. 1939 og tvíbura, sem létust við fæðingu. 011 hafa böm þeirra stofnað eigið heimili og em bamabömin 10, en bamabama- bömin orðin 12, allt hið mesta efnisfólk. Eftir að Ólafur lést árið 1976 bjó Sigga ein, þar til hún flutti á Dvalarheimilið Höfða, en þar naut hún góðrar umhyggju til hins síðasta. Heimili þeirra hjóna bar vott um myndarbrag og þangað var ætíð gott að koma. Sigga var mikil húsmóðir og var henni mjög annt um böm sín og fjölskyldur þeirra. Hún var einnig mjög trygg- lynd sínu fólki, sem og öðmm, bæði tengdafólki og vinum. Glað- lynd var hún og spaugsöm og söngur og dans var henni hugleik- inn. Þetta kunnu lítil böm vel að meta, enda var hún einstaklega bamgóð. Fullyrða má að allir sem kynntust Siggu frænku mátu hana mikils. Örlögin höguðu því þannig til að ég kom nokkurra mánaða gömul á heimili þeirra hjóna. Þau sýndu móður minni þá hugulsemi að bjóða henni að dvelja á heimili sínu um skeið, svo hún gæti heimsótt föður minn er lá sjúkur á Vífilsstöðum, en heimili okkar var þá á ísafírði. Fyrir þetta var móðir mín þeim hjónum ævinlega þakklát. Á heim- ili þeirra Siggu og Óla steig ég því Það er dýr hver rúmmetri í lager- húsnæði. Nýtið hann þvível. HF.OFNASMIBJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S.: 21220 mín fyrstu spor, lærði að tala og fljótt var byijað að kenna mér vísur og bænir. Ég var yngst á heimilinu og því mikið látið með mig. Eftir þetta var ávallt mjög kært með mér og þessari fjölskyldu og sjálf- sagt þótti að skreppa á Skagann á hvetju sumri til að heimsækja þau. Eftir að ég giftist og eignaðist bömin mín sendi Sigga frænka okkur oft fallegar gjafir, handunnar af henni sjálfri, sem ég varðveitti. Ávallt streymdi frá henni sama hlýj- an og nutum við íjölskyldan þeirra stunda, þegar við hittum hana. Sfðast hitti ég hana glaða og reifa á 80 ára afmæli hennar sl. sumar. Þannig mun ég geyma minningu hennar í huga mínum. Kæm frændsystkin! Við Þórður og bömin vottum ykkur innilega samúð. Helga Magnúsdóttir Hún amma Sigga er dáin. Það var erfitt að kyngja þeim orðum þegar þau hljómuðu í símanum fimmtudagsmorguninn 21. janúar síðastliðinn. Amma Sigga var í huga mér mikið meira en amma. Hún kom mér að miklu leyti í móðurstað þeg- ar móðir mín lést fyrir tíu árum. Þá flutti hún inn á heimilið okkar og sá um það fyrir föður minn. Það var ekki auðvelt fyrir sjötuga konu að taka að sér heimili þar sem stórt skarð hafði verið höggvið. En það verk tók hún að sér og skilaði því Viðbót við verslunarinn- réttingar Gínurog útstillinga- vörur í miklu úrvali á mjög hagstæðuverði. ©HF.OFNASMIflJAH SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI 7. S: 21220 svo vel af hendi eins og henni einni var lagið. Alltaf var hún boðin og búin að rétta hjálparhönd ef ein- hver þurfti þess með og taldi ekkert eftir sér og erum við henni ævin- lega þakklát fyrir. Amma var mjög kát og lífsglöð . kona þó oft hafi hún mátt þola erfið- leika á lífsleiðinni. Heimili hennar stóð öllum opið enda var oft margt um manninn í litla húsinu hennar við Vesturgötuna. Það var alltaf gaman að koma til ömmu Siggu og hlusta á frásagnir hennar af lífinu í gamla daga því hún hafði vissulega lifað tímana tvenna og gat miðlað okkur yngra fólkinu af rejmslu sinni. Amma var mjög bamelsk kona og hændust að henni allir sem henni kynntust. Mín böm töluðu alltaf um hana sem ömmu Siggu en ekki langömmu enda var hún eina amm- an þeirra á lífi. Þegar þau komu í heimsókn til hennar breiddi hún út faðminn á móti þeim með bros á vör, tók þau í fangið og sagði við þau: „Þú ert heimilisyndi, heimil- isánægja og heimilislífsgleði" og hlýjan og væntumþykjan streymdu frá henni. Þessi orð hennar em mér alltaf ofarlega í huga því þau sýna svo vel hvaða mann amma hafði að geyma. Amma hafði mjög gaman að söng, ljóðalestri og hannyrðum og hafa sokkamir hennar, vettlingam- ir og treflamir yljað mörgum bömum, ömmubömum og lang-1 ömmubömum í gegnum tíðina. Það var henni mjög erfitt þegar hún gat ekki lengur sinnt þessum hugðar- efnum sínum vegna heilsubrests nú síðustu ár. Með þessum fáu orðum vil ég þakka elsku ömmu allt sem hún hefur verið og gert fyrir okkur. Megi hún hvfla í friði. Arna ★ *** 120FM 120 lítra frystiskápur með fjórum skúffum. Hægri eöavinstriopnun- armöguleikar. Plasfhúðuö spón- arplata ofan á skápnum. ***/** 180/80DL 280 litra frysti og kæliskápur með sér 80 lifra frystihólfi að neðan. Hægri/vinstri opnunarmöguleik- ar. Affrýstir sig sjálfur. ***/** 280M 280 litra tvískiptur kæliskápur með 45 litra frystihólfi. Hægri eða vinstri opnunarmöguleikar. Sjálfvirk affrysting. Mál Mál Mál Mál: H 85 cm H 145 cm H 145 cm H : B 57 cm B 57 cm B 57 cm B : D 60 cm D 60 cm * D 60 cm D : Verð kr. 20.425.- stgr. Verð kr. 27.990.- stgr. Verð kr. 23.465,- stgr. ** 150DL 150 lítra kæliskápur með frysti- hólfi. Hægri eða vinstri opnunarmöguleikum. Plasthúð- uð spónarplata ofan á skápn- um. 85 cm 57 cm 60 cm Verð kr. 17.670.- stgr. Auk nokkurra annarra stærða og gerða. [/n<wc>ip! STERKIR ENDINGAGÖDIR 0G ÓDÝRIR ÞRfR GÖÐIR KOSTIR SEM PRYDA SN0WCAP (SSKAPANA Verð frá kr. 13.290.- stgr. * * Snowcap 120 litra Gæði á góðu verði IB)ti Skipholt 7, s: 20080 - 26800 E. S3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.