Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
H
Bláa bflskúrsbandið
Ljósmynd/BS
Centaur
Ljósmynd/BS
Það er að bera f bakkafullan
lœkinn að fara að segja frá
gengl Sykurmolanna ytra en
enn skal kveðið.
í síðustu viku kom út ytra lag-
ið Cold Sweat á tólftommu, sem
tónleikagestir þekkja sem Heitt
kjöt og hvert hefur verið fáanleg
hérlendis frá því í haust. Cold
Sweat seldist í 20.000 eintökum
fyrstu dagana eftir að lagið kOm
út og líklegast á það eftir að fara
beint í annað sætið á sjálfstæðu
listunum á Bretlandi, en Birthday
situr kyrfilega í því fyrsta.
Undirtektir Cold Sweat ráðast
líklega að hluta til af hve hljóm-
SUokkur ord um
Sykurmola
sveitin háði góðum árangrí í
vinsældakönnun Melody Maker
og annarra tónlistarblaða. ( Mel-
ody Maker 2. janúar sl. er mynd
af Björk á forsíðu og inni í blað-
inu er lögð opna undir Sykurmol-
ana, enda var hljómsveitin kosin
efnilegasta hljómsveit ársins,
Birthday næstbesta lagið og
Björk þriðja besta söngkonan. í
þessu sama blaöi er einnig frá-
sögn af tónleikum hljómsveitar-
innar í Lundúnum í enduðum
desember. Þar sem tvennum
sögum hefur farið af því hve
umsögnin er lofsamleg eða
fjandsamleg er ekki úr vegi að
reyna að snara slitrum úr dómin-
um.
Sá sem umsögnina skrifar,
Simon Reynolds, lýsir því að
hann hafi orðið heillaður en ekki
eins heillaður og hann hefði gert
sér vonir um og því er hann von-
svikinn. Helsta umkvörtunarefnið
er að lögin séu ekki líkari Birth-
day en raun ber vitni, þó ekki sé
hann að falast eftir tólf eins lög-
um. Það er rödd Bjarkar sem
heillar hann hvað mest og að
hans mati ber ekki nóg á henni
í lögum sveitarinnar. Hraði lag-
anna sé of mikill og hljómsveitin
ætti að gefa sér hina hægu upp-
byggingu Birthday til að ná að
gera eitthvað sem sé fjarri því
venjulega. Að mati Simons fara
Molarnir fram á brún hengiflugs-
ins en hætta sér ekki framaf.
Hápunktur tónleikanna hafi verið
Birthday og Birthday er að mati
greinarhöfundar svo gott að jafn-
vel þó tilurð þess hefði verið
tilviljun, án þess þó að hann sé
að halda því fram eigi það skilið
að vera á níu forsíðum tónlistar-
blaða í röð. Það lag hafi m.a.
leitt til þess að útgáfufyrirtæki
hafi boðið allt að 900.000 pund
fyrir samning við hljómsveitina
þó hún sé í raun hópur óþekktra
furðufugla frá íslandi.
BlelkU baStamlr héldu elna sfna bestu tónlelka f
Lækjartungll f sfðustu vlku, enda er staðurinn fyrirtaks
tónlelkastaður; hljómur allur mjög góður og sviðið gott þó þrðngt
sé fyrir flmm msnna hljómsvsft. Á Innfslldu myndlnnl mé sjá
Björn bssts stökkvs frsm af svlðlnu 1136. slnn þetts kvðld.
Rokkblúsjass
Sfðasta fimmtudagskvöld
hóldu fimm sveitir tónleika á
tveimur stöðum og gaf þar að
heyra allt frá pönki f framsækinn
jass.
Á Hótel Borg héldu hljómsveit-
irnar Centaur og Súld tónleika og
í Lækjartungli voru fyrstu rokktón-
leikar staðarins með sveitunum
Daisy Hill Puppy Farm, Bláa
bílskúrsbandinu og Bleiku böstun-
um.
Þegar umsjónarmaður rokksíð-
unnar kom á Borgina var þar
þónokkur hópur kominn til að
hlýða á rokkblús með Centaur og
á bræðslujass með Súld. Centaur
var á sínu róli ef marka má af þeim
tveimur lögum sem umsjónarmað-
ur náði að hlýða á. Áheyrendur
voru vel með á nótunum, enda
fáar sveitir betur til þess fallnar
að ná upp stemmningu en Cent-
aur. Á eftir Centaur hóf Súld að
Súld á Borglnnl.
Ljósmynd/BS
Sogblettir f dag.
Ljósmynci/Þorstoinn Guðjónsson
Hræringar
Það viröist sem menn sóu að
gera sig klára fyrir nýtt tónleika-
og útgáfuár, þvf nú eru margar
rokksveftir að festa sér nýja
menn eða taka til starfa eftir
hvfld.
Tvær sveitir, Frakkarnir og
Síðan skein sól, hafa tekið upp
æfingar þar sem frá var horfiö og
hefja tónleikahald í byrjun næsta
mánaðar. Síðan skein sól skartar
reyndar nýjum trommuleikara.
þeim er áöur barði húðir með
Rauðum flötum sem virðast til-
heyra sögunni. Önnur sveit sem
tekið hefur sér ótímabundið hló frá
störfum er Greifarnir, en heyrst
hefur að söngvari sveitarinnar hafi
fengið sór annan starfa.
Söngvari Sogbletta hefur einnig
sagt skilið við sveitina en þar kem-
ur maöur í manns staö og Blettirnir
stefna á tónleikahald í næsta mán-
uði með breyttri liðsskipan.
leika sinn framsækna jass. Súldar-
sveinar hafa ekki leikið opinber-
íega hér á landi síðan sveitin hélt
í frægðarför til Kanada síðasta
sumar. Nú er sveitin að vinna plötu
í hljóðveri og því var hún framúr-
skarandi þétt, enda greinilega vel
undir upptökur búin. Nýr maður
hefur slegist i hópinn og annar
helst úr lestinni; Tryggvi H'ibner
hefur sagt skilið við sveitin > og í
hans stað komið Lárus Gríi isson
sem margir þekkja sem einr aðal-
mann Tjarnarbúðarsveitarinnar
Eik. Hann féll vel inn í bræðhginn,
en ekki var dvalið lengi við að
hlusta á Súldina, enda þarf jthald
til.
f Lækjartungli var annarskonar
tónlist á ferð. Daisy Hill Puppy
Farm hafði nýlega lokið leik sínum
og einn aödáandi sveitarinnar réð-
ist að umsjónarmanni og skýrði
honum frá því að tónleikar sveitar-
innar þetta kvöld hefðu verið bestu
tónleikar á hennar ferli. Hvað sem
því líður var Bláa bílskúrsbandi
hljómsveit númer tvö á tónleikun-
um. Bláa bílskúrsbandið hefði
kannski frekar átt heima sem
fyrsta númer kvöldsins, því enn
sem komið er er tónlist sveitarinn-
ar stefnulaus leit úr einu í annað
og ekki til þess fallin að halda at-
hygli áheyrenda lengi í einu.
Gítarleikur Guðmundar Pétursson-
ar er það sem menn koma til að
sjá en hann er ekki skemmtilegur
áheymar við eins gisinn rytma-
grunn og raun bar vitni. Bassaleik-
urinn var þó nokkuð þéttur en
trommuleikarinn var æ ofan í æ
að hlaupa útundan sér með þeim
afleiðingum að lögin höktu áfram.
Guðmundur er búinn að skipta úm ,
gítar og bæta við sig bjögunar-
tækjum, en hann á enn eftir að
læra að nota gítarinn og tækin í
því hófi sem einkennir snjalla gítar-
leikara.
Bleiku bastarnir voru aðalhljóm-
sveit kvöldsins og þeir fóru af stað
eins og vel smurð vél. Bjössi
söngvari var með hljóðnema með
sendi innan klæða og var því óháð-
ur því að vera á sviðinu þegar
hann var að syngja. Þetta nýtti
hann sér og einkar vel og var á
hlaupum um alft hús, milli þess
sem hann dansaði á sviðinu eða á
dansgóifinu. Ótalin eru svo heljar-
stökk hans fram af sviðinu sem
er vel á aðra rnannhæö að hæö.
Bastarnir voru þóttari þetta kvöld
en áður og greinilegt að sveitin er
á leið með að verða ein skemmti-
legasta tónleikasveit landsins.
Fólk var og fljótt að drífa sig fram
á dansgólf að dansa en það sést
of sjaldan á tónleikum. Bastarnir
voru klappaðir upp tvisvar og létu
sig hafa það að leika alls ein sex
aukalög, þar á meðal gamla Kinks
slagarannn You Really Got Me og
ívar gítarleikari lét sig ekki muna
um að syngja Elvislagið It's Now
or Never þó á þreföldum hraða
væri.
4