Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐDÖ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 9 Eigendur Spariskírteina Ríkisjóðs athugið! Eipingabréf Kaupþings hafa nú þegar sannað ótvírætt gildi sitt og stöðugleika sem arðbær Qárfesting. Við bendum eigend- um Spariskírteina Ríkissjóðs á að við tökum spariskírteini sem greiðslu fyrir önnur verðbréf. Með því að fjárfesta í Einingábréfum tryggirðu þér hámarksávöxtun, lágmarks- áhættu og að auki er féð ætíð laust til útborgunar. Einingabréf Kaupbings hf. eru öryggissióður binn og binna um ókomin ár. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 28. JANÚAR EININGABRÉF 1 2.618,- EININGABRÉF 2 1.526,- EININGABRÉF3 1.628,- LÍFEYFISBRÉF 1.316,- SS85-1 11.543,- SÍS85-1 19.587,- LIND86-1 11.032,- KÓP. 11.182,- u f f HAUPÞiNG HF Húsi verslunarínnar • sími 68 69 88 Vandi sósíalista Engin stjórnmálastefna er á eins hröðu undanhaldi um heim allan og sósíalism- inn. Með svo haldgóðum rökum og skýrum dæmum hefur verið sýnt fram á skipbrot hans, að jafnvel í þeim löndum, sem enn kenna sig við sósíalisma, eru stjórnendur á flótta frá sósíalískum grundvallarsjónarmiðum og kenningum. Hið sama á við um ’þá, sem eru í þeim stjórnmálaflokki á íslandi, sem enn kenn- ir sig við sósíalisma, Alþýðubandalaginu, þeir eru að leitast við að fóta sig á nýjum hugmyndafræðilegum grunni. Til marks um það er viðtal við Guðrúnu Helgadótt- ur, þingmann Alþýðubandalagsins, í Alþýðublaðinu á laugardag. Er litið til þess í Staksteinum í dag með aðstoð Garra á Tímanum og leiðarahöfundar Alþýðublaðsins. A kostnað annarra f Garra, ritstjómar- dálki Tímans, segir i gser: „f Alþýðublaðinu á laugardaginn birtíst að mörgu leytí fróðlegt við- tal við Guðrúnu Helgad- óttur alþingismann. Þar ræðir hún vítt og breitt um þróun vinstri pólitík- ur á íslandi, og ma. um stöðu Alþýðubandalags- ins. Á einum stað i viðtalinu segir hún orð- rétt: „Höfuðverkur mann- kynsins og efasemdir hvers sósialista er hvort manneskjan er virkilega svo eigingjöm i eðli sinu að hún vifji skara eld að sinni köku á kostnað ann- arra.“ Hér er alþingjsmaður- inn kominn að stóm vandamáli, sem blasir við sósialistum, ekki bara f Alþýðubandalaginu, heldur um heim allan. Ogþvi verður ekki neitað að f þeim efasemdum um gildi sósfalismans, sem birtast i þessum orðum Guðrúnar Helgadóttur, er töluvert mikill sann- leikur fólginn. Eins og allir vita er það grund- vallaratriði f allri kenn- ingu sósfalisma og annarra sambærilegra kenningakerfa að allir skuli vera jafnir. Það reynist hins vegar oft ganga misjafnlega að viðhalda þessum hug- sjónalega jöfnuði þegar út í slaginn er komið.“ Sfðan rifjar Garri upp söguna Félagi Napóleon eftir George Orwell og þá niðurstöðu dýranna f henni, að öll dýr séu vissulega jöfn en sum dýr séu þó jafnari en önnur. Og síðan segir Garri: „Hér ér áhyggjum Guð- rúnar Helgadóttur af gildi sósialismans raunar lýst sem f hnotskura. Hvarvetna f heiminum, þar sem sósialfskt þjóð- skipulag hefur verið tekið upp, hefur það sýnt sig að til hefur orðið ný valdastétt sem siðan hef- ur lifað eftír endurskoð- uðu útgáfunni af reglunni úr skáldsögu Orwells. Þessir sósfalisku ráðamenn hafa með orð- nm þingmiinnainH skarað eld að sinni eigin köku á kostnað annarra." Bendir Garri á, að af þessu leiði, að sem pólitiskt kenningakerfi feli sósialisminn sjálf- krafa f sér fyrirfram innbyggt skipbrot. Reynslan sýni það hvar- vetna úr heiminum að sósialisminn geti af sér nýja valdastétt, sem stjórai i krafd skrifræðis og endalausra reglu- gerða. ÁleiðfráAl- þýðubanda- laginu? í niðurlagsorðum Garra i tilefni af viðtal- inu við Guðrúnu Helgad- óttur dregur hann þá ályktun, að vegna þess að sósfalisminn sé tfma- skekkja eigi Alþýðu- bandalagið við tilvistar- kreppu að glíma. „Það berst fyrir stefnu sem á ekkert erindi inn i það velferðarþjóðfélag sem við búum nú við hér á landi. Ef flokkurinn næði völdum myndi það leiða tíl þess eins að draga hér úr framtaki dugmikilla einstaklinga og rýra lífskjör alls almennings. Þetta virðist Guðrún Helgadóttir vera að byija að skifja. Það er út af fyrir sig fagnaðarefni. Batnandi manni er best að lifa," segir Garri Tfmans. í forystugrein Alþýðu- blaðsins i gær er vitnað í þann hluta samtalsins við Guðrúnu Helgadótt- ur, þar sem hún talar um samstarf vinstri flokka i landinu, en hún vill að vinstri menn setjist nið- ur, tali saman og horfist f augu „við það iskalt að þetta gengur ekki leng- ur“. I tílefni af þessu segir Alþýðublaðið: „Hugmyndir Guð- rúnar nm samstarf vinstri flokka og hreyf- inga eru ekki nýjar af nálinni. En þær era áhugaverðar i jjósi þeirra breytínga sem flokkur hennar, Alþýðubandalag- ið, hefur gengið i gegnum á undanföraum misserum. Valdataka svonefndrar lýðræðis- kynslóðar i Alþýðu- bandalaginu hefur rutt brautina fyrir opnari og sjálfstæðari hugsun þar sem gömlu Kremllinunni hefur verið vísað á bug. Nýjar áherslur i afstöðu flokksins til Atlantshafs- bandalagsins og aðildar fslands að NATO hafa ennfremur aukið líkura- ar á samstarfi við aðrar hreyfingar eins og Al- þýðuflokkinn. Hvort þessir tveir flokkar muni geta sameinað krafta sina tíl að byggja upp samfélag jöfnuðar skal þó ósagt. En vissulega eru þau orð Guðrúnar Helgadóttur hárrétt að afar óheppilegt verður að teljast hve vinstri hreyfingin er dreifð og ósamstæð.” Sú spurning vaknar við þennan lestur, hvort Alþýðubandalagið sé á leið frá Alþýðubandalag- inu inn i Alþýðuflokkinn. Inniflísar Kársnesbraut 106. Simi 46044 - t5122? ÁS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál ínL ©fltLarCÆQQÆgjiiar U)&in)©©®OT <S VESTURGOTU 16 SIMAR 14680 21480 VALHÖLL KYIMIXIIR VIÐTALSTÍMA ÞINGMANNA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK í dag verður til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16 og 18, Eyjólfur Konráð Jónsson Einnig verðurhægtað hringja á þessum tíma í síma 82900. Veríð velkomin. - Heitt kaffi á könnunni. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.