Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 49 í huga mér hef ég oft þakkað honum. Og einnig hef ég svo oft þakkað fyrir hann. Það gæti í sjálfu sér virst nóg. Og þó langar mig til þess að láta í ljós þetta sama þakk- læti á opinberrri hátt, heldur en aðeins að sækja þangað hlýju í huga og minningar. Lífið á svo marga fleti og það fer að líkum, að sumir þeirra eru bjartir, en aðr- ir hafa misst eitthvað af mögulegri birtu vegna einhvers þess, sem ekki er alltaf ljóst. Sævaldur Konráðsson lét ekkert ræna sig birtu þeirri, sem stafaði frá honum. Og í þeirri birtu var svo gott og ljúft að finna hlýj- una, sem hann átti svo ríkulega í veitulu hjarta sínu. Og eigi ég að staðnæmast í þakklæti mínu við annan flöt í persónugerð hans, þá kemur strax fram í hugann úr sjóði minninganna þessi mikli friður, sem hann bjó yfir. Reyndar má líka velta því fyrir sér, hvort þar hlýtur ekki hvort tveggja að verða að fara sam- an, ef það á að vera heilt og öðrum gagnlegt, birtan, friðurinn og frá því hvoru tveggja þessi hlýja, sem færir öðrum svo mikið. Kannski er ég búin að segja það, sem segja þarf, með því að laða fram í huga mér og síðan á blaðið þessar spegilmyndir af kynningu minni af tengdaföður mínum. En um leið og ég tjái þessar þakkir, þá bið ég um það eitt og vona, að þessir eiginleikar hans megi þannig halda áfram að veita það yndi í líf, sem aldrei verður fullmetið. Jafnvel þó að núna hljóti það að vera fyrir mátt minninganna, sem slíkt er kallað fram. Og þó hverfur hann ekki. Mér fínnst hann jafnnálægur núna, enda þótt dánarfregnin sé raunveruleg, eins og hann hefur álltaf verið á sinn hægláta og styrka hátt. Og í huga mér lifír þökkin óhindruð og af henni mun lýsa meðan ég lifí. Ragnheiður Marteinsdóttir Það var ekki langt um liðið frá því Sævaldur Konráðsson lét af störfum við síðustu áramót, á 83. aldursári, þegar hann var allur hinn 18. þessa mánaðar. Má með sanni segja að þá var langur starfsdagur að baki. Með örfáum orðum vil ég minnast þessa frænda míns, leitast við að greina útlínurnar á löngum og farsælum æviferli hans. Sævaldur fæddist í Hafnarfirði 24. júní 1905. Foreldrar hans voru Borghildur Þorsteinsdóttir, ekkja, þar búsett, og Konráð Hjálmarsson kaupmaður og útgerðarmaður á Mjóafírði. En Borghildur hafði verið ráðskona við útveg Konráðs þar eystra árið áður. Borghildi Þorsteinsdóttur hefur verið þann veg lýst að hún var myndarhúsmóðir og vel skapi farin, kona væn yfírlitum og bauð af sér góðan þokka. Konráð Hjálmarsson var kunnur athafnamaður, skörungur að gerð og glæsimenni, örgeðja en raungóð- ur. Sævaldur ólst upp hjá móður sinni í Hafnarfírði fyrstu árin ásamt eldri hálfsystkinum Maríu Ingi- björgu og Ama. En faðir þeirra og maður Borghildar, sem hún missti 1901 eftir jjriggja ára sambúð, var Sæbjöm Amason frá Eldleysu í Mjóafirði Á þessum árúm urðu miklar sviptingar í lífí Konráðs. Það slitn- aði upp úr hjónabandi hans og Sigríðar Jónsdóttur og hann leysti upp heimili sitt á Mjóafírði og flutti til Norðíjarðar — með atvinnurekst- ur sinn. Einkadóttir þeirra Sigfríður giftist um þær mundir og fluttist til Seyðisfjarðar. Nokkrum árum seinna eða 1915 stofnaði Konráð nýtt heimili á Norðfirði með seinni konu sinni, ólöfu Þorkelsdóttur, og nefndi Nýbúð. Nú verður það 1916 að skeyti kemur til Hafnarfjarðar og biður Konráð senda son sinn austur og muni hann sjá honum farborða eft- irleiðis. Borghildur varð við þessu kalli, en þá var drengurinn orðinn ellefu ára gamall. Eftir þetta ólst Sævaldur upp hjá fóður sínum á Norðfirði og byrjaði ungur að vinna ýmis störf við fyrir- tæki hans. Tvö ár var hann við verslunamám, hið fyrra í verslunar- skóla í Edinborg 1924—25, en hið síðara við verklegt nám hjá föður- bróður sínum Gísla Hjálmarssyni kaupmanni. Að námi loknu hóf hann aftur verslunarstörf hjá föður sínum. Þegar hér var komið sögu var Konráð tekinn að reskjast. Var hon- um nú mikill stuðningur að unga manninum og tókst gott samstarf með feðgunum þrátt fyrir ærið ólíka skapgerð. Arið 1935 stofnaði Sævaldur Konráðsson eigin verslun í Nes- kaupstað og rak hana í ellefu ár. Þetta voru erfíðir tímar í atvinnu- lífí óg öllum viðskiptum, en Sævald- ur fór með gát. Árið 1946 brá hann á það ráð að hætta verslunarrekstri eystra og flytja til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Tveir Norðfírðingar, Karl Karlsson og Pétur Waldorf, keyptu af Sævaldi og ráku verslun- ina áfram í sínu nafni um hríð. Sævaldur réðst skrifstofumaður hjá fyrirtækinu Almennar trygging- ar hf. Eftir fá ár tók hann við starfí aðalbókara og gegndi því í áraraðir. Starfstími hans hjá þessu fyrirtæki varð alls rösk 40 ár og hef ég fyrir satt að aldrei hafi hvarflað að honum að skipta um atvinnu. Gefur auga leið að ríkt hefur vinsamlegur andi og myndast gagnkvæmt traust á svo löngum ferli og kemur víst engum kunnug- um á óvart. Árið 1930 gekk Sævaldur að eiga Friðrikku Júlíusdóttur frá Syðra- Garðshomi í Svarfaðardal, mikla ágætiskonu og urðu þau fjarska samrýmd. Var Sævaldur maður heimakær, spilaði brids við gamla vini og góðkunningja að austan og úr Reykjavík, en átti annars ekki tómstundir utan heimilis. Ungu hjónin byrjuðu búskapinn í Nýja Kastala á Norðfírði, fjölbýlis- húsi sem Konráð hafði byggð yfír verkafólk sem hjá honum vann. Seinna fluttu þau í eigið húsnæði sambyggt verslun þeirra þar á staðnum. Með búferlaflutningum til Reykjavíkur seinna vildu þau auð- velda sonum sínum skólagöngu og gekk það raunar eftir. En Friðrikka og Sævaldur eignuðust þtjá syni. Haukur er elstur bræðranna, starfandi verkfræðingur. Hann kvæntist Báru Þórarinsdóttur. Þau slitu samvistum. Hörður er tann- læknir. Fyrri kona hans var Auðbjörg Helgadóttir, en þau skildu. Seinni kona Harðar er Ragn- heiður Marteinsdóttir. Hjörvar er yngstur bræðranna, matreiðslu- maður og starfandi bryti hjá Skipaútgerð ríkisins. Kona hans er Hrafnhildur Kristinsdóttir. Allir eru þeir bræður búsettir í Reykjavík. Áður en Sævaldur kynntist Frið- rikku hafði hann eignast son með Karólínu Stefánsdóttur á Norðfírði, en ekki bjuggu þau saman. Hann var skírður Konráð í höfuðið á afa sínum. Konráð Sævaldsson er kvæntur Alice Dalmar frá Siglu- fírði. Hafa þau átt heima erlendis síðustu árin. Við Sævaldur Konráðsson vorum lítið samvistum, vissum þó hvor af öðrum og hittumst stöku sinnum þegar atvikin leiddu okkur saman, einkum á seinni árum. Samt lifír nú eftir í huga mínum býsna skýr mynd af óvenjulega heilsteyptum- manni, traustum og hlýjum, sem gott var að mæta á fömum vegi og ljúft að eiga með ögurstund. Svo mun því einnig hafa verið. háttað um þá fjölmörgu sem honum kynnt- ust, til dæmis á vinnustað og raunar hvar sem leiðir lágu saman. Slíkra manna er gott að minnast á kveðju- stund að loknum löngum starfsdegi og þá er margt að þakka. Eg sendi sonum Sævaldar frænda míns og öðrum hans nán- ustu hlýjar samúðarkveðjur. Vilhjálmur Hjálmarsson SVAR MITT eftir Billy Graham Eiginmaðurinn vantrúaður Maðurinn minn er gjörsneyddur áhuga á trúmál- um. Þó lætur hann sér vel líka að eg sæki kirkju ásamt börnunum okkar. Hann segir að vandi sinn sé sá að hann þekki svo margt kirkjufólk sem sé ekkert öðruvísi en aðrir. Hvernig get eg vakið áhuga hans? Það er ekki á mínu færi að kveða upp úr um hvort þetta er raunverulega ástæðan til þess að eiginmaður þinn forð- ast kirkjuna. En eg vona að sú stund renni upp að hann geri sér ljóst að það er Kristur sem hann á að líta til en ekki menn sem kunna að játa nafn hans en lifa ekki í sam- ræmi við vilja Guðs. Við höfnum ekki stórstígum framförum læknavísindanna þó að við þekkjum einhveija skussa í lækna- stétt eða skottulækna. Við ættum ekki að hafna Kristi vegna þess að eitthvert fólk er lélegir fulltrúar hans. En það er tvennt sem þú getur gert. Annað er að þú leit- ist við af öllum mætti að sýna manni þínum hvað það er að vera góð, elskandi eiginkona. Já, vel má vera að hann þekki einhveija sem segist verá kristnir en lifa ekki í sam- ræmi við það — en vert þú kona sem hann þekkir og veit að lifír Kristi. Lestu t.d. upptalninguna á ávöxtum heilags anda í bréfí Páls til Galatamanna 5,22—23: „Ávöxtur andans er: Kær- leiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi (sjálfstjórn).“ Sér maðurinn þinn þetta í lífí þínu? Við heyrum enduróm af þessu hjá Pétri þegar hann ritar konum sem áttu vantrúaða eiginmenn. Taktu vel eftir hvað hann segir: „Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eiginmönnum yðar til þess að jafnvel þeir sem vilja ekki hlýða orðinu geti unnist orðalaust við hegðun kvenna sinna þegar þeir sjá yðar grandvöru og skírlífu hegðun. Skart yðar sé... hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda. Það er dýrmætt í augum Guðs.“ (1. Pét. 3,1-4.) í öðru lagi skaltu biðja fyrir manni þínum, að Guð hjálpi honum að sjá að hann þarfnast Krists. Guð getur breytt manni mínum er þú biður fyrir honum af trúmennsku. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HANSBORGARJÓNSDÓTTUR frá Einarslóni, Snæfellsnesi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. janúar kl. 1 5.00. Jarðsett verður frá Ingjaldshóli, Hellissandi, laugardaginn 30. janúar kl. 16.00. Guðjón Matthíasson, Huldis Annelsdóttir, Ásgerður Annelsdóttir, Anna Annelsdóttir, Þorkell Guðmundsson, Björk Lárusdóttir og barnabörn. t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐFINNU HALLDÓRSDÓTTUR frá Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, Fossheiði 10, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður frá Ólafsvallakirkju sama dag. Ólina Maria Jónsdóttir, Guðjón Egilsson og barnabörn. t Faðir minn, tegndafaðir og afi, SIGURGEIR EINARSSON, Óðinsgötu 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á SIBS. Áróra Sigurgeirsdóttir, Hörður H. Bjarnason, SigríðurÁsa Harðardóttir, Bjarni Einar Harðarson, Katla Guðrún Harðardóttir. t Hjartkaer maðurinn minn og fósturfaðir, MEINHART ZACHARIASEN, Grjótaseli 5, lést 25. þ.m. Útför hans verður gerð frá litlu Kapellunni í Fossvogi föstudaginn 29. janúar. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Sofía Zachariasen, Edna og Friðgeir Olgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, bróðir og mágur, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON húsgagnasmiður, Bakkagerði 9, verður jarðsunginn föstudaginn 29. janúar frá Fossvogskirkju kl. 13.30. / Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á byggingasjóð KFUM og KFUK. Guðfinna Jónsdóttir, Ingólfur Guðmundsson, Ásta Þorsteinsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HILDUR HELGA HELGADÓTTIR, Melabraut 6, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameins- félag íslands. Sigrún Hanna Árnadóttir, Eggert Þór ísberg, Björgvin Bjarni Magnússon, Hildur Helga Jóhannsdóttir, Jón Þór Isberg, Árný Björg ísberg. t Þakka inniiega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, SVANFRÍÐAR G. VIGFÚSDÓTTUR, Sólbrekku 28, Húsavik. Ásbjörn Magnússon. Lokað Vegna jarðarfarar RICHARDS THEODÓRS, skrifstofu- stjóra, Laugarásvegi 44, verður skrifstofa Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands, Öldugötu 4, lokuð í dag frá kl. 13 til 15. „ „ Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.