Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
VÖRUBÍLAEIGENDUR
BREMSU
BORÐAR
VERÐLÆKKUN Á BREMSUBORÐUM
MIÐSTÖÐVAR
matvöruviðskiptanna eru
opnar sem hér segir
Laugalæk, sími 686511
Virka daga kl. 8-19
Föstudaga kl. 8-20
Laugardaga kl. 8-16
Hamraborg, Kópavogi, sími 41640
Alla daga frá kl. 8-20
Garðatorgi, Garðabæ, sími 656400
Virka daga kl. 8-19
Föstudaga kl. 8-20
Laugardaga kl. 8-18
Verið ávallt velkomin
Angóla:
Loftárás
bindur enda
á umsátur
Luanda, Reuter.
FLUGMENN frá Angóla og Kúbu
gerðu loftárás á bæinn Cuito Cu-
anavale í Angóla og léttu þannig
af umsátri suður-afrískra innrás-
arsveita, að því er haft var eftir
talsmanni hersins í Angóla í gær.
Karlos Dias, hershöfðingi, sagði
að her Angóla hefði styrkt stöðu sína
í og í grennd við Cuito Cuanavale,
sem suður-afrískir hermenn hafa set-
ið um í tvær vikur. Suður-Afríku-
mennimir hefðu hörfað um 30
kflómetra austur fyrir bæinn og héldu
nú uppi árásum á aðflutningsleiðir
og virki hersins.
Um 30.000 hermenn frá Kúbu
styrkja nú Angólaher í baráttunni við
UNITA, samtök um algjört sjálfstæði
Angóla, sem Suður-Ameríkumenn
styðja. Flugmenn frá Kúbu tóku þátt
í loftárásinni sem var gerð með
MiG-21 árásarvélum.
Reuter
Vatnavextír íParís
Votviðrasamt hefur verið í Frakklandi að undanfömu. í París flæddi
Signa _yfir bakka sína í rigningunum og gerði vegfarendum erfitt
fyrir. A myndinni öslar bifhjól eftir götunni og bátar dorma þar sem
alla jafna er bílastæði.
Vestur-þýskum ríkisborgara rænt í Beirút:
Elsti Hamadei-bróðir-
inn liggur undir grun
Beirút, Diisseldorf. Reuter.
VOPNAÐIR menn rændu í gær
Vestur-Þjóðveijanum Ralph
Schray í vesturhluta Beirút.
Heimildamenn í Vestur-Þýska-
landi telja að ránið kunni að
tengjast réttarhöldum þar í landi
yfir Abbas Ali Hamadei. Hann
er sakaður um að hafa rænt
V estur-Þj óð verjunum Rudolf
Cordes og Alfred Schmidt fyrir
árí síðan til að þrýsta á um að
bróður sínum Mohamed Ali
Hamadei yrði sleppt úr haldi.
hélt fund fyrir sendinefnd Al-
þjóðlega Helsinki-bandalagins,
IHF, í gær, þar sem fulltrúar
opinberra og óopinberra mann-
réttindahópa Sovétríkjanna
ræddu mannréttindamál.
Þetta er í fyrsta skipti sem sendi-
nefnd, sem gagnrýnt hefur Sov-
étríkin opinberlega fyrir mannrétt-
indabrot, fær að koma til landsins
og ræða við háttsetta embættis-
menn. Auglýst hafði verið að öllum
sem vildu væri heimill aðgangur og
um fímmtíu andófsmenn mættu á
fundinn.
Lev Tfmofeyev, leiðtogi óopin-
bera mannréttindahópsins „fjöl-
miðlafélagið glasnost", hélt ræðu á
fundinum og sagði meðal annars:
„Við komum hingað sem vinir, til
að um opinberar stofnanir
sem eiga að hafa eftirlit með og
tryggja mannréttindi." Áður hafði
formaður sovésku mannréttinda-
nefndarinnar, Fjodor Búrlatskí,
mótmælt því að Tímofeyev fengi
að tala á fundinum því hann hefði
ekki verið á lista yfir þátttakendur.
„Við teljum að þetta sé hvorki stað-
ur né stund til að kynnast „fjöl-
miðlafélaginu glasnost", sagði
Búrlatskí, en lét að lokum undan
„til merkis um glasnost".
Tímofeyev sagðist hafa orðið fyr-
ir vonbrigðum með viðtökumar sem
mannréttindahópur hans hefði
fengið og hann hvatti til þess að
opinberu og óopinberu hópamir
legðu sig meira fram um að vinna
saman í framtíðinni. Hann sagðist
ennfremur ætla að afhenda opin-
Mohamed Ali er enn í fangelsi \
Vestur-Þýskalandi sakaður um
að hafa rænt bandariskrí far-
þegaflugvél Trans World Airli-
nes áríð 1985.
Að sögn lögreglu rændu sex
vopnaðir menn á þremur bifreiðum
verkfræðingnum Ralph Schray
nærri heimili hans í Bristol í Beir-
út. Schray er þrítugur að aldri og
er móðir hans Líbani en faðirinn
Vestur-Þjóðverji. Schray hefur að
sögn eiginkonu sinnar búið alla ævi
bem mannréttindanefndinni lista
með nöfnum 200 pólitískra fanga
í Sovétríkjunum. „Margir þeirra
vom fangelsaðir fyrir að segja það
sama og þið segið nú. Eini munur-
inn er sá að tíminn er ekki sá
sami." Listinn sem Tímofeyev ætlar
að afhenda mannréttindanefndinni
er sá sami og listinn sem Andre
Sakharov afhenti Gorbatsjov fyrr í
þessum mánuði.
í Líbanon en sótt menntun til
Bandaríkjanna. Ættingi Schrays
sem ekki vill láta nafns síns getið
sagði í gær að elsti bróðir þeirra
Alis og Abbas Alis stæði að baki
mannráninu. Hann sagði að hátt-
settur foringi í hersveitum shíta
hefði tjáð sér að Abdel Hadi Hama-
dei hefði fyrirskipað ránið á Schray
til þess að reyna að fá bræður sína
tvo lausa. Foringinn á að hafa sagt
að fyrst engir Vestur-Þjóðveijar
væm eftir í Beirút þá hefði manni
verið rænt sem væri af þýskum
ættum. Elsti bróðirinn er háttsettur
í öfgasamtökunum Hizbollah sem
njóta stuðnings írana.
Wolfgang Schauble aðstoðar-
maður Helmuts Kohls kanslara
sagði í gær við réttarhöldin í Diis-
seldorf yfir Abbas Ali að Mohamed
Ali Hamadei hefði ekki verið fram-
seldur til Bandaríkjanna vegna þess
að ríkisstjóminni hefðu borist hót-
anir um að tveimur vestur-þýskum
gíslum í Beirút, Rudolf Cordes og
Alfred Schmidt yrði gert mein ef
hann yrði látinn laus. Schmidt var
sleppt í september en Cordes er enn
í haldi.
Aðspurður um áhrif ránsins á
Schray á réttarhöldin yfir Abbas
Ali Hamadei sagði dómari í Duss-
eldorf að ef rétt væri að enn einn
Hamadei-bróðirinn stæði að baki
ráninu þá gerði það afgreiðslu máls-
ins enn flóknari.
Stern:
Norskur lax vondur
Tromsa. Frá Baldri Sveinbjömssyni, fréttaritara MorgimbladsinB.
NÝLEGA gerði vestur-þýska máli sem þessu. í Vestur-Þýska-
vikublaðið Stern innfluttan
reyktan lax frá Noregi að um-
talsefni. Rétt fyrir jólin keypti
blaðið reyktan lax f matvöru-
verslunum víða f Vestur-Þýska-
landi og fékk matvælaf ræðinga
f Berlín til að kanna framleiðsl-
una.
Keyptir voru 34 pakkar af reykta
laxinum, sem samkvæmt upplýs-
ingum var fluttur inn frá Noregi,
en síðan reyktur af ýmsum mat-
vælaframleiðendum í Vestur-
Þýskalandi. Þéttleiki, bragð, litur,
lykt og ferskleiki voru meðal
þeirra atriða, sem könnuð voru.
Niðurstaða könnunarinnar var
satt að segja óvænt: Súr, beiskur,
sápukenndur og óætur voru meðal
þeirra einkenna, sem fram komu.
í fréttatilkynningu frá sölusam-
tökum fískeldisstöðva kemur
fram, að lítið sé hægt að gera í
landi teljist norskur lax til vara í
háum gseðaflokki. Hins vegar séu
brögð að því, að framleiðendur
þar í landi bjóði til sölu „norskan"
lax, sem sé alls ekki norskur, en
seljist jafnan betur, ef hann er
merktur sem slíkur. Það sem hafi
að öllum líkindum gerst, sé, að
þeir aðilar í Vestur-Þýskalandi,
sem sáu um að reykja laxinn,
hafí ekki meðhöndlað hann á rétt-
an hátt, þannig að útkoman hafi
orðið léleg framleiðsla.
í Noregi er framleitt mjög lítið
af reyktum laxi til útflutnings til
EB-landanna. Skýringin felst í
því, að tollur á fullunninn lax er
13%. Tollur á ferskan lax er hins
vegar aðeins 2%. Síðastliðið ár
voru um 200 tonn af reyktum
laxi og um 8000 tonn af ferskum
laxi seld til Vestur-Þýskalands.
Sovétríkin:
Opinber mannrétt-
indanefnd fundar
með andófsmönnum
Moskvu, Reuter.
SOVÉSKA mannréttindanefndin