Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 HJARTAKNUSARAR Barnard giftist í þriðja sinn Suður-Afríska hjartaskurð- lækninum Cristian Barnard er ekki síður lagið að heilla hjörtu ungra kvenna, en að gera á þeim aðgerðir. Hann er orðinn 65 ára gamall og gifti sig sl. laugardag hinni 24 ára gömlu Karen Selzkorn. Þau hittust fyrst árið 1969 þegar Barnard var í fríi með fyrstu eigin- konu sinni. Karen var þá eki nema sex ára gömul og hafa S-Afrískir fréttamiðlar mikið gaman af því að birta myndir af þeim sem þá voru teknar, þar sem Barnard situr með eiginkonuna í fanginu. Cristian Barnard lét af stöðu sinni sem prófessor við háskólann í Höfðaborg árið 1981 og keypti og rak veitingahús um skeið. Hann varð sem kunnugt er að hætta skurðlækningum vegna æðakölkun- ar. Hann starfar nú sem ráðgjafi við sjúkrahús í Oklahoma-borg, en hefur auk þess tekjur af fram- leiðslu og sölu yngingarmeðals og rekstri heilsuhælis. Nýgift. Cristian Barnard og Karen Selzkorn. OPÍÐ I KVOLD frá kl. 22.00 - 03.00 Bandaríski djazzdansarinn ChrÍStÍan PoIOS dansar þætti úr frumsömdu verki "Moving Man" Hlynur og Daddi sjá um . "TónlistTunglsins" Irnktaraatu2 S. 621625 fc"*^ lœkto'Oöhj2 s 621625 .Snyrtilegur klæðnaður _yKvoibvú GULLINN VEITINGASTAÐUR þar sem áhersla er lögð á gæðí og þjónustu. Nú er opið allá virka dága í hádeginú ög'á kvöldin. Á laugardögum og sunnudögum er opiðfrákl. 18.00. Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður. KVIKMYNDIR „Á hverf- anda hveli" Kvikmyndaleikstjórinn Sergio Leone, sem helst er þekktur fyrir að hafa leikstýrt ótal spag- hettí-vestrum (Clint Eastwood lék' í nokkrum þeirra), hyggst nú gera nýja útgáfu af „Á hverfanda hveli". Ætlar Leone að taka myndina upp í Leningrad, en hún verður fram- leidd af sovéskum og bandarískum aðilum, - I anda glasnost. Umgjörð myndarinnar verður þó talsvert frá- brugðin þeirri fyrri, en hún mun fjalla um samband bandarísks blaðamanns við sovéska konu sem hann fyrirhittir í Leningrad og verð- ur ástfanginn af. Fyrirhugað er að Robert De Niro fari með hlutverk blaðamannsins, en Leone leitar nú logandi ljósi af leikkonu í hlutverk konunnar. Sagan „Á hverfanda hveli" var skrifuð af Margaret Mitchell og var kvikmynduð árið 1939. Leikstjóri myndarinnar var Victor Fleming, en með aðalhlutverk fóru þau Clark Gable og Vivien Leigh. ROKK Jagger segist fær í flestan sjó Mick Jagger verður 45 ára seinna á þessu ári og segist hann vera orðinn hundleiður á að fólk tönnlist á aldri hans og spái honum fallandi gengi í náinni framtið. „Fólk er að spá mér svip- ðuðum örlögum og Elvis Prestley, segir að ég sé að verða feitur og latur," segir Jagger. „Þetta er bull." Jagger er kominn í hlutverk hins ábyrga heimilisföður og segist una því vel, - það skemmtilegasta sem hann geri sé að lesa dætur sínar í svefh á kvöldin. Jagger hefur nú verið í tygjum við Jerry Hall í 10 ár og eiga þau tvö bðrn saman, en Jagger átti tvö börn fyrir og segist hann hafa talsverð- ar áhyggjur af þeim, þær séu komnar á hættulegan gelgjualdur og þá fari freistingarnar að birt- ast á öllum götuhornum. Hann er þó ekki alveg sestur í helgan stein, því haft var eftir honum á mánudaginn að hann væri nýbúinn að ganga frá kvik- myndahandriti sem hann samdi ásamt David Bowie. Um framhald á samstarfi sínu við hina meðlima hljómsveitarinnar „The Rolling Stones" vildi hann fátt segja, en lét þó þau orð falla að hann vonaðist til að þeim tæ- kist að leysa deilur sem upp komu á milli þeirra svo þeir gætu farið f a.m.k. eitt hljómleikaferðalag enn. „Ef ég væri ekki sannfærður um að ég hefði þrek til að standa í þessu þá mundi ég hætta," seg- ir Jagger og bætir við að hann hafi ekki í hyggju að enda feril sinn á sama hátt og Elvis Prestley. KONGAFOLK Afmæli konungs Það eru kóngar og drottningar víðar en í Evrópu. í Tailandi ríkir kóngur nokkur að nafni Bhumi- bol og hann hélt upp á 60 ára afmælið sitt á dögunum. Þetta voru góð tíðindi fyrir Tailendinga því kóngurinn fyrirskipaði allsherjarfrí í landinu í þrjá daga vegna afmælis- ins. Slíkan munað hafa Tailendinprar ekki upplifað í háa herrans tíð, eða síðan 1950, að hann fyrirskipaði frí í tilefni þess að þá hafði hann gegnt embætti í fjögur ár. Bhumibol fædd- ist í Bandaríkjunum, ólst upp í Sviss og komst til valda þegar bróðir hans lést. Ef frá er talinn pólitískur órói árið 1985, hefur veldi hans verið tiltölulega öruggt. Konungshjónin Bhumibol og Sírikit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.