Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 33 Morgunblaðið/Bjami Hermann Sigurðsson, Þórey Sigurðardóttir, Örn Ingólfsson og Helgi Elíasson við undirbúning könnunarinnar. Verðlagsstofnun: Skyndikönnun í bakaríum Morgunblaðið/Bjami Valgerður Marinósdóttir, Jóhannes Gunnarsson og Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun bera saman bækur sínar. STARFSMENN Verðlagsstofn- unar gengu i gær í bakari á höfuðborgarsvæðinu og könn- uðu hvort bakarameistarar hefðu farið að tilmælum stofn- unarinnar og lækkað verð á brauðum og kökum frá þvi verði sem bakariin tóku upp i kjölfar söluskattshækkunar- innar um áramótin. Niðurstöð- ur þessarar skyndikönnunar verða kynntar verðlagsráði á fundi þess i dag þar sem m.a. liggur fyrir tillaga um verð- stöðvun á brauð og kökur, þannig að ofan á útsöluverð desembermánaðar verði ein- ungis bætt söluskattshækkun. I Verðlagsstofnun töldu menn að niðurstöður könnunarinnar hefðu mikil áhrif á hvemig af- greiðslu þessi tillaga fær í Verð- lagsráði. Einnig munu fulltrúar Verðlagsstofnunar og Bakara- meistara hafa hist í gær og reynt fínna grundvöll fyrir samkomu- lagi í málinu. Morgunblaðsmenn fylgdu eftir- litsmönnum á ferð í nokkur bakarí t gær. Á einum stað hafði hluti umframhækkunar á fransk- og heilhveitibrauð verið látinn ganga til baka en yfírleitt virtist sem bakarí ætluðu að halda hækkun- unum til streitu. í Árbæjarbakaríi varð Víglundur Jónsson bakara- meistari fyrir svörum. Hann kvaðst ekki sáttur við hvemig kannanir á verði á brauði og kök- um hefðu verið kynntar. Einungis hefðu verið birtar hækkanir í pró- sentum en ekki látið uppi hver hækkunin hefði verið í krónum. Verið gæti að þeir sem hefðu hækkað sínar vömr hlutfallslega meira en aðrir væm eftir sem áður með lægstu verð í krónum og hefðu þurft að fá hlutfallslega meiri hækkun vegna þess hve langt undir kostnaði þeir hefðu verið. „Ég held áð þessi matar- skattur hafí verið mistök,“ sagði Víglundur, „Það vom ekki mat- vömkaupmenn og bakarar sem sviku undan söluskatti. Maður hefur strax orðið var við sam- drátt í sölunni, einkum í kökum, kökusalan er aðeins brot af því sem eðlilegt hefur talist." Kaupmáttarhrap líklega 15% frá árámótum til 1. mars - segir Karvel Pálmason, varaformaður VMSÍ „Ég hef ekki fengið þær upp- lýsingar sem ég tel mig þurfa eða séð samningana og þvi get ég ekki metið þá að svo stöddu. Það er ekki very'a mín að ijá mig um mál sem ég veit ekki nokkuð gjörla um,“ sagði Karvel Pálma- son, varaformaður Verkamanna- sambands íslands og formaður verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur er Morgunblaðið leitaði álits hans á þeim kjara- samningum sem gerðir hafa verið á Vestfjörðum. „Ég vil hins vegar minna á að bæði Aiþýðusambandið og Verka- mannasambandið hvöttu félögin, svæðasamböndin eða sérgreina- samböndin til þess á síðastliðnu hausti að reyna fyrir sér með samn- inga, vegna þeirrar óánægju með jólafóstusamninganna, sem kom upp f kjölfar kosningaskjálftans hjá Þorsteini Pálssyni í vor. Auðvitað varð að sjá fyrir endann á því dæmi og það hafa þeir gert á Vestfjörð- um. Meginspuminginn er þessi; færa þessir samningar því fólki sem við þá á að búa það sem það getur unað við. Mér sýnist að kaupmátt- arhrap frá áramótum til 1. mars muni vera í kringum 15% fyrir utan það sem búið er að gerast í launa- málum undangengna mánuði og það launaskrið sem átt hefur sér stað hjá öðrum stéttum en þeim sem verið er að semja fyrir," sagði Karv- el ennfremur. Hann sagðist ekki geta sagt um það hvort samningamir yrðu sam- þykktir í félaginu á Bolungarvík, varaformaður þess og fleiri hefðu unnið að samningagerðinni og það væri þeirra að meta það hvort líklegt væri að samningar næðu fram að ganga. Karvel sagðist ekki geta sagt um það hvort samningamir á Vestfjörð- um gætu gefið tóninn hvað varðaði samninga annars staðar, til þess hefði hann ekki næga vitneskju um samningana og vissi ekki hvort allt væri komið fram, sem þá varðaði. Hins vegar sýndist honum, af þeim fundum með stjómum aðildarfélaga VMSÍ, sem hann hefði verið á und- anfarið með formanni VMSÍ vítt og breitt um landið að væntingar fólks væm meiri til kjarabóta, held- ur en sumir töluðu um. „Hver er staðan í efnahagsmál- um? Er mönnum ljóst hvað kann yfir að dynja á næstu vikum eða mánuðunum? Það er búið að boða efnahagsaðgerðir, hverjar verða þær? Verður gengisfelling? Mér em svörin við þessum spumingum ekki ljós. Kemur þetta hvom tveggja til viðbótar þeim hækkunarskriðum sem hafa gengið yfír og hvað þýðir það? Þetta em auðvitað spumingar sem leita á launafólk, ekki síst það fólk sem hefur orðið undir og hefur haft minnst undanfama mánuði vegna svika stjómvalda og vinnu- veitenda og enn minni ég á það að eini aðilinn sem hefur staðið við jólaföstusamninginn, sem var góður til að bytja með að mínu viti, er láglaunafólkið innan hreyfingarinn- ar. Stjómvöld, atvinnurekendur og hinir hærra launuðu í þjóðfélaginu hafa ekki staðið við þennan samn- ing,“ sagði Karvel. Hann sagði að samningamir á Vestfjörðum snem fyrst og fremst að fiskvinnslufólki og ef til vill kynnu þeir að gefa meira en sæist við fyrstu sýn. Skákeinvígin í Kanada: Leyniþj ónustu- menn fylgjast með St. John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞRIÐJA skák þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsjn- ojs varð ekki löng því þeir sömdu um jafntefli þegar 15 leikir höfðu verið leiknir. Jóhann, sem stýrði hvítu mönnunum, hefur því enn vinnings forskot. Skákin fylgdi gamalkunnum far- vegi og upp kom staða sem m.a. Margeir Pétursson, aðstoðarmaður Jóhanns, fékk upp gegn Vasjukov á Reykjavíkurskákmótinu 1980. Kortsjnoj hugsaði sig um í tæpan hálftíma fyrir 7. leik en valdi ekki hvasst afbrigði. Eftir 12 leiki fóm þeir síðan að þráleika og í 15. leik lék Jóhann riddara sínum í þriðja skipti á sama reit og bauð þannig óbeint upp á jafntefli því Kortsjnoj gat í næsta leik látið sömu stöðu koma upp í þriðja skipti. Eftir nokkra umhugsun þáði Kortsjnoj jafnteflið. Þegar ég spurði Margeir hvort hann væri ánægður með þessi úr- slit setti hann upp pókersvipinn og svaraði: Bæði og. Þráinn Guð- mundsson sagði að auðvitað hefði hann frekar viljað að Jóhann reyndi að vinna þessa skák með hvítu en það væri samt rökrétt hemaðar- áætlun að tefla upp á jafntefli. Það væri Kortsjnojs að reyna að sækja og vinna skák og í svona stuttu einvígi ykist pressan á Kortsjnoj með hverri skák. Breski stórmeist- arinn Raymond Keene sagði hins- vegar við mig að þótt staðan í skákinni hefði ekki boðið upp á annað en jafntefli, og því rétt hjá Jóhanni að bjóða það, væri hann ekki sammála Jóhanni að tefla ekki til vinnings í þessari skák með hvítu. Jóhann stýrir svörtu mönnurium í fjórðu skákinni í dag og þá er búist við að Kortsjnoj reyni hvað hann getur að jafna stöðuna. Hafa Jóhann og aðstoðarmenn hans því búið sig sérstaklega vel undir þá skák. Áhugi fyrir einvígjunum er sífellt að aukast og skákmönnum fjölgar hér jafnt og þétt. Spasskij, sem hingað til hefur verið mikið í sviðs- ljósinu, er þó farinn en hann kvaddi með fjöltefli á markaðstorgi borgar- innar á þriðjudagskvöld. Þar tefldi hann við 20 heimamenn, vann 17 skákir og gerði 3 jafntefli, þar af eitt í 10 leikjum við stúlku sem vinn- ur hér í blaðamannaherberginu. Sú viðurkennir í samtali við bæjarblað- ið að hún kunni lítið í skák en fyrir íjolteflið leit hún í bók um heims- meistaraeinvígið 1972 og tefldi sömu byijun og Spasskij í einni skákinni þar. Hvort það var ástæð- an fyrir að Spasskij bauð jafntefli skal ósagt látið en hann er heiðurs- maður hinn mesti eins og allir vita. Hér eru einnig sögur á kreiki um annars konar gesti vegna skák- mótsins en þá sem venjulega eru þeim tengdir. í bæjarblaðinu er haft eftir einum skipuleggjanda mótsins að nokkrir KGB-útsendarar séu á staðnum til að fylgjast með Sovétmönnunum hér og gæta þess að enginn biðji um pólitískt hæli. Þá eru hér sögur um að CLA hafi sent menn til að fylgjast með KGB- mönnunum og kanadíska leyniþjón- ustan hafí þá einnig orðið að senda menn á vettvang til að fylgjast með kollegum sínum. Stutt jafnteflisskák Karl Þorsteins JÓHANN Hjartarson og Viktor Kortsjnoj sömdu um jafntefli í þriðju einvígisskákinni i St. John í Kanada eftir einungis fimmtán leiki. Staðan hafði þá yfir sér jafnteflislegt yfirbragð og loka- staðan er raunar þekkt úr fræðibókum. Kortsjnoj hvarf frá opna afbrigð- inu í spænska leiknum, sem hann beitti í fyrstu einvígisskákinni, og brá nú fyrir sig Caro-Kann-vöm. Hún þykir hentug þegar liðsstjóm- andi svörtu mannanna er í friðsam- legum hugleiðingum og hefur hlotið nafnið „byijun fátæka mannsins" af þeim sökum. Kortsjnoj varð líka ekki skotaskuld úr því að draga úr helstu hótunum hvíta liðsaflans og líflaus staða var á borðinu þegar friðarsamningamir vom undirritað- ir. Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Kortsjnoj Caro-Kann-vöm 1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - dxel, 4. Rxe4 - Rd7, 5. Rf3 — Rgf6, 6. Rxf6+ - Rxf6, 7. Re5 - Be6 Anatolý Karpov hefur óspart beitt þessari byijun undanfarið. í einvígi gegn Sokolov kaus hann eitt sinn að leika 7. — Rd7 og friðar- samningar vom skjótlega undirrit- aðir. 8. Be2 - g6, 9. 0-0 - Bg7, 10. c4 - 0-0, 11. Be3 - Rd7 Karpov leikur hér 11. — Rd7. Kortsjnoj hefur á hinn bóginn beitt textaleiknum áður í skák gegn Beljavskji fyrir fáeinum ámm. Jafn- tefli varð þá eftir snarpa baráttu, en Jóhann kýs að þvinga fram jafn- teflið strax með þrátefli. 12. Rf3 - Rf6, 13. Re5 - Rd7, 14. Rf3 - Rf6, 15. Re5 jafntefli. Vissulega hefur Jóhann aðeins rýmri stöðu, en hann hefur talið ástæðulaust að taka óþarfa áhættu. Níu af áskorendun- um keppa á íslandi St. John, frá Guðmundi Sv. Hermannssyni. NÍU af þeim 14 stórmeisturum, sem hér keppa i áskorendaein- vígjunum, munu keppa i Heims- bikarkeppni Alþjóðlega stórmeistarasambandsins á Is- landi 1.-26. október i haust. Alls verða 6 mót sem 25 skákmenn hafa rétt á að keppa i og verða þeir að keppa i 4 mótanna og þar af gilda þijú bestu mótin. í gær var tilkynnt hveijir keppa á íslandi og éru þein Andersson frá Svíþjóð, Sovétmennimir Beljavskij, Ehlvest, Kasparov, Sokolov, Tal og— Jusupov. Frá Ungveijalandi koma Portisch, Sax og Ribli; frá Englandi koma Nunn og Speelman og til við- bótar em Timman frá Hollandi, Spasskij frá Frakklandi, Kortsjnoj frá Sviss og Nicolic frá Júgóslavíu að ógleymdum Jóhanni Hjartarsyni og einum íslenskum keppanda öðr- um sem fær að keppa sem gestur. Ekki er ákveðið hver það verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.