Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 29 Stafa inflúensufar- aldrar af ákveðnum búskaparháttum? Sumir vísindamenn telja það enga tilviljun, að flestir faraldranna skuli eiga upptök sín í Suðaustur-Asíu FYRIR skömmu birti Morgunblaðið frétt um ótta manna við, að svokallað sameldi, fisk-, skepnu- og fuglaeldi, gæti valdið þvi, að fram kæmu nýjar gerðir inflúensuveira, sem menn hefðu ekkert mótefni gegn. Var vitnað i grein eftir visindamennina Christoph Scholtissek og Ernest Naylor í síðasta hefti af breska náttúrofræði- ritinu Nature og fer hún hér á eftir mikið stytt: Á tíu eða tuttugu ára fresti fer mikill infiúensufaraldur um löndin og í hvert sinn er veiran, sem er af A-stofni, búin nýjum mótefnis- vökum á yfirborðinu. Gegn þessum umbreyttu veirum hafa mennirnir ekkert mótefni. Mótefnisvakabreyt- ingin stafar af erfðafræðilegri uppstokkun. Sem dæmi má nefna, að Hong Kong-inflúensan, sem olli miklum faraldri árið 1968, virðist hafa fengið erfðaefni frá inflúensu- veiru 'af A-stofni, sem annars hefur aðeins fundist í vatnafuglum. Við rannsóknir hefur komið í ljós, að inflúensuveirur, sem leggjast á menn, geta þrifíst og margfaldast í öndum en hins vegar berast þær ekki frá einni til annarrar. Það er því einnig líklegt, að inflúensuveirur í fuglum geti fjölgað sér í mönnum og þá án þess að valda neinni smit- hættu. Af augljósum ástæðum hafa hins vegar ekki verið gerðar neinar tilraunir með það. Reyndin er sú, að flutningur erfðaefnis frá „fugla- veiru" til „mannaveiru" virðist fara fram vegna erfðafræðilegrar upp- stokkunar á veirunum í svínum. Nokkuð áreiðanlegar sannanir eru fyrir, að svín geta sýkst af og smit- að frá sér báðum veirutegundunum, ekki aðeins til annarra svína, heldur einnig til upphaflegu hýslanna. Svínin virðast því vera eins konar „blöndunarstöð" þár sem þessir tveir veirustofnar mætast og bland- ast að einhverju leyti. Vegna þess koma fram veirur með n£ja mótefn- isvaka og nýr inflúensufaraldur ríður yfir lönd og' þjóðir. Ævagamlir búskaparhættir í Suður-Kína, þar sem svín, menn og endur hrærast hvert innan um annað, gætu auðveldað erfðafræði- lega uppstokkun veiranna og um leið skýrt hvers vegna flestir inflú- ensufaraldrar eiga upptök sín þar. Af þessu má draga þá einföldu ályktun, að skynsamlegast sé að halda svínum sem mest aðskildum frá mönnum og fuglum en samt er það svo, að víða er skipulega unnið að því, að bændur taki upp sam- tvinnaðan búskap; séu með fiskeldi, skepnur og fulga. í Mið-Evrópu og einkum í Asíu hefur það lengi tíðkast að nota nýjan skít, einkum svína- og fuglaskít, sem áburð í fiskitjarnir. Sameldi fiska og anda og fiska og svína er algengt í Kína og Hong Kong og er á víð og dreif um helstu fiskiræktarhéruðin. Mikilvirkari sameldiskerfi hafa verið tekin upp víða annars staðar, t.d. í Thailandi þar sem búskapurinn byggist á svínum, hænsnum og fiski. Hænsn- in eru í búrum beint yfir svínunum, sem éta dritið frá þeim, og svína- stíurnar eru yfir fisktjörnunum. Þar lendir allur svínasaurinn og verður að fóðri fyrir fiskinn. í svona kerf- um er skepnufóður, sem af gengur, og skíturinn frá skepnunum ýmist notuð sem fiskafóður eða áburður í tjarnirnar. Mikil mannfjölgun í þróunarríkj- unum, þar sem fiskur er oft stór hluti fæðunnar, hefur valdið miklu álagi á náttúrulega fiskstofna í ám, vötnum og sjó. Vegna þess meðal annars hefur fiskeldi, „Bláa bylting- ing" eins og það er stundum kallað, stóraukist. Fyrir þróunarríkin hefur það líka mjög augljósa kosti, er vinnuaflsfrekt en gefur um leið vel af sér, og því ekki að undra þótt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðrar al- þjóðastofnanir hvetji ýmsar þjóðir til að taka upp sameldi af þessu tagi. Afleiðingarnar af því að færa saman með þessum hætti tvo stofna A-inflúensuverunnar geta hins veg- ar orðið alvarlegar og haft veruleg áhrif á tíðni hættulegra inflúensu- faraldra í framtíðinni. Bandaríkin: Talið er að olíu- verð lækkí í vor New York, Reuter. LÍKLEGT er að verð á banda- riskri olíu lækki um Jvo dali, eða í 15 dali á fatið, ef samtök olíuút- flutningsríkja, OPEC, leggja ekki hömlur á framleiðsluna og seh'a þess í stað olíuna á lægra verði. Nokkrir sérfræðingaM olíuiðnað- inum spá því að í vor falli olíuverðið niður í 13,50 dali á fatið áður en það hækki aftur upp í 18 dali. „Þetta ræðst aðallega á fyrsta árs- fjórðungi ársins og snemma á öðrum ársfjórðunginum," sagði Charles Ehinger, olíusérfræðingur hjá Putnam, Hayes and Bartlett. Milljón fata minni dagsfram- leiðsla olíuútflutningsríkja hefur stuðlað að því að verð á olíu frá Texas hefur komist í 17 dali á fat- ið að undanförnu. En verðið á bandarískri olíu lækkaði hins vegar seint á þriðjudag eftir að fram kom í vikulegri skýrslu bandarísku olíu- stofnunarinnar, API, að olíubirgðir hefðu aukist. Verð á hráolíu, sem olíufyrirtækið West Texas Inter- mediate afgreiðir í mars, féll um 14 sent, niður í 16,96 dali. Minni olíuframleiðsla hefur jafn- vel skyggt á fréttir um að Saudi- Arabía, Kuwait, íran og írak bjóði afslátt af opinberu verði. Óvissa um horfur í olíuviðskiptum hefur samt sem áður neytt bandarísk olíufyrir- tæki til að miða rekstraráætlanir sínar fyrir þetta ár við meðalverðið 15 dali á fatið. Norðvestur-Grænland: HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Vilt þú létta á vinnuálaginu? Vilt þú lesa meira af góðum bókum? Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og læ'ra árangursríkar aðferðir í námstækni? Svarir þú játandi skaltu skrá þig á næsta hrað- lestrarnámskeið, sem hefst þriðjudaginn 2. febrúar nk. Skráningöll kvöld kl. 20.00-22.00 ísíma611096. ^J HRAÐLESTRARSKOLINN TÖLVUPRENTARAR Bkðbmr Oþekktur sjukdómur Símar 35408 og 83033 herjar á sleðahunda Niiuk. Grænlandi. Frá Nil» JSrgen Bruun, fréttaritara Morg^inblaðsins. HUNDAR á Thule-svæðinu í norðanverðu Vestur-Grænlandi hafa hrunið níður úr óþekktum sjúkdómi. Fjórðungur hunda i Moriusaq- héraði er þcg-ar fallinn, um helmingur allra hunda í Savigssivik og nú hefur sjúkdómurinn borist til sjálfs Thule-bæjar. Héraðslæknirinn hefur bannað umf erð milli héraðanna og milli bæjarins og héraðánna. SKERJAFJ. Einarsnes Látraströnd SELTJNES Sjúkdómurinn hefur ekki verið greindur. Ekki er um að ræða hundaæði, en ef til vill er hér á ferðinni svokallað hundafár eða parvoveira. Hræin af hundunúm eru send til Blóðbankans f Kaupmanna- höfn til rannsóknar. Það er mikil blóðtaka fyrir fólkið þarna, sem margt hefur lífsviður- væri sitt af veiðum, að missa hundana, því að þeir eru mikilvæg- asta „veiðitæki" þess. Þó að bætur séu greiddar fyrir hundana, fæst skaðinn aldrei bættur að fullu, þar sem það tekur í það minnsta tvö ár að koma sér upp nýjum sleða- hundum, ef b^ojað er með hvolpa. Sveitarstjórnir á svæðinu hafa leitað til landstjórnarinnar í von um hjálp úr viðlagasjóði landsins. Um 2000 sleðahundar eru f þessum hluta Grænlands. UTHVERFI Selvogsgrunnur Sogavegur MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl. Hverf isgata 4-62 laugavegur1-33o.fl. K0PAV0GUR Sunnubraut iKmtmiNbikit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.