Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 45 spurninni erlendis og var fljótur að aðlaga reksturinn nýjum mörkuð- um. Hann vann náið með samstarfs- mönnum sínum og allir voru honum jafnir. Hann seldi sinn hlut í Fiskiðjunni og aðrar eignir sínar í Vestmanna- eyjum og fluttist til Reykjavíkur árið 1970. Síðar stofnaði hann lítið heildsölu- og smásölufyrirtæki í Hafnarfirði. Ágúst starfaði töluvert að félags- málum. Um skeið var hann formað- ur Félags kaupsýslumanna og Félags atvinnurekenda í Vest- mannaeyjum. Hann var 5 stjórn Lifrasamlagsins og Tónlistarfélags- ins á staðnum. Fyrir tíu árum kenndi hann þess sjúkdóms, sem lagði hann að velli. Hann barðist við þennan sjúkdóm af sama æðruleysi og einkenndi allt hans líf. Öll þessi ár heyrðist hann aldrei kvarta, hvorki heima né heiman. Og þó að tvö síðustu árin hafi sjúkdómurinn herjað mis- kunnarlaust á hann, náði hann sér alltaf upp á milli og átti góðar stundir. Er það ekki síst að þakka lífsvilja hans og jákvæðni svo og frábærrixumönnun Sigurbjargar og góðri læknishjálp og hjúkrun, sérs- taklega á deild 13D á Landspítalan- um. Ég kynntist tengdaföður mínum árið 1969, þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Eg minnist þess hve vel þau hjón tóku mér frá fyrstu stundu. Það var eins með mig og aðra, sem tengst hafa fjölskyld- unni, að okkur var tekið eins og eigin börnum. Atlætið og umhyggj- an var sú sama. Þau reyndust einnig vinum barnanna vel. Sér- staklega æskuvini Egils, Henry Granz, sem missti ungur foreldra sína. Ágúst var frekar dulur um per- sónu sína, en hann var félagslyndur, þó hann hafi dregið sig í hlé hin síðari ár. Þess meira sótti hann í samvistir við fjölskyldu sína. Heim- ilið í Stóragerðinu var og er miðpunktur fjölskyldunnar. Þar hittast börn, tengdabörn og barna- börn, bæði á tyllidögum og öðrum dögum. Þá fengu börnin að heyra sögur hjá afa sínum, oftast frum- samdar um furðuskepnur jarðarinn- ar og líktist sögumaðurinn þá óneitanlega foður sínum. Hann reyndist ávallt málsvari lítilmagnans og tók aldrei þátt í illu umtali. Ein lítil saga lýsir þessu vel. Eitt sinn þegar gesti bar að garði varð einum að orði að hörm- ung væri að sjá hve ein dóttirin væri feit en hinar grannar og glæsi- legar. Sagði Ágúst þá að færi hann með þær allar þrjár til Afríku fengj- ust tvær magrar beljur fyrir þær mjóslegnu en sex bústnar, mjólk- andi kýr fyrir þá þykku. — Já, það rifjast margt upp að leiðarlokum og af nógu er að taka. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og þakka honum samfylgdina og tengdamóður og öðrum aðstand- endum votta ég einlæga samúð. Hildur Einarsdóttir Ágúst Matthíasson frá Litluhól- um í Vestmannaeyjum lést miðviku- daginn 21. janúar sl. Hér verður ekki rakið lífshlaup Ágústar Matt- híassonar, heldur stiklað á nokkrum minningarbrotum, sem koma fram í hugann við fráfall góðs vinar. Gústi Matt, eins og hann var allt- af kallaður, var einn þeirra sem setti svip á bæinn, meðan hans naut við í Eyjum. Eftir stríð tóku þeir félagarnir, Gústi, Gísli Þor- steinsson frá Laufási og Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi, Hraðfrysti- stöð Vestmanneyja á leigu af Einari Sigurðssyni. Þeir höfðu allir starfað hjá Einari. Þeir þremenningarnir ráku síðan Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja til ársins 1952 að þeir stofnuðu Fiskiðjuna hf., sem fljót- lega varð eitt af stærstu frystihús- um landsins og er enn. Það var á vordögum fyrri þrjátíu árum sem undirritaður hóf störf á skrifstofu Fiskiðjunnar. Með okkur Gústa og allri fjölskyldunni tókst góð vinátta, sem haldist hefur allt fram á þenn- an dag. Gústi var góður húsbóndi, léttur í lund og spaugsamur, sem sjaldan skipti skapi. Hann hafði mikla og skemmtilega frásagnargáfu. Átti hann ekki langt að sækja hana, þvf faðir hans, Matthías á Litluhólum, var frægur á sínum tíma fyrir glettnar sögur og frásagnir. Ennþá lifa sögur eftir þá feðga í Eyjum og fljúga manna á milli á góðravina fundum. Árið 1969 flutti Gústi ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur, en hugurinn dvaldi oft á heimaslóð, því mikið þurfti hann að spyrja um fiskiríið, bátana og mannlífið heima, þegar fundum okkar bar saman. Skiljanlega koma margar minningar fram í hugann eftir jafn löng kynni. T.d. minnist ég þess hvað Gústi naut sín þegar hann sat við skrifborðið hlaðið seðlabúntum og taldi í launaumslögin, einnig þegar við nokkrir Eyjamenn fórum á trillu upp í Holtsós undir Eyjafjöll- um. í öllum þeim gleðskap og því fjöri sem þá var, undi Gústi sér vel. Árið 1937 giftist Gústi Sigur- björgu Benediktsdóttur frá Þverá í Öxarfirði. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. 'Sigurbjörg er mikil mannkostakona og dugnaðar- forkur, sem staðið hefur fyrir myhdarlegu heimili þeirra og stutt mann sinn með ráðum og dáð alla tfð. Henni, börnum þeirra og öðrum ættingjum votta ég innilega samúð. Guðjón Olafsson í dag er til grafar borinn Ágúst Matthíasson, fæddur 30.JÚ1Í 1914 á Litluhólum í Vestmannaeyjum. Hann var sonur hjónanna Matthías- ar Finnbogasonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur. Hann óx úr grasi á góðu heimili á meðal sjö systkina. Ágúst hlaut í vöggugjöf mikla °g goða hæfileiku og skynsemi, dugnað, samviskusemi og fádæma andlegt jafnvægi. Þessa miklu eðlis- t Móðir okkar, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR f rá Vogi, Skólatröð 8, Kópavogi, lést í Landspítalanum 27. janúar. Rannveig Siguröardóttir, Guðrún Sigurðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVISA HALLDÓRSDÓTTIR, Bergstaðastrœti 71, Reykjavfk, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Hrafnhlldur Þórðardóttlr, Hjördfs Þóroardóttir, Andrea Þórðardóttir, Hjörleifur Þórðarson, Asdís Þórðardóttir, Lárus Hallbjörnsson, Guðmundur Karlsson, ísloifur Bergsteinsson, Jensína Magnúsdóttlr, Valdimar Hraf nsson, barnabörn og barnabarnabörn. kosti ræktaði hann með sér alla tíð. Hann var um árabil einn af mestu athafnamönnum Vestmannaeyja. Forstjóri og einn af aðaleigendum Fiskiðjunnar hf. sem var þá eitt umsvifamesta frystihús landsins, ásamt því að eiga og reka fiskiskip. Þótt hann hefði mikið umleikis var hann alltaf samur og jafn. En hann stóð ekki einn. Ágúst gekk að eiga glæsilega stúlku, Sig- urbjörgu Benediktsdóttúr frá Þverá í Öxarfirði árið 1937. Mikla mann- kosta og dugnaðarkohu. Var þar mikið gæfuspor stigið af beggja hálfu að einstaklega farsælu hjóna- bandi. Ég kynntist heimili þeirra í gegn um vin minn, Egil, son þeirra. Síðan hef ég notið umhyggju þeirra og vináttu hátt á þriðja áratug. Það er því ótalmargt, sem leitar nú á hugann úr ríkulegum sjóði minninganna og er það allt á einn Veg. Fyrstu minningar mínar frá sam- veru okkar Gústa eru í samsvörun við það, sem alltaf var síðar. Ég minnist þess er við Egill, þá stráklingar, sátum hjá honum. Sem oftar var hann að fræða okkur um lífið og tilveruna á sinn einfalda og áhugaverða hátt. Mörg voru h'fssannindin, sem okkur hlotnaðist í veganesti á þess- um stundum og hafa þau reynst mér dýrmæt í áranna rás. Þannighefur það verið allar göt- •ur síðan. Ágúst hélt áfram að miðla fróðleik sínum, sem alltaf var já- kvæður og áhugaverður. Síðustu samverustundir okkar voru heimsóknir okkar hjóna að sjúkrabeði hans nú um jólin. Ennþá var það hann sem miðlaði heilræð- um og umhyggjan fyrir okkur hjónunum og börnum okkar var einlæg. Mér finnst vel við hæfi að eigna honum orð Lao Tse um manngildið: „Sannanlegt mikilmenni reisir á traustum grundvelli, og fer ekki eftir yfirborðsgljáa. Hann hirðir ávðxtinn en ekki blómið, hann fleygir hisminu en hirðir kjarnann." Nú er Gústi genginn eftir langa, farsæla ævi, mikið starf og gott fordæmi alla tíð. Ekki síst síðustu tíu árin er hann háði baráttu við erfiðan sjúkdóm, án þess að æðrast eða kvarta. Lengst af virtist hann hafa yfirhöndina. En þegar hann að lokum varð undan að láta var hann enn andlega óbugaður en þó ferðbúinn. Við sem eftir stöndum, þökkum honum einstaka samfylgd. Megi góð minning styrkja Sigurbjörgu, | börnin hans og aðra ástvini. Heyri ég góðs manns getið kemur hann mér í hug. Henry Þór og fjölskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.