Morgunblaðið - 28.01.1988, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
Á listiðnaðarsýningu íNew York
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands opnaði í gær norræna listiðnaðarsýningu i American
Craft Museum í New York. Á sýningunni eru kynntir 35 norrænir listamenn, fimm frá
hverju landi og verður hún sett upp á tveimur öðrum stöðum í Bandaríkjunum. Á myndinni
stendur Vigdís við glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð.
Vestfirðir:
Þrju félög sam-
þykktu samninga
„ÉG ER ánægður með að menn skuli hafa samþykkt þessa samninga
því að reynslan á eftir að gera fleiri ánægða en þá sem greiddu
atkvæði með þeim nú,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður verkalýðs-
félagsins Baldurs á ísafirði og forseti Alþýðusambands Vestfjarða,
eftir að samningamir höfðu veríð samþykktir þar vestra í gær-
kvöldi. Atkvæði féllu þannig að 46 greiddu atkvæði með samningun-
um, 25 voru á móti og 13 sátu hjá. Verkalýðsfélagið Baldur er
fjölmennasta verkalýðsfélagið á Vestfjörðum, með um 500 félags-
menn.
A fundi verkalýðsfélagsins Vöm
á Bfldudal í gærkvöldi voru samn-
ingamir einnig samþykktir með
yfirgnæfandi meirihluta, en 35
greiddu atkvæði með þeim en 3
voni á móti. Að sögn fréttaritara
Morgunblaðsins á Bfldudal var
fundurinn einn sá íjölmennasti sem
þar hefur verið haldinn um árabil
og var gott hljóð í mönnum að hon-
um loknum.
í fyrrakvöld vom samningamir
samþykktir einróma á félagsfundi
í verkalýðsfélaginu Súganda á Suð-
ureyri.
Hafnarfjörður:
Síma lögreglu lok-
að vegna skulda
Sparískírteini ríkissjóðs:
Linlausn 835 millj-
ónir umfram sölu
Kominn tími til að bæta sölukerfið, segir fjármálaráðherra
RÍKISSJÓÐUR hefur innleyst
sparískirteini ríkissjóðs það sem
af er janúarmánuði fyrir 1.135
miUjónir kr., en selt ný spariskir-
teini fyrír 300 milþ'ónir kr.
Vegna innlausnar umfram sölu
hafa því runnið 835 milljónir úr
rikissjóði þessa daga.
Þessar tölur miðast við stöðuna
í fyrradag og sagði Jón Baldvin
Harinibalsson ármálaráðherra að
þær segðu ekki alla söguna því
reynslan sýndi að mest væri selt
af spariskírteinum síðustu daga
hvers mánaðar. Innleysanleg spari-
skírteini f janúar em alls 2.519
milljónir kr., oger það 44% af öllum
þeim spariskírteinum sem laus em
á þessu ári. Er því mikilvægt fyrir
ríkissjóð að ný skírteini seljist vel
í þessum mánuði.
Aðspurður um ástæðu dræmrar
sölu sagði fjármálaráðherra að til
dæmis hefði töf á afgreiðslu láns-
fjárlaga valdið því að fyrstu inn-
lausnardagana hefði ekki verið
heimild til að bjóða skírteinin í réttu
formi. Hann sagði að ekki stæði til
að breyta kjörum spariskírteinanna,
þau væm besti kosturinn fyrir ein-
staklinga þegar tekið hefði .verið
tillit til öryggis og skattfrelsis bréf-
anna. Af þessu tilefrii sagði hann
að það mætti til sanns vegar færa
að kominn væri tími til að bæta
sölukerfí spariskfrteina ríkissjóðs.
Salan væri nú aðallega falin keppi-
nautum ríkissjóðs á þessum
markaði, verðbréfasölum og bönk-
um.
ILLA gekk að ná sambandi við
lögregluna f Hafnarfirði f gær,
enda var símanum lokað vegna
ógreiddra reikninga. Eina núm-
erið, sem var áfram opið, var
neyðarsíminn, 51166, og var
gífurlegt álag á þær fjórar lfnur,
sem tengdar eru númerínu.
í gærmorgun komst lögreglan
að því að allir símar vom lokaðir,
fyrir utan neyðarsímann. Þetta kom
sér skiljanlega afar illa og má nefna
sem dæmi, að rannsóknarlögreglan
leitaði að konu frá Seltjamamesi,
en þurfti að fylgjast með gangi
mála um annan síma en sinn eigin.
Rannsóknarlögreglumaður sagði að
slíkt ástand hefði aldrei skapast þá
tugi ára sem hann hefði starfað í
lögreglunni. Oft tók það fólk langan
tfma að ná sambandi við neyðarsím-
ann vegna álags og höfðu lögreglu-
menn þungar áhyggjur af því að
almenningur næði ekki strax sam-
bandi við lögregluna í neyðartilvik-
um.
Morgunblaðið reyndi að ná sam-
bandi við Má Pétursson, bæjarfóg-
eta í Hafnarfirði, í gær til að fá
skýringu á því hvers vegna reikn-
ingar embættisins hefðu ekki verið
greiddir. Ekki náðist í fógetann, því
beinn sími á skrifstofu hans og
heimasími vom lokaðir.
Lýst eftir
eldri konu
LÖGREGLAN lýsir eftír
eldrí konu frá Seltjamar-
nesi, en sfðast spurðist til
hennar sí ðdegis á sunnudag.
Konan, Guðríður Kristins-
dóttir, er 81 árs gömul og til
heimilis að Ráðagerði á Sel-
Ijamamesi. Hún býr þar ein,
en sfðast er vitað um hana
heima sfðdegis á sunnudag.
Talið er að hún sé klædd f
grænleita kápu og með hatt.
Hún er um 160 cm á hæð,
grönn, létt á fæti og kvik í
hreyfíngum. Þeir sem gætu
gefíð upplýsingar um ferðir
hennar era beðnir um að láta
lögregluna vita.
í gær leituðu björgunarsveit-
ir konunnar á Seltjamamesi og
höfðu sporhund sér til fullting-
is. Leit verður haldið áfram. .
í dag
Mikilvægast er að lokið
verði við kjarasammnga
- segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra
JOorsnnblabiri
VlÐSKIPn AIVINNUIÍF
Vaxnndi áhugi cvrópskra
álframJeiðcnda á álveri hér
„RÍKISSTJÓRNIN ætlar að fylgja eftir þeirrí stefnu sem hún hefur
fylgt f þeim tilgangi að ná niður verðbólgu. Lftið annað er hægt að
segja núna,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í gær þegar
hann var spurður um hugsanlegar ráðstafanir í efnahagsmálum. Á
vegum rikisstjóraarínnar er unnið að undirbúningi efnahagsað-
gerða, meðal annars til að styrkja stöðu fiskvinnslunnar og einnig
er verið að endurskoða fjárfestingaráform á þessu ári, samkvæmt
upplýsingum Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra.
Þorsteinn sagði að samningar í hvort ákvarðanir um efnahagsað-
zL-s~— .yPíjpy~ IsJtnskureUhbuum
j -^x.— HvaJvíkurskrrith'n" öll seld
Versliumrfrelsi
í200ár
HH§ iiP§
BLAÐ B
einum landshluta gæfu ekki tilefni
til sérstakra ákvarðana, þegar hánn
var inntur eftir aðgerðum f kjölfar
VestJjarðasamninganna. „Églítsvo
á að það sé mikilvægast núna að
aðilar vinnumaikaðarins ljúki-gerð
nýrra Igarasamninga. Samningar
hafa nú verið Iausir frá áramótum
og það leiðir alltaf til ákveðinnar
óvissu. Það er hlutverk samnings-
aðila að eyða þeirri óvissu," sagði
Þorsteinn þegar hann var spúrður
gerðir biðu niðurstöðu. almennra
kjarasamninga.
„Risavaxin fjárfest-
ingaráform útgerðar“
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði, þegar álits
hans var leitað: „Af hálfu ríkis-
stjómarinnar er unnið að undirbún-
ingi aðgerða til að styrkja stöðu
fiskvinnslunnar í landinu og til þess
að draga úr þenslu í framkvæmd-
um, sérstaklega suðvestanlands,
með því að endurskoða og fresta
stórframkvæmdum sem em fjár-
magnaðar með lánsfé. Nær þetta
til framkvæmda hins opinbera,
bæði ríkis og sveitarfélaga, og I
einkageiranum. Sérstaklega er til-
efni til að skoða risavaxin fjárfest-
ingaráform útgerðarinnar, sem
felast í innflutningi nýrra fískiskipa
og umfangsmiklum breytingum er-
lendis því þar liggur meginhlutinn
af þeim hrollvekjuupphæðum sem
búist er við í viðskiptahalla á þessu
ári. í ljósi samdráttar í afla vegna
breytinga á kvótakerfí er augljóst
tilefni til að stemma stigu við þess-
um áformum útgerðarinnar, sem
flest byggjast á lántökuheimildum
úr tíð fyrri ríkisstjómar."
„Ekki hægt að halda
óbreyttum kaupmætti"
Halldór Ásgrímsson sjávarú'
vegsráðherra sagði að efnahagsrái
stafanir væra til umfjöllunar
ríkisstjóminni. Hann sagðist ekl
vita hvenær niðurstaða fengist, e
það þyrfti að verða sem fyrs
klukkan gengi. „Það virðist gang
illa hjá ýmsum aðilum að átta si
á stöðunni. Þrátt fyrir að þjóðai
tekjumar séu að dragast sama
halda sumir að það sé auðvelt m;
að halda óbreyttum kaupmætti. Þa
er einfaldlega ekki hægt,“ sag
Halldór. Hann sagði einnig að sjá'
arútvegsfyrirtækin þyldu ekl
langvarandi hallarekstur en óvissa
væri þó enn verri. Þau gætu aðlaf
að sig að erfíðum aðstæðum <
hægt væri að komast að einhver
ákveðinni niðurstöðu.