Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 2
MORGUNBLAÐBÐ, FIMMTUDAGtJR 14. APRÍL 1988
Sérstakur
sendiherra
í afvopn-
unarmálum
HJÁLMAR W. Hannesson hefur
verið skipaður sérstakur sendi-
herra til að fara með afvopnun-
armál og sinna málefnum Ráð-
stefnunnar um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu (RÖSE), en þriðji
framhaldsfundur hennar stend-
ur nú yfir í Vín.
Forseti íslands skipaði Hjálmar
í sendiherrastöðuna frá 1. apríl að
telja, að tillögu Steingríms Her-
mannssonar, utanríkisráðherra.
Hjálmar lauk MA-prófí í stjóm-
málafræði frá ríkisháskóla Norður-
Karólínu í Chapel Hill í Banda-
ríkjunum. Hann hefur starfað í ut-
anríkisþjónustunni frá 1. janúar
1976.
Samgönguráðherra:
Ferðaskrif-
stofa ríkisins
seld starfsfólki Frá fundi verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum.
Morgunbladið/Sigurgeir
MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam-
gönguráðherra, hefur lagt fram
á Alþingi frumvarp um sölu á
Ferðaskrifstofu rfldsins. Stefnt
er að þvi að selja starfsfólki
ferðaskrifstofunnar þá 2/s hluta-
fjárins sem seldir verða.
Ferðaskrifstofa ríkisins hafði áð-
ur fyrr einkaleyfí til rekstrar ferða-
skrífstofu og naut þeirra sérrétt-
inda, a.m.k. að nafninu til, fram til
ársins 1964. Meginþættir starfsemi
hennar em nú fímm. í fyrsta lagi
fyrirgreiðsla við skipulag utan-
landsferða ríkisstarfsmanna, í öðm
lagi rekstur hópferða, í þriðja lagi
kynning á ferðum ánnarra ferða-
skrifstofa, í fjórða lagi rekstur sum-
arhótela og t fímmta lagi að und-
irbúa og annast ráðstefnur.
í greinargerð segir að verði frum-
varpið að lögum muni þegar heflast
viðræður við starfsfólk Ferðaskrif-
stofunnar um kaup á 2/s hlutaQár-
ins. Segir að sú leið að selja starfs-
fólki hafí áður verið farin við sölu
ríkisfyrirtækja og gefist vel. Þá
beri einnig að lfta á það að í gild-
andi lögum um skipulag ferðamála
séu starfsfólki gefín fyrirheit um
að gerast eignaraðilar að Ferða-
skrifstofu ríkisins þótt það ákvæði
hafí ekki komið til framkvæmda.
Óánægja með laimaliði
réð úrslitum í Eyjum
- segir Vilborg Þorsteinsdóttir formaður Snótar
VeHtmannaeyjum. Fr& Huga Ólafssyiii KlnSamnnni Morjfunbladsins.
Akureyrarsamningamir voru
felldir á sameiginlegum fundi
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
og Verkakvennaf élagsins Snótar
i Alþýðuhúsinu í Eyjum í gær
með 150 atkvæðum gegn 106, en
6 seðlar voru auðir og ógildir.
Ekki hafa verið ákveðnar frek-
ari aðgerðir af hálfu félaganna
í kjölfarið á þessari niðurstöðu,
en ljóst er að yfirvinnubann
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
mun halda áfram. Fullt var út
úr dyrum meðan á fundinum stóð
en alls munu um 500 manns inn-
an félaganna tveggja starfa við
Breytingartillaga við bjórfrumvarpið:
Borið undir þjóðar-
atkvæði í ágúst
FJÓRIR þingmenn lögðu I gær
fram breytingartillögu við „bjór-
frumvarpið" þess efnis að lögin
tslri gildi 1. júlí 1989 ef þau hafi
hlotið samþykki meirihluta þeirra
er þátt taka í almennri þjóðarat-
kvæðagreiðslu er fram myndi
fara Iaugardaginn 27. ágúst 1988.
Þingmennimir _sem flytja tillög-
una eru þau Ámi Gunnarsson
(A/Ne), Ragnar Amalds (Abl/Nv),
Níels Ami Lund (F/Rn) og Þórhildur
Þorieifsdóttir (K/R).
Steftit hafði verið að því að ljúka
þriðju umræðu um bjórfrumvarpið I
neðri deild í gær. Seint í gærkvöldi
kom upp sú staða að tvær breyting-
artillögur höfðu verið lagðar fram
um daginn en afbrigða verið leitað
um hvoruga þeirra. Ekki voru nógu
margir þingmenn í húsinu til þess
að leita afbrigða en til þess þarf
helming þingdeildarinnar. Tillögum-
ar hefðu þvf ekki getað komið til
atkvæða ef umræðu hefði verið lok-
ið þar sem samkvæmt þirigsköpum
þarf að leggja þær fram sólarhring
áður en umræðu lýkur eða leita af-
brigða ella.
Eftir stutt fundarhlé var ákveðið
að fresta umræðunni en halda henni
áfram að loknum fundi f sameinuðu
þingi í dag.
Sjá frásögn á þingsíðu bls. 37.
fiskvinnslu.
Vilborg Þorsteinsdóttir, for-
maður Snótar, sagði að ekki væri
vafí á því að óánægja með launaliði
Akureyrarsamninganna hefði ráðið
úrslitum. „Við höfum heimild til
verkfallsboðunar en sögðum á fund-
inum að við myndum hafa samband
við okkar fólk á vinnustöðunum á
næstu dögum áður en frekari að-
gerðir verða ákveðnar." Aðspurð
sagðist Vilborg ekki geta sagt hvort
fólk væri tilbúið í harðar aðgerðir,
en hægt væri að grípa til annarra
aðgerða en verkfalls. Hún sagði að
fyrst yrði að tilkynna ríkissátta-
semjara þessa niðurstöðu og bíða
eftir ákvörðun hans í framhaldi af
því.
„Við erum í erfiðri aðstöðu en
það er ljóst af úrslitunum að það
er engan bilbug að finna á fólk-
inu,“ sagði Jón Kjartansson formað-
ur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja.
„Ég tel að við séum alveg samnings-
laus nú og það er spuming hvort
við eigum ekki að fara út f upp-
boðsmarkað á vinnuafli." Jón sagði
að það væri ekki óhjákvæmilegt að
verkfall yrði boðað fljótlega. Hann
sagðist ekki geta sagt neitt um
frekari aðgerðir á þessari stundu,
slíkt væri mál stjómar og trúnaðar-
ráðs Verkalýðsfélagsins, sem ekki
hefðu enn verið kölluð saman.
Atvinnurekendur í Eyjum héldu
fund í gærkvöldi vegna úrslita at-
kvæðagreiðslunnar. Eyjólfur Mart-
insson, framkvæmdastjóri ísfélags
Vestmannaeyja, sagðist ekki gera
sér grein fyrir hvaða afleiðingu
þessi niðurstaða hefði en ljóst að
upp væri komin afleit staða.
Mikill skilningnr á
hagsmunum okkar
- sagði Steingrímur Hermannsson
eftir viðræður við William Ball, flota-
málaráðherra Bandaríkjanna
Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington.
STEINGRÍMUR Hermannsson Morgunblaðið að
utanríkisráðherra ræddi í gær
við William Ball, flotamálaráð-
herra Bandaríkjanna, um sam-
eiginleg hagsmunamál ríkjanna.
Ráðherrann sagði í samtali við
Siglufjarðartogarar selja
afla sinn í Hafnarfirði
Minnkandi áhugi á yfirvinnu vegna staðgreiðslu skatta
MJÖG góður þorskafli er nú þjá
togurum fyrir norðan land. Land-
burður hefur þvl verið af flsld f
Siglufirði að undanfömu og erfltt
um vik að vinna «11»»» afla, sem
að landi berst. Ástæður eru ýms-
ar, svo sem minni hraði á afskip-
iiniim á saltfiski osr minnkandi
áhugi fólks á yflrvinnu í kjölfar
staðgreiðslu skatta. Vegna þessa,
meðal annars, munu tveir togarar
Þormóðs ranuna se(ja afla sinn á
Fis kmarkaðn um hf. f Hafnarflrði.
Stapavflán kom inn til SigluQarðar
f vikunni með 115 tonn af þorski
eftir 5 daga veiðiferð. Stálvíkin selur
f Hafnarfirði I dag og Sigiuvik á
þríðjudag. Bæði skipin eru að mestu
með karfa og ufsa.
Róbert Guðfínnsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði
f samtali við Morgunblaðið, að mikið
af físki hefði borizt að á undanföm-
um vikum. Talsvert af honum hefði
farið f tandurverkun á saltfiski, en
þar sem hægt hefði veríð á afskipun-
um, væri ekki lengur hægt að tand-
urvinna fiskinn. Fullstaðinn fiskur
tæki lengri tíma f vinnu og þvf ekki
hægt að taka við eins miklu af físki
til söltunar. Framundan væri mikil
vinna við umstöflun og fleira. Þvi
hefði sú ákvörðun verið tekin að láta
skipin tvö selja afla sinn f Hafnar-
firði. Með því ynnist næði til að
ganga frá saltfiskinum að miklu leyti
áður en grálúðutömin byijaðL Húsið
væri sérhæft fyrir þorskvinnslu, en
ufsi og karfi væri uppistaðan f afla
Stálvíkur og Sigluvíkur og að auki
væri hægt að halda uppi nægrí vinnu
f frystihúsinu við þorskinn af
Stapavíkinni.
Róbert sagði einnig, að með stað-
greiðslu skatta hefði áhugi fólks &
yfírvinnu greinilega minnkað og það
drægi úr afkastagetunni. Þar að
auki væri afkoman I frystingunni það
slæm, að húsinu væri enginn akkur
f þvf að borga yfírvinnu fyrir vinnu
við fisk, sem tap væri á að framleiða.
viðræðunum
loknum, sem fram fóru í skrif-
stofu flotamálaráðherrans f
Pentagon — höfuðstöðvum varn-
armálaráðuneytis Banda-
ríkjanna — að hann teldi þær
hafa verið mjög nytsamlegar og
að skilningur beggja á afstöðu
hins hefði aukist.
Viðræður ráðherranna snem
fyrst og fremst að öryggismálefn-
um rfkjanna og vamarliðinu í
Keflavík. Bar olíulekann og áhuga
íslendinga á að Njarðvík verði
áfram aðalhöfn hersins meðal ann-
ars á góma. Þá var rætt um manna-
hald vamarliðsins, en til stendur
að fækka borgaralegum starfs-
mönnum þess. Lagði Steingrímur
áherslu á, að fyrst yrði fækkað
aðsendu starfsliði að vestan áður
en til uppsagna íslendinga kæmi.
f samtali við Morgunblaðið sagði
ráðherra að sér hefði fundist að
hinn ungi flotamálaráðherra hefði
ríkan skilning á hagsmunamálum
íslendinga. Flotamálaráðherrann
hefði sett sig furðu vel inn í fs-
lenskar aðstæður og þau mál, sem
efst væm á baugi.
í dag mun Steingrímur ræða við
John Whitehead, aðstoðamtanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sem gegn-
ir starfí utanríkisráðherra f flarvem
George Shultz. Steingrímur heldur
heimleiðis í kvöld.