Morgunblaðið - 14.04.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 14.04.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 9 roiabo' hf„ Reykjavík, VÍSUM TILVEGAR ÁVERÐBRÉFA MARKAÐINUM Kaup, sala og endurfjárfesting. Kaupþing. Miðstöð verðbréfaviðskiptanna. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 14. APRÍL EININGABRÉF 1 2.751,- EININGABRÉF 2 1.597,- EININGABRÉF 3 1.757,- LÍFEYRISBRÉF 1.383,- - - KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar • sími 68 69 88 Efnahagsvandinn í umræðum um samstarfið innan ríkisstjórnarinnar hefur komið fram hjá samstarfsmönnum Framsóknarflokksins, að á fundum stjórnarinnar hafi ráðherrar framsóknar ekki lagt fram neinar tillögur um úrlausn efnahagsmála. Hefur þessum staðhæfingum í sjálfu sér ekki verið mótmælt en á hinn bóginn gera framsókn- armenn nú mikið með það, að eftir rúma viku verður efnt til fundar í miðstjórn flokks þeirra. Er helst að skilja málflutning þeirra á þann veg, að á þeim fundi verði kynnt lausn alls efna- hagsvandans og svo skuli aðrir bara sýna, hvað í þeim býr. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknar, talar í þessum dúr í samtali við Þjóðviljann í gær, sem er vitnað til í Staksteinum í dag. Einnig er drepið á grein Ólafs Ragnars Grímssonar um efnahagsvandann hér í blaðinu í gær. Kollsteypa Framsóknarmenn hafa setíð i ríkisstjórnum svo að segja samfleytt síðan sumarið 1971. Á þeim tima hefur þjóðar- skútan sigit i gegnum mðrg óveður og fram- sóknarmenn oft haft uppi stór orð um þau fyrirfram. Þeir hafa líka reynt að komast i skjól við aðra, þegar áföllin hafa verið mest og svo leitast við að eigna sér allt sem vel hefur farið. Nú spá framsóknarmenn þvi að kollsteypa sé framundan i efnahagslif- inu, enda hefur verð á sjávarafurðum Isekkað og vertíðin verið léleg. Páll Pétursson, f ormaður þingflokks framsóknar, kveður sér hjjóðs i Þjóð- vilj.umm i gœr. Páll segir i upphafi samtalsins: - „Viðskipta- hallinn er geigvænlegur, það er talað um 10-15 miljarða. Hvor talan sem væri er algjörlega bijál- æðisleg. Það getur bara ekki gengið og við gerum ekkert annað en að sigla inn í efnahagslega koll- steypu." Síðan er PáU Péturs- son spurður um það, hvort hann te\ji gengis- fellinguna lausnarorðið og hann segir: „Það get- ur þurft að leiðrétta gengið en ég legg áherslu á að það verður að fara varlega í það.“ Á hinn bóginn fínnst Páli, að peningar á íslandi séu orðnir „aUtof dýrir“ og bætir við að þeir séu orðnir „svo dýrir að það er ómögulegt að ávaxta þá í atvinnurekstri". Og enn segir PáU: „RUds- stjómin verður að hafa áhrif á vaxtastígið." Spá- ir hann þvi að „vaxta- pólitikin komi nýög ákveðið inn i þá umræðu sem verður á miðstjóm- arfundinum" hjá fram- sókn, sem boðað er til 23. aprfl. í lok samtalsins segir hann, að framhald rfldsstjómarþátttöku Framsóknarflokksins ráðist ekki á þessum fundi miðstjómarinnar og bætír síðan við: „Það kemur til með að ráðast af viðbrögðum hinna rfldsstjómarflokkanna á [svo] því sem verður ákveðið á miðstjómar- fundinum." Af þessum orðum Páls Péturssonar má það helst I ráða að hann ætíi að styðja tíUögu um það i miðstjóra Framsóknar- flokksins, að gengið verði lækkað, vaxtafrelsi verði afnumið og rflds- stjórain taki tíl við að lækka vextí. Um fyrri til- löguna em stjómmála- menn jafnan ófáanlegir að tjá sig en það er ljóst af umræðum fyrr á þess- um vetri, að bæði þing- menn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks em andvígir afnámi vaxta- frelsis. Spumingin er þvi sú sama og áður hefur komið fram i vetun Ætla framsóknarmenn að setja afnám vaxtafrelsis sem skilyrði fyrir setu í rfldsstjóminni? Það er furðulegt ef þeim tekst að gera þetta frelsi sem komst á, þegar Steingrimur Hermanns- son fór með yfirstjóm efnahagsmála sem for- sætisráðherra að úrsUta- atriði í næstu stjóm á eftir. Þessar sveiflur i stefnu framsóknar skýra þó lfldega best, hvers vegna flokkur þeirra hefur setíð jafn lengi i stjóm og raun ber vitni. Ahyggjur Olafs Ragnars í grein hér i Morgun- blaðinu i gær undir fyrir- sögninni: Þjóðhættuleg rfldsstjóm ræðir Ólafur Ragnar Grimsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, um það sem hann kallar „hrikalegar stað- reyndir efnahagslifsins" og er nú ekki mildð orðið eftír af góðærinu, sem forveri Olafs á for- mannsstóU, Svavar Gestsson, hefur talað mikið um og alþýðu- bandalagsmönnum þóttí rétt að hampa, þegar kjaraviðræður vom að hefjast. Ólafur Ragnar leggur út af tveimur efnahagsstærðum þegar hann ræðir um efnahags- málin: fyrirsjáanlegum viðskiptahalla og að verðbólga hér sé 8-föld miðað við það sem gerist í viðskiptalöndum okkar. Verðbólgan sé „ávisun á annaðhvort keðjuverk- andi gengisf ellingar eða stórfeUd gjaldþrot þjá miklum fjölda islenskra fyrirtælqa". Og formað- ur AlþýðuhanHalagHÍns telur stefna i það vegna viðskiptahallans að er- lendar skuldir aukist svo mjög að við kunnum að komast í „hóp þeirra ríkja sem úrskurðuð em vandræðagripir og glata sjálfsforræði sinu i hend- ur erlendra lánar- drottna". Þetta em stór orð og alvarleg en Ólafur Ragn- ar Grfmsson lítur greini- lega ekki formannshlut- verk sitt i Alþýðubanda- laginu þeim augum, að hann eigi í grein um „hrikalegar staðreyndir efnahagslífsins" að kynna lesendum Morg- unblaðsins eða öðrum, hvaða tfllögur hann hafi til úrfoóta í efnahagsmál- um. Tilgangur greinar hans er ekki sá að kynna fyrir þjóðinni leiðir út úr vandanum heldur spyrja þá flokka, sem sitja i rfldsstjóm, hvað þeir ætli að gera. Niðurstaða hans er gamalkunn, að rflds- stjómin sé „sjálf orðin orsök erfiðleikanna". Á að skilja þetta þannig að verðbólga lyaðni og við- skiptahalli minnki við það eitt að Alþýðubanda- lagið komist í stjóm? Hefur verðbólgan nokkra sinni verið meiri en einmitt, þegar Al- þýðubandalagið sat siðast í rikisstjóm? GERILSNEYTT VATN Drepur örverur í neysluvatni meó útfjólubláu Ijósi KEmifl Skipholti 7, sími 91-27036 §|§§|| PPHN mmmm j 3 AÓÍ-iSfetí-":-; . ■ tiv.tv.-.ð fi-► Í'íw'i'- ti*T , imifm IfWsjil^ PfilÉiS |§®gi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.