Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988
35
„ísland-
slag“ eft-
ir Svavar
Guðna-
son.
Mynd mánaðarins
í Listasafni Islands
í Listasafni íslands er kynnt
vikulega „Mynd mánaðarins".
Fjailað er ítarlega um eitt verk
í eigu safnsins svo og höfund
þess.
Mynd aprílmánaðar er íslandslag
eftir Svavar Guðnason, olíumálverk
frá árinu 1944. Málverkið var keypt
til safnsins árið 1946.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins“
fer fram í fylgd sérfræðings alla
fimmtudaga kl. 13.30—13.45 og er
safnast saman í anddyri safnsins.
(Fréttatilkynning)
Þijár bifreiðar skemmd-
ust í hörðum árekstri
ÞRJÁR bifreiðar skemmdust
mikið í óhappi í Reykjavík í gær.
Tvær þeirra skullu saman, en sú
þriðja skemmdist þegar götuviti,
Heimild til
verkfalls-
boðunar
STJÓRN og trúnaðarmannar-
áð Félags íslenskra kjötiðnað-
armanna hefur nú fengið
heimild til verkfallsboðunar.
Fyrirhugaðir eru fundir hjá
félaginu í næstu viku um samn-
ingamálin.
sem varð fyrir barðinu á annarri
hinna bifreiðanna, bognaði niður
í þak hennar. Lítíl meiðsli urðu
á fólki.
Óhappið varð í hádeginu í gær,
á gatnamótunum þar sem skerast
Elliðavogur, Kleppsmýrarvegur og
Skeiðarvogur. Amerískri bifreið var
ekið norður Elliðavog og inn á
gatnamótin. Þá kom að önnur bif-
reið, sem var ekið upp, eða suður,
Kleppsmýrarveg og áfram yfír
gatnamótin. Bifreiðarnar tvær
skullu saman af miklu afli.
Ameríska bifreiðin kastaðist á götu-
vita, sem bognaði og gekk niður í
þak bifreiðar, sem var kyrrstæð við
gatnamótin. Bifreiðamar þijár
skemmdust allar mikið.
Tveir voru fluttir á slysadeild,
en meiðsli þeirra reyndust ekki al-
varleg.
Akureyrarsainmngariiir
samþykktir víðast hvar
Akureyrarsamningamir svokölluðu hafa nú verið bornir upp
og samþykktir í flestum þeim félögum sem þátt tóku í viðræðun-
um á Akureyri. Alls er hér um að ræða 36 félög og hér á eftir
fer listí yfir þau félög sem ekki hefur þegar verið getið, ásamt
atkvæðatölum þar sem þær fengust.
Verkalýðsfélag Borgamess
samþykkti með 81 atkvæði gegn
57, Verkalýðsfélag Austur-Hún-
vetninga með 22 atkvæðum gegn
7, Verkakvennafélagið Aldan á
Sauðárkróki 35-2, Verkamanna-
félagið Fram á Sauðárkróki 32-2,
Vaka á Siglufírði 30-0, Verka-
lýðsfélag Vopnafjarðar 58-35,
Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs,
samhljóða, Verkalýðsfélag
Bakkafjarðar, samhljóða, Verka-
lýðsfélag Reyðarfjarðar 8-6,
Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar,
samhljóða, og Verkalýðsfélag
Breiðdælinga 17-3.
Önnur félög sem samþykktu
og ekki hefur verið áður getið í
fréttum em: Afturelding á Helliss-
andi, Stjaman í Grundarfirði,
Verkalýðsfélag Hólmavíkur,
Verkalýðsfélag Hrútfírðinga,
Verkalýðsfélag Skagastrandar,
Verkalýðsfélag Borgarfjarðar
Eystra, Fram á Seyðisfírði,
Verkalýðsfélag Stöðvarfjarðar, og
Verkalýðsfélag Djúpavogs.
Bjarmi á Stokkseyri mun enn
eiga í samningaviðræðum við at-
vinnurekendur á staðnum.
Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeireson
Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkamannafé-
lagsins Árvakurs á Eskifirði, sést hér kynna
Akureyrarsamningana á vinnustaðafundi hjá
Fiskverkun Þórs hf., en Árvakur samþykkti
samningana fyrir páska.
Atkvæði greidd um Akureyrarsamningana hjá
Fiskverkun Þórs á Eskifirði. Tveggja daga leyni-
leg atkvæðagreiðsla fór fram hjá Árvakri, eins
og svo mörgum öðrum verkalýðsfélögum.
Fiskmarkaðir:
Sama verð fyrir ufsa í
Reykjavík og Bretlandi
Breki VE fékk hátt verð á Faxamarkaði
VERÐ á ferskum ufsa var í gær
nánast það sama á Faxamarkaðn-
um í Reykjavík og brezku fisk-
mörkuðunum í Hull og Grimsby.
Breki VE fékk að meðaltali 27,44
krónur fyrir ufsann í Reykjavík,
en i Bretlandi fór gámaufsinn
að meðaltali á 28,19. Kostnaður
við söluna hér heima er nálægt
5% af uppboðsverði, en við sölu
gámafisks erlendis má reikna
með allt að 25 króna kostnaði á
hvert kíló sé allt meðtalið, kostn-
aður, þyngdarrýrnun og kvóta-
kerðing. Verð á ufsa í Þýzka-
landi var yfir 44 krónur í gær.
Skýrsla menntamálaráðherra um Tangen-málið:
Skýrslan pöntuð til að
klekkja á fréttastofunni
- segir Kári Jónasson, fréttastjóri Útvarps
„ÞAÐ er f upphafi rétt að menn hafi f huga að þessi skýrsla virðist
beinlínis pöntuð til að klekkja á Fréttastofu Útvarps vegna Tangen-
málsins, þvf þegar óskað var eftír skýrslunni lágu staðreyndir málsins
fyrir, fréttastofan var búin að viðurkenna að gerð hefðu verið mistök
og beðist var afsökunar á því,“ sagði Kári Jónasson, fréttastjóri Út-
varps, er hann var inntur álits á skýrslu menntamálaráðherra um
svokallað Tangen-mál. Skýrsla þessi var lögð fram á Alþingi á þriðju-
dag.
Menntamálaráðherra fór þess á
leit við dr. Þór Whitehead að hann
legði mat á skjöl þau um samskipti
íslenskra og bandarískra stjóm-
valda, sem gerð voru að umtalsefni
í fréttum og fréttatengdum þáttum
Ríkisútvarpsins. „Við fyrsta yfirlest-
ur skýrslu menntamálaráðherra
kemur í ljós að þar eru engar nýjar
staðreyndir um málið, heldur safnað
saman á cinn stað fréttapistlum og
álitsgerðum um þetta margumrædda
mál, sem getur verið gott út af fyr-
ir sig,“ sagði Kári Jónasson. „í
skýrslunni er álitsgerð doktors Þórs
Whitehead, sem æðsti yfírmaður
Ríkisútvarpsins hefur fengið til að
strá salti í sárin, því varla er það
tilviljun að ekki er leitað til neins
annars. Ég held að í annan tíma
hafi ekki verið gert meira veður út
af frétt, en þeirri sem hér um ræð-
ir, og fínnst mörgum mælirinn vera
orðinn fullur fyrir löngu."
Kári sagði, að í upphafi skýrslu
menntamálaráðherra sé því slegið
föstu, að trúnaðarbrestur hafí orðið
milli Ríkisútvarpsins og hlustenda
vegna þessa máls. „Hlustendur
verða auðvitað að svara því hver
fyrir sig, en óneitanlega skýtur það
nokkuð skökku við að það skuli vera
sjálfur menntamálaráðherra sem
heldur þessu fram og er með þessu
að grafa undan því trausti sem ríkt
hefur og ríkir vonandi enn milli
Fréttastofu Útvarps og hlustenda,"
sagði hann.
Kári sagði, að í álitsgerð dr. Þórs
Whitehead, sagnfræðiprófessors,
væri málið rakið frá því fréttin birt-
ist 9. nóvember 1987, og það vekti
óneitanlega nokkra athygli í upphafí
að ekki komi fram í álitsgerðinni að
hann hafí talað við aðalmanninn í
þessu máli, Norðmanninn Dag Tang-
en. „Doktor Þór dvelur lengi í álits-
gerð sinni við umræður i Dagskrá á
Rás tvö síðdegis 10. nóvember, og
heldur svo áfram að rekja fréttir af
þessu máli í Útvarpinu og segir frá
lokum málsins, þegar fréttaritari
útvarpsins í Bandaríkjunum greindi
frá því 13. nóvember að í Truman-
safninu sé ekkert um að Stefán Jó-
hann Stefánsson hafí hitt starfs-
menn Leyniþjónustu Bandaríkjanna
eða sendiherra Bandaríkjanna í
Reykjavík reglulega. Þá rekur hann
þegar skýrt er frá því í „Kvöldfrétt-
um“ að fréttir um náin samskipti
Stefáns Jóhanns og bandarísku
leyniþjónustunnar hafí rejmst úr
lausu lofti gripnar og Fréttastofan
harmar að heimild, sem hún hafði
ekki ástæðu til að véfengja, skyldi
reynast ótraust. Eftir að hafa þann-
ig rakið gang málsins í Útvarpinu
og lagt út frá þvf á ýmsa vegu seg-
ir doktor Þór svo í upphafí sjötta
kafla álitsgerðar sinnar að málið sé
„í eðli sínu svikamál", upphafsmað-
urinn sé Tangen og er ekki hægt
að skilja orð sagnfræðiprófessorsins
öðru vísi en svo, að fréttamenn hafi
tekið þátt í þessu „svikamáli". Þess-
ari kenningu doktors Þórs vísa ég
algjörlega á bug, fréttamenn Út-
varps stóðu hér ekki að neinu „svika-
máli“, Tangen var heimildin sem
brást.“
Kári sagði, að í niðurlagi álitgerð-
arinnar segði sagnfræðiprófessorinn
svo, að líta eigi á umdeild sagnfræði-
leg viðfangsefni frá fleiri en einni
hlið, en álitsgerðin beri ekki með sér
að hann hafí haft þetta heilræði sitt
að leiðarljósi þegar hann samdi
hana. „Ég ætla þó ekki að fara út
f sagnfræðilegar deilur við hann um
þau efni,“ sagði Kári. „Síðustu orð
sagnfræðiprófessorsins í álitsgerð-
inni koma svo eins og skrattinn úr
sauðaleggnum, þar sem hann talar
um að útvarpsmenn „fínni stjóm-
málaskoðunum sínum vettvang utan
fréttatíma." í fyrsta lagi er mér
ekki kunnugt um að fréttamenn
hafi verið að viðra stjómmálaskoð-
anir sfnar í fréttum og f öðru lagi
bendir hann ekki á neitt í fréttum
Útvarps af þessu máli, orðum sinum'
til stuðnings," sagði Kári Jónasson,
fréttastjóri utvarps, að lokum.
Verð á ýsu er lágt í Bretlandi
vegna mikils framboðs. Þorskverð
h'efur hækkað um allt að 30 krónur
á kíló frá því í síðustu viku er fram-
boð umfram eftirspum dró það
níður í rúmar 40 krónur á kíló.
Breki seldi alls 146,2 tonn fyrir
4,7 milljónir króna í Reykjavík í
gær. Meðalverð var 32,05. 72 tonn
af karfa fóru að meðaltali á 27,11,
44 af ufsa á 27,44, 23,5 af ýsu á
51,45 og 5 af þorski á 44,63. Á
sama tíma voru seld 304 tonn úr
gámum héðan í Hull og Grimsby.
Heildarverð var 17,2 milljónir
króna, meðalverð 56,37. 55 tonn
af þorski fóm að meðaltali á 74,81,
138 af ýsu á 58,67, 73 af kola á
45,343 og 21 af ufsa á 28,19. Þá
seldi Sólberg ÓF 105 tonn af 155
í Grimsby. Aflinn var að mestu
þorskur og fór á 7,2 milljónir króna,
meðalverð 69,02.
Hermann Kr. Jónsson, starfs-
maður Samtogs í Vestmannaeyjum,
sem gerir Breka út, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að verðið fyrir
fískinn úr Breka hefði verið heldur
hærra en búizt hefði verið við. Auk
þess sem selt hefði verið á Faxa-
markaðnum hefði karfí af Breka
verið settur í fjóra gáma til sölu í
Þýzkalandi. Miðað við verðið hér
heima, þyrftu því að minnsta kosti
að fást rúmar 50 krónur fyrir hvert
kíló ytra svo jafnt væri. Þá mætti
benda á það, að um leið og selt
hefði verið úr Breka hefði verið
selt úr tveimur gámum frá Samtogi
í Bretlandi, mest ýsa og þorskur.
Meðalverð úr gámunum hefði verið
58,93, sem nægði ekki til að skila
sama meðalverði heim og fískurinn,
sem seldur var á Faxamarkaði.