Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988
KNATTSPYRNA
Lárus Guðmundsson aftur
til liðs við Víkinga
Tíu ársíðan Lárus lék sinn fyrsta leik með Víkingsliðinu í 1. deild
VÍKINGAR hafa fengið öflugan
liðsstyrk. Lárus Guðmunds-
son, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, ákvað í gœr að ganga
til liðs við sitt gamla fólag. Það
eru nú liðin tíu ár síðan Lárus
lék sinn fyrsta leik með Vfking-
um í 1. deildarkeppninni. Lárus
var með íslandsmeistaraliði
Víkings 1981, en síðan hált
hann út ÍVfking og herjaði með
Waterschei í Belgíu og síðan
Bayer Uerdingen og Kaisers-
lautern í V-Þýskalandi. Það
þarf ekki að fara mörgum orð-
um um það, að Lárus, sem er
mikill markaskorari, kemur til
með að styrkja Víkingsliðið
mikið.
að verður gaman að koma aft-
ur heim og leika með Víkingi.
Ég tel að þar hafí verið mest þörf
fyrir krafta mína og ég vona að ég
geti miðlað reynslu minni til hinna
ungu leikmanna félagsins. Það er
hörð keppni framundan í 1. deild.
Aðalverkefni okkar er að forðast
botninn. Með því að komast sem
lengst frá botninum, þá komust við
sem næst toppnum," sagði Lárus.
Hétt út sem meistari
og msrfcakóngur
Þegar Lárus hélt til Belgíu 1981,
fór hann út sem markakóngur 1.
deildar, skoraði 12 mörk eins og
Sigurlás Þorleifsson, Vestmanna-
eyjum. Hefur Lárus hug á að endur-
heimta markakóngstitilinn? „Ég
mun að sjálfsögðu reyna að skora
sem flest mörk. Knattspyman er
ekki einleikur, heldur byggist leik-
urinn upp á samvinnu leikmanna.
Ég er opnari heldur en hér um árið
og mun kappkosta að leggja upp
marktækifæri fyrir meðspilara
rnína."
„Ég veit að það verður mikil pressa
á mér og allir vamarmenn munu
kappkosta að koma í veg fyrir að
ég fái að leika lausum hala,“ sagði
Láms, sem mun leika fyrsta eða
annan leik Víkinga í 1. deildinni,
gegn ÍBK í Keflavík 15. maí eða
gegn KA í Reykjavík 21. maí.
Lárus hefur skorað 21 mark í 1.
deildarkeppninni. Hann skoraði sitt
fyrsta mark gegn FH á Kaplakrika-
vellinum 1978, 3:3. Lárus náði einu
sinni að skora þrennu, þijú mörk I
leik. Það var í leik gegn Val, 3:2,
1981.
Þess má geta til gamans að aðeins
tveir leikmenn Víkingsliðsins nú,
léku með Lárusi í meistaraliðinu
1981. Það em þeir Þórður Marels-
son og Jóhann Þorvarðarson.
KNATTSPYRNA / SVISS
Sigurður skoraði
gegn Grasshopper
SIGURÐUR Grétarsson kom
Luzern á bragöið þegar fálagið
vann Grasshopper, 2:1, í
úrslitakeppninni f Sviss, á
þriðjudagskvöldið. Sigurður
skoraði mark sitt eftir horn-
opyrnu á 15. mín. leiksins. „Ég
fákk knöttinn eftir hornspyrnu
og poppaði honum í netið af
stuttu fœri,“ sagði Sigurður.
Við eigum góðan möguleika á
að tryggja okkur UEFA-sæti
næsta keppnistímabil," sagði Sig-
urður. Luzem á nú eftir níu leiki.
Neuchatel Xamax er efst í úrslita-
keppninni, með 25 stig. Aarua er
með 21, Grasshopper 20 og þá
koma Servette og Lucem með 18
stig. Luzem á einn leik til góða.
„Liðin sem verða í öðm og þriðja
sæti tryggja sér UEFA-farseðil-
inn,“ sagði Sigurður.
.. ■■
'
r m i '
Reuter
Lárus Guðmundsson sést hér vera búinn að leika á Norðmanninn Hans
Hermann Henriksen f landsleik f Osló.
Lárus Guðmundsson
Lárus Guðmundsson
HFæddur: 12. desember 1961 Víkingur
iHæð: 1.87 m Þyngd: 80 kg iLandsleikir: 17
HEiginkona: Ása Baldursdóttir iTitlar: ísiandsmeistari 1981,
iBarn: Linda Björk (sextán Bikarmeistari f Belgfu með Wat-
mánaða) erschei 1982, Bikarmeistari í V-
iFélög: Víkingur, Waterechei, Þýskalandi með Bayer Uerdingen
Bayer Uerdingan, Kaiserelautem, 1985
KNATTSPYRNA
Guðni á
heimleið
GUÐNI Bergsson, lands-
liðsmiövöröur í knattspyrnu,
sem hefur œft og leikiö meA
1880 MUnchen ÍV-Þýskalandi,
kemur heim í dag.
Gengið hefur verið frá félagas-
skiptum Guðna, sem verður
löglegur með Valsliðinu gegn Fram
í fyreta leik 1. deildarkeppninnar,
15. maí. Guðni kemur heim reynsl-
unni rfkari og í góðri æfíngu. Hann
mun stjóma vamarleik Vals í sum-
ar, eins og hann gerði sl. keppn-
istímabil - eins og herforingi.
Ragnar Margeirsson var einnig hjá
1860 Munchen. Hann kom heim
fyrir viku og lék sinn fyreta leik
með Keflavík í Litlu-bikarkeppninni
um sl. helgi.
Tilraun forráðamanna 1860 Miinc-
hen, að tryggja sér sæti í 2. deildar-
keppninni í V-Þýskalandi, gekk
ekki upp.
T-
KNATTSPYRNA / ÓLYÍVIPÍUyÐIÐ
Atta Framarar í 22
leikmanna hópi
Endanlegur 16 manna hópur tilkynntur í næstu viku
SIEGFRIED Held, landsliAs-
þjálfari í knattspyrnu, hefur
valiA 22 leikmenn til aA taka
þátt í undirbúningnum fyrir
ólympfulandsleikina gegn
Hollandi og Austur-Þýska-
landi, sem fara fram ytra f lok
mánaAarins.
Alaugardagsmorgun verður
æfing hjá hópnum undir
stjóm Guðna Kjartanssonar, en
Held kemur til landsins eftir há-
degi sama dag. Að sögn Gunnare
Sigurðssonar, formanns ólympíu-
nefiidar KSÍ, valdi Held 22 leik-
menn, en endanlegur 16 manna
hópur verður tilkynntur f næstu
viku. Eftirtaldir leikmenn voru
valdir
Markverðir: Friðrik Friðriksson,
B1903, Guðmundur Hreiðarsson,
Víkingi.
Framaramir Birkir Krfstinsson,
Guðmundur Steinsson, Þoreteinn
Þoreteinsson, Kristján Jónsson,
Kristinn Jónsson, Viðar Þorkels-
son, Pétur Amþóreson og Ormarr
örlygsson.
Þorvaldur Oriygsson, KA, Halldór
Áskelsson, Þór, Valsmennimir
Ingvar Guðmundsson, Valur Vals-
son og Guðni Bergsson, KR-
ingamir Ágúst Már Jónsson og
Rúnar Kristinsson, Skagamenn-
imir Heimir Guðmundsson og Ól-
afur Þórðarson, Sveinbjöm Há-
konareon, Stjömunni, og Guð-
mundur Torfason, Winterslag.
Landsliðið heldur til Hollands
sunnudaginn 24. apríl, leikur
gegn Holiendingum 27. apríl og
gegn Austur-þjóðvetjum 30. apríl.
KNATTSPYRNA
Ómarog
Sævar til
Búdapest
Omar Torfason, sem leikur með
Olten og Sævar Jónsson, sem
leikur með Solothum í Sviss, kom-
ast í vináttulandsleikinn gegn Ung-
veijum f Búdapest 4. maí. Félög
þeirra eru ekki að leika í Sviss þann
dag.
Aftur á móti kemst Sigurður Grét-
arsson ekki, þar sem hann er að
leika með Luzem daginn áður. Eins
og hefur komið fram í Morgun-
blaðinu þá getur Ásgeir Sigurvins-
son ekki leikið með gegn Ungvetj-
um.
Atli Eðvaldsson er tilbúinn í slaginn
og einnig Sigurður Jónsson, þar
sem Sheffield Wednesdáy leikur
ekki þennan dag.
Þá er ekki leikið í Noregi, þannig
að Bjami Sigurðsson og Gunnar
Gíslason geta leikið í Búdapest og
sterkar líkur eru á að Amór
Guðjohnsen komist í leikinn.
V
4-