Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 5
GOTT fÖLK / SÍA MORGUNBLA.ÐIÐ, FTMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 5 ts NÚREIKNINGUR IÐNAÐARBANKANS ER STÓRFRÉTT FYRIR FYRIRTÆKI Með Núreikningi eiga fyrirtæki nú kost á betri bankaþjónustu en áður. Núreikningur er sniðinn að þörfum fyrirtækja, hvort sem það eru stór fyrirtæki eða einkarekstur, en öll geta þau haft mikinn hag af nýjum Núreikningi Iðnaðarbank- ans. 60% VAXTAHÆKKUN Fyrst skal nefna, að með Núreikningi fá fyrir- tæki að meðaltali 60% vaxtahækkun á veltu- reikningi því vextir eru reiknaðir af stöðu hvers dags. Um hver mánaðamót fá handhafar Nú- reiknings yfirlit um heildarviðskipti fyrirtækisins við Iðnaðarbankann og með tölvuþjónustu Núreiknings geta fyrirtæki m.a. fengið færslur Núreiknings á tölvutæku formi. IB-LÍNA IÐNAÐARBANKANS - BEINT SAMBAND VIÐ BANKANN Annar merkilegur fylgifiskur Núreiknings er ný tölvulína Iðnaðarbankans, eða IB-lína eins og hún nefnist. Með henni geta fyrirtæki tölvutengst bankanum beint og þannig sparað símhringingar og dýrmætan tíma sem fer í ferðir í bankann. Með IB-línu fást upplýsingar um nýjustu stöðu reikninga og yfirlit. Hægt er að millifæra milli reikninga í Iðnaðarbankanum og öðrum bönk- um, greiða gíróseðla, víxla og afborganir lána. Einnig er hægt að fá á tölvuskjáinn upplýsinga- töflur um vexti, gengi, gjaldskrá bankans, kaup- gengi og vísitölur. Með IB-línu færð þú beint samband við bankann. NÝJUNGAR Í TÉKKAPRENTUN Ýmsar nýjungar í tékkaprentun fylgja Núreikn- ingi - fyrirtækjum til góða. Má þar nefna að fyrir- tæki getur fengið merki sitt sérprentað á hvert tékkaeyðublað og einnig er hægt að fá staka tékka í margriti til hagræðingar fyrir bókhald. Einn aðili innan bankans, svokallaður Núreikn- ingsfulltrúi., annast öll samskipti við fyrirtækið varðandi Núreikning og þá þjónustu, sem þar er boðið upp á. Hafðu samband við næsta útibú Iðnaðarbank- ans og fáðu allar nánari upplýsingar um Nú- reikning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.